Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
Ísland U21
9
0
Liechtenstein U21
Kristian Nökkvi Hlynsson '3 1-0
Atli Barkarson '5 2-0
Kristall Máni Ingason '10 3-0
Ísak Snær Þorvaldsson '19 4-0
Kristian Nökkvi Hlynsson '29 , víti 5-0
Ísak Snær Þorvaldsson '33 6-0
Brynjólfur Willumsson (f) '35 7-0
Brynjólfur Willumsson (f) '37 8-0
Atli Barkarson '82 9-0
03.06.2022  -  17:00
Víkingsvöllur
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Aðstæður: 9 gráðu hiti og skýjað
Dómari: Ishmael Barbara (Malta)
Maður leiksins: Kristian Nökkvi Hlynsson
Byrjunarlið:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
4. Róbert Orri Þorkelsson
5. Ísak Óli Ólafsson
7. Óli Valur Ómarsson
8. Kolbeinn Þórðarson ('66)
8. Andri Fannar Baldursson
9. Brynjólfur Willumsson (f) ('57)
10. Kristian Nökkvi Hlynsson ('57)
10. Kristall Máni Ingason ('66)
16. Ísak Snær Þorvaldsson ('57)
17. Atli Barkarson

Varamenn:
12. Adam Ingi Benediktsson (m)
2. Birkir Heimisson
4. Logi Hrafn Róbertsson
6. Dagur Dan Þórhallsson ('57)
14. Þorleifur Úlfarsson ('66)
18. Viktor Örlygur Andrason
19. Orri Steinn Óskarsson ('57)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('66)
23. Sævar Atli Magnússon ('57)

Liðsstjórn:
Davíð Snorri Jónasson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sannfærandi sigur Íslands staðreynd!

Viðtöl og skýrsla væntanlegt seinna í kvöld.
90. mín
Fáum 2 mínútur í uppbót.
88. mín
Atli Barkar finnur Þorleif í teignum en skotið yfir markið!
86. mín
Flott sóknarlota hjá Íslandi en vantaði tánna til að setja í boltann.
84. mín
Ætli við náum tveggja stafa tölu í markafjölda? Það væri virkilega skemmtilegt.
82. mín MARK!
Atli Barkarson (Ísland U21)
MARK ÚR AUKASPYRNU!

Atli Barkarson með sitt annað mark í dag beint úr aukaspyrnu! Frábær spyrna frá Atla!
82. mín
Aukaspyrna á flottum stað fyrir Ísland.
Atli Barkar og Andri Fannar standa yfir boltanum.
80. mín
Hálf ótrúlegt að það sé ekki komið mark í síðari hálfleikinn.
Tökumenn Viaplay hafa lítið þurft að hreyfa við myndavélinni á vellinum þar sem leikurinn hefur nánast farið fram á vallarhelmingi Liechtenstein.
77. mín
Þorleifur með tilraun á nær en Tim Oehri ver.
75. mín
Inn:Joshua Eggenberger (Liechtenstein U21) Út:Jakob Lorenz (Liechtenstein U21)
75. mín
Hornspyrna frá Íslandi endar með klafsi inni í teig en þetta dettur ekki fyrir okkur og Liechtenstein ná að bjarga sér fyrir horn.
74. mín
Dagur Dan með fínan bolta fastan fyrir markið en þetta er ekki að detta fyrir okkar menn eins og í fyrri háfleik.
72. mín
Ísland ekki langt frá því að komast í færi þarna en Liechtenstein ná að bjarga.
69. mín
Ísak Óli með mistök í öftustu línu og Fabian Ducak kemst allt í einu á sprettinn innfyrir en er truflaður og á skotfæri framhjá markinu.

Sennilega besta færi seinni hálfleiks.
69. mín
Óli Valur með skemmtilegan sprett upp að endamörkum og vinnur horn.
67. mín
Inn:David Jäger (Liechtenstein U21) Út:Johannes Schadler (Liechtenstein U21)
66. mín
Inn:Ágúst Eðvald Hlynsson (Ísland U21) Út:Kolbeinn Þórðarson (Ísland U21)
66. mín
Inn:Þorleifur Úlfarsson (Ísland U21) Út:Kristall Máni Ingason (Ísland U21)
Frumraun í búningi Íslands.
64. mín
Orri Steinn með tilraun sem fer framhjá markinu.
63. mín
Stærsta tap Liechtenstein í sögu u21 er 11-0 tap. Við erum bara þrem mörkum frá því.
62. mín
Íslenska liðið er með svakalega yfirburði í leiknum á öllum sviðum og í öllum þáttum leiksins.
58. mín
Athyglisvert að Davíð Snorri taki þá þrjá útaf sem eru í leit af þrennunni svona snemma.
57. mín
Inn:Sævar Atli Magnússon (Ísland U21) Út:Brynjólfur Willumsson (f) (Ísland U21)
Allir á þrennunni teknir af velli.
57. mín
Inn:Orri Steinn Óskarsson (Ísland U21) Út:Ísak Snær Þorvaldsson (Ísland U21)
Allir á þrennunni teknir af velli.
57. mín
Inn:Dagur Dan Þórhallsson (Ísland U21) Út:Kristian Nökkvi Hlynsson (Ísland U21)
Allir á þrennunni teknir af velli.
54. mín
Atli Barkar á aukaspyrnu fyrir markið sem Tim Oehri í marki Liechtenstein stekkur upp í og lendir illa.
Vonum leiksins vegna að Liechtenstein þurfi ekki að setja varamarkmann sinn í markið.
53. mín
Hákon Rafn fékk að prufa boltann, fær sendingu tilbaka.
51. mín Gult spjald: Johannes Schadler (Liechtenstein U21)
Reif Kristal niður.
50. mín
Kristall Máni með flottan sprett og boltinn lekur næstum því inn en Tim Oehri nær að skutlast á eftir boltanum og blaka hann frá línunni.


48. mín
Flott spil endar með skoti frá Kristian Nökkva en það fer framhjá markinu.
47. mín
Ísak Óli með sjaldgæfa snertingu á vallarhelmingi Íslands.
46. mín
Kristian Nökkvi á upphafsspark síðari hálfleiks.
46. mín
Inn:Luque Notaro (Liechtenstein U21) Út:Fabian Unterrainer (Liechtenstein U21)
45. mín
Hálfleikur
Ishmael Barbara er ekkert að bæta við þjáningar Liechtenstein og bætir engu við!
Island leiðir með ÁTTA! mörkum í hálfleik!


44. mín
Brynjólfur reyndi við þrennuna þarna en Tim Oehri sá við honum.
42. mín
Andri Fannar með tilraun yfir markið!
labbar í gegnum Liechtenstein eins og keilur!
42. mín
Ísak Snær og Kristian Nökkvi hafa verið að hóta þrennunni og ég er alls ekki tilbúin að veðja gegn því að að þeir nái því bara!
Ekki bara annar þeirra heldur báðir!
41. mín
Ekki óalgeng sjón í dag.


39. mín
Það eru komnar hælspyrnur og allskonar sirkus í þetta fremst hjá Íslandi! Þeir eru að leika sér að gestunum!
37. mín MARK!
Brynjólfur Willumsson (f) (Ísland U21)
Stoðsending: Atli Barkarson
FYRIRLIÐIN BÆTIR AUÐVITAÐ BARA VIÐ!!

Atli Barkarson með frábæran bolta fyrir markið og Brynjólfur er mættur á fjær!
35. mín MARK!
Brynjólfur Willumsson (f) (Ísland U21)
HVAÐA ÞVÆLA ER Í GANGI HÉRNA?!

Fyrirliðinn kemst á blað!! eftir smá klafs í teignum er það Brynjólfur Willumsson sem skorar SJÖUNDA!! mark Íslands í dag!
33. mín MARK!
Ísak Snær Þorvaldsson (Ísland U21)
ÍSAK SNÆR!!

Það eru engir afslættir gefnir!!

SEX MÖRK!!!
29. mín Mark úr víti!
Kristian Nökkvi Hlynsson (Ísland U21)
KRISTIAN NÖKKVI!!!
Öruggur á punktinum!! Sendir Tim Oehri í vitlaust horn og bætir við sínu öðru marki í dag!

Tvö mörk og tvær stoðsendingar!


