Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Keflavík
1
3
KR
Caroline Mc Cue Van Slambrouck '10 , sjálfsmark 0-1
Kristrún Ýr Holm '24 1-1
1-2 Rasamee Phonsongkham '40
1-3 Bergdís Fanney Einarsdóttir '85
19.06.2022  -  14:00
HS Orku völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Rigning smá blásstur og völlurinn vel blautur.
Dómari: Helgi Ólafsson
Maður leiksins: Rasamee Phonsongkham
Byrjunarlið:
1. Samantha Leshnak Murphy (m)
Amelía Rún Fjeldsted
4. Caroline Mc Cue Van Slambrouck
7. Elfa Karen Magnúsdóttir ('74)
7. Silvia Leonessi
10. Dröfn Einarsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm (f)
14. Ana Paula Santos Silva
17. Elín Helena Karlsdóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir
34. Tina Marolt

Varamenn:
13. Sigrún Björk Sigurðardóttir (m)
31. Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir
18. Kristrún Blöndal
20. Saga Rún Ingólfsdóttir ('74)
22. Jóhanna Lind Stefánsdóttir
28. Gunnhildur Hjörleifsdóttir

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Sigurrós Eir Guðmundsdóttir
Hjörtur Fjeldsted
Örn Sævar Júlíusson
Óskar Rúnarsson
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
Katrín Jóhannsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KR sigur staðreynd og þær færast nær öruggu sæti!

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
92. mín
Inn:Ásta Kristinsdóttir (KR) Út:Inga Laufey Ágústsdóttir (KR)
92. mín
Inn:Ólína Ágústa Valdimarsdóttir (KR) Út:Guðmunda Brynja Óladóttir (KR)
91. mín
Ana Paula með skot að marki en Cornelia ver.
90. mín
Uppbótartími er að lágmarki tvær mínútur.
87. mín
Inn:Hildur Björg Kristjánsdóttir (KR) Út:Ísabella Sara Tryggvadóttir (KR)
85. mín MARK!
Bergdís Fanney Einarsdóttir (KR)
Hröð sókn KR.

Bergdís keyrir í átt að marki og á skot sem Samantha ver í Kristrúnu og þaðan í netið!

Sjálfsmark myndu sumir kalla þetta en kýs að skrá þetta á Bergdísi.
85. mín
Saga Rún í dauðafæri í markteig KR en hittir ekki boltann!
84. mín
Ana Paula með skotið en Cornelia vel staðsett og handsamar boltann.
80. mín
Tekið stutt en fyrirgjöfin kemur inn á teiginn að lokum, Kristrún í boltanum en skalli hennar laus og ekki á markið.
80. mín
Keflavík fær hornspyrnu.
78. mín
Gumma með skot af 30 metrum en boltinn hvergi nærri markinu.
75. mín
Aníta Lind í færi en skot hennar frá vítateigslínu rétt framhjá markinu. Nær því en ekki nógu nálægt.
74. mín
Inn:Saga Rún Ingólfsdóttir (Keflavík) Út:Elfa Karen Magnúsdóttir (Keflavík)
74. mín
Langskot enn og aftur en þau hafa lítið gefið Keflavík. Tina Marholt í þetta sinn.
73. mín
Ísabella Sara með skot að marki Keflavíkur en Samantha handsamar boltann auðveldlega.
72. mín
Ana Paula með skalla að marki eftir fyrirgjöf frá Silviu en framhjá fer boltinn.

Liggur talsvert á KR þessa stundina en engin afgerandi færi þó litið dagsins ljós.
70. mín
Inn:Laufey Björnsdóttir (KR) Út:Margaux Marianne Chauvet (KR)
69. mín
Enn langskot nú frá Anítu en yfir fer boltinn.
67. mín
Caroline Mc Cue með skotið en beint á Corneliu.

Eru mikið að láta vaða af löngu færi.
66. mín
Silvia með skot af marki frá vítateig en framhjá fer boltinn.

Eru að koma sér í ágætar stöður á vellinum heimakonur en vantar að reka endahnútinn á sóknir sínar.
64. mín
Lagleg sókn Keflavíkur en fyrirgjöf Drafnar finnur ekki samherja í teignum.
62. mín
Nú reynir Dröfn sig en sama niðurstaða.

Sóknarþungi Keflavíkur að aukast.
62. mín
Aníta Lind með skotið en rétt yfir markið.
55. mín
Amelía fer vel með boltann úti til vinstri og leikur inn á völlinn. Lætur vaða á markið en boltinn þægilegur viðfangs fyrir Corneliu.
50. mín
Gestirnir mjög ógnandi úr skyndisóknum. Keflavíkurliðið virkar ekki í réttum takti og gengur erfiðlega að halda boltanum.
47. mín
Keflavík fær horn
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn

Heimakonur sparka þessu í gang.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í Keflavík. KR leiðir eftir alveg þokkalegasta fyrri hálfleik. Komum aftur að vörmu spori með síðari hálfleikinn.
45. mín Gult spjald: Marcella Marie Barberic (KR)
Altof sein í Anítu á miðjunni og keyrir hana niður.
42. mín
Aníta Lind með skot af talsverðu færi en framhjá markinu fer boltinn.
40. mín MARK!
Rasamee Phonsongkham (KR)
Fær langan bolta inn á teiginn, tekur hann niður leikur á varnarmann og setur hann af öryggi í nærhornið.
39. mín
Guðmunda í kapphlaupi um boltann inn á teiginn en Samantha fyrri til. Gumma fellur í grasið og kennir sér meins en er fljót á fætur.
36. mín
Mjög rólegt yfir þessu þessa stundina, feilsendingar á báða bóga og fátt um færi.
28. mín
Cornelia með frábæra vörslu!

Ana Paula ber boltann upp, leggur hann inn á teiginn fyrir Amelíu sem á skotið af stuttu færi en markvörðurinn ver með tilþrifum í horn.

Hátt XG á þessu færi.
24. mín MARK!
Kristrún Ýr Holm (Keflavík)
Keflavík jafnar og ekki var það minna slysalegt en mark KR.

Kristrún með boltann inn á teiginn langt utan af kanti. Cornelia mætir út og reynir að handsama boltann en missir boltann í stöngina og inn.
22. mín
Guðmunda með skalla beint upp í loftið eftir fyrirgjöf frá hægri, Samantha með þetta á hreinu og handsamar boltann.
19. mín
Silvia með hættulegan bolta fyrir mark KR. Aníta Lind sterkust í teignum en skalli hennar yfir markið.
17. mín
Guðmunda með laglegan bolta inn á teiginn en Samantha vakandi og mætir út.
14. mín
Keflavík fær hornspyrnu.
10. mín SJÁLFSMARK!
Caroline Mc Cue Van Slambrouck (Keflavík)
Gestirnir komnir yfir. Slysalegt í meira lagi.

Boltinn inn á teig frá vinstri þar sem Elín Helena spyrnir boltanum í Caroline og í netið.
6. mín
Rasamee reynir að þræða boltann innfyrir að Guðmundu en aðeins of fast og boltinn í fang Samönthu.
4. mín
Leikurinn fer rólega af stað. Boltinn spýtist á grasinu og erfitt að hemja hann.
1. mín
Leikur hafinn
Farið af stað hér í rigningunni á HS Orkuvellinum. Það eru gestirnir sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Fyrri leikur

Liðin mættust í fyrstu umferð mótsins að Meistaravöllum. Þar vann Keflavíkur liðið öruggan 4-0 sigur það sem Ana Paula Santos gerði þrennu fyrir Keflavík en Dröfn Einarsdóttir gerði svo fjórða mark Keflavíkur.


Fyrir leik
Það er ekki hægt að fjalla um leiki Keflavíkur án þess að minnast á markvörðinn Samantha Leshnak Murphy. Bandaríkjakonan hefur verið hreint ótrúleg í markinu í mörgum leikjum og ber höfuð og herðar yfir aðra markverði deildarinnar.

Fyrir leik
Keflavík

Keflavík sem hóf mótið af krafti átti dapurt tímabil frá umferðum 3-8. Sterkur sigur á liði Stjörnunar í síðustu umferð kom þeim aftur á sigurbraut og jók bilið heldur í botnliðin. Sigur í dag setur Keflavík í mjög þægilega stöðu fyrir erfitt leikjaprógram sem er á dagskrá að EM fríi loknu.

Fyrir leik
KR

Gestirnir úr Vesturbæ Reykjavíkur fóru hægt af stað þetta sumarið en hafa verið að ná vopnum sínum að undanförnu. Fjögur stig eru komin á töfluna eftir sigur gegn Aftureldingu og 3-3 jafntefli við Þór/KA á dögunum í frábærum leik. Leikurinn í dag er þeim afskaplega mikilvægur en þar sem Þór/KA tapaði gegn Breiðablik í gær geta KR stúlkur minnkað bilið í öruggt sæti úr sex stigum niður í þrjú.


Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og KR í 10.umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu.
Byrjunarlið:
23. Cornelia Baldi Sundelius (m)
Bergdís Fanney Einarsdóttir
2. Kristín Erla Ó Johnson
3. Margaux Marianne Chauvet ('70)
6. Rebekka Sverrisdóttir (f)
7. Guðmunda Brynja Óladóttir ('92)
8. Hildur Lilja Ágústsdóttir
10. Inga Laufey Ágústsdóttir ('92)
10. Marcella Marie Barberic
16. Rasamee Phonsongkham
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('87)

Varamenn:
1. Bergljót Júlíana Kristinsdóttir (m)
4. Laufey Björnsdóttir ('70)
4. Gígja Valgerður Harðardóttir
5. Brynja Sævarsdóttir
14. Rut Matthíasdóttir
19. Ólína Ágústa Valdimarsdóttir ('92)

Liðsstjórn:
Arnar Páll Garðarsson (Þ)
Christopher Thomas Harrington (Þ)
Guðlaug Jónsdóttir
Hildur Björg Kristjánsdóttir
Ásta Kristinsdóttir
Þóra Kristín Bergsdóttir
Baldvin Guðmundsson

Gul spjöld:
Marcella Marie Barberic ('45)

Rauð spjöld: