Samsungvöllurinn
miðvikudagur 25. maí 2022  kl. 19:45
Mjólkurbikar karla
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Hallur Hansson
Stjarnan 0 - 3 KR
0-1 Hallur Hansson ('5)
0-2 Atli Sigurjónsson ('31)
0-3 Aron Þórður Albertsson ('83)
Byrjunarlið:
1. Haraldur Björnsson (m)
4. Óli Valur Ómarsson
6. Sindri Þór Ingimarsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson ('45)
14. Ísak Andri Sigurgeirsson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('78)
19. Eggert Aron Guðmundsson
22. Emil Atlason
23. Óskar Örn Hauksson ('45)
24. Björn Berg Bryde ('82)
29. Adolf Daði Birgisson ('79)

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson ('45)
11. Daníel Finns Matthíasson ('45)
17. Ólafur Karl Finsen ('79)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
35. Daníel Freyr Kristjánsson ('82)
99. Oliver Haurits ('78)

Liðstjórn:
Hilmar Þór Hilmarsson
Hilmar Árni Halldórsson
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jökull I Elísabetarson
Þór Sigurðsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@ Þorsteinn Haukur Harðarson
90. mín Leik lokið!
Leiknum er lokiuð. KR vinnur öruggan 3-0 sigur og fer áfram í bikarnum.

Viðtöl og skýrsla innan skamms.
Eyða Breyta
90. mín
93 Mín.

Kenni Chopart með skot yfir úr teignum eftir flottan undirbúning frá Ægi
Eyða Breyta
90. mín
Fimm mínútum bætt við
Eyða Breyta
88. mín
Emil enn í færum. Skýtur í innkast úr ágætis færi.
Eyða Breyta
83. mín MARK! Aron Þórður Albertsson (KR), Stoðsending: Theodór Elmar Bjarnason
Þetta kalla ég innkomu í lagi. Aron Þórður búinn að vera inni á vellinum í ca 30 sekúndur þegar hann skorar og klárar leikinn fyrir KR.

Theodór Elmar þræddi boltann smekklega innfyrir á Aron sem kláraði.
Eyða Breyta
82. mín Sigurður Bjartur Hallsson (KR) Atli Sigurjónsson (KR)

Eyða Breyta
82. mín Aron Þórður Albertsson (KR) Hallur Hansson (KR)

Eyða Breyta
82. mín Daníel Freyr Kristjánsson (Stjarnan) Björn Berg Bryde (Stjarnan)

Eyða Breyta
79. mín
Þarna hefði KR hæglega getað klárað leikinn eftir hraða sókn. Hallur renndi boltanum fyrir á Ægi Jarl sem hafði allann tímann í heiminum til að hlaða í skot einn gegn Haraldi en Halli sá við honum. Hallur fékk frákastið og skaut í hliðarnetið.
Eyða Breyta
79. mín Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)

Eyða Breyta
78. mín Oliver Haurits (Stjarnan) Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan)

Eyða Breyta
76. mín
Aftur er Stjarnan í hörkufæri en leikmenn fara illa að ráði sínu. Frábær undirbúningur frá Óla Val sem sendir boltann inn á teiginn á Emil sem virðist renna í grasinu. Stjörnumenn vilja fá víti en mér sýnist hann bara hafa runnið
Eyða Breyta
75. mín
Nú er KR í góðu færi. Atli vinnur boltann á góðum stað og rennir honum á Stefán Ljubicic sem setur boltann yfir markið.
Eyða Breyta
73. mín
Stjörnunni er ekki ætlað að skora. Fá geggjað færi eftir fyrirgjöf frá vinstri. Fyrst missir Adolf af boltanum áður en Óli Valur setur boltann í hliðarnetið.
Eyða Breyta
72. mín Stefan Alexander Ljubicic (KR) Kjartan Henry Finnbogason (KR)

Eyða Breyta
71. mín
Danni Finns með skot framhjá. Nú fer hver að verða síðastur í liði heimamanna til að hleypa lífi í þetta.
Eyða Breyta
65. mín
Það eru ekki sömu yfirburðir hjá KR í seinni hálfleik, sem hefur reyndar verið saga þeirra í sumar. Ef Stjörnumenn ná að skora fljótlega gæti þetta orðið að leik!
Eyða Breyta
64. mín Pontus Lindgren (KR) Finnur Tómas Pálmason (KR)
Held að Finnur sé búinn að vera hálftæpur eftir höggið í fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
62. mín
Kjartan Henry var gjörsamlega aleinn á vallarhelmingi Stjörnuliðsins sloppinn í gegn. Fer framhjá Halla í markinu en Brynjar Gauti er fljótur að átta sig. Skilar sér til baka og bjargar í lokin.
Eyða Breyta
55. mín
EMIL ATLASON!! Eins og hann hefur verið duglegur við markaskorun í sumar virðist hann eiga off dag núna. Fékk færi af markteig eftir fyrirgjöf frá Ísaki en hitti ekki boltann
Eyða Breyta
52. mín
Besta færi Stjörnumanna til þessa. Emil Atlason með skalla naumlega yfir eftir góða sókn
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn

Eyða Breyta
45. mín Daníel Finns Matthíasson (Stjarnan) Óskar Örn Hauksson (Stjarnan)
Heimamenn gera tvær skiptingar í hálfleik
Eyða Breyta
45. mín Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan) Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan)
Heimamenn gera tvær skiptingar í hálfleik
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Hálfleikur. KR 2-0 yfir í hálfleik. Flottur leikur hjá KR en heimamenn þurfa að gera miklu betur
Eyða Breyta
45. mín
+2

Stjarnan fær horn en dæmt sóknarbrot í sömu andrá og það er sparkað í boltann. Lýsandi fyrir sóknarleik Stjörnuliðsins í dag.
Eyða Breyta
43. mín
Grétar Snær með fína skottilraun eftir horn en boltinn yfir markið.
Eyða Breyta
42. mín Gult spjald: Ægir Jarl Jónasson (KR)
Stoppar sókn
Eyða Breyta
39. mín
Jóhann Árni á hér skot fyrir heimamenn en það er beint á Beiti sem á ekki í teljandi vandræðum með að verja.
Eyða Breyta
38. mín
Finnur Tómas skokkar aftur inn á og virðist vera í lagi. Leit verr út en raunin varð
Eyða Breyta
36. mín
Ljótur árekstur á vellinum. Pálmi (KR) ýtir Eggerti, leikmanni Stjörnuliðsins á Finn Tómas í KR og þeir skella harkalega saman. Finnur liggur eftir. Vonandi ekki alvarlegt
Eyða Breyta
32. mín
Stjörnumenn vildu fá aukaspyrnu í aðdraganda marksins og eru allt annað en ánægðir með dómarann. Eftir endursýningu verð ég eiginlega að vera sammála þeim.
Eyða Breyta
31. mín MARK! Atli Sigurjónsson (KR)
Atli Sigurjóns er hér að tvöfalda forystu KR. Aron Kristófer átti geggjaðan sprett upp vinstri kantinn. Stjörnumenn hreinsuðu en boltinn fór beint á Atla Sig sem skoraði með góðu skoti. Boltinn hafði viðkomu í leikmanni Stjörnunnar og breytti um stefnu. Nú er brekka fyrir þá bláu.
Eyða Breyta
28. mín
Óli Valur með geggjaðan sprett og fíflar nánast alla varnarlínu KR. En skotið er slakt og beint á beiti. Amk jákvætt að sjá aðeins meiri brodd í Stjörnunni. Sóknarleikur þeirra hefur ekki verið upp á marga fiska fyrsta hálftímann.
Eyða Breyta
25. mín
KR ingar halda áfram að búa til hættu. Hægri vængurinn að dæla inn fyrirgjöfum og Halli er með nóg að gera í markinu
Eyða Breyta
20. mín
Loksins kom líf í Stjörnuna. Óskar Örn með skot naumlega yfir.
Eyða Breyta
15. mín
Núna á Kennie hörkuskot við enda teigsins en Halli gerir vel að verja. Einstefna ða marki heimamanna.
Eyða Breyta
14. mín
Aftur gott færi hjá KR. Atli Sigurjóns með fyrirgjöf beint á kollinn á Kjartani sem náði ekki nægum krafti í skallann og Haraldur ver í markinu
Eyða Breyta
11. mín
Kjartan Henry í ágætis færi eftir stungusendingu frá Halli en skotvinkillinn var orðinn þröngur og skotið framhjá.
Eyða Breyta
10. mín
Ekkert varð úr horninu en KR heldur áfram að ógna. Mjög grimmir hérna í Garðabænum. Heimamenn eiga í stökustu vandræðum við að komast fram yfir miðju.
Eyða Breyta
8. mín
KR liðið miklu betra þessar fyrstu mínútur. Eiga núna hornspyrnu frá vinstri
Eyða Breyta
5. mín MARK! Hallur Hansson (KR)
KR í sókn. Kjartan Henry reynir að prjóna sig inn á teig heimamanna en þeir ná að pota boltanum í burtu. Það vill samt ekki betur til fyrir Stjörnuna en svo að boltinn fær beint á Hall sem stendur við enda vítateigsins og skorar með góðu skoti í hornið hægra megin
Eyða Breyta
1. mín
KR á horn eftir 35 sekúndur en ekkert verður úr horninu
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Gestirnir úr KR eiga upphafssparkið
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þetta er þriðji leikurinn sem ég textalýsi fyrir Fótbolta.net í sumar. Í fyrri leikjunum tveimur hafa verið samtals 12 mörk, mikið stuð og dramatík. Ég vona bæði mín og áhorfenda vegna að þessi leikur verði jafn skemmtilegur
Eyða Breyta
Fyrir leik
10 mínútum fyrir leik verður að segjast að mætingin er ekkert sérstök. Örfáir í stúkunni. Vonandi að það týnist inn fólk áður en leikurinn verður flautaður á.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Óskar Örn Hauksson er hér að mæta sínum gömlu félögum úr KR, þar sem hann lék í fjöldamörg ár.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Við hlupum aðeins á okkur hér að neðan. Það er Jóhann Ingi Jónsson sem flautar leikinn en ekki Þorvaldur Árnason
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ágúst Gylfason gerir tvær breytingar á liði Stjörnunnar frá síðasta leik í Bestu deildinni en Daníel Laxdal og Ólafur Karl Finsen detta út og þá koma þeir Óskar Örn Hauksson og Eggert Aron Guðmundsson inn.

Rúnar Kristinsson gerir einnig tvær breytingar á liði KR en Kjartan Henry Finnbogason og Pálmi Rafn Pálmason koma inn fyrir Þorstein Má Ragnarsson og Stefan Ljubicic.

Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þorvaldur Árnason er dómari leiksins í dag og er með þá Andra Vigfússon og Kristján Má Ólafs sér til aðstoðar á línunum. Erlendur Eiríksson er á skiltinu og eftirlitsmaður KSÍ er Gunnar Jarl Jónsson.

Þorvaldur Árnason dæmir í dag.
Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsigu frá viðureign Stjörnunnar og KR í 32 liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:45 á Stjörnuvelli í Garðabæ.

Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
4. Hallur Hansson ('82)
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Finnur Tómas Pálmason ('64)
9. Kjartan Henry Finnbogason ('72)
10. Pálmi Rafn Pálmason (f)
11. Kennie Chopart
14. Ægir Jarl Jónasson
16. Theodór Elmar Bjarnason
18. Aron Kristófer Lárusson
23. Atli Sigurjónsson ('82)

Varamenn:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
15. Pontus Lindgren ('64)
17. Stefan Alexander Ljubicic ('72)
26. Jón Arnar Sigurðsson
29. Aron Þórður Albertsson ('82)
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('82)

Liðstjórn:
Viktor Bjarki Arnarsson
Valgeir Viðarsson
Rúnar Kristinsson (Þ)
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurvin Ólafsson

Gul spjöld:
Ægir Jarl Jónasson ('42)

Rauð spjöld: