Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
FH
3
0
Kári
Steven Lennon '56 1-0
Björn Daníel Sverrisson '87 2-0
Steven Lennon '93 3-0
25.05.2022  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Frábærar, grasið blautt en sólin á lofti.
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Maður leiksins: Steven Lennon (FH)
Byrjunarlið:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
Jóhann Ægir Arnarsson
3. Haraldur Einar Ásgrímsson
7. Steven Lennon
16. Guðmundur Kristjánsson
17. Baldur Logi Guðlaugsson
22. Oliver Heiðarsson ('46)
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Máni Austmann Hilmarsson ('71)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('71)
34. Logi Hrafn Róbertsson ('71)

Varamenn:
6. Eggert Gunnþór Jónsson ('71)
8. Kristinn Freyr Sigurðsson ('46) ('74)
8. Finnur Orri Margeirsson ('71)
9. Matthías Vilhjálmsson ('71)
10. Björn Daníel Sverrisson ('74)
38. Arngrímur Bjartur Guðmundsson

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Ólafur H Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Kári Sveinsson
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Jóhann Emil Elíasson
Heiðar Máni Hermannsson
Jón Páll Pálmason

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Gunnar Freyr flautar af og Arnar Sigþórs setur nýja FH lag Frikka Dórs í græjurnar, fallegt!

FH er komið áfram.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
93. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Baldur Logi Guðlaugsson
Lennon klárar þennan leik!

FH-ingar bruna upp í sókn á galopna Káravörn, Baldur Logi fær boltann fyrir framan markið í dauðafæri en ákveður samt að senda boltann til hliðar á Lennon sem klárar.
90. mín
Fjórar í uppbót, FH-ingar eru á leiðnni í pottinn fyrir 16-liða úrslitin.
90. mín
Boltinn lagður út á Finn Orra sem á skot en Dino ver í horn.

FH-ingar ná lausum skalla að marki úr horninu sem Dino grípur.
89. mín
Inn:Steindór Mar Gunnarsson (Kári) Út:Oskar Wasilewski (Kári)
87. mín MARK!
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Stoðsending: Steven Lennon
Þarna kom annað markið!

Lennon tekur hornið stutt, fær hann aftur og neglir á fjær þar sem Björn Daníel mætir á ferðinni, stangar boltann inn og hleypur í netið eins vel veiddur fiskur.
86. mín
Lennon með skot í varnarmann og boltinn rétt framhjá samskeytinum.
85. mín
FH-ingar koma sér í enn eitt færið en yfir fer boltinn, sólin aðeins að blinda mig hérna í fréttamannastúkunni svo ég sá ekki hver átti skotið...
81. mín
Björn Daníel í dauðafæri!!

Fær boltann inná teignum en setur boltann beint í Dino, hefði átt að skora þarna...
80. mín
Franz Bergmann með rosalega takta úti vinstra megin, klobbar Jóhann Ægi og fer inn á teiginn þar sem hann virtist ofpeppaður eftir klobbann og reynir skot á markið en bombar hátt yfir úr vel þröngu færi, hefði átt að rúlla boltanum fyrir markið þar sem Káramaður var mættur til að setja hann inn.
77. mín
Ástbjörn sendir fyrir og Matti Vill stangar boltann framhjá!
76. mín
Inn:Axel Freyr Ívarsson (Kári) Út:Andri Júlíusson (Kári)
76. mín
Inn:Sigurjón Ari Guðmundsson (Kári) Út:Fylkir Jóhannsson (Kári)
76. mín
Ástbjörn prjónar sig að teignum með boltann og lætur vaða með vinstri en yfir fer hann!
74. mín
Inn:Björn Daníel Sverrisson (FH) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (FH)
Kiddi Freyr meiddur útaf, vonandi ekkert alvarlegt.
73. mín
Hornspyrna frá FH alla leið yfir á fjær þar sem Matti er í boltanum en nær ekki að koma honum á markið.
72. mín
Haraldur leggur boltann út á Lennon sem er með boltann á vinstri en neglir í varnarmann.

Annað markið liggur í loftinu.
71. mín
Inn:Finnur Orri Margeirsson (FH) Út:Logi Hrafn Róbertsson (FH)
71. mín
Inn:Matthías Vilhjálmsson (FH) Út:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
71. mín
Inn:Eggert Gunnþór Jónsson (FH) Út:Máni Austmann Hilmarsson (FH)
70. mín
FH-ingar með gott spil upp völlinn, færa boltann frá hægri til vinstri sem endar með skoti frá Haraldir sem hittir ekki rammann.
64. mín Gult spjald: Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson (Kári)
Fer groddaralega í tæklingu, tæklar boltann í Ástbjörn og afturfyrir en AD1 ofan í þessu og flaggar, Káramenn skilja ekkert en ég skil alveg dóminn, hefði farið mjög illa ef hann hefði farið í Ástbjörn sem gefur Finnboga illt auga eftir tæklinguna.
63. mín
Inn:Franz Bergmann Heimisson (Kári) Út:Ingimar Elí Hlynsson (Kári)
63. mín
Inn:Ellert Lár Hannesson (Kári) Út:Nikulás Ísar Bjarkason (Kári)
62. mín
Andri Júl fær boltann eftir innkast og fellur við fyrir framan teig FH-inga en ekkert dæmt við litla hrifningu Káramanna.
60. mín Gult spjald: Ingimar Elí Hlynsson (Kári)
Rífur niður FH-ing úti hægra megin.

Baldur Logi sendir aukaspyrnuna fyrir og Lennon skallar framhjá.
56. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Baldur Logi Guðlaugsson
Markið er komið!

Káramenn í færi hinumegin sem Jóhann Ægir hendir sér fyrir, boltinn út á Baldur Loga sem hleypur upp allan völlinn hægra megin og sendir fyrir þar sem Lennon klárar huggulega framhjá Dino!
53. mín
Logi Hrafn reynir skotið fyrir utan teig en Dino ver, Káramenn bruna svo fram, Atli Gunnar fær boltann frá Gumma Kri en fær pressu á sig og Andri Júl hálfri skóstærð frá því að ná að blokka hreinsunina sem fer í innkast, tæpt var það!
48. mín
Baldur Logi upp að endamörkum og reynir fyrirgjöf sem fer í Káramann og í horn.

Ekkert verður úr spyrnunni.
47. mín
Aukaspyrna úti hægra megin sem Baldur Logi smellir fyrir og boltinn í síðuna á Vuk og Káramenn hreinsa.
46. mín
Seinni farinn af stað!
46. mín
Inn:Kristinn Freyr Sigurðsson (FH) Út:Oliver Heiðarsson (FH)
Hálfleiksbreyting.
45. mín
Hálfleikur
Gunnar Freyr flautar til hálfleiks, possession svona 85% - 15% og hornspyrnur 11-0 en það er ekki spurt að því. 0-0 í mörkum og vonandi meira líf í seinni.
42. mín
FH fær sína níundu hornspyrnu eftir að Oskar bjargar á fjær, tekið stutt og sent fyrir þaðan sem Káramenn setja í tíundu hornspyrnu FH...

Vuk sendir fyrir og Gummi Kri hoppar en nær ekki skallanum í þetta sinn.
36. mín
Logi Hrafn með skot fyrir utan teig sem Dino er í vandræðum með!

Ver boltann fyrir fætur Lennon en er fljótur að mæta honum og loka.
32. mín
FH-ingar mikið að þreyfa á Káramönnum hérna og hafa fengið nokkrar hornspyrnur en engin teljandi hætta skapast, fyrr en núna þegar Gummi Kri skallar yfir!
23. mín
Haraldur með boltann fyrir beint á ennið á Oliver sem skallar beint á Dino!
20. mín
Máni Austmann með fyrirgjöf sem Káramenn skalla í horn.

Vuk tekur stutt núna og þeir spila boltanum alveg yfir hinumegin og þaðan kemur fyrirgjöf sem gestirnir skalla frá.
18. mín
Önnur hornspyrna frá Vuk sem Káramenn skalla aftur til hans, hann keyrir inn á teiginn og hamrar á markið úr þröngu færi sem Dino ver, svo fer boltinn inn á teiginn aftur og Káramaður kixar boltann svo Logi fær gott skotfæri en í varnarmann.
16. mín
FH-ingar fá hornspyrnu sem Vuk tekur.

Gummi Kri skallar boltann yfir!
12. mín
FÆRI!

Vuk kemur boltanum inn á teiginn á Baldur Loga sem snýr og hamrar boltann rétt yfir samskeytin fjær...
10. mín
Lið Kára er svona:

5-3-2
Dino
Oskar, Ísak, Hafþór, Aron Snær, Finnbogi
Arnar Már, Ingimar, Fylkir
Nikulás, Andri Júl

Teitur virðist ekki vera í byrjunarliðinu eins og skýrslan segir til um, mögulega meiðst í upphitun.
8. mín
Lið FH er svona:

4-2-3-1
Atli Gunnar
Ástbjörn, Jóhann, Gummi, Haraldur
Logi Hrafn, Máni Austmann
Oliver, Baldur Logi, Vuk
Lennon
6. mín
Aftur vinnur Haraldur boltann ofarlega úti vinstra megin og neglir fyrir en Ingimar Elí kemur boltanum í horn.

Vuk sendir boltann fyrir en Káramenn skalla frá.
3. mín
Fyrsta færið!

Haraldur Einar vinnur boltann úti vinstra megin og sendir fyrir á Lennon sem hittir ekki boltann með vinstri... kjörið tækifæri.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað!

Lennon sendir boltann niður á Loga Hrafn.
Fyrir leik
Liðin eru komin inn eftir upphitun og fólk er svona aðeins farið að týnast í stúkuna en ég myndi þó alveg vilja sjá talsvert fleiri, kannski er fólk að kyngja kvöldmatnum áður en það mætir.
Fyrir leik
Liðin eru komin út að hita, Bjössi Hreiðars gargar eftir tónlist upp í stúkuna og Arnar Sigþórs stekkur til og kippir því í lag.
Fyrir leik
Liðin eru komin inn hér til hliðar.

FH-ingar hrista aðeins upp í liðinu hjá sér og koma Atli Gunnar og Jóhann Ægir meðal annars inn í liðið.
Káramenn setja fram sterkt lið á sinn mælikvarða, Hafþór Péturs, Andri Júl, Teitur Péturs, Oskar Wasilewski og Ingimar Elí tildæmis þekktar stærðir innan herbúða þeirra.
Fyrir leik
Tenging félaganna er alls ekki mikil enda vafalaust lítill samgangur þarna á milli með leikmenn og annað, en hinsvegar er þjálfari Káramanna, Ásmundur Haraldsson fyrrum aðstoðarþjálfari FH-inga þar sem Ási var í teymi með Óla Kristjáns við stjórnvölin í Krikanum, svo Ási er að koma í heimsókn á sinn gamla heimavöll.
Fyrir leik
Eins og flestum er kunnugt leikur stórveldið úr Hafnarfirðinum í Bestu deildinni en Káramenn af Akranesi, venslalið ÍA leikur í 3. deildinni eftir að hafa fallið úr 2. deildinni síðasta sumar.

Það má því klárlega segja að þetta sé leikur milli Davíðs og Golíat, hinsvegar hafa Káramenn tvisvar á seinustu fimm árum spilað bikarleik gegn liðum úr efstu deild, Reykjavíkur-Víkingum árið 2018 þar sem leikar stóðu 3-3 eftir venjulegan leiktíma en Víkingar kláruðu leikinn í framlengingu, 4-3. Svo spiluðu Káramenn gegn KR í fyrra þar sem Káramenn leiddu 1-0 allt þar til á 71 mínútu þegar KR jafnaði og skoraði svo sigurmarkið stuttu seinna, 2-1 sigur KR-inga.

Svo það má með sanni segja að Káramenn séu sýnd veiði, en alls ekki gefin!
Fyrir leik
Góða kvöldið gott fólk og verið velkomin í þráðbeina textalýsingu frá leik FH og Kára í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Byrjunarlið:
31. Dino Hodzic (m)
Andri Júlíusson ('76)
Teitur Pétursson
4. Hafþór Pétursson
5. Ísak Örn Elvarsson
14. Fylkir Jóhannsson ('76)
16. Nikulás Ísar Bjarkason ('63)
23. Oskar Wasilewski ('89)
29. Aron Snær Guðjónsson
30. Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson
37. Ingimar Elí Hlynsson ('63)
57. Arnar Már Kárason

Varamenn:
3. Aron Ingi Kristinsson
10. Steindór Mar Gunnarsson ('89)
17. Sigurjón Ari Guðmundsson ('76)
19. Ellert Lár Hannesson ('63)
20. Axel Freyr Ívarsson ('76)
21. Franz Bergmann Heimisson ('63)
27. Hektor Bergmann Garðarsson

Liðsstjórn:
Ásmundur Guðni Haraldsson (Þ)
Sveinbjörn Geir Hlöðversson
Ólafur Már Sævarsson
Hrafnkell Váli Valgarðsson

Gul spjöld:
Ingimar Elí Hlynsson ('60)
Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson ('64)

Rauð spjöld: