Framvöllur
fimmtudagur 26. maí 2022  kl. 14:00
Mjólkurbikar karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Alexander Már Þorláksson (Fram)
Fram 3 - 2 Leiknir R.
1-0 Magnús Þórðarson ('12)
2-0 Alexander Már Þorláksson ('51)
2-1 Mikkel Jakobsen ('66)
Alex Freyr Elísson , Fram ('71)
2-2 Emil Berger ('72, víti)
3-2 Jannik Pohl ('103)
Myndir: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Byrjunarlið:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
6. Gunnar Gunnarsson
9. Þórir Guðjónsson ('67)
10. Orri Gunnarsson
13. Jesus Yendis ('58)
17. Alex Freyr Elísson
20. Tryggvi Snær Geirsson ('49)
22. Óskar Jónsson ('67)
24. Magnús Þórðarson ('58)
32. Aron Snær Ingason ('96)
33. Alexander Már Þorláksson

Varamenn:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Delphin Tshiembe ('67)
7. Fred Saraiva ('58)
21. Indriði Áki Þorláksson ('49)
28. Tiago Fernandes ('58)
77. Guðmundur Magnússon ('96)
79. Jannik Pohl ('67)

Liðstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Daði Lárusson
Sverrir Ólafur Benónýsson
Magnús Þorsteinsson
Gunnlaugur Þór Guðmundsson
Þórhallur Víkingsson
Einar Haraldsson

Gul spjöld:
Aron Snær Ingason ('41)
Þórir Guðjónsson ('48)

Rauð spjöld:
Alex Freyr Elísson ('71)
@baddi11 Baldvin Már Borgarsson
120. mín Leik lokið!
+3

Villi flautar af!

Fram er komið áfram í 16-liða úrslitin.
Eyða Breyta
120. mín
+2

Tiago með sturlaðasta sprett sem ég hef séð, hélt boltanum með 7 Leiknismenn í sér og sótti svo horn.
Eyða Breyta
120. mín
Stefán í lagi og sparkar boltanum fram úr aukaspyrnunni.
Eyða Breyta
119. mín
Hætta við mark Fram sem endar á að Stefán grípur boltann og fellur við þar sem Róbert hljóp undir hann og Stefán þarf aðhlynningu.
Eyða Breyta
117. mín
Alexander Már klókur þarna og sækir aukaspyrnu til að hægja á leiknum, alvöru klókindi!
Eyða Breyta
114. mín
Enn ein hornspyrna Leiknis.

Villi flautar og stoppar eitthvað vesen í teignum.

Spyrnan kemur svo og Framarar koma boltanum út til hliðar þar sem Leiknismenn krossa aftur og aftur þar til Stefán grípur boltann.
Eyða Breyta
113. mín
Jannik sækir aukaspyrnu úti vinstra megin sem Tiago ætlar að taka.

Spila stutt úr þessu og reyna að halda í boltann.
Eyða Breyta
110. mín
Leiknismenn fá annað horn...

Framarar koma boltanum frá.
Eyða Breyta
109. mín
Leiknismenn fá hornspyrnu, mikil stöðubarátta hingað til...

Spyrnan herfileg beint á fyrsta mann.
Eyða Breyta
106. mín
Fram byrjar seinni!
Eyða Breyta
105. mín
Valtýr Björn er alveg trylltur hérna á svölunum, ósáttur með að sínir menn hafi misst leikinn niður í framlenginguna og skilur ekkert í þessum skiptingum sem þjálfararnir gerðu.
Eyða Breyta
105. mín Hálfleikur
Villi flautar fyrri hálfleik framlengingarinnar af.
Eyða Breyta
105. mín
Dagur Austmann með frábæra fyrirgjöf en hægri bakvörðurinn Alexander Már mætir inní einvígið og skallar boltann frá, líklega að bjarga marki þarna þar sem Róbert var að fara að stanga boltann!
Eyða Breyta
103. mín MARK! Jannik Pohl (Fram), Stoðsending: Tiago Fernandes
FRAM ER KOMIÐ YFIR!

Flott sókn hjá Fram þar sem Alexander keyrir upp úr bakverðinum, finnur Tiago sem vippar boltanum fyrir og Jannik stangar hann inn!
Eyða Breyta
102. mín
Fyrirgjöf frá Degi Austmann stefnir á Sindra Björns sem er aleinn á fjær en Stefán kemur fingurgómunum í boltann sem er nóg til að fipa Sindra sem kemur boltanum ekki á rammann.
Eyða Breyta
101. mín
Hjalti Sig með skot sem að Stefán ver vel!
Eyða Breyta
99. mín
FÆRI!

Birgir Baldvins með geggjaðan kross fyrir og Róbert Hauks með lúmska tilraun sem fer rétt framhjá stönginni.
Eyða Breyta
96. mín Guðmundur Magnússon (Fram) Aron Snær Ingason (Fram)

Eyða Breyta
94. mín
Birgir Baldvins gerir frábærlega í að komast upp að endamörkum og senda fyrir en Delphin bjargar!

Svo kemur fyrirgjöf frá Leikni sem Róbert skallar framhjá.
Eyða Breyta
92. mín
Leiknismenn í færi!

Stefán með geggjaða vörslu í horn og slær svo hornspyrnuna frá líka.
Eyða Breyta
91. mín Hjalti Sigurðsson (Leiknir R.) Mikkel Jakobsen (Leiknir R.)

Eyða Breyta
91. mín
Leiknismenn byrja framlenginguna og sækja í átt að mér svo ég vonandi fer að sjá betur hverjir eru í færunum, ég sit uppi á svölunum hérna fyrir aftan mark Framara.
Eyða Breyta
90. mín Hálfleikur
+3

Úffff Leiknismenn hefðu getað klárað leikinn þarna en Leiknismaðurinn hittir ekki boltann með enninu, boltinn rúllar afturfyrir endamörk og Villi flautar venjulegan leiktíma af.

Við erum að fara í framlengingu!
Eyða Breyta
90. mín
+1

ALEXANDER MÁR PEPSI ÞORLÁKSSON SETUR BOLTANN Í STÖNGINA!!!

Þarna skall hurð nærri hælum hjá Leiknismönnum, boltinn datt fyrir Alexander við teiginn eftir aukaspyrnu sem var sett inn á teiginn...
Eyða Breyta
90. mín
Leiknismenn að leita af marki hérna en Framarar þéttir...
Eyða Breyta
87. mín
Delph að bjarga því að Leiknismenn komist í gegn en endar sem hálfgert skot frá honim sem Stefán þarf að verja í horn!

Eftir hornið komast Leiknismenn í skotfæri sem þeir setja framhjá.
Eyða Breyta
86. mín
Leiknismenn í færi!

Boltinn sendur fyrir og ég sé ekki alveg hver það er sem tekur skotið með vinstri en framhjá.
Eyða Breyta
85. mín
Fram fær aukaspyrnu hægra megin við teigshornið sem Tiago tekur.

Leiknismenn bjarga á fjær þar sem Alexander var að mæta á sínum mesta hraða til að stanga boltann inn, þarna björguðu Leiknismenn marki enda Alexander svakalegur í teignum.
Eyða Breyta
84. mín
Færi!

Jannik fær boltann í gegn frá Tiago en er of lengi að athafna sig og Leiknismenn komast fyrir...
Eyða Breyta
82. mín
Jakobsen tekur horn fyrir Leiknismenn sem Stefán grípur.
Eyða Breyta
76. mín
Mikkel Jakobsen keyrir inn á teiginn og tekur skotið en framhjá!
Eyða Breyta
74. mín
FRAMARAR BJARGA Á LÍNU!

Leiknismenn með tvö góð skot úr teignum en Gunni bjargar á línu fyrst og svo ver Stefán seinna skotið gríðarlega vel!
Eyða Breyta
72. mín Mark - víti Emil Berger (Leiknir R.)
Emil smellir þessu upp í samúel hægra megin!

2-2 og Leiknismenn manni fleiri...
Eyða Breyta
71. mín Rautt spjald: Alex Freyr Elísson (Fram)
HENDI VÍTI!!!

Alex Freyr bjargar marki með frábærri vörslu á línunni og er rekinn af velli!
Eyða Breyta
70. mín
Leiknismenn með hornspyrnu sem fer alla leið afturfyrir hinumegin.
Eyða Breyta
67. mín Jannik Pohl (Fram) Óskar Jónsson (Fram)

Eyða Breyta
67. mín Delphin Tshiembe (Fram) Þórir Guðjónsson (Fram)

Eyða Breyta
66. mín MARK! Mikkel Jakobsen (Leiknir R.)
Mikkel tekur spyrnuna og neglir boltann á nær þar sem Stefán kemur hönd á boltann en inn fer hann, flott spyrna hjá Jakobsen!
Eyða Breyta
65. mín
Leiknir fær aðra hornspyrnu, fá svo í kjölfarið aukaspyrnu við teiginn.
Eyða Breyta
64. mín
Leiknir fær horn sem Stefán kýlir frá.
Eyða Breyta
62. mín Dagur Austmann (Leiknir R.) Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.)

Eyða Breyta
62. mín Emil Berger (Leiknir R.) Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)

Eyða Breyta
62. mín Kristófer Konráðsson (Leiknir R.) Jón Hrafn Barkarson (Leiknir R.)

Eyða Breyta
62. mín Gult spjald: Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
Brot á miðjunni.
Eyða Breyta
61. mín
Þarna skapast hætta við mark Fram!

Fyrirgjöf frá hægri og Gunni Gunn tæpur á að skora sjálfsmark en boltanum komið frá.
Eyða Breyta
59. mín
Alexander Már sleppur í gegn en var flaggaður rangstæður, hefði líklegast ekki komist í þetta færi ef hann hefði ekki stolið 3-4 metrum...
Eyða Breyta
58. mín Tiago Fernandes (Fram) Jesus Yendis (Fram)

Eyða Breyta
58. mín Fred Saraiva (Fram) Magnús Þórðarson (Fram)

Eyða Breyta
56. mín
Aron Snær tekur gott hlaup á bakvið og er við það að sleppa í gegn en ákveður að drippla boltanum aðeins og er svo steinhissa þegar Vilhjálmur dæmir á hann hendi svo hann fær ekki að klára færið eins og hann ætlaði sér.
Eyða Breyta
53. mín
DAAUUUÐAFÆRI!

Hinn tekníski, lúnkni og eldklári Alexander Már tekur eitthvað svakalegasta touch sem ég hef séð á miðjunni í fyrsta í gegn á Aron Snæ sem keyrir upp allan völlinn, einn gegn Viktor og setur boltann í stöngina, þaðan fer boltinn út á Magnús Inga sem er þarf bara að setja hann inn en tekur alveg herfilega lélegt skot í eina Leiknismanninn sem mögulega hefði getað verið fyrir honum og Leiknismenn bjarga.
Eyða Breyta
51. mín MARK! Alexander Már Þorláksson (Fram), Stoðsending: Óskar Jónsson
Eftir aukaspyrnuna berst boltinn út á Óskar Jóns sem þrumar boltanum aftur fyrir markið og þar er Alexander Már Pepsi Þorláksson á fjær og kemur boltanum inn, alvöru fox in the box þessi lúnkni sóknarmaður.
Eyða Breyta
50. mín
Fram fær aukaspyrnu úti hægra megin sem Alex Freyer tekur en Róbert Hauks kemur frá!
Eyða Breyta
49. mín Indriði Áki Þorláksson (Fram) Tryggvi Snær Geirsson (Fram)

Eyða Breyta
48. mín Gult spjald: Þórir Guðjónsson (Fram)
Verðskuldað gult á hafsentinn!
Eyða Breyta
48. mín
Fram með fína sókn og Birgir Baldvins kemur honum í horn.

Eftir hornið fer Þórir groddaralega í Leiknismann.
Eyða Breyta
46. mín Birgir Baldvinsson (Leiknir R.) Ósvald Jarl Traustason (Leiknir R.)

Eyða Breyta
46. mín
Leiknismenn byrja af krafti og senda boltann fyrir en Alex Freyr kemur þessu í horn.

Ekkert verður úr spyrnunni.
Eyða Breyta
46. mín
Leiknismenn hefja seinni hálfleikinn.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Vilhjálmur Alvar flautar alveg þokkalega skemmtilegan fyrri hálfleik af.
Eyða Breyta
45. mín
Tryggvi fær sendingu úr aukaspyrnunni og kemur sér í skotið en setur hann yfir.
Eyða Breyta
44. mín
Spyrnan frá Tryggva er skölluð aftur til hans, hann sækir svo aukaspyrnu rétt hjá hornfánanum.
Eyða Breyta
44. mín
Hafsentinn Þórir Guðjóns tekur spyrnuna en Binni Hlö skallar afturfyrir í horn.
Eyða Breyta
42. mín
Gunni Gunn sendir Van Dijk kúlu upp hægra hornið í hlaupið hjá Alexander sem er í frábærri stöðu en aftur er hraðinn að stríða honum og ekki nær hann að nýta sér þetta, fær varnarmennina í bakið og þarf að snúa.

Alex Freyr er svo sparkaður niður úti hægra megin og Fram fær aukaspyrnu.
Eyða Breyta
41. mín Gult spjald: Aron Snær Ingason (Fram)
Smá groddaraskapur með takkana á lofti í 50/50 bolta.
Eyða Breyta
39. mín
Enn ein hornspyrna Leiknis.

Sending út, þaðan fyrirgjöf og Róbert Hauks skallar framhjá úr erfiðri stöðu.
Eyða Breyta
36. mín
Leiknismenn fá horn.

Mikkel sendir fyrir og Gunni Gunn skallar frá.
Eyða Breyta
32. mín
Frábært spil hjá Fram upp vinstra megin, Magnús Ingi í góðri fyrirgjafastöðu en of lengi að þessu og Leiknismaður kemur boltanum í horn, spyrnan fín frá Tryggva en Leiknismenn fá dæmda aukaspyrnu.
Eyða Breyta
29. mín Róbert Hauksson (Leiknir R.) Mikkel Dahl (Leiknir R.)
Furðuleg breyting, get ekki séð að Mikkel sé meiddur... en útaf fer hann!
Eyða Breyta
25. mín
Langbesta sókn Leiknismanna!

Jakobsen nær að keyra á vörn Framara og með mikið af góðum sendingarkostum í kringum sig, velur Ósvald Jarl vinstra megin inná teignum en í staðinn fyrir að renna boltanum fyrir markið á hlaupin tekur hann skotið upp á svalirnar...
Eyða Breyta
20. mín
Mikkel Jakobsen með fyrirgjöf frá vinstri en Jón Hrafn tekur niður inná teignum en of lengi að koma sér í skot og boltanum sparkað í hann og rétt framhjá markinu!
Eyða Breyta
18. mín
Hornspyrnan endar í hornspyrnu hinumegin frá sem endar svo aftur í hornspyrnu þeim megin og þaðan nær hafsentinn Þórir Guðjóns skallar sem Viktor grípur.
Eyða Breyta
17. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Alexander Már kemst einn gegn VIktori í marki Leiknismanna en lætur hann verja frá sér og boltinn í horn.

Óskar þræddi boltann fallega í gegn á Alla sem á að gera talsvert betur þarna.
Eyða Breyta
16. mín
Fínasta sóknarlota Leiknismanna endar með tveimur fyrirgjöfum en ekkert verður úr þeim.
Eyða Breyta
12. mín MARK! Magnús Þórðarson (Fram), Stoðsending: Alex Freyr Elísson
Fyrsta markið er komið!

Jesus með sprett upp völlinn, boltinn berst hálfpartinn í gegn á Alexander Má Pepsi Þorláksson en hraðinn eitthvað að stríða honum svo hann kemur sér ekki í færi, leggur boltann til hliðar á Alex Frey sem á alveg herfilegt skot sem endar sem frábær sending í hlaupið hjá Magnúsi Inga sem setur boltann inn!
Eyða Breyta
10. mín
Fyrsta horn Leiknismanna.

Boltinn fyrir og af Leiknismanni og afturfyrir en þeir fá þó annað horn.

Jakobsen tekur stutt núna og sendir svo fyrir en Framarar hreinsa.
Eyða Breyta
5. mín
Flott sókn hjá Leikni þar sem Mikkel er við það að komast einn gegn Stebba keeper en hafsentinn Þórir Guðjóns kemur tánni í boltann og bjargar!
Eyða Breyta
3. mín
STÖNGIN!

Tryggvi Snær með boltann skoppandi fyrir framan teiginn og hamrar boltann í stöngina!
Geggjað skot.
Eyða Breyta
2. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins er heimamanna, Tryggvi Snær sendir fyrir, Gunni Gunn nær fyrsta skallanum en ekki að marki, Aron Snær reynir að taka við boltanum án árangurs.
Eyða Breyta
1. mín
Mikkel Dahl battar boltann skemmtilega í gegn á nafna sinn Jakobsen sem sendir svo fyrir en beint í hendurnar á Stebba keeper.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Aron Snær byrjar þennan leik fyrir heimamenn, góða skemmtun!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru komin út til vallar, þetta fer að byrja!

Þórir og Daði Bærings taka dómarauppkastið, sé ekki hvor vinnur það.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Spámennirnir:

Daníel Þór Heimisson í Nínu - Þessi leikur fer alla leið í framlengingu og vító, 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Fram vinnur í vító.

Albert Hafsteinsson - 3-2 sigur minna manna í skemmtilegum leik!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin hafa lokið upphitun og fólk er að týnast á völlinn.

Aðstæður eru frábærar, temmilega hlýtt, logn og skýjað.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru komin inn hér til hliðar.

Fram hristir þokkalega upp í liðinu hjá sér og meðal annars koma Stefán Þór varamarkvörður og Magnús Ingi inn í liðið.

Hjá Leikni eru einnig breytingar en Ósvald Jarl kemur inn í liðið, hann er að koma til baka eftir meiðsli og Emil Berger er á bekknum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin mættust í deildinni um daginn, nánar tiltekið þann 16. maí á Domusnovavellinum í Breiðholtinu þar sem Fram fór með 2-1 sigur af hólmi þar sem Fred kom Fram yfir, Emil Berger jafnaði en Gummi Magg setti sigurmarkið.

Spurning hvort þetta sé ekki olía á eld Leiknismanna í að hefna fyrir deildartapið ásamt því að reyna að koma sínu tímabili betur af stað.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Vilhjálmur Alvar fær það verðuga verkefni að flauta þennan leik.
Honum til aðstoðar verða þeir Gunnar Helgason og Smári Stefánsson.Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikurinn fer fram í Safamýrinni þar sem ný og glæsileg aðstaða heimamanna er ekki tilbúin í Úlfarsárdalnum.

Við vonandi fáum þó flottan fótboltaleik enda Safamýrin iðulega kölluð Sambamýrin - vísun til þess sambabolta sem Framarar spiluðu hér í fyrra og töpuðu ekki leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn og gleðilegan uppstigningardag kæru lesendur.

Hér verður bein textalýsing úr Bestu-deildar slag Fram og Leiknis R. í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins!
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
22. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
0. Ósvald Jarl Traustason ('46)
5. Daði Bærings Halldórsson
8. Árni Elvar Árnason ('62)
9. Mikkel Dahl ('29)
11. Brynjar Hlöðversson
14. Sindri Björnsson
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
19. Jón Hrafn Barkarson ('62)
28. Arnór Ingi Kristinsson ('62)
80. Mikkel Jakobsen ('91)

Varamenn:
1. Atli Jónasson (m)
2. Hjalti Sigurðsson ('91)
10. Kristófer Konráðsson ('62)
15. Birgir Baldvinsson ('46)
18. Emil Berger ('62)
21. Róbert Hauksson ('29)
23. Dagur Austmann ('62)

Liðstjórn:
Valur Gunnarsson
Sólon Breki Leifsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Hlynur Helgi Arngrímsson
Manuel Nikulás Barriga
Davíð Örn Aðalsteinsson
Halldór Geir Heiðarsson

Gul spjöld:
Daði Bærings Halldórsson ('62)

Rauð spjöld: