Vivaldivöllurinn
laugardagur 28. maí 2022  kl. 14:00
Lengjudeild karla
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Maður leiksins: Kjartan Kári Halldórsson
Grótta 5 - 1 KV
1-0 Kjartan Kári Halldórsson ('24, víti)
2-0 Kjartan Kári Halldórsson ('38)
3-0 Óliver Dagur Thorlacius ('40)
3-1 Grímur Ingi Jakobsson ('45)
Patryk Hryniewicki, KV ('61)
4-1 Kjartan Kári Halldórsson ('62)
4-1 Oddur Ingi Bjarnason ('75, misnotað víti)
5-1 Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('85)
Myndir: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Byrjunarlið:
1. Jón Ívan Rivine (m)
0. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
2. Arnar Þór Helgason (f)
6. Sigurbergur Áki Jörundsson ('71)
7. Kjartan Kári Halldórsson ('86)
8. Júlí Karlsson
10. Kristófer Orri Pétursson
17. Luke Rae ('77)
23. Arnar Daníel Aðalsteinsson ('77)
25. Valtýr Már Michaelsson
29. Óliver Dagur Thorlacius ('86)

Varamenn:
12. Hilmar Þór Kjærnested Helgason (m)
3. Dagur Þór Hafþórsson
5. Patrik Orri Pétursson ('77)
11. Ívan Óli Santos ('77)
19. Benjamin Friesen ('86) ('86)
20. Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('71)
28. Tómas Johannessen

Liðstjórn:
Þór Sigurðsson
Kristófer Melsted
Chris Brazell (Þ)
Jón Birgir Kristjánsson
Ástráður Leó Birgisson
Dominic Ankers
Paul Benjamin Westren

Gul spjöld:
Óliver Dagur Thorlacius ('56)
Luke Rae ('59)
Júlí Karlsson ('84)
Júlí Karlsson ('89)

Rauð spjöld:
@ Jón Már Ferro
90. mín Leik lokið!
Sanngjarn sigur Gróttu. Heimamenn voru betri í fyrri hálfleik skoruðu þrjú mörk á móti einu marki KV sem kom undir lok fyrri hálfeiks. KV komu grimmir út í seinni hálfleik en Grótta braut mikið á þeim og náði að trufla sóknarleik KV nægilega mikið. Heimamenn bættu við tveimur mörkum til að loka leiknum alveg. KV hefði getað minnkað muninn í 4-2 á 72. mínútu sem hefði mögulega gefið þeim líflínu en klikkuðu á vítaspyrnu.
Eyða Breyta
89. mín Gult spjald: Júlí Karlsson (Grótta)
Fyrst er brotið á Júlí en hann fær ekkert. Svo brýtur hann af sér, pirringsbrot.
Eyða Breyta
86. mín Benjamin Friesen (Grótta) Óliver Dagur Thorlacius (Grótta)

Eyða Breyta
86. mín Benjamin Friesen (Grótta) Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)

Eyða Breyta
85. mín MARK! Sigurður Hrannar Þorsteinsson (Grótta), Stoðsending: Ívan Óli Santos
Ívan Óli lagði boltann á Sigurð Hrannar sem var einn á móti Ómari í marki KV. Gestirnir töpuðu boltanum á eigin vallarhelmingi Gróttu sem geystust fram upp hægri kantinn. Komu boltanum fyrir mark KV þar sem Sigurður Hrannar gat ekki annað en skorað.
Eyða Breyta
84. mín Gult spjald: Júlí Karlsson (Grótta)
Togar í Björn Þorláksson þegar KV var að komast í álitlega sókn.
Eyða Breyta
83. mín
Leikurinn hefur róast aðeins síðustu mínútur eftir að KV reyndi allt sem þeir gátu til að komast betur inn í leikinn.
Eyða Breyta
81. mín Björn Þorláksson (KV) Njörður Þórhallsson (KV)

Eyða Breyta
77. mín Patrik Orri Pétursson (Grótta) Arnar Daníel Aðalsteinsson (Grótta)

Eyða Breyta
77. mín Ívan Óli Santos (Grótta) Luke Rae (Grótta)

Eyða Breyta
75. mín Misnotað víti Oddur Ingi Bjarnason (KV)
Setur boltann á mitt markið Jón Ívan skutlar sér til vinstri en ver boltann með fótunum.

Vítið kom eftir fyrirgjöf frá hægri. Boltinn skoppaði upp í hönd varnarmanns Gróttu.
Eyða Breyta
73. mín Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson (KV) Þorsteinn Örn Bernharðsson (KV)

Eyða Breyta
73. mín Kristján Páll Jónsson (KV) Einar Már Þórisson (KV)

Eyða Breyta
73. mín Hrafn Tómasson (KV) Grímur Ingi Jakobsson (KV)

Eyða Breyta
71. mín Sigurður Hrannar Þorsteinsson (Grótta) Sigurbergur Áki Jörundsson (Grótta)

Eyða Breyta
67. mín Gult spjald: Einar Már Þórisson (KV)
Groddaraleg tækling alveg við varamannaskýlin. Hitinn er áþreifanlegur.
Eyða Breyta
66. mín
KV vill víti hinumegin og kvarta mikið. Biðja um samræmi í dómgæslu. Útskýring Arnars Þórs var að leikmaður Gróttu hafi stutt höndina í jörðina og í þannig tilviki sé aldrei um hendi að ræða. Sigurvin og hans þjálfarateymi langt frá því að vera sátt.
Eyða Breyta
62. mín MARK! Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Hægri fótur, hægra horn. Ómar aftur í boltanum en nær ekki nógu miklu af boltanum til að verja. Vítið kom eftir að Grótta vann boltann á vallarhelming KV, stakk boltanum á bak við vörn KV þar sem Kjartan Kári féll í teignum eftir að Patryk hafi ýtt í bak hans.
Eyða Breyta
61. mín Rautt spjald: Patryk Hryniewicki (KV)
Rangt að mati KV. Bæði Sigurvin og Valþór sem kvarta mikið. Patryk var að reyna ná boltanum en fer aftan í Kjartan. Hann var að reyna ná boltanum og samkvæmt þjálfarateymi KV er það ekki rautt spjald.
Eyða Breyta
59. mín
Luke Rae fellur inni í teig KV en var aldrei nálægt því að fá víti. Góður varnarleikur KV.
Eyða Breyta
59. mín Gult spjald: Luke Rae (Grótta)
Fær gult fyrir að fara fyrir aukaspyrnu KV. Grótta er að brjóta mikið af sér frá því seinni hálfleikur hófst. Vilja greinilega hægja á leiknum.
Eyða Breyta
57. mín Gunnar Helgi Steindórsson (KV) Ingólfur Sigurðsson (KV)

Eyða Breyta
56. mín Gult spjald: Óliver Dagur Thorlacius (Grótta)
Hiti að færast í leikinn. Þjálfarar liðanna að biðja um hitt og þetta frá Arnari Þór dómara leiksins sem svarar ákveðinn á móti. Segist hafa öll tök á leiknum.
Eyða Breyta
53. mín
Leikurinn hefur snúist við frá því í fyrri hálfleik. Spurning hvort KV nái að snúa leiknum við í seinni.
Eyða Breyta
52. mín
Samúel Már varnarmaður KV fer fyrir skot leikmanns Gróttu eftir fína sókn Gróttu. Fyrsta almennilega sókn Gróttu í seinni hálfleik.
Eyða Breyta
51. mín
Oddur Ingi rekur boltann í átt að vítateig Gróttu. Þegar hann er að undirbúa skot fær hann boltann í hælinn. Boltinn hrekkur til Gríms sem er fyrir aftan hann. Grímur tekur boltann í fyrsta fyrir miðju marki á vítateigslínunni. Boltinn rétt fram hjá marki Gróttu.
Eyða Breyta
49. mín
KV ákveðnir í seinni hálfleik. Pressa Gróttu hærra á vellinum.
Eyða Breyta
48. mín
KV spilar skemmtilega úr aukaspyrnu og uppsker hornspyrnu vinstra megin á vellinum. Hornspyrnuna skallar Addi Bomba í burtu sem kom nálægt marki Gróttu.
Eyða Breyta
46. mín
Fyrsta sókn seinni hálfleiks á Grímur Ingi en það er laust og auðvelt fyrir Jón Ívan í marki Gróttu.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Grótta byrjar með boltann í seinni og leikur í átt að
Sundlaug Seltjarnarnes.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Fyrri hálfleikur verið flottur hjá heimamönnum. Þeir hafa látið boltann ganga vel á milli sín. Að sama skapi hefur varnarleikur KV verið svolítið slakur. Greinilega erfitt að verjast hröðum kantmönnum Gróttu sem eru mjög beinskeittir þegar þeir fá boltann. KV hefur lítið ógnað marki heimamanna. Markið gefur gestunum vonandi enn meira blóð á tennurnar í sóknarleiknum. Það vantar lítið upp á hjá þeim til að skapa hættulegri möguleika.
Eyða Breyta
45. mín MARK! Grímur Ingi Jakobsson (KV)
Grímur setur boltann með vinstri fæti í hægra hornið. KV sækir upp vinstri kantinn. Boltinn sendur með jörðinni inn í teiginn þar sem Grímur mætir. Boltinn fór örlítið í leikmann Gróttu, spurning hvort það hafi haft áhrif á Jón í marki Gróttu.
Eyða Breyta
43. mín
Cristopher Brazell þjálfari Gróttu hefur ekki hætt að koma skipunum til sinna manna frá því leikurinn hófst. Skiptir ekki hvort það sé varnarlega eða sóknarlega.
Eyða Breyta
40. mín MARK! Óliver Dagur Thorlacius (Grótta), Stoðsending: Luke Rae
Óliver Dagur leggur boltann niður í vinstra hornið. Fékk boltann frá Luke Rae sem hljóp upp að endamörkum hægra megin á vellinum og skar boltann út í teiginn.
Eyða Breyta
38. mín MARK! Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Kjartan Kári með fyrirgjöf á nærstöng. Ómar í marki KV ver boltann inn í mark sitt. Klaufalegt hjá hinum efnilega markmanni KV.
Eyða Breyta
36. mín Gult spjald: Njörður Þórhallsson (KV)
Njörður stöðvaði sókn Gróttu með ólöglegum hætti að mati Arnars Þórs dómara. Tók niður Luke Rae sem er haltur. Vonandi ekki alvarlegt.
Eyða Breyta
35. mín
Einar Már með stutt horn á Ingó Sig sem setur hann inn í teig Gróttu. Skalli gestanna hins vegar langt yfir.
Eyða Breyta
33. mín
Ómar Castaldo með sitt þriðja útspark sem fer út af vellinum. Vindurinn greinilega að toga í boltann.
Eyða Breyta
29. mín
KV sótti upp hægra megin Rúrik Gunnars hægri bakvörður tók utan á hlaup á Odd Inga sem kom með lausa sendingu fyrir markið. Addi Bomba kom boltanum frá marki Gróttu.
Eyða Breyta
28. mín
Ingó Sig með hornspyrnu en Samúel Már með skalla langt framhjá marki Gróttu. Erfiður skalli vegna þess að Samúel var að bakka frá markinu og var þar að auki langt frá marki Gróttu.
Eyða Breyta
27. mín
Luke Rae með fyrirgjöf á Kjartan Kára sem setur boltann framhjá marki KV. Sóknin byrjaði á sendingu Adda Bombu upp í hægra hornið á Luke.
Eyða Breyta
24. mín Mark - víti Kjartan Kári Halldórsson (Grótta), Stoðsending: Kristófer Orri Pétursson
Patryk tók Kristófer Orra leikmann Gróttu niður klaufalega. Boltinn fór upp hægri kantinn, skorinn út í teiginn þar sem Patryk ætlaði að taka boltann en var of seinn og fór einungis í Kristófer. Hræddur um að þetta hafi verið réttur dómur.

Kjartan tók vítið með hægri fæti í vinstra hornið. Ómar var nálægt því að verja það en varði boltann upp í þaknetið.
Eyða Breyta
19. mín
Addi Bomba með sendingu á Kristófer Orra á miðju Gróttu. Njörður Þórhalls djúpi miðjumaður mætir í bakið á honum og brýtur á Kristó. KV virðast vera betur stilltir varnarlega heldur en í hinum leikjum tímabilsins.
Eyða Breyta
17. mín
Ingó Sig með hornspyrnu frá vinstri með jörðinni þar sem Njörður Þórhallsson á laust skot í varnarmann Gróttu.
Eyða Breyta
16. mín
Kjartan Kári fékk boltann inn fyrir vörn KV en var rangur. Vörn KV full ofarlega en hafa sloppið hingað til.
Eyða Breyta
15. mín
Langur bolti fram frá Arnari Daniel á Luke Rae sem á skot sem Ómar ver vel. Ómar var fljótar að koma sér niður til að verja skot Luke sem var aðeins of laust til að sigra Ómar.
Eyða Breyta
13. mín
Langur bolti fram á Kjartan sem kemst næstum því í boltann áður en Patryk miðvörður KV tekur hann niður með öxl í bak. Dómari leiksins mat það sem svo að þetta hafi verið öxl í öxl. Ómar Castaldo í marki KV var kominn langt út úr marki sínu og hefði eflaust verið í slæmum málum ef Patryk hefði ekki tekið Kjartan niður.
Eyða Breyta
11. mín
Luke Rae dæmdur rangstaður eftir skyndisókn Gróttu eftir hornspyrnu frá KV. Heimamenn hefðu getað nýtt sér þetta.
Eyða Breyta
11. mín
Flott sókn KV sem endar með að Addi Bomba skallar boltann aftur fyrir endamörk Gróttu. Ingó Sig tók hornspyrnuna sem Addi skallar í burtu.
Eyða Breyta
10. mín
KV á í erfiðleikum með að halda boltanum innan síns liðs.
Eyða Breyta
8. mín
Grótta þreifar fyrir sér fyrstu mínútur leiksins Arnar Þór (Addi Bomba) er mikið að bera boltann úr vörninni. Finnur miðjuna eða reynir að koma með langa diagonal bolta upp í hornin á kantmenn Gróttu. Heimamenn vilja eflaust finna Kjartan Kára sem spilar á vinstri kantinum eins mikið og þeir geta í dag. Einnig er Luke Rae skemmtilegur á hægri kantinum. Mjög beinskeyttur.
Eyða Breyta
4. mín
Fyrsta rangstaða leiksins dæmd á KV eftir að þeir unnu boltann af Gróttu. Þeir sendu boltann upp í horn og þaðan inn í teig Gróttu áður en flagginu var lyft.
Eyða Breyta
4. mín
Fyrstu 4 mínútur leiksins hefyr Grótta verið meira með boltann. Án þess að gera neitt.
Eyða Breyta
1. mín
Fyrsta innkast leiksins á KV eftir nokkrar sendingar sín á milli.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
KV byrjar með boltann. Björn Axel framherji KV á upphafsspyrnuna.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn. Við Gróttu með okkar allra besta Bubba Morthens hljómar á þessum fallega laugardegi. Góða skemmtun kæru lesendur.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Hjartanlega velkomin á Vivaldivöllinn úti á Seltjarnarnesi. Leikurinn er hluti af 4.umferð Lengjudeildarinnar. Heimamenn eru með 6 stig. Unnið tvo leiki og tapað einum. Gestirnir hafa tapað öllum þremur leikjum sínum til þessa og eru því eflaust hungraðir í sigur í dag.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Ómar Castaldo Einarsson (m)
0. Oddur Ingi Bjarnason
4. Patryk Hryniewicki
6. Njörður Þórhallsson ('81)
7. Einar Már Þórisson ('73)
10. Samúel Már Kristinsson
10. Ingólfur Sigurðsson ('57)
11. Björn Axel Guðjónsson
12. Rúrik Gunnarsson
14. Grímur Ingi Jakobsson ('73)
24. Þorsteinn Örn Bernharðsson ('73)

Varamenn:
72. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
8. Magnús Snær Dagbjartsson
9. Askur Jóhannsson
10. Hrafn Tómasson ('73)
17. Gunnar Helgi Steindórsson ('57)
18. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('73)
21. Aron Daníel Arnalds
22. Kristján Páll Jónsson ('73)
37. Agnar Þorláksson

Liðstjórn:
Björn Þorláksson
Valþór Hilmar Halldórsson
Kjartan Franklín Magnús
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Guðjón Ólafsson

Gul spjöld:
Njörður Þórhallsson ('36)
Einar Már Þórisson ('67)

Rauð spjöld:
Patryk Hryniewicki ('61)