28. mín
VÍTI!!
Íslendingar fá vítaspyrnu! Brotið á Ísak Snæ!
23. mín
Ajax menn grínast með að Kristian Nökkvi sé þeirra Kevin DeBruyne eða það hélt maður. Það er meira en bara útlitið hjá okkar manni en sá er taka yfir og stýra sóknarleik Íslands frábærlega.
19. mín MARK!
Ísak Snær Þorvaldsson (Ísland U21)
Stoðsending: Kristian Nökkvi Hlynsson
ENN EKKI HVER?

MAÐURINN ER Á ELDI!!!
Kristian Nökkvi með frábæra sendingu fyrir markið og Ísak Snær Þorvaldsson er réttur maður á réttum stað og skorar sitt fyrsta mark í sínum fyrsta landsleik með u21!
19. mín
Kolbeinn Þórðarson reynir að finna Kristal í gegnum vörn Liechtenstein en boltinn of fastur og endar í höndum Tim Oehri í marki Liechtenstein.
17. mín
Þetta er einstefna hjá Íslandi og ekki spurning um hvort heldur hversu mörg verða mörkin í viðbót.
15. mín
Munar engu að Kristall Máni nái að bæta við sínu öðru marki og fjórða marki Íslands. Frábær sending fyrir markið og skalli frá Kristali er bjargað í slánna og út og Liechtenstein nær að hreinsa.
11. mín
10. mín MARK!
Kristall Máni Ingason (Ísland U21)
Stoðsending: Kristian Nökkvi Hlynsson
YFIRBURÐIRNIR ERU ALGJÖRIR!

Kristian Nökkvi á frábæra stungusendingu innfyrir og Kristall Máni gerir frábærlega í að klára færið sitt. Hristir af sér varnarmann Liechtenstein eins og ekkert sé og setur hann framhjá markverði þeirra.
8. mín
Held að met Liechtenstein til þessa séu um 20 sek með boltann í einu. Yfirburðirnir eru algjörir hjá Íslandi.
6. mín
Uppstilling:

Hákon
Óli Valur - Ísak Óli - Róbert - Atli
Kolbeinn
Kristian - Andri
Kristall - Brynjólfur - Ísak Snær
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
5. mín MARK!
Atli Barkarson (Ísland U21)
Stoðsending: Andri Fannar Baldursson
JÁJÁJÁ!!

ÞVÍLÍK BYRJUN!!
Fyrsta hornspyrna Íslands er eins og teiknuð upp af æfingarsvæðinu þar sem boltinn er sendur á Atli Barkarsson og hann kemur með gott skot sem endar frábærlega í netinu!
3. mín
3. mín MARK!
Kristian Nökkvi Hlynsson (Ísland U21)
Stoðsending: Brynjólfur Willumsson (f)
EKKI LENGI AÐ ÞESSU!

Ísland er komið yfir eftir frábæran undirbúning frá Brynjólfi þá er það Kristian Nökkvi sem skilar boltanum í netið!
2. mín
Óli Valur finnur Brynjólf Willums en er truflaður í skotinu.
1. mín
Það eru vinir okkar í Liechtenstein sem byrja þenna leik. Framtíðarstjarnan tilvonandi Noah Graber á upphafsspark leiksins.
Fyrir leik
Byrjunarliðin hafa verið opinberuð:
Sex breytingar eru á íslenska liðinu frá því í mars þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Kýpur.

Óli Valur Ómarsson og Ísak Snær Þorvaldsson munu spila sinn fyrsta U21 landsleik. Einnig koma þeir Róbert Orri, Ísak Óli, Andri Fannar og Atli Barkarson inn í liðið.

Þá vekur athygli að Finnur Tómas Pálmason er ekki í leikmannahópi íslenska liðsins í dag.

Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik


Þorleifur Úlfarsson er í fyrsta sinn í landsliðsverkefni á sínum ferli. Þorleifur er leikmaður Houston Dynamo í bandarísku MLS-deildinni og er nú með íslenska U21 árs landsliðinu.

Kom valið þér á óvart? "Já, þannig séð. Maður hefur aldrei verið 'in contention' eins og maður segir. Kom mér alveg á óvart en mjög gaman að vera hérna."

"Ég hef ekki sett neinar væntingar eða kröfur á sjálfan mig. Það er gott að vera í þessum hóp, að kynnast strákunum og þjálfurunum. Að vera valinn er heiður, ég vil bara að liðinu gangi vel. Við ætlum okkur að spila þrjá geggjaða leiki, vona það besta og reyna komast á lokamót."


Smelltu hér til að sjá viðtalið við Þorleif
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Veisla framundan


"Mjög vel, spennandi gluggi, þrír heimaleikir og fyrir þjóðina eru þetta fimm heimaleikir hjá íslensku landsliðunum núna í júní. Veisla framundan, þetta verður gaman," sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins, í viðtali við Fótbolta.net.

"Við þurfum að treysta á aðra, það er ljóst en til þess að eitthvað gerist þá snýst þetta um að við spilum góða leiki og við þurfum að byrja á því á móti Liechtenstein."

"Við þurfum að grípa mómentið að vera á heimavelli, taka fólkið með okkur. Hér eru gríðarlega efnilegir leikmenn sem munu taka Ísland áfram í framtíðinni þannig ég er bara spenntur,"
sagði Davíð.

Davíð segir markmiðið sé að ná góðum frammistöðum í öllum leikjum. Ef það næst þá eru líkur á því að ná í níu stig úr leikjunum þremur.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ísland

Staða: 3.sæti
Stig: 9
Leikir: 7
Sigar: 2
Jafntefli: 3
Töp: 2
Mörk skoruð: 8
Mörk fengin á sig: 6
Markatala: +2

Leikir Íslands
Kýpur 1-1 Ísland
Portúgal 1-1 Ísland
Grikkland 1-0 Ísland
Liechtenstein 0-3 Ísland
Ísland 0-1 Portúgal
Ísland 1-1 Grikkland
Hvíta Rússland 1-2 Ísland

Mörk Íslands
Brynjólfur Andersen Willumsson - 2 Mörk
Kristian Nökkvi Hlynsson - 2 Mörk
Hákon Arnar Haraldsson - 2 Mörk
Ágúst Eðvald Hlynsson - 1 Mark
Kolbeinn Þórðarson - 1 Mark


Fyrir leik
Tveir nýliðar eru í hópnum og alls fjórir sem eiga ekki leik í þessum aldursflokki. Tveir þeirra, þeir Ísak Snær Þorvaldsson og Adam Ingi Benediktsson hafa þó báðir verið valdir áður. Þeir Óli Valur Ómarsson og Þorleifur Úlfarsson eru nýliðarnir sem um ræðir.









Fyrir leik
Í síðustu landsleikjatörn gerðum við tvö jafntefli.
Við byrjuðum á því að gera stórkostlegt jafntefli við Portúgal á útivelli 1-1 þar sem Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði mark Íslands í þeim leik.

Við gerðum svo ekki jafn stórkostlegt jafntefli við Kýpur fjórum dögum seinna einnig 1-1 þar sem Kristian Nökkvi Hlynsson kom okkar mönnum til bjargar undir lok uppbótartíma.


Fyrir leik
Þessi leikur er fyrsti leikurinn í þriggja leikja törn U21 landsliðins en við mætum einnig Hvít Rússum og Kýpur í þessari törn.

Leikirnir
Ísland - Liechtenstein föstudaginn 3. júní kl. 17:00
Ísland - Hvíta Rússland miðvikudaginn 8. júní kl. 18:00
Ísland - Kýpur laugardaginn 11. júní kl. 19:15
Fyrir leik
Heil og sæl lesendur góðir og verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Íslands og Liechtenstein í undankeppni EM U21 árs landsliða beint frá Víkinni.


Byrjunarlið:
12. Tim Tiado Oehri (m)
2. Lukas Buchel
3. Johannes Schadler ('67)
4. Jonas Hilti (f)
5. Fabian Ducak
6. Fabian Unterrainer ('46)
7. Noah Graber
8. Severin Schlegel
9. Tim Schreiber
10. Jakob Lorenz ('75)
18. Emanuel Zünd

Varamenn:
1. Luca Vanoni (m)
13. David Jäger ('67)
15. Luque Notaro ('46)
17. Joshua Eggenberger ('75)

Liðsstjórn:
Michael Koller (Þ)

Gul spjöld:
Johannes Schadler ('51)

Rauð spjöld: