Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
KR
3
3
ÍA
0-1 Eyþór Aron Wöhler '17
Ægir Jarl Jónasson '27 1-1
Atli Sigurjónsson '47 2-1
2-2 Steinar Þorsteinsson '66
2-3 Eyþór Aron Wöhler '74
3-3 Alex Davey '94 , sjálfsmark
15.06.2022  -  19:15
Meistaravellir
Besta-deild karla
Aðstæður: Skemmtilegar. Sól í byrjun leiks, skömmu fyrir hálfleik kom hörkuskúr en svo kom sólin aftur
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Steinar Þorsteinsson
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('84)
6. Grétar Snær Gunnarsson ('73)
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('55)
9. Kjartan Henry Finnbogason
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
16. Theodór Elmar Bjarnason (f) ('84)
19. Kristinn Jónsson
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
15. Pontus Lindgren
17. Stefan Ljubicic ('84)
18. Aron Kristófer Lárusson ('84)
29. Aron Þórður Albertsson ('73)
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('55)

Liðsstjórn:
Viktor Bjarki Arnarsson (Þ)
Rúnar Kristinsson (Þ)
Pálmi Rafn Pálmason
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Sigurvin Ólafsson
Valdimar Halldórsson
Melkorka Rán Hafliðadóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KR reyndi undir blálokin að ná í sigurinn en tókst það ekki. 3-3 lokatölur!
99. mín
Í sjónvarpsútsendingu sést hversu illa Árni fer úr þessu.

ÍA er að taka miðjuna, spurning hversu mikið er eftir!
97. mín
Árni legið í um þrjár mínútur en er núna að standa upp.
95. mín
Árni Snær, markmaður ÍA, liggur eftir í teig ÍA. Vildi fá brot dæmt! Takkarnir á Finni Tómasi enduðu í andliti Árna og það fossblæðir úr andliti markmannsins. Algjört óviljaverk.
94. mín SJÁLFSMARK!
Alex Davey (ÍA)
DRAMATÍK!!!

Aron Kristófer með aukaspyrnuna inná vítateig ÍA. Finnur og Davey í baráttunni og Davey fær boltann í sig og þaðan fer hann í net ÍA.

Aftur orðið jafnt!
93. mín Gult spjald: Guðmundur Tyrfingsson (ÍA)
Guðmundur rennir sér á eftir Kristni, virðirst ekki snerta hann en fær samt gult spjald.
92. mín
KR-ingar dæmdir brotlegir við vítateig ÍA.

Heimamenn akkúrat ekki neitt hrifnir af þessu.
91. mín Gult spjald: Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
Fyrir töf held ég.
91. mín
Fjórum mínútum bætt við.
89. mín
Aron Kristófer með fyrirgjöf sem Hlynur skallar í burtu.
87. mín
Ægir með skot sem Árni Snær ver til hliðar og svo á Aron Þórður tilraun sem Árni grípur í annarri tilraun.
86. mín
Inn:Hlynur Sævar Jónsson (ÍA) Út:Eyþór Aron Wöhler (ÍA)
Varnarsinnað.
86. mín
KR á hornspyrnu.

Kjartan með skallann yfir eftir spyrnu Kennie.
84. mín
Inn:Aron Kristófer Lárusson (KR) Út:Theodór Elmar Bjarnason (KR)
84. mín
Inn:Stefan Ljubicic (KR) Út:Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
84. mín
Eyþór með skot fyrir utan teig en það fer talsvert framhjá marki heimamanna.
83. mín
Inn:Guðmundur Tyrfingsson (ÍA) Út:Kaj Leo Í Bartalstovu (ÍA)
82. mín
Aftur byrjað að rigna í Vesturbænum. Það er uppskrift að einhverri veislu!
81. mín Gult spjald: Christian Köhler (ÍA)
Braut af sér eitthvað á undan og Helgi Mikael spjaldaði þegar leikurinn var stopp.
80. mín
Vall á svo skot stuttu seinna en Beitir ver það.
80. mín
Steinar með hörkuskot en það fer rétt framhjá marki KR!
78. mín
Þessi leikur búinn að vera mikil skemmtun og algjör rússíbani. Sennilega um stundarfjórðungur eftir.
74. mín MARK!
Eyþór Aron Wöhler (ÍA)
Stoðsending: Gísli Laxdal Unnarsson
Stutt á milli í þessu!!!

Atli Sigurjóns með slakan skalla í dauðafæri hinu megin á vellinum. Skagamenn bruna upp, Gísli Laxdal fer einn á einn gegn Aroni Þórði og rennir boltanum fyrir á Eyþór. Eyþór gat ekki annað en sett boltann í netið og Skagamenn eru komnir yfir!!!
73. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (KR) Út:Grétar Snær Gunnarsson (KR)
71. mín
Steinar fær boltann við vítateig KR en heimamenn ná að komast í boltann en gestirnir fá þó horn.

Smá hætta á fjærstönginni eftir spyrnu Kaj. Davey í baráttunni en heimamenn koma svo boltanum í burtu.
69. mín
Gísli Laxdal gerir vel úti á vinstri kantinum, sker inná völlinn og á gott skot sem fer rétt framhjá fjærstönginni.
68. mín
Theodór Elmar með skot fyrir utan teig en það fer háááátt yfir mark gestanna.
66. mín MARK!
Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Stoðsending: Eyþór Aron Wöhler
Skagamenn jafna!!

Nú er það Eyþór sem leggur upp fyrir Steinar!

Eyþór fer auðveldlega framhjá Finni Tómasi á hægri kantinum, rennir boltanum út í teiginn og þar er Steinar sem þrumar á markið og boltinn fer af Beiti og í netið.
65. mín
Kristinn klobbar Kaj við hliðarlínuna fyrir framan KR-inga í stúkunni og heimamenn eru mjög ánægðir með þessi tilþrif. Skemmtilegt!
63. mín
Skagamenn vinna hornspyrnu.

Gestirnir dæmdir brotlegir inná vítateig KR og Beitir tekur aukaspyrnu.
61. mín
Johannes Vall skeiðar upp allan völlinn og kemst inn á teiginn og lætur vaða. Beitir gerir vel að verja skotið sem var fast en þó beint á markvörðinn!
59. mín
Inn:Wout Droste (ÍA) Út:Oliver Stefánsson (ÍA)
Tæplega 59 mínútur frá Oliver í dag.
57. mín
Sláarskot hjá ÍA!

Eftir fyrirgjöf frá Vall endar boltinn hjá Jóni Gísla sem lætur vaða af löngu færi með vinstri fæti og boltinn hafnar í þverslánni!
56. mín
Frábær sókn hjá KR

Fyrst er Atli með flotta takta á hægri vængnum, svo á T. Elmar hælsendingu sem einhvern veginn endar hjá Ægi sem á svo skot sem fer rétt framhjá fjærstönginni.
55. mín
Inn:Sigurður Bjartur Hallsson (KR) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
Fyrsta skipting leiksins.
55. mín
ÍA á hornspyrnu. Köhler með fastan bolta út í teiginn, Beitir kemur út en nær ekki að handsama boltann. Davey brýtur á Beiti að mati Helga Mikaels og KR á aukaspyrnu.
53. mín
Kjartan Henry fær boltann frá T. Elmari og ætlar sér að finna Ægi í gegn en Davey kemst á milli. Ægir hefði verið sloppinn einn í gegn ef sendinginn frá Kjartani hefði ratað á hann.
49. mín
Steinar fær sendingu hægra megin í teignum en gerir ekki nægilega vel í fínni stöðu því Beitir handsamar lausa fyrirgjöf frá Skagamanninum.
47. mín MARK!
Atli Sigurjónsson (KR)
Stoðsending: Þorsteinn Már Ragnarsson
KR er komið yfir!

Virkilega vel útfærð snörp sókn hjá KR. Þorsteinn á góða sendingu á Atla á hægri kantinum. Atli tekur snertingu til baka eftir að Vall selur sig, aðra snertingu og svo þrumar hann á markið, á nærstöngina, og skorar.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað!

Engar breytingar sjáanlegar.
45. mín
Hálfleikur
Ekkert kom upp úr hornspyrnunni og Helgi flautar til hálfleiks. Allt jafnt og ég held að það megi segja að það sé sanngjarnt.
45. mín
Kjartan reynir sýnist mér fasta fyrirgjöf í teignum og uppsker horn. Kjartan er svekktur með sjáflan sig því hann var í mjög góðri stöðu.
45. mín
Einni mínútu bætt við fyrri hálfleikinn.
44. mín
Kennie með spyrnuna og Grétar vinnur fyrsta boltann en sóknin rennur svo út í sandinn.

Skyndilega er líka byrjað að hellirigna í Vesturbænum! Þetta varð svo bara um þriggja mínútna skúr.
43. mín
Kennie með fastan bolta fyrir sem Þorsteinn skallar en boltinn fer svo af Skagamanni og í hornspyrnu.
42. mín
Ægir með lúmskt skot fyrir utan teig en það ver framhjá marki ÍA.
40. mín
Köhler með fína spyrnu fyrir sem Beitir er í vandræðum með en Þorsteinn hreinsar svo í burtu fyrir KR. Eftir að ég sagði að KR væri líklegra liðið hefur ÍA verið mun líklegra.
39. mín
Kaj Leo með skot sem Beitir ver til hliðar og ÍA fær í kjölfarið horn. Set spurningarmerki við Beiti, hefur getuna í að grípa þetta skot!
38. mín
Eyþór kemst inná teig KR og reynir að renna boltanum út á Steinar en mér sýnist það vera Finnur sem nær að stöðva sendinguna og KR byggir upp sókn.
37. mín
Vall með fyrirgjöf og Kaj reynir hjólhestaspyrnu en hann nær ekki til boltans og KR á innkast.
36. mín
Steinar með fyrirgjöf en hún er alltof föst og smaherjar hans eiga ekki séns í að ná til boltans.
34. mín
Kristinn með skottilraun fyrir utan teig en það fer yfir mark ÍA. Heimamenn líklegri til þess að skora þessa stundina.
33. mín
Kristinn vinnur hornspyrnu fyrir KR.

Hún er tekin stutt og endar á fyrirgjöf frá Kristni sem finnur Þorstein inná teignum en skotið hans misheppnað.
30. mín
OLIVER STÁLHEPPINN!!!

Löng sending á Atla Sigurjóns og hann fer inná teiginn. Oliver rennir sér og virðist taka Atla niður. Oliver bendir á boltann en hann virðist aldrei snerta hann. Ekkert er dæmt og boltinn fer afturfyrir. Árni Snær tekur markspyrnu.
30. mín
Alex Davey lætur vaða af löngu færi en skotið fer mjög hátt yfir mark KR.
27. mín MARK!
Ægir Jarl Jónasson (KR)
Stoðsending: Atli Sigurjónsson
KR er búið að jafna!

Atli teiknar boltann á höfuðið á Ægi inná teignum og á hann skalla sem Árni ræður ekki við. Annað mark Ægis í sumar.
24. mín
Gísli reynir skot inná vítateig KR en mér sýndist Arnór komast fyrir þetta. Gísli er svo dæmdur brotlegur.

Skömmu áður var Finnur Tómas mjög heppinn að fyrirgjöf frá hægri rataði ekki á Skagamann því hún fór einhvern veginn undir Finn.
22. mín
KR á hornspyrnu. Hún er tekin stutt og endar allt á afleitri sendingu frá Theodóri Elmari.
19. mín
Víti?

Gísli með skottilraun sem Arnór Sveinn kemst fyrir. Skömmu síðar fellur Steinar í vítateig KR, Kristinn virðist fara í Steinar og það er mikil vítaspyrnulykt af þessu!
17. mín MARK!
Eyþór Aron Wöhler (ÍA)
Stoðsending: Steinar Þorsteinsson
Jahérna hér! ÍA er komið yfir.

Árni Snær með sendingu út á hægri kantinn. Kennie tekur við boltanum en missir hann upp í loftið. Gísli vinnur boltann, kemst framhjá Kennie en slæmir hendinni í andlit Danans þegar hann gerir það. Gísli rennir honum strax fyrir á Eyþór á fjærstönginni og hann klárar. Auðvelt fyrir Eyþór.
15. mín
Langt innkast inná teig KR frá Jóni Gísla en KR-ingar ná að hreinsa án vandræða.
12. mín
Atli með fyrirgjöf með hægri fæti sem Davey skallar til hliðar og hreinsar svo í innkast.
11. mín
Spyrnan var tekin stutt og endar á fyrirgjöf frá Atla inná teiginn. Boltinn aðeins of hár fyrir heimamenn inná teignum og ÍA á markspyrnu.
10. mín
Ægir Jarl með hörkuskot rétt fyrir utan teig ÍA. Árni Snær rétt nær að slá boltann yfir og KR á fyrstu hornspyrnu leiksins.
9. mín
Kennie hreinsar fyrirgjöf Eyþórs í burtu eftir að Eyþór komst framhjá Grétari á hægri kantinum.

KR-ingar ekki sannfærandi þegar þeir tapa boltanum!
7. mín
Kaj Leo með gott skot fyrir utan teig KR sem Beitir ver til hliðar. Þetta kom eftir slaka pressu hjá KR eftir að heimamenn misstu boltann á vallarhelmingi gestanna. Gísli sá Kaj úti hægra megin og skottilraunin Færeyingsins alls ekki galin.
4. mín
Árni Snær í smá brasi, þung snerting og Kjartan kemur í pressuna. Árni þarf að pikka boltanum í innkast.
2. mín
Gísli með bjartsýnistilraun vel fyrir utan teig KR og það fer framhjá.

KR-ingar syngja: Æfa meira, æfa æfa meira.
2. mín
Lið ÍA:
Árni
Jón Gísli - Davey - Oliver - Vall
Köhler - Brynjar
Kaj - Steinar - Gísli
Eyþór
2. mín
Lið KR:
Beitir
Kennie - Arnór - Finnur - Kristinn
Grétar
T. Elmar
Atli - Ægir - Þorsteinn
Kjartan
1. mín
Leikur hafinn
Svarthvítir KR-ingar byrja með boltann!
Fyrir leik
Það er sól og blíða í Vesturbænum, völlurinn fallegur og varla hægt að biðja um meira.
Fyrir leik
Byrjunarliðin hafa verið opinberuð:
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, gerir þrjár breytingar á liði sínu frá 2-3 útisigrinum gegn FH í síðustu umferð. Arnór Sveinn Aðalsteinsson kemur inn í liðið og ber fyrirliðabandið í leiknum, Þorsteinn Már Ragnarsson og Kristinn Jónsson koma einnig inn í liðið. Hallur Hansson er ekki í leikmannahópi KR í dag en þeir Pálmi Rafn Pálmason og Aron Kristófer Lárusson taka sér sæti á bekknum. Leikurinn í dag er sá fyrsti hjá Arnóri í sumar.

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, gerir einnig þrjár breytingar á sínu liði frá 0-2 tapinu gegn Keflavík í síðustu umferð. Jón Gísli Eyland, Brynjar Snær Pálsson og Eyþór Aron Wöhler koma allir inn í liðið. Þeir Hlynur Sævar Jónsson, Benedikt Warén og Guðmundur Tyrfingsson taka sér sæti á bekknum.
Fyrir leik
Staðan í deildinni og síðustu leikir:
KR er í 5. sæti með fjórtán stig eftir fyrstu átta umferðirnar. Liðið er taplaust í fimm leikjum í deildinni og er einnig komið áfram í 16-liða úrslit bikarsins. Liðið hefur náð í tíu stig í síðustu fjórum leikjum.

ÍA er í tíunda sæti og er án sigurs frá því í annarri umferð. Liðið er með sex stig og hefur tapað síðustu fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Liðið er líkt og KR komið áfram í 16-liða úrslit bikarsins.
Fyrir leik
Dómarateymið:
Helgi Mikael Jónasson dæmir leikinn. Honum til aðstoðar eru þeir Gylfi Már Sigurðsson og Eðvarð Eðvarðsson. Erlendur Eiríksson er skiltadómari og Jón Magnús Guðjónsson er eftirlitsmaður KSÍ.
Fyrir leik
Jói Skúli spáir heimasigri
Jóhann Skúli Jónsson, þáttarstjórnandi Draumaliðsins og Svona var sumarið spáir í leiki umfeðrarinnar.

KR 1 - 0 ÍA
Sama húsnæði, sama starfsemi. KR eru með betra lið og vinna þennan leik ekkert sérstaklega sannfærandi, en vinna hann þó. Pontus Lindgren með sigurmarkið í The Arnþór Ingi Kristinsson Derby. Sá grafíski mun mæta á spjalborðið, fyrirsögnin: Við fengum hann bara.
Fyrir leik
Þetta er eini fulltrúi þernuættar hér á landi, spengileg og tígurleg. Hettan er svört og kynin eru eins.

Þetta er hin eina sanna KRÍA!
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Gísli Laxdal Unnarsson
3. Johannes Vall
6. Oliver Stefánsson ('59)
7. Christian Köhler
10. Steinar Þorsteinsson
11. Kaj Leo Í Bartalstovu ('83)
16. Brynjar Snær Pálsson
19. Eyþór Aron Wöhler ('86)
44. Alex Davey
66. Jón Gísli Eyland Gíslason

Varamenn:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
4. Hlynur Sævar Jónsson ('86)
5. Wout Droste ('59)
8. Hallur Flosason
17. Ingi Þór Sigurðsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
20. Guðmundur Tyrfingsson ('83)
22. Benedikt V. Warén
32. Garðar Gunnlaugsson

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Arnar Már Guðjónsson
Skarphéðinn Magnússon
Bjarki Sigmundsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson
Guðlaugur Baldursson

Gul spjöld:
Christian Köhler ('81)
Gísli Laxdal Unnarsson ('91)
Guðmundur Tyrfingsson ('93)

Rauð spjöld: