Haukar
0
7
Víkingur R.
0-1 Birnir Snær Ingason '4
0-2 Helgi Guðjónsson '11
0-3 Ari Sigurpálsson '27
0-4 Birnir Snær Ingason '57
0-5 Helgi Guðjónsson '61
0-6 Kristall Máni Ingason '67
0-7 Kristall Máni Ingason '70
26.05.2022  -  19:15
Ásvellir
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Blautt teppi, sólin skín og hægur vindur. Hiti um 12 gráður
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Maður leiksins: Kristall Máni Ingason
Byrjunarlið:
1. Milos Peric
3. Máni Mar Steinbjörnsson
4. Fannar Óli Friðleifsson ('71)
6. Þórður Jón Jóhannesson
7. Davíð Sigurðsson
8. Ísak Jónsson (f)
11. Gísli Þröstur Kristjánsson
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
18. Anton Freyr Hauks Guðlaugsson ('62)
19. Kristján Ólafsson ('71)
22. Alexander Freyr Sindrason (f)

Varamenn:
10. Kristófer Dan Þórðarson
15. Andri Steinn Ingvarsson
16. Birgir Magnús Birgisson
19. Ólafur Darri Sigurjónsson ('71)
26. Baldur Örn Þórarinsson ('71)
27. Eysteinn Þorri Björgvinsson ('62)
30. Indrit Hoti

Liðsstjórn:
Atli Sveinn Þórarinsson (Þ)
Ásgeir Þór Ingólfsson
Srdjan Rajkovic
Ellert Ingi Hafsteinsson
Guðni Vilberg Björnsson
Óskar Karl Ómarsson
Gunnar Örvar Stefánsson

Gul spjöld:
Davíð Sigurðsson ('49)
Alexander Freyr Sindrason ('69)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Eða nei uppbótartíminn er bara engin.

Þægilegur Víkingssigur í meira lagi.

Viðtöl og skýrsla í kvöld.

Takk fyrir mig.
90. mín
Uppbótartíminn er líklega klassískar þrjár mínútur.
88. mín
Stígur Diljan í dauðafæri á markteig eftir horn en setur boltann yfir markið.
85. mín
Ísak Jónsson með skot fyrir Hauka en boltinn himinhátt yfir markið.

Víkingar slakað vel á.
83. mín
Ísak Jónsson með aukaspyrnu fyrir markið. En skallinn úr teignum yfir markið.
78. mín
Haukar með tilraun að marki en boltinn ekki á markrammann.
75. mín
Þægilegt fyrir Víkinga verandi 7-0 yfir. Bara spurning hvort að Birnir eða Kristall sæki þrennuna.
71. mín
Inn:Ólafur Darri Sigurjónsson (Haukar) Út:Fannar Óli Friðleifsson (Haukar)
71. mín
Inn:Baldur Örn Þórarinsson (Haukar) Út:Kristján Ólafsson (Haukar)
70. mín MARK!
Kristall Máni Ingason (Víkingur R.)
Kristall Máni að hrella þreytta vörn Hauka.

Fer auðveldlega framhjá tveimur varnarmönnum og stingur þá af áður en hann leggur boltann í netið framhjá Milos.
69. mín Gult spjald: Alexander Freyr Sindrason (Haukar)
Fær gult fyrir eitthvað sem ég ekki sá. Mögulega eitthvað tuð.
67. mín MARK!
Kristall Máni Ingason (Víkingur R.)
Sleppur í gegn eftir hreinsun Víkinga, Einn á auðum sjó með Milos og markið fyrir framan sig. Kristall leikur á MIlos sem mætir honum og leggur boltann í tómt netið.
66. mín
Haukar fá hornspyrnu en Víkingar hreinsa.
66. mín
Kristján Ólafs sleppur óvænt í gegn eftir mistök Viktors,

Þórður mætir honum vel og lokar á hann og ver.

Illa farið með gott færi samt.
62. mín
Inn:Eysteinn Þorri Björgvinsson (Haukar) Út:Anton Freyr Hauks Guðlaugsson (Haukar)
62. mín
Inn:Stígur Diljan Þórðarson (Víkingur R.) Út:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Haukar gerðu einnig þrefalda skiptingu hér áðan ég færi það inn eftir því sem ég sé hverjir fóru út af.
62. mín
Inn:Tómas Þórisson (Víkingur R.) Út:Logi Tómasson (Víkingur R.)
61. mín MARK!
Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Logi Tómasson
Logi fær auða braut upp að endamörkum, leggur boltann fyrir Helga sem skorar af stuttu færi.

Helst til auðvelt fyrir Víkinga.
60. mín
Stígur Diljan að gera sig kláran fyrir Víkinga.
57. mín MARK!
Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
Birnir fær boltann á miðjum vellinum, snýr af sér varnarmann og keyrir í átt að marki. Leikuri aðeins inn á völlinn og lætur vaða á markið og boltinn liggur í netinu.
56. mín
Ísak Daði að koma inn af krafti, fer illa með Anton Frey og á skotið en boltinn í hliðarnetið.
53. mín
Kristall í færi fyrir Víkinga en skot hans í varnarmann. Þess utan fór flaggið á loft.
50. mín
Víkingar verið dæmdir rangstæðir þrisvar sinnum strax í upphafi siðari hálfleiks. Heimamenn haldið línunni vel.
49. mín Gult spjald: Davíð Sigurðsson (Haukar)
Klippir Ísak niður og uppsker réttilega gult.
47. mín
Víkingur fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað.

Hörkuspyrna frá Viktori en Milos gerir vel og slær boltann í horn.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn

Víkingar hefja leik hér í íðari hálfleik. Þremur mörkum yfir og í góðum málum en það eru enn 45 mínútur til stefnu.
45. mín
Inn:Ísak Daði Ívarsson (Víkingur R.) Út:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
Víkingar gera þrefalda skiptingu í hálfleik.
45. mín
Inn:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.) Út:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
Víkingar gera þrefalda skiptingu í hálfleik.
45. mín
Inn:Júlíus Magnússon (Víkingur R.) Út:Pablo Punyed (Víkingur R.)
Víkingar gera þrefalda skiptingu í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér á Ásvöllum.

Tökum okkur smá pásu og mætum aftur að vörmu með síðari hálfleik.
45. mín
Davíð Örn liggur á vellinum og þarf aðhlynningu. Sá ekki hvað gerðist en Rúnar Pálma hleypur til hans og hlúir að honum.
43. mín
Víkingar eru hreinlega sloppy hérna 3-0 yfir. Arnar sáttur með stöðuna en vill fá meira frá sínum mönnum.
42. mín
Ísak Jónsson með skotið úr spyrnunni en yfir fer boltinn.
41. mín
Gísli Þröstur fer niður í D-boganum og aukaspyrna dæmd.

Stórhættulegur staður.
39. mín
Tempóið aðeins dottið úr leik Víkinga. Enn mun meira með boltann en lítil ákefð og eflaust mjög sáttir við stöðuna.
37. mín Gult spjald: Axel Freyr Harðarson (Víkingur R.)
36. mín Gult spjald: Pablo Punyed (Víkingur R.)
Pablo fyrstur í svörtu bókina fyrir brot á miðjum vellinu. Alls ekki kátur og segir fyrsta brot við Aðalbjörn.
33. mín
Anton Freyr dæmdur brotlegur gegn Pablo í kapphlaupi um boltann stuðningsmönnum Hauka til lítillar ánægju. Víkingar keyra upp og fá hornspyrnu.
30. mín
Logi með skotið en vel framhjá markinu.
29. mín
Ari mættur aftur inn á, virðist hafa meitt sig á fingri þegar hann féll á völlinn áðan. Smá vafningur á fingur og áfram gakk.
27. mín MARK!
Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
Ari Sigurpáls sárþjáður á hendi að bæta í fyrir Víkinga, Var að gefa merki um að hann vildi koma af velli og fá aðhlynningu á hendi þegar Víkingar bruna í skyndisókn. Hann snýr því við og keyrir í átt að marki og fær boltann aleinn í markteignum og skorar auðvaldlega.
25. mín
Kyle rennur í teignum undir smá pressu, Kristján Ólafs eltir boltann en Þórður mættur og hirðir upp boltann.
24. mín
Frábært spil Víkinga tætir í sundur vörn Hauka og setur Helga í dauðafæri, Flaggið á loft og það réttilega.
22. mín
Haukar fá hornspyrnu.
21. mín
Axel Freyr með skotið en boltinn af varnarmanni og afturfyrir. Hornspyrna númer fimm
20. mín
Logi með snemmbúna fyrirgjöf inn í teiginn, Kristall í hlaupinu en boltinn siglir framhjá honum án þess að hann nái að gera árás.
18. mín
Víkingar fá hornspyrnu, Þeirra fjórða hingað til.
16. mín
Víkingar þolinmóðir og halda boltanum vel og eru fljótir að vinna boltann þá þegar þeir tapa honum.
11. mín MARK!
Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Birnir Snær Ingason
Birnir fær svæði úti vinstra megin og keyrir í átt að endamörkum, setur boltann fyrir markið með jörðinni á Helga sem mætir í hlaupið. Helgi með skotið sem Milos virðist vera að verja en boltinn lekur yfir línuna.
10. mín
Tíu mínútur liðnar, myndi skjóta á að Víkingar hafi verið með boltann svona sirka 80% til þessa. Skorað gott mark en annars lítið skapað sér úr opnum leik.
8. mín
Pablo reynir að senda boltann inn fyrir vörn Hauka fyrir Helga að elta en aðeins of fastur og boltinn í fang Milos í markinu.
7. mín
Enn fá Víkingar horn.
6. mín
Kraftur í Víkingum í byrjun, sækja hér annað horn.
4. mín MARK!
Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
Boltinn upp völlinn hægra megin. Ari Sigurpáls að mér sýnist með boltann við endalínu, leggur hann út í teiginn þar sem Birnir Snær er aleinn við vítapunkt og skilar boltanum af öryggi í netið.
3. mín
Víkingar fá fyrstu hornspyrnu leiksins.

Kyle rís hæst í teignum eftir hornið en skalli hans úr ágætu færi rétt yfir markið.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér á Ásvöllum. Það eru heimamenn sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Liðin að ganga til vallar og allt að verða klárt hér á Ásvöllum. Byrjar vegferð Víkinga að titilvörn hér eða fáum við óvænt úrslit?
Fyrir leik
Það er eitthvað um meiðsli í herbúðum Víkinga fyrir leikinn. Halldór Smári Sigurðsson er fa sem og Oiver Ekroth. Þá er Erlingur Agnarsson einnig frá vegna meiðsla.
Fyrir leik
Tríóið

Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson er dómari kvöldsins og honum til aðstoðar eru þeir Birkir Sigurðarson og Rögnvaldur Þ Höskuldsson.


Fyrir leik
Haukar

Heimamenn úr Hafnarfirði leika í 2.deild líkt og undanfarin ár. Sjö stig úr fyrstu þremur leikjunum og fjórða sætið niðurstaðan að þeim loknum verður að teljast fín byrjun. Þeir mæta eflaust með kassann úti tilbúnir í slaginn enda hafa úrslit í mörgum leikjum til þessa í bikarnum verið óvænt og sýnt það að allt er hægt.




Fyrir leik
Víkingur

Óstöðugleiki hefur verið að hrjá tvöfalda mestara Víkinga í upphafi móts í bestu deildinni. Þeir unnu þó góðan sigur á liði Vals í síðustu umferð deildarinnar og geta hafið titlvörn sína í Mjólkurbikarnum gegn Haukum.


Fyrir leik
Gott kvöld kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Hauka og ríkjandi Bikarmeistara Víkinga í 32 liða úrslitum Mjólkurbikars karla.


Byrjunarlið:
16. Þórður Ingason (m)
3. Logi Tómasson ('62)
5. Kyle McLagan
8. Viktor Örlygur Andrason (f)
9. Helgi Guðjónsson ('62)
10. Pablo Punyed ('45)
17. Ari Sigurpálsson ('45)
18. Birnir Snær Ingason
19. Axel Freyr Harðarson
24. Davíð Örn Atlason ('45)
80. Kristall Máni Ingason

Varamenn:
1. Ingvar Jónsson (m)
11. Stígur Diljan Þórðarson ('62)
20. Júlíus Magnússon ('45)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('45)
23. Nikolaj Hansen
30. Tómas Þórisson ('62)
30. Ísak Daði Ívarsson ('45)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Benedikt Sveinsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Bjarni Þórður Halldórsson

Gul spjöld:
Pablo Punyed ('36)
Axel Freyr Harðarson ('37)

Rauð spjöld: