Origo völlurinn
þriðjudagur 07. júní 2022  kl. 20:15
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Skýjað og 13 gráður, topp aðstæður!
Dómari: Helgi Ólafsson
Maður leiksins: Ída Marín Hermannsdóttir
Valur 6 - 1 Afturelding
1-0 Ída Marín Hermannsdóttir ('5)
2-0 Ída Marín Hermannsdóttir ('21)
3-0 Elín Metta Jensen ('31)
Christina Clara Settles, Afturelding ('64)
4-0 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('66)
5-0 Brookelynn Paige Entz ('71)
6-0 Cyera Hintzen ('82)
6-1 Katrín Rut Kvaran ('83)
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir ('70)
5. Lára Kristín Pedersen ('70)
6. Mist Edvardsdóttir
7. Elísa Viðarsdóttir (f)
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('65)
9. Ída Marín Hermannsdóttir ('65)
10. Elín Metta Jensen ('65)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
13. Cyera Hintzen
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir

Varamenn:
12. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
15. Brookelynn Paige Entz ('65)
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('65)
19. Bryndís Arna Níelsdóttir ('65)
24. Mikaela Nótt Pétursdóttir ('70)
26. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('70)
27. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir

Liðstjórn:
Ásta Árnadóttir
Pétur Pétursson (Þ)
María Hjaltalín
Matthías Guðmundsson (Þ)
Gísli Þór Einarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@alexandrabia95 Alexandra Bía Sumarliðadóttir
90. mín Leik lokið!
+2

Valur vinnur afar sannfærandi 6-1 sigur á Aftureldingu.

Viðtöl og skýrsla í kvöld!
Eyða Breyta
90. mín
+1

Þórhildur með skot fyrir utan teig sem Sandra ver.
Eyða Breyta
90. mín
Komnar 90 mínútur á klukkuna.

2 mínútum bætt við.
Eyða Breyta
86. mín Gult spjald: Sævar Örn Ingólfsson (Afturelding)
Styrktarþjálfari Aftureldingar fær gult spjald. Stendur fyrir aftan mark Aftureldingar með leikmönnum sem eru að hita upp og hefur greinilega eitthvað tuðað í Helga dómara.
Eyða Breyta
83. mín MARK! Katrín Rut Kvaran (Afturelding), Stoðsending: Þórhildur Þórhallsdóttir
Afturelding skorar!

Þórhildur með sendingu inn fyrir vörn Vals á Katrínu sem keyrir að markinu og setur hann framhjá Söndru!
Eyða Breyta
82. mín MARK! Cyera Hintzen (Valur), Stoðsending: Bryndís Arna Níelsdóttir
Elísa með góða fyrirgjöf á fjær þar sem Bryndís skallar boltann út í teiginn, beint á Cyeru sem er alveg ein og setur hann inn!
Eyða Breyta
81. mín
Birna Kristín í góðri stöðu á hægri kantinum, keyrir að markinu og á skot sem er beint á Söndru.
Eyða Breyta
75. mín Signý Lára Bjarnadóttir (Afturelding) Kristín Þóra Birgisdóttir (Afturelding)

Eyða Breyta
71. mín MARK! Brookelynn Paige Entz (Valur), Stoðsending: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
5-0!

Varnarlína Aftureldingar galopin og Þórdís finnur Brookelynn úti í teignum sem skorar af miklu öryggi.
Eyða Breyta
70. mín Sigríður Theód. Guðmundsdóttir (Valur) Lára Kristín Pedersen (Valur)

Eyða Breyta
70. mín Mikaela Nótt Pétursdóttir (Valur) Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)

Eyða Breyta
69. mín
Valur fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
66. mín MARK! Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur), Stoðsending: Brookelynn Paige Entz
Þórdís Hrönn ekki lengi að setja mark sitt á leikinn!!

Skorar með vinstri með lúmsku skoti í hægra hornið!
Eyða Breyta
65. mín Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur) Ída Marín Hermannsdóttir (Valur)

Eyða Breyta
65. mín Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur) Elín Metta Jensen (Valur)

Eyða Breyta
65. mín Brookelynn Paige Entz (Valur) Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)

Eyða Breyta
65. mín
Anna Rakel lætur vaða á markið úr aukaspyrnunni en þetta fer af varnarmanni og hornspyrna.
Eyða Breyta
64. mín Rautt spjald: Christina Clara Settles (Afturelding)
Christina Clara fær beint rautt spjald!!

Ýtir á bakið á Cyeru sem er að nálgast markið, rétt fyrir utan teig.

Ekki alveg viss með þetta beina rauða spjald, Cyera virtist ekki vera að sleppa ein í gegn þarna.
Eyða Breyta
63. mín
Þórhildur reynir skot fyrir utan teig en Sandra á ekki í neinum vandræðum með þetta.
Eyða Breyta
61. mín
Elín Metta með skot rétt framhjá markinu.
Eyða Breyta
60. mín
Lára Kristín með fast skot sem Eva ver í horn.

Afturelding nær að hreinsa, boltinn berst út á Önnu Rakel sem setur boltann aftur fyrir en Eva grípur.
Eyða Breyta
59. mín
Þórhildur með sendingu út til hægri á Jade sem kemur sér í skotfæri og lætur vaða á markið en Sandra ver frá henni.
Eyða Breyta
58. mín
Ásdís Karen með boltann upp við endalínu, leggur hann út á Ídu sem á skot yfir markið.
Eyða Breyta
56. mín
Elín Metta reynir fyrirgjöf sem er of innarlega og fer aftur fyrir markið. Afturelding á markspyrnu.
Eyða Breyta
55. mín
Anna Pálína með skot fyrir utan teig sem Sandra ver.
Eyða Breyta
53. mín
Ásdís Karen í færi!

Elín með góða sendingu á Ásdísi sem er í góðu færi en á skot yfir markið.
Eyða Breyta
49. mín
Úfff!!

Jade keyrir upp hægra meginn og kemur boltanum fyrir markið, það er einhver misskilningur á milli Söndru og Örnu og það munar litlu að það verði sjálfsmark en Mist skallar boltann af línunni, beint á Þórhildi sem á skot sem Sandra ver í horn!
Eyða Breyta
47. mín
Aftureldingu kemst í góða stöðu upp á vellinum en ná ekki að koma sér í færi.
Eyða Breyta
46. mín
Valur fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
46. mín Sigrún Eva Sigurðardóttir (Afturelding) Sara Jimenez Garcia (Afturelding)

Eyða Breyta
46. mín Katrín Rut Kvaran (Afturelding) Sesselja Líf Valgeirsdóttir (Afturelding)
Afturelding gerir tvöfalda skiptingu í hálfleik.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Þá flautar Helgi Ólafsson til hálfleiks!

Valur leiðir 3-0 í hálfleik, verðskuldað verður að segjast.
Eyða Breyta
44. mín
Valur fær aukaspyrnu á hættulegum stað vinstra meginn við teiginn.

Ásdís með fyrirgjöf sem Eva slær út úr teignum.
Eyða Breyta
41. mín
Jade sækir hornspyrnu fyrir Aftureldingu.

Sandra örugg í teignum og grípur boltann.
Eyða Breyta
39. mín
Ásdís Karen fær boltann út á vinstri kantinum og reynir skot af löngu færi en Eva ver frá henni.
Eyða Breyta
36. mín
Jade fær boltann og keyrir á Örnu Sif og reynir fyrirgjöf sem fer í Örnu og aftur fyrir. Afturelding fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
34. mín
Valur fær hornspyrnu.

Arna Sif fær boltann á fjærstönginni og skallar boltann hárfínt framhjá!
Eyða Breyta
31. mín MARK! Elín Metta Jensen (Valur), Stoðsending: Anna Rakel Pétursdóttir
Geggjuð sókn hjá Valskonum!

Elísa með frábæra skiptingu yfir frá hægri til vinstri í hlaupið hjá Önnu Rakel sem kemur með þversendingu inn fyrir varnarlínu Aftureldingar beint í hlaupið á Elínu Mettu sem tekur við boltanum og setur hann framhjá Evu af miklu öryggi!
Eyða Breyta
31. mín
Jade reynir sendingu inn fyrir á Kristínu Þóru en þetta er of fast.
Eyða Breyta
29. mín
Valur fær aukaspynu á hættulegum stað.

Ásdís Karen reynir bara skot en Eva ver örugglega.
Eyða Breyta
29. mín
Cyera fær boltann úti á vinstri vængnum og kemur með fyrirgjöf sem Eva grípur.
Eyða Breyta
27. mín
Cyera reynir að senda Elínu í gegn en Eva kemur vel út úr markinu og hirðir boltann.
Eyða Breyta
26. mín
Ásdís Karen sækir hornspyrnu fyrir Val.

Eva örugg í teignum grípur boltann.
Eyða Breyta
25. mín
Ásdís Karen með sendingu á Elínu sem reynir að komast framhjá Christinu en hún nær að hreinsa í innkast.
Eyða Breyta
24. mín
Elín Metta í færi!

Elísa með fyrirgjöf beint á Elínu Mettu sem á skalla rétt yfir markið.
Eyða Breyta
21. mín MARK! Ída Marín Hermannsdóttir (Valur), Stoðsending: Elín Metta Jensen
2-0!

Ásdís Karen með fyrirgjöf sem Elín Metta setur hausinn í en endar á fjær hjá Ídu sem setur hann fyrst í Sesselju en fær hann aftur og skorar undir Evu úr þröngu færi!
Eyða Breyta
17. mín
Lilja með sendingu upp vinstra meginn á Jade sem er hrikalega fljót og virðist vera að komast ein í gegn en Arna Sif er mætt og nær að loka á hana.
Eyða Breyta
13. mín
Valur fær enn eina hornspyrnuna!

Mist nær skallanum en framhjá markinu. Markspyrna.
Eyða Breyta
12. mín
Eva Ýr!!

Þvílík varsla! Elísa með fyrirgjöf sem Arna Sif skallar niður í hægra hornið en Eva kemur með alvöru vörslu og Valur fær hornspyrnu.

Arna með skallann en hann fer af varnarmanni og aftur fyrir, önnur hornspyrna.
Eyða Breyta
11. mín
Þórdís Elva með fast skot fyrir utan teig sem Eva ver mjög vel. Valur fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
11. mín
Valur í hættulegri sókn þar sem þær ná aftur að galopna vörn Aftureldingar. Elín fær boltann inn í teig en nær ekki skoti á markið.
Eyða Breyta
10. mín
Valur fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
9. mín
Þórhildur reynir sendingu í gegnum vörnina á Jade á vinstri vængnum en sendingin er aðeins of föst og Sandra er fyrst til boltans. Fín hugmynd hjá Þórhildi.
Eyða Breyta
5. mín MARK! Ída Marín Hermannsdóttir (Valur), Stoðsending: Cyera Hintzen
1-0!!

Valskonur galopna varnarlínu Aftureldingar. Cyera fær boltann út til vinstri og kemur með sendingu fyrir framan varnarlínuna beint í hlaupið hjá Ídu sem skorar af miklu öryggi.
Eyða Breyta
4. mín
Valur fær hornspyrnu.

Mist með skalla sem Eva grípur.
Eyða Breyta
2. mín
Ída Marín komin í góða stöðu eftir misheppnaða sendingu í vörn Aftureldingar. Hún ákveður að láta vaða en Eva Ýr átti ekki í neinum erfiðleikum með þetta.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn

Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru að ganga út á völlinn, allt að verða klárt!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn!

Valur gerir tvær breytingar á liði sínu frá jafnteflinu við ÍBV í síðustu umferð. Cyera Makenzie Hintzen og Þórdís Elva koma inn fyrir Þórdísi Hrönn og Ásgerði Stefaníu.

Afturelding gerir fimm breytingar frá stóra tapinu gegn Blikum í síðustu umferð. Eva Ýr kemur í markið fyrir Auði Scheving sem má líklega ekki spila þennan leik þar sem hún er á láni frá Val. Jade Arianna Gantile, Sara Jimenzes Garcia, Birna Kristín og Þórhildur Þórhalls koma svo inn í liðið og Dennis Chyanne, Hildur Karítas, Sigrún Eva setjast á bekkinn og svo dettur Sólveig Larsen einnig út en hún er í banni eftir að hafa fengið rautt spjald í síðasta leik. Hún hefði þó líklega ekki mátt spila í kvöld þar sem hún er á láni frá Val.
Eyða Breyta
Fyrir leik


Arna Sif Ásgrímsdóttir, miðvörður Vals hefur leikið frábærlega á tímabilinu og er búin að vera besti leikmaðurinn í fyrsta þriðjungi Bestu deildar kvenna að mati Heimavallarins.

Nú þegar það styttist í að EM hópurinn verði tilkynntur hefur verið rætt um Örnu Sif og hvort Steini landsliðsþjálfari geti horft framhjá henni. Eftir sigur Vals á Breiðablik skaut Pétur Pétursson þjálfari Vals á landsliðsþjálfarann: Ég ætla bara að segja það, Þorsteinn Halldórsson, farðu að velja Örnu Sif í landsliðið."

Arna Sif er komin með þrjú mörk í sumar en hún er gríðarlega sterk í loftinu og er ljóst að leikmenn Aftureldingar þurfa að hafa góðar gætur á henni í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram í 2. deild kvenna spáði í 8. umferðina á Fótbolti.net og svona er spáin hans fyrir þennan leik:

Valur 4 - 1 Afturelding
Meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá Mosfellingum þetta árið. Þrátt fyrir það hafa þær borið höfuðið hátt og munu valda Val vandræðum til að byrja með. Afturelding kemst yfir með marki frá Sigrúnu Gunndísi eftir hornspyrnu, en gæðin í liði Valsstúlkna eru mikil og munu þær stjórna öllu inn á vellinum í síðari hálfleik. Arna Sif mun skora tvisvar og heldur áfram að gera sterkt tilkall til landsliðssætis. Ída Marín og Elín Metta sjá svo um hin tvö mörkin. Alexander Aron fær gult á hliðarlínunni fyrir litlar sakir.

Skoðaðu alla spána hér!


Óskar Smári
Eyða Breyta
Fyrir leik

Helgi Ólafsson sér um dómgæsluna í kvöld og verður með Przemyslaw Janik og Hrein Magnússon sér til aðstoðar. Eftirlitsmaður er Ólafur Ingi Guðmundsson.
Eyða Breyta
Fyrir leik
AFTURELDING

Byrjunin á mótinu hefur verið erfið hjá Aftureldingu sem situr í næst neðsta sæti með 3 stig eftir 7 umferðir. Þær hafa skorað 8 mörk og fengið á sig 21 mark.

Í síðustu umferð fengu þær Blika í heimsókn og töpuðu 6-1. Hildur Karítas skoraði mark Aftureldingar á 55. mínútu og minnkaði muninn í 2-1 en Blikar voru fljótar að svara og bættu bara í.


Eyða Breyta
Fyrir leik
VALUR

Valur situr á toppi deildarinnar með 16 stig eftir 7 umferðir. Þær hafa skorað flest mörk allra liða í sumar eða 19 mörk og fengið á sig fæst mörk eða 4 mörk.

Í síðustu umferð gerðu þær 1-1 jafntefli við ÍBV á heimavelli, en ÍBV komst yfir á 48. mínútu og jafnaði Ásdís Karen leikinn og tryggði Val stig í uppbótartíma.


Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik


Góða kvöldið kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá Origo vellinum þar sem Valur tekur á móti Aftureldingu í 8. umferð Bestu-deildar kvenna.

Leikar hefjast kl. 20:15!
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Eva Ýr Helgadóttir (m)
2. Sesselja Líf Valgeirsdóttir (f) ('46)
3. Jade Arianna Gentile
6. Anna Pálína Sigurðardóttir
13. Lilja Vigdís Davíðsdóttir
16. Birna Kristín Björnsdóttir
19. Kristín Þóra Birgisdóttir ('75)
20. Sara Jimenez Garcia ('46)
21. Sigrún Gunndís Harðardóttir
24. Christina Clara Settles
77. Þórhildur Þórhallsdóttir

Varamenn:
4. Dennis Chyanne
5. Andrea Katrín Ólafsdóttir
9. Katrín Rut Kvaran ('46)
10. Hildur Karítas Gunnarsdóttir
22. Sigrún Eva Sigurðardóttir ('46)
26. Signý Lára Bjarnadóttir ('75)

Liðstjórn:
Svandís Ösp Long
Alexander Aron Davorsson (Þ)
Sigurbjartur Sigurjónsson
Ingólfur Orri Gústafsson
Ruth Þórðar Þórðardóttir (Þ)
Bjarki Már Sverrisson (Þ)
Sævar Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Sævar Örn Ingólfsson ('86)

Rauð spjöld:
Christina Clara Settles ('64)