Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Víkingur R.
2
1
HK
Christabel Oduro '32 1-0
Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir '61 2-0
Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir '66 , sjálfsmark 2-1
15.06.2022  -  19:15
Víkingsvöllur
Lengjudeild kvenna
Dómari: Sigurbaldur P. Frímannsson
Maður leiksins: Christabel Oduro
Byrjunarlið:
1. Andrea Fernandes Neves (m)
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir
5. Emma Steinsen Jónsdóttir
7. Dagný Rún Pétursdóttir ('91)
9. Christabel Oduro
11. Hafdís Bára Höskuldsdóttir ('78)
13. Kiley Norkus
15. Dagbjört Ingvarsdóttir
17. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir
19. Tara Jónsdóttir
32. Freyja Friðþjófsdóttir

Varamenn:
1. Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir (m)
6. Elísa Sól Oddgeirsdóttir
8. Arnhildur Ingvarsdóttir
14. Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir
16. Helga Rún Hermannsdóttir ('91)
23. Hulda Ösp Ágústsdóttir
24. Sigdís Eva Bárðardóttir ('78)
25. Ólöf Hildur Tómasdóttir
26. Bergdís Sveinsdóttir

Liðsstjórn:
John Henry Andrews (Þ)
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir
Þorsteinn Magnússon
María Björg Marinósdóttir
Lisbeth Borg

Gul spjöld:
Christabel Oduro ('30)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingur vinnur hér 2-1 efir hörkuleik
96. mín
HK fær dæmda á sig aukaspyrnu eftir hörkusamstuð við Andreu í markinu
95. mín
HK fær hér aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Víkings og fer allt HK liðið inn í teig nema Audrey
95. mín
Síðasta mínútan í uppgefnum uppbótartíma og er HK að gera allt til að reyna að jafna leikinn
91. mín
Inn:Helga Rún Hermannsdóttir (Víkingur R.) Út:Dagný Rún Pétursdóttir (Víkingur R.)
Dagný búin að eiga fínan leik
90. mín
Dómarinn gefur merki um 5 mínútur í uppbótartíma
89. mín
Enn og aftur er Sigdís að gera vel.
Kemur sér framhjá varnarmanni HK en skotið hennar fer rétt framhjá
86. mín
Víkingur á innkast sem fer beint á Brynhildi Völu sem tekur skotið í fyrsta en Audrey ver
84. mín
Sigdís er að koma með miklum krafti hér inn og er að vinna aftur aukaspyrnu.

Hún tekur spyrnuna sjálf sem er virkilega góð og HK þarf að bjarga í horn. Ekkert verður úr hornspyrnunni
82. mín
Sigdís tekur spyrnuna sjálf en Audrey er ekki í neinum vandræðum og grípur boltann
81. mín Gult spjald: Isabella Eva Aradóttir (HK)
Brýtur á Sigdísi og fær Víkingur aukaspyrnu á fínum stað.
79. mín Gult spjald: Henríetta Ágústsdóttir (HK)
Fer aftaní Dagný Rún sem liggur eftir
78. mín
Inn:Sigdís Eva Bárðardóttir (Víkingur R.) Út:Hafdís Bára Höskuldsdóttir (Víkingur R.)
Fyrsta skipting Víkings
76. mín
Inn:Katrín Rósa Egilsdóttir (HK) Út:Arna Sól Sævarsdóttir (HK)
HK gerir hér skiptingu
71. mín
Flott hornspyrna frá Töru en Brynhildur Vala rétt missir af boltanum á fjarstönginni
69. mín
HK fær hér aukaspyrnu á stórhættulegum stað

Hildur Björk tekur spyrnuna sem fer beint á Andreu
66. mín SJÁLFSMARK!
Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir (Víkingur R.)
María Lena á skot sem fer í slánna og út á Hildi sem á fyrirgjöf sem fer í Svanhildi og inn.

HK komið inn í þetta eftir að Víkingur hafi byrjað seinni hálfleikinn miklu betur
61. mín MARK!
Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir (Víkingur R.)
Tara á virkilega góða spyrnu inn í teig sem HK hreinsar beint út á Svanhildi sem tekur skotið í fyrsta. Virkilega vel klárað
59. mín
Freyja liggur hér eftir eftir hörkutæklingu frá Kristínu.
Víkingur fær aukaspyrnu fyrir utan vítateigshornið
58. mín
Leikurinn búinn að vera rólegur síðustu mínúturnar. Liðin skipast á að vera með boltann
53. mín
Tara tekur aukaspyrnu sem fer nánast í gegnum allan pakkann áður en að HK setur boltann í horn.
Ekkert verður úr hornspyrnunni
51. mín Gult spjald: María Lena Ásgeirsdóttir (HK)
Víkingur fær hér aukaspyrnu á miðjum vallarhelming HK. María Lena er ekki sátt með staðin sem Víkingur er búin að stilla upp boltanum og sparkar honum aftar á völlinn
49. mín
Hafdís á hér flotta sendingu inn í teig þar sem Christabel á skot í fyrsta sem fer framhjá markinu
47. mín
Víkingur byrja seinni hálfleikinn af miklum krafti.
46. mín
Víkingur byrja seinni hálfleikinn
45. mín
Hálfleikur
Sanngjörn staða í hálfleik að því leiti að Víkingur eru búnar að eiga betri færi en HK er búið að vera meira með boltann
45. mín
Dómarinn gaf hér bendingar að það yrðu 5 mín í uppbótartíma
41. mín
Víkingur fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelming HK.
Tara á flotta spyrnu sem fer á Dagný Rún en skot hennar fer beint á Audrey
40. mín
HK kemur strax upp í sókn og á Gabriella virkilega flotta fyrirgjöf en aftur ern enginn frá HK til að pota boltanum inn og fer boltinn í gegnum allan pakkann
39. mín
DAUÐAFÆRI!
Lára misreiknar flugið á boltanum og skallar hann beint fyrir færut Christabel sem er ein á auðum sjó fyrir framan markið en Audrey ver virkilega vel
37. mín
María Lena fær boltann út á kanntinum og á fyrirgjöf sem Andrea grípur auðveldleGA
34. mín
Emma Sól vinnur boltann vel fyrir HK og á flottan sprett upp völlinn og ætlar að koma boltanum inn fyrir á Maríu Lenu en sendingin er aðeins of föst
32. mín MARK!
Christabel Oduro (Víkingur R.)
Sending inn fyrir vörn HK. Christabel lætur boltann skoppa einu sinni og lyftir honum síðan yfir Audrey sem er komin aðeins út úr markinu.
30. mín Gult spjald: Christabel Oduro (Víkingur R.)
Brýtur á Maríu inni á miðsvæði vallarins
30. mín
HK farnar að halda betur í boltann síðustu mínútur
26. mín
HK fær hornspyrnu.
Kristín á sendingu upp í horn á Örnu en fyrirgjöf hennar fer af Freyju og aftur fyrir.
Ekkert verður úr hornspyrnunni
25. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins er Víkinga.
Christabel er búin að vera virkilega ógnandi og á hér gott hlaup inn fyrir en skotið er beint á Aubrey sem ver boltann í hornspyrnu sem ekkert verður úr
22. mín
Víkingur er búið að vera meira með boltann og skapa sér hættulegri færi en HK stelpurnar eru fljótar upp þegar þær vinna boltann
19. mín
Leikurinn er farinn aftur af stað
19. mín
Inn:María Lena Ásgeirsdóttir (HK) Út:Valgerður Lilja Arnarsdóttir (HK)
María Lena kemur hér inn og fer út á kannt og Emma Sól fer niður í bakvörð
18. mín
Valgerður er staðin upp en er studd útaf.
Vona innilega að þetta sé ekki alvarlegt en þetta lítur alls ekki vel út
14. mín
Þetta lítur alls ekki vel út.
Valgerður liggur hér eftir og heldur um hnéð á sér og virðist vera kvalin.
Sá ekki nákvæmlega hvað gerðist en virðist hafa fests löppina í grasinu.
10. mín
Aftur fær Víkingur virkilega hættulegt færi.
Boltinn berst yfir á fjarstöngina á Christabel sem á skot sem ver í Valgerði. Eftir smá darraðardans í teignum á Svanildur skot sem Audrey ver
5. mín
Virkilega hættuleg sókn Víkinga.

Dagný Rún fær flugbraut upp miðjuna og gefur hann síðan innfyrir á Svanhildi sem á skot í slánna og yfir.
4. mín
Fín sókn hjá HK. Gabriella kemur með flotta fyrirgjöf inn í teig en þar er engin. Sóknin endar síðan með skoti sem fer beint á Andreu
2. mín
Leikurinn byrjar rólega. Bæði lið aðeins að halda í boltann
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað.
HK byrjar með boltann
Fyrir leik
Uppstilling HK:

Audrey
Hildur - Kristín - Lára - Valgerður
Magðalena - Henríetta
Arna - Isabella - Emma Sól
Gabriella
Fyrir leik
Uppstilling Víkings:

Andrea
Freyja - Emma - Dagbjört - Kiley
Tara - Brynhildur Vala
Svanhildur - Dagný - Hafdís
Christabel
Fyrir leik
Liðin eru að ganga hér inn á völlinn.
Sól og smá vindur
Fyrir leik
Allt að verða klárt hér í Víkinni. Liðin voru að klára upphitun og fara inn til búningsklefa.
Fyrir leik
Það er ein breyting á byrjunarliði HK frá tapinu gegn FH í síðustu umferð. Sóley María fer á bekkin og Valgerður Lilja kemur inn. Einnig koma inn í hópinn þær Kristjana Ása og Ester Lilja
Fyrir leik
Það eru tvær breytingar á Víkings liðinu frá sigrinum gegn Haukum í síðustu umferð. Arnhildur og Hulda Ösp fara á bekkinn og þær Svanhildur Ylfa og Hafdís Bára koma inn í byrjunarliðið
Fyrir leik
Búast má við hörkuleik hér í dag.
Liðin mættust rétt fyrir mót í Lengjubikarnum þar sem HK sigraði 1-0.

Einnig er gaman að nefna að þessi lið voru í samstarfi í mörg ár og er þetta þriðja tímabilið sem liðin eru ekki að spila saman sem HK/Víkingur
Fyrir leik
Víkingur hefur farið ágætlega af stað, þær sitja í 4. sæti með 12 stig. Þær hafa einungis tapað 2 leikjum einum færri en HK.
Fyrir leik
HK hefur farið virkilega vel af stað á tímabilinu og sitja í 2. sæti með 15 stig, einu stigi á eftir FH sem eru á toppnum. HK tapaði einmitt sínum fyrstu leik í síðustu umferð á móti FH.
Fyrir leik
Góðan dag og verið velkomin í beina textalýsingu á leik Víkings og HK í sjöundu umferð Lengjudeildar kvenna.
Leikið verður á Heimavelli hamingjunnar í Fossvoginum.
Byrjunarlið:
1. Audrey Rose Baldwin (m)
Henríetta Ágústsdóttir
3. Hildur Björk Búadóttir
10. Isabella Eva Aradóttir (f)
11. Emma Sól Aradóttir
14. Arna Sól Sævarsdóttir ('76)
15. Magðalena Ólafsdóttir
25. Lára Einarsdóttir
26. Kristín Anítudóttir Mcmillan
42. Gabriella Lindsay Coleman
107. Valgerður Lilja Arnarsdóttir ('19)

Varamenn:
28. Anna Ragnhildur Sól Ingadóttir (m)
6. Ester Lilja Harðardóttir
9. María Lena Ásgeirsdóttir ('19)
19. Amanda Mist Pálsdóttir
20. Katrín Rósa Egilsdóttir ('76)
23. Sóley María Davíðsdóttir

Liðsstjórn:
Guðni Þór Einarsson (Þ)
Lidija Stojkanovic (Þ)
Ragnheiður Soffía Georgsdóttir
Atli Jónasson
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir
Birkir Örn Arnarsson
Kristjana Ása Þórðardóttir

Gul spjöld:
María Lena Ásgeirsdóttir ('51)
Henríetta Ágústsdóttir ('79)
Isabella Eva Aradóttir ('81)

Rauð spjöld: