Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
KR
1
0
Pogon Szczecin
Sigurður Bjartur Hallsson '44 1-0
14.07.2022  -  18:15
KR-völlur
Sambandsdeild UEFA
Aðstæður: Sól og blíða og grasið betra en á Windsor Park
Dómari: Andrew Davey (Norður-Írland)
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
4. Hallur Hansson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
11. Kennie Chopart (f) ('79)
15. Pontus Lindgren
16. Theodór Elmar Bjarnason (f) ('79)
17. Stefan Ljubicic ('68)
18. Aron Kristófer Lárusson
23. Atli Sigurjónsson ('79)
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('64)

Varamenn:
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('79)
8. Stefán Árni Geirsson ('79)
9. Kjartan Henry Finnbogason ('68)
10. Kristján Flóki Finnbogason
14. Ægir Jarl Jónasson ('64)
25. Jón Arnar Sigurðsson
29. Aron Þórður Albertsson ('79)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Pálmi Rafn Pálmason
Bjarni Eggerts Guðjónsson

Gul spjöld:
Sigurður Bjartur Hallsson ('31)
Atli Sigurjónsson ('56)
Kennie Chopart ('58)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þáttöku KR lokið í Evrópu þetta árið þrátt fyrir sigur á Pogon í dag. EN þessi sigur skilar stigum sem færa okkur nær því að endurheimta fjórða Evrópusætið og er Íslenskum fótbolta til sóma.

Ljóst var að verkefnið var erfitt en KRingar geta gengið stoltir frá borði með þennan sigur í bókinni.
93. mín Gult spjald: Vahan Bichakhchyan (Pogon Szczecin)
Brot
92. mín
Almqvist kemst í boltann í teignum en Beitir mættur á móti og fær boltann í sig. Vissi minnst um það sjálfur Beitir en vel gert fyrir því.
90. mín
Aron Þórður með kraftlítið skot af 20 metrum sem Dante á ekki í vandræðum með.

Uppbótartími er að minnsta kosti fjórar mínútur.
86. mín
Inn: Mariusz Fornalczyk (Pogon Szczecin) Út:Kamil Grosicki (Pogon Szczecin)
Grosicki haft hægar um sig í dag en fyrir viku síðan.
83. mín
Aron Kristófer með skot af talsverðu færi en beint í fang Stipica
82. mín
Kamil Grosicki með stórhættulegan bolta fyrir markið frá vinstri. Nafni hans Drygas örlítið of seinn og boltinn afturfyrir.
80. mín
Boltinn fyrir mark Pogon frá vinstri en Stipica hirðir boltann.
79. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
79. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Kennie Chopart (KR)
79. mín
Inn:Stefán Árni Geirsson (KR) Út:Theodór Elmar Bjarnason (KR)
75. mín
Klaufagangur í öftustu línu, Jean Carlos leggur boltann fyrir markið þar sem mér sýnist það vera Vahan Bichakhchyan sem á skotið, Beitir ver en boltinn við það að leka yfir línuna þegar Kennie mætir og hreinsar í horn.
72. mín
Kamil Grosicki fær að fara ansi nálægt markinu í teig KR og leggja boltann fyrir markið. Aron Kristófer kemur sér á endanum fyrir og hreinsar í horn.
71. mín
Heimamenn stálheppnir. Pontus fær boltann klaufalega í hendina sem aftasti maður en Írinn er ekkert að hafa áhyggjur af því. Líklega ekki séð þetta þó augljóst væri.
68. mín
Inn:Vahan Bichakhchyan (Pogon Szczecin) Út: Sebastian Kowalczyk (Pogon Szczecin)
68. mín
Inn: Pontus Almqvist (Pogon Szczecin) Út:Luka Zahovic (Pogon Szczecin)
68. mín
Inn:Kjartan Henry Finnbogason (KR) Út:Stefan Ljubicic (KR)
64. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (KR) Út:Sigurður Bjartur Hallsson (KR)
Markaskorarinn farinn af velli. Ægir Jarl kemur inn
64. mín
Luka Zahovic í hættulegu færi í teig KR en skóflar boltanum yfir markið.
59. mín
Luis Mata í góðri stöðu í teignum en á ömurlega fyrirgjöf beint í fang Beitis.
58. mín Gult spjald: Kennie Chopart (KR)
Fer í bókina fyrir sömu sakir og Atli. Kowalczyk sleppti samt leikritinu núna.
57. mín
Góð sókn KR. Kennie og Atli líkt og oft áður að leika vel sín á milli. Fyrirgjöf Kennie berst út í teiginn þar sem Atli nær skotinu en boltinn framhjá markinu.
56. mín Gult spjald: Atli Sigurjónsson (KR)
Brýtur á Sebastian Kowalczyk sem setur á svið smá leikrit til að krydda hlutina.
55. mín
Rólegt yfir leiknum þessa stundina. Gestirnir varfærnir og ekki á jafn háu tempói og í fyrri leiknum.
48. mín
Pontus með frábæra varnartilburði og bjargar nánast öruggu marki þegar hann hendir sér fyrir skot í teignum eftir snögga sókn gestanna.
47. mín
Damian Dabrowski með skotið en beint á Beiti
46. mín Gult spjald: Luka Zahovic (Pogon Szczecin)
Sparkar Grétar Snæ niður.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

KRingar hefja þennan síðari hálfleik. Þurfa tvö mörk enn til að koma sér í framlengingu sem og að halda hreinu að sjálfsögðu. Fjögurra marka sigur tryggir áframhald.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í Vesturbæ. Heimamenn leiða eftir rislítinn fyrri hálfleik en okkur er nokk sama um það. Væri gaman að sjá KR setja annað mark snemma í síðari hálfleik og hleypa mögulega smá spennu í þetta.
45. mín
+1

Atli með stórhættulegan bolta fyrir marki Pogon en Stefán og Sigurður ekki nægjanlega vakandi og ekkert verður úr.
45. mín
+1 Uppbótartími er að minnsta kosti 2 mínútur
44. mín MARK!
Sigurður Bjartur Hallsson (KR)
Stoðsending: Aron Kristófer Lárusson
KR er búið að setja mark í þetta.

Aron Kristófer með sendingu frá miðlínu innfyrir vörn Pogon. Stefán Alexander í rangstöðunni en gerir enga tilraun að ná til boltans. Það gerir Sigurður Bjartur hinsvegar og nýtir sér að varnarmenn eru steinsofandi. Tekur vel á móti boltanum og klárar með frábærri afgreiðslu.

Eitt mark enn og það gæti komið skjálfti í Pogonmenn.
40. mín
Jean Carlos með sprett upp hægri vænginn og setur boltann fyrir en Zahovic ekki á tánum og boltinn afturfyrir.
37. mín
Inn:Mariusz Malec (Pogon Szczecin) Út:Kostas Triantafyllopoulos (Pogon Szczecin)
Kostas meiddist á ökkla áðan í baráttu við Stefán. Hélt áfram en hefur fengið nóg í dag.
36. mín
Fín sókn KR. Kennie með fyrirgjöf frá hægri sem skapar smá klafs. Boltinn berst aftur útfyrir teiginn þar sem Kennie lætur vaða með vinstri en boltinn vel yfir markið.
31. mín Gult spjald: Sigurður Bjartur Hallsson (KR)
Glæfralegt brot á Kamil Drygas. Missir boltann frá sér og fylgir á eftir með tæklingu.
29. mín
Atli fer vel með boltann úti til hægri, kemur boltanum inn á teiginn en finnur ekki samherja og boltinn afturfyrir.
25. mín
Það er voðalega lítið um að vera í þessu. Gestirnir með gott forskot eftir fyrri leikinn og eru lítið að stressa sig.
19. mín
Fátt hægt að segja um leikinn þessa stundina. Pogon ögn meira með boltann en hvorugt liðið að skapa sér neitt að ráði.
13. mín
Kamil Grosicki að valda usla í vörn KR en nær ekki að koma boltanum á markið.

Skapast alltaf hætta þegar hann fær að keyra á vörnina.
8. mín
Álitleg sókn KR, Kennie og Atli leika sín á milli en varnarmenn komast fyrir og setja boltann út fyrir hliðarlínu.
6. mín
Hornið tekið stutt á Theodór Elmar sem er eitthvað óákveðinn en setur boltann á endanum fyrir markið þar sem Dante Stipica handsamar boltann næsta örugglega.
5. mín
KR vinnur horn eftir fínt hlaup frá Sigurði Bjarti.
5. mín

4. mín
Jean Carlos liggur á vellinum eftir samstuð við Pontus. Þarf aðhlynningu. Virðist hafa misst andan við höggið frá Pontus en er mættur á fætur.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað á Meistaravöllum. Það eru gestirnir sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Einhverjir stuðningsmenn Pogon gerðu sér glaðan dag í miðborg Reykjavíkur í dag. Vefur Morgunblaðsins fjallar meðal annars um að fjöldi lögreglumanna hafi mætt við stjórnarráðið og fylgt þeim eftir og gætt þess að þeir færu ekki inn á EM-torgið þar sem fólk fylgdist með leik Íslands og Ítalíu.

Þeir eru væntanlega mættir á Meistaravelli og munu syngja þar.
Fyrir leik
Meira um dómarann

Okkar allra besti Maggi Bö kom með skemmtilega staðreynd um Norður-Írann sem er fjórði dómari í dag. Thomas Anthony Clarke er grasvallarfræðingur að mennt og sparaði ekki hrósið á völlinn hans Magga og sagði hann grasið talsvert betra en á Windsor Park sjálfum þjóðarleikvangi Norður-Íra

Ekki leiðinlegt hrós að fá frá öðrum fagmanni í bransanum. Viss um að Maggi og Andrew gætu tekið langt spjall um sín fræði og haft gaman að.
Fyrir leik
Byrjunarlið KR

Liðin eru mætt í hús hér. Rúnar Kristinsson gerir tvær breytingar frá liðinu sem lék fyrri leikinn. Pálmi Rafn Pálmason og Kjartan Henry Finnbogason fá sér sæti á bekknum fyrir þá Sigurð Bjart Hallsson og Stefan Alexander Ljubicic. Þá er einnig ánægjulegt fyrir KR að sjá að Kristján Flóki Finnbogason er á varamannabekk KR í kvöld en hann er að stíga upp úr meiðslum eftir að hafa fótbrotnað í vor.


Hvað gestina varðar sýnist mér þetta í fljótu bragði vera sama byrjunarlið og hóf fyrri leikinn í Póllandi.
Fyrir leik
Dómarinn

Andrew Davey frá Norður Írlandi sér um dómgæslu á vellinum í dag.
Georgios Argyropoulos og Ryan Kelsey eru honum til aðstoðar og fjórði dómari er Thomas Anthony Clarke.
Fyrir leik
Á KR möguleika?

Miði er alltaf möguleiki en KR liðið þarf að eiga besta leik sem íslenskt hefur átt í Evrópu til þess að snúa taflinu við. Það má þó alltaf vera bjartsýnn og trúa á óvænt kraftaverk þar sem KR liðið hefur engu að tapa.

Fari svo að KR eigi einhverja þá ótrúlegustu endurkomu knattspyrnusögunar hér á Íslandi bíður lið Bröndby í næstu umferð.
Fyrir leik
Fyrri leikurinn

KR liðið sá aldrei til sólar í fyrri hálfleik gegn þeim pólsku í fyrri leik liðanna í Szczecin. Heimamenn komust yfir snemma leiks og lágu þungt á liði KR í fyrri hálfleik sem þurfti að gera sér að góðu að fara þremur mörkum undir inn í hálfleikinn. Síðari hálfleikur var betri hjá KR sem fékk þó á sig fjórða markið í leiknum áður en að Aron Kristófer Lárusson náði að minnka munin í 4-1 á 71. mínútu leiksins en það urðu lokatölur.


Fyrir leik
Velkomin til leiks

Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin i beina textalýsingu Fótbolta.net frá Meistaravöllum þar sem fram fer seinni leikur KR og Pogon Szczecin í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu


Byrjunarlið:
1. Dante Stipica (m)
2. Jakub Bartkowski
8. Damian Dabrowski
10. Luka Zahovic ('68)
11. Kamil Grosicki ('86)
13. Kostas Triantafyllopoulos ('37)
14. Kamil Drygas
21. Jean Carlos
23. Benedikt Zech
27. Sebastian Kowalczyk ('68)
97. Luís Mata

Varamenn:
81. Bartosz Klebaniuk (m)
9. Pontus Almqvist ('68)
15. Marcel Wedrychowski
17. Mariusz Fornalczyk ('86)
19. Kacper Kostorz
22. Vahan Bichakhchyan ('68)
26. Kryspin Szczesniak
33. Mariusz Malec ('37)
41. Pawel Stolarski
61. Kacper Smolinski
70. Stanislaw Wawrzynowicz
99. Mateusz Legowski

Liðsstjórn:
Jens Gustafsson (Þ)

Gul spjöld:
Luka Zahovic ('46)
Vahan Bichakhchyan ('93)

Rauð spjöld: