FH
1
1
Tindastóll
0-1 Hugrún Pálsdóttir '22
Telma Hjaltalín Þrastardóttir '83 1-1
29.06.2022  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Lengjudeild kvenna
Dómari: Przemyslaw Janik
Maður leiksins: Amber Kristin Michel
Byrjunarlið:
31. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
Sigríður Lára Garðarsdóttir
Selma Sól Sigurjónsdóttir ('70)
4. Halla Helgadóttir
6. Hildur María Jónasdóttir ('81)
7. Telma Hjaltalín Þrastardóttir
9. Rannveig Bjarnadóttir
11. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir
14. Kristin Schnurr ('64)
18. Maggý Lárentsínusdóttir
19. Esther Rós Arnarsdóttir ('64)

Varamenn:
5. Margrét Sif Magnúsdóttir ('81)
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('64)
21. Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('64)
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir
26. Eydís Arna Hallgrímsdóttir
32. Berglind Freyja Hlynsdóttir ('70)

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Sigrún Ella Einarsdóttir
Arna Sigurðardóttir
Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið!

Lokatölur 1-1 í þessum mikla toppslag!

Ég þakka fyrir mig og minni á viðtöl og skýrslu hér síðar í kvöld.
94. mín
Klaufaskapur hjá Sunneva þarna. Setur boltann aftur fyrir þegar FH-ingar voru að koma sér í góðar sóknarstöður.
93. mín
FH-ingar sækja níunda hornið. Sunneva tekur en Sísí setur boltann framhjá úr viðstöðulausu skoti.
92. mín
Tindastóll að fá aukaspyrnu rétt utan teigs vinstra megin. Síðasti séns hjá þeim?

Hanna Cade tekur og reynir skot. Setur boltann rétt yfir!
90. mín
5 mínútum bætt við.
89. mín
FH-ingar sækja horn. Sama uppskrift: Sunneva tekur. Setur fínan bolta fyrir en Maggý hittir hann illa og skallar máttlítið vel framhjá.
86. mín
RISPA!

Sunneva með flotta takta. Leikur fram völlinn og lætur vaða! Skotið rétt yfir!
83. mín MARK!
Telma Hjaltalín Þrastardóttir (FH)
Þarna kom það!

FH-ingar eru búnar að sækja allan síðari hálfleikinn og uppskera jöfnunarmark!

Telma á skot sem fer af varnarmanni og í netið. Amber sem er búin að vera frábær hafði ekki tíma til að bregðast við stefnubreytingunni á boltanum.

Staðan orðin 1-1 og enn nokkrar mínútur eftir af leiknum!
82. mín
AMBER ENN OG AFTUR!

Vá. Þvílíkur leikur sem Amber er að eiga. Ver frá Margréti Sif sem er nýkomin inná og var búin að koma sér í dauðafæri í teignum!
82. mín
Það losnar um Elínu Björgu sem kemur boltanum fyrir frá hægri. Arna nær að komast inn í sendinguna og setja boltann í horn.

Sunneva tekur en Hrafnhildur skallar frá.
81. mín
Inn:Margrét Sif Magnúsdóttir (FH) Út:Hildur María Jónasdóttir (FH)
Reynsla inn á miðjuna hjá FH hér á lokamínútunum.
80. mín
Tíu mínútur eftir og FH-ingar halda áfram að sækja. Vantar samt eitthvað bit í Hafnfirðingana.
75. mín
FH-ingar fá aukaspyrnu rétt utan vítateigs hægra megin. Sunneva fer yfir til að taka og í kjölfarið fá FH-ingar dauðafæri!

Þær ná skoti að marki sem er bjargað á línu. Boltinn hrekkur svo aftur út í markteig og þar ná FH-ingar ekki almennilegu skoti á opið markið!

Stórhættulegt!
73. mín
AMBER!

Enn er hún að verja! Vá!

Hildur María í geggjuðu færi með nóg pláss inná teignum en Amber sér við henni!
70. mín
Inn:Berglind Freyja Hlynsdóttir (FH) Út:Selma Sól Sigurjónsdóttir (FH)
15 ára og mætt inná í toppslaginn.
70. mín
Þetta var ekki gott. María Dögg fær fastan bolta í höfuðið af stuttu færi. Liggur eftir og þarf aðhlynningu.

María er fljót á fætur aftur og virðist vera í lagi.
69. mín
Enn er Amber örugg í Tindastólsmarkinu. Var að grípa fína fyrirgjöf frá Selmu hægri bakverði.

Gestunum gengur illa að halda í boltann um þessar mundir og það er lítið að frétta fram á við.
64. mín
Inn:Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir (FH) Út:Esther Rós Arnarsdóttir (FH)
Tvöföld skipting hjá FH. Tvær mjög efnilegar að koma í framlínuna fyrir Esther og Kristin.
64. mín
Inn:Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH) Út:Kristin Schnurr (FH)
62. mín
Amber!

FH-ingar ógna og mér sýnist það vera Kristin sem fær boltann við markteigshornið. Amber er vel á verði og nær að verja frá Kristin!

Boltinn berst svo út í teig þar sem Telma reynir skot en það er máttlítið og beint á Amber.
60. mín
Tvær aukaspyrnur í röð sem Stólarnir fá vinstra megin á vellinum. Hannah Cade tekur þá síðari.

Setur boltann inn á teig og hann fer svo af varnarmanni og aftur fyrir. Hannah skokkar yfir til að taka horn.

Maggý og Kristin eru sterkar í loftinu og koma boltanum frá.
58. mín
FH-ingar sækja enn eina hornspyrnuna. Setja fínan bolta fyrir en Amber fer út í teiginn og nær að kýla boltann vel af hættusvæðinu.
54. mín
Inn:Anna Margrét Hörpudóttir (Tindastóll ) Út:Aldís María Jóhannsdóttir (Tindastóll )
Fyrsta skipting leiksins. Anna Margrét inn. Aldís María út.
49. mín
Hættulegt!

Selma Sól á flottan bolta fyrir. Telma stekkur í áttina að boltanum og reynir viðstöðulaust skot. Skotið heppnast þó ekki.

FH-ingar halda þó í boltann, koma honum út í skot á Kristin sem þrumar í varnarmann og yfir!
47. mín
Telma Hjaltalín á fyrsta markskot síðari hálfleiksins. Lætur vaða utan af hægri kanti en boltinn dettur ofan á þaknetið.
46. mín
Leikur hafinn
Við erum farin af stað aftur. Heimakonur sparka síðari hálfleiknum í gang.

Engar breytingar hafa verið gerðar á liðunum.
45. mín
Hálfleikur
Przemyslaw dómari flautar til leikhlés strax í kjölfarið á dauðafæri FH-inga og leikmenn ganga af velli.

Tökum okkur korterspásu og höldum svo áfram með síðari hálfleikinn.
45. mín
Já hérna hér!

Telma Hjaltalín brennir af dauðafæri á lokasekúndu fyrri hálfleiksins!

Var komin ein gegn Amber en setur boltann vel framhjá!
40. mín
FH fær aðra hornspyrnu. Sunneva setur boltann á fjær þar sem fyrirliðarnir Sísí Lára og Bryndís Rut berjast um boltann sem fer af Sísí og aftur fyrir.
39. mín
Frábær tækling!

Maggý rennir sér og vinnur boltann af Murielle sem var að leita að skoti í vítateig FH.
34. mín
Amber!

Esther Rós kemur boltanum á Kristin sem tekur boltann laglega með sér inná teig. Hún er komin í frábært færi en nær ekki í krafti í skotið sitt og Amber hendir sér á boltann.

Stuttu síðar koma FH-ingar aftur hættulegum bolta inná teig en eldfljót Amber nær að hreinsa!
31. mín
Ágætis taktar hjá Kristin Schnurr. Hún missir boltann þó aðeins of langt frá sér þegar hún ætlar að stinga sér meðfram endalínunni og að marki svo varnarmenn Tindastóls ná að stoppa hana og koma boltanum í horn.

Sunneva mætir til að taka. Tekur stutt með Rannveigu eftir hávær köll Guðna þjálfara sem er líflegur á hliðarlínunni og er kominn aðeins inná völlinn þegar fyrirgjöf FH-inga svífur aftur fyrir endamörk.
26. mín
FANNEY!

Frábær varsla hjá unglingalandsliðskonunni Fanney Ingu. Murielle kom boltanum fyrir frá hægri og lagði upp dauðafæri fyrir Hugrúnu en Fanney gerði sér lítið fyrir og varði skalla Hugrúnar.

Tindastóll fékk í kjölfarið hornspyrnu sem þær náðu ekki að gera sér mat úr.
25. mín
Aftur hættulegur bolti inná vítateig Tindastóls en í þetta skiptið er það Esther Rós sem nær ekki til hans.
24. mín
Hætta!

Hildur María rétt missir af hættulegum bolta sem barst fyrir Tindastólsmarkið.
22. mín MARK!
Hugrún Pálsdóttir (Tindastóll )
Stoðsending: Murielle Tiernan
MAAAAARK!

Hugrún Pálsdóttir er búin að koma Tindastól yfir!

Fékk boltann frá Murielle og hljóp á milli varnarmanna FH, inná teig og í átt að marki áður en hún kláraði fallega.

Virkilega góð afgreiðsla hjá Hugrúnu!
20. mín
FH-ingar reyna langskot en það fer vel framhjá.
15. mín
Fín sókn hjá FH. Hildur María nær að hlaupa inn á teig og er komin í fínt færi en nær ekki góðu skoti og setur boltann beint í fangið á Amber.
13. mín
Þá fær FH sína fyrstu hornspyrnu. Esther Rós sækir hana hægar megin og Sunneva Hrönn skokkar yfir til að taka.

Sunneva snýr fastan bolta á fjær en samherjar hennar ná ekki til boltans sem svífur aftur fyrir endamörk.
11. mín
Lið Tindastóls:

Amber

María - Arna - Bryndís - Kristrún - Sólveig Birta

Hrafnhildur - Hannah

Aldís

Murielle - Hugrún
10. mín
Lið FH:

Fanney

Selma Sól - Halla - Maggý - Sunneva

Hildur María - Sigríður Lára - Rannveig

Esther

Kristin - Telma
7. mín
Brotið á Kristin Schurr á miðjum vellinum. FH-ingar gefa sér tíma og stilla upp. Halla setur svo fínan bolta inn á teig sem Bryndís skallar frá.
6. mín
Alvöru sprettur á Hugrúnu Páls sem brunar upp hægra megin og vinnur aðra hornspyrnu fyrir Tindastól. Aftur tekur Hannah Cade.

Hún setur boltann aðeins utar í teiginn í þetta skiptið og FH-ingar bægja hættunni frá.
5. mín
Gestirnir vinna fyrsta horn leiksins. Hannah Cade tekur hornspyrnuna. Setur boltann inná markteig en Sísí Lára skallar frá.

Heimakonur reyna svo skyndisókn en mér sýnist það vera Kristrún María sem kemst inn í langa sendingu fram völlinn.
3. mín
Góður bolti!

Selma Sól setur fínan bolta inná vítateig Tindastóls en Telma Hjaltalín rétt missir af honum!
1. mín
Stólarnir fá aukaspyrnu á miðjum vellinum. Setja boltann inná vítateig FH en heimakonur koma boltanum frá.
1. mín
Leikur hafinn
Tindastóll byrjar með boltann og leikur í átt að miðbænum.
Fyrir leik
Fyrirliðarnir Sigríður Lára og Bryndís Rut takast í hendur og allt er orðið klárt.
Fyrir leik
Fólk er farið að streyma í stúkuna. Eðlilega. Trúi ekki að nokkur vilji missa af þessum leik.

Lidija Anna, annar þjálfari HK, er á meðal vallargesta. Byrjuð að vinna undirbúningsvinnuna fyrir HK-Tindastól. Ekki nema tæpur mánuður í þá viðureign.

Leikmenn liðanna eru annars að ljúka upphitun og tínast inn í klefa. Styttist í fjörið.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar. Þar ber hæst að Shaina Faiena Ashouri sem hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar í sumar er fjarri góðu gamni hjá FH. Ég hitti Shaina rétt áðan og það ku vera vandræðagangur með leikheimildina hennar eða öllu heldur íslenskt atvinnuleyfi. Agalegt fyrir FH-inga að missa þennan lykilmann út í svona mikilvægum leik, vonandi tekst að greiða hratt og vel úr þessu leiðinda máli.
Fyrir leik
Það er bongó í Krikanum. Gullfallegt sumarkvöld og æsispennandi leikur tveggja sterkra liða framundan.

Przemyslaw Janik dómari kemur til með að flauta leikinn á á slaginu 19:15. Honum til aðstoðar verða þeir Kristofer Bergmann og Hrannar Björn Arnarsson.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan!

Velkomin í beina textalýsingu frá toppslag FH og Tindastóls í Lengjudeildinni.

Liðin eru bæði með 19 stig og sitja í tveimur efstu sætum deildarinnar. FH-ingar hafa leikið 7 leiki en Tindastóll 8.
Byrjunarlið:
1. Amber Kristin Michel (m)
Hrafnhildur Björnsdóttir
Kristrún María Magnúsdóttir
2. Arna Kristinsdóttir
3. Bryndís Rut Haraldsdóttir (f)
7. Sólveig Birta Eiðsdóttir
9. María Dögg Jóhannesdóttir
10. Hannah Jane Cade
11. Aldís María Jóhannsdóttir ('54)
17. Hugrún Pálsdóttir
25. Murielle Tiernan

Varamenn:
12. Margrét Rún Stefánsdóttir (m)
14. Lara Margrét Jónsdóttir
16. Eyvör Pálsdóttir
21. Krista Sól Nielsen

Liðsstjórn:
Konráð Freyr Sigurðsson (Þ)
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Sveinbjörn Óli Svavarsson
Margrét Ársælsdóttir
Birna María Sigurðardóttir
Bergljót Ásta Pétursdóttir
Anna Margrét Hörpudóttir
Snæbjört Pálsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: