Samsungvöllurinn
mánudagur 11. júlí 2022  kl. 19:15
Besta-deild karla
Aðstæður: Leiðinlegur strekkingur, alltílagi hitastig og engin sól.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 843.
Maður leiksins: Bjarki Aðalsteinsson (Leiknir)
Stjarnan 0 - 3 Leiknir R.
0-1 Bjarki Aðalsteinsson ('7)
0-2 Róbert Hauksson ('33)
0-3 Mikkel Dahl ('42)
Myndir: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Byrjunarlið:
1. Haraldur Björnsson (m)
4. Óli Valur Ómarsson
6. Sindri Þór Ingimarsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson ('71)
9. Daníel Laxdal
14. Ísak Andri Sigurgeirsson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
19. Eggert Aron Guðmundsson ('82)
22. Emil Atlason ('46)
24. Björn Berg Bryde ('46)
29. Adolf Daði Birgisson ('82)

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
7. Einar Karl Ingvarsson ('46)
11. Daníel Finns Matthíasson ('46)
17. Ólafur Karl Finsen ('71)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
23. Óskar Örn Hauksson ('82)
99. Oliver Haurits ('82)

Liðstjórn:
Hilmar Árni Halldórsson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson
Rajko Stanisic
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jökull I Elísabetarson
Þór Sigurðsson

Gul spjöld:
Þórarinn Ingi Valdimarsson ('75)

Rauð spjöld:
@baddi11 Baldvin Már Borgarsson
94. mín Leik lokið!
Oliver Haurits fær boltann frá Óla Val og reynir skotið sem Viktor grípur og við það flautar Ívar Orri leikinn af!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
Eyða Breyta
93. mín
Þetta er að fjara út hérna, Leiknismenn búnir að halda vel í boltann í uppbótartímanum.
Eyða Breyta
91. mín
Emil Berger lætur vaða af löngu færi en yfir!
Eyða Breyta
90. mín
Við fáum auka fjórar mínútur í þennan seinni hálfleik.
Eyða Breyta
90. mín
Óskar Örn kemur sér á vinstri fyrir framan teiginn en setur boltann yfir mitt markið.
Eyða Breyta
86. mín
DAUÐAFÆRI!

Danni Finns með sturlaðan bolta fyrir úr aukaspyrnunni og Óli Kalli á markteig skallar boltann beint á Viktor sem ver frábærlega þó af stuttu færi!

Að Stjarnan sé ekki búin að skora í seinni hálfleik er mér hulin ráðgáta.
Eyða Breyta
85. mín
Óskar Örn nælir í aukaspyrnu úti hægra megin.
Eyða Breyta
84. mín Jón Hrafn Barkarson (Leiknir R.) Mikkel Jakobsen (Leiknir R.)
Jakobsen stórkostlegur í dag!
Eyða Breyta
83. mín
Danni Finns nú með skot af einhverjum 35 metrum sem er langt frá því að vera líklegt til árangurs.
Eyða Breyta
82. mín Oliver Haurits (Stjarnan) Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)

Eyða Breyta
82. mín Óskar Örn Hauksson (Stjarnan) Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)

Eyða Breyta
79. mín
Einar Karl lætur vaða af einhverjum 35 metrum, hafði svona 10 auka metra til þess að fara lengra en Einar er sennilega bara líklegri því lengra sem færið er!
Eyða Breyta
77. mín Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.) Róbert Hauksson (Leiknir R.)
Róbert búinn að vera frábær í dag!
Eyða Breyta
75. mín Gult spjald: Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan)
Fer ansi harkalega aftan í Dag Austamann í skallaeinvígi, verðskuldað.

Pirringslegt hjá Tóta, skiljanlega svosem, ég væri ekkert í góðu skapi 3-0 undir á heimavelli.
Eyða Breyta
74. mín
Danni Finns í færi!

Fær boltann á bakvið vörnina frá nafna sínum Laxdal og með boltann á hægri lætur hann vaða en Viktor ver vel!
Eyða Breyta
73. mín
Enn ein tilraunin frá Stjörnunni, Ísak kemur sér á hægri fótinn inná teignum og lætur vaða en löngu lappirnar á Bjarki liggja fyrir honum og boltinn strandar þar.

Hefði mögulega skorað ef hann hefði sett boltann yfir fótinn á Bjarka.
Eyða Breyta
72. mín
Stjarnan fær hornspyrnu frá hægri, Óli Valur fljótur að taka út á Einar Karl sem er ansi tæpur á að missa boltann en bjargar sér fyrir horn með tæklingu.
Eyða Breyta
71. mín Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan)

Eyða Breyta
70. mín
Stjörnumenn þjarma nú vel að marki Leiknismanna sem henda sér fyrir allt og fátt nær alla leið á rammann en það vantar ekki tilraunir í þetta frá þeim bláu.
Eyða Breyta
68. mín
Ísak Andri með takta úti vinstra megin og fyrirgjöf sem Bjarki skallar í horn.

Spyrnan frá Jóhanni fyrir fín en Leiknismenn koma hættunni frá.
Eyða Breyta
64. mín
Jakobsen og Emil taka spyrnuna stutt en Emil flaggaður rangstæður, klaufalegt...
Eyða Breyta
63. mín
Jakobsen nælir í aukaspyrnu við endalínuna og vítateiginn, eins og hornspyrna talsvert nær en vanalega.

Jakobsen setur sðyrnuna í bakið á Danna Finns og í horn.
Eyða Breyta
62. mín
Það er greinilega að þegar að Tómas Orri er ekki í gír þá er Silfurskeiðin ekki í gír.

Partýið í stúkunni er alfarið Leiknis-megin.
Eyða Breyta
58. mín Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.) Sindri Björnsson (Leiknir R.)
Annaðhvort er Sindri gjörsamlega búinn og illa meiddur eða frábær leikari og snillingur í að tefja, því hann er ekkert eðlilega lengi útaf við litla hrifningu Silfurskeiðarinnar, sem reyndar hefur ekki heyrst í núna í dágóðan tíma en þeir þöndu raddböndin yfir þessum tilburðum.
Eyða Breyta
54. mín Gult spjald: Birgir Baldvinsson (Leiknir R.)

Eyða Breyta
53. mín
HVERNIG SKORAR STJARNAN EKKI ÞARNA?!

Hornspyrnan frá Danna er mjög góð, boltanum flikkað í þvögunni á nær og þaðan hleypur Eggert á boltann á fjærstönginni en boltinn í slánna...Eggert var nánast á línunni þegar hann hljóp á boltann, með ólíkindum að þessi hafi ekki endað í netinu.
Eyða Breyta
52. mín
Ísak gerir vel úti vinstra megin, kemur boltanum á Jóhann sem lætur vaða í varnarmann og í horn.
Eyða Breyta
51. mín
Stjörnumenn gera harða atlögu að marki Leiknismanna að reyna að koma sér inn í leikinn!

Ísak Andri úti vinstra megin fer inn á völlinn á hægri og lætur vaða en boltinn rétt framhjá.
Eyða Breyta
50. mín
DAUÐAFÆRI!

Stjarnan spilar boltanum þvert í gegnum vítateig Leiknismann og þolinmóðir eftir rétta skotfærinu, boltinn frá Óla Val á Jóhann Árna sem lætur vaða í geggjuðu færi en Viktor ver stórkostlega.
Eyða Breyta
48. mín
Jesús minn!

Þórarinn Ingi með hræðilega sendingu inn á miðjuna í uppspili beint á Mikkel Dahl sem tekur skotið strax en að flýta sér of mikið, skotið ömurlegt og langt frá því að hitta á rammann.
Eyða Breyta
47. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu úti hægra megin.

Danni Finns sendir fyrir en Mikkel Dahl skallar frá.
Eyða Breyta
47. mín
Lið Stjörnunnar eftir breytingarnar:

Halli
Óli, Danni, Sindri, Þórarinn
Jóhann, Einar, Eggert
Danni, Adolf, Ísak
Eyða Breyta
46. mín
Adolf Daði setur seinni hálfleikinn af stað!
Eyða Breyta
46. mín Daníel Finns Matthíasson (Stjarnan) Emil Atlason (Stjarnan)
Tvöföld hálfleiksbreyting hjá Gústa Gylfa, sá er væntanlega og eðlilega ekki sáttur!
Eyða Breyta
46. mín Einar Karl Ingvarsson (Stjarnan) Björn Berg Bryde (Stjarnan)

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Ívar Orri flautar fyrri hálfleikinn af.

Leiknismenn gjörsamlega frábærir hérna fyrstu 45 mínúturnar.
Eyða Breyta
45. mín
Uppbótartími fyrri hálfleiks er að lágmarki 1 mínúta.
Eyða Breyta
42. mín MARK! Mikkel Dahl (Leiknir R.), Stoðsending: Brynjar Hlöðversson
HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA!?

Binni Hlö sendir boltann fram, Róbert Hauks lætur boltann rúlla í gegnum klofið á sér sem fipar vörn Stjörnunnar og Mikkel Dahl einn í gegn, sólar Halla skorar.

Ef að Róbert hefði tekið snertingu á boltann hefði Mikkel verið rangur en hann var það ekki þar sem Róbert snerti ekki boltann, Stjörnumenn vilja flaggið upp en fá það réttilega ekki, sturlað mark!
Eyða Breyta
41. mín Gult spjald: Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.)
Fyrsta spjald leiksins.

Fer í Sindra á miðjum vellinum sem liggur eftir.
Eyða Breyta
38. mín
Birgir Baldvins gerir vel og vinnur boltann, Dahl fær hann og keyrir á Stjörnuvörnina einn gegn tveimur, fer til vinstri og kemur sér í skotið sem er hinsvegar lélegt og langt framhjá!
Eyða Breyta
33. mín MARK! Róbert Hauksson (Leiknir R.), Stoðsending: Mikkel Jakobsen
LEIKNISMENN ERU KOMINR Í 2-0!

Mikkel Jakobsen fær boltann út til vinstri, fær nægan tíma til að velja sér hvaða sendingu sem er, sendir boltann á fjær þar sem Róbert Hauksson mætir og hamrar boltann í netið.

Leiknismenn leika á alls oddi hérna!
Eyða Breyta
28. mín
Leiknismenn í séns!

Jakobsen fær boltann í góðri stöðu og Óli Valur of langt frá honum svo hann nær að snúa, fær hlaupin í kringum sig frá Dahl og Róberti en lætur vaða sjálfur og Björn Berg kemst fyrir.
Eyða Breyta
25. mín
Vá þvílíkt spil!

Óli Valur, Eggert Aron og Adolf Daði með frábæran spilkafla upp hægra megin, endar með að Adolf fær boltann á bakvið og sendir fyrir á Emil sem setur boltann framhjá!
Eyða Breyta
22. mín
Jóhann Árni krækir í aukaspyrnu úti vinstra megin fyrir Stjörnuna.

Spila stutt úr henni og tapa svo boltanum, með allt liðið komið upp... klaufalegt.
Eyða Breyta
16. mín
Ísak Andri með tilraun fyrir Stjörnuna en Viktor ver.
Eyða Breyta
14. mín
DAUÐAFÆRI!

Eftir hornspyrnuna berst boltinn aftur útfyrir teiginn þar sem Leiknismaður hamrar boltann á fjær, þar er Mikkel í dauðafæri með boltann á vinstri en setur hann yfir...

Stjörnumenn stálheppnir þarna!
Eyða Breyta
13. mín
Enn ein hornspyrna Leiknismanna.

Jakobsen smellir þessari fyrir en Emil skallar útfyrir teiginn.
Eyða Breyta
12. mín
Stjörnumenn koma þessari frá og Halli sennilega feginn!
Eyða Breyta
11. mín
Björn Berg undir engri pressu skallar boltann í hornspyrnu fyrir Leiknismenn, klaufalegt!

Sindri Björns tekur þessa út á Emil sem neglir fyrir á Róbert Hauks sem skallar og Halli með geggjaða vörslu í aðra hornspyrnu!

Þessar spyrnur stórhættulegar í byrjun leiks hjá Leiknismönnum.
Eyða Breyta
8. mín
ÞVÍLÍK BYRJUN!

Ísak Andri sólar sig upp vinstra megin og neglir boltanum fyrir þar sem Binni Hlö nær einhverri smá snertingu sem fipar Adolf og þarf hann að bregðast við, kemur skrokknum í boltann og þaðan lekur hann inn og Stjörnumenn fagna en Ívar flautar hendi á Adolf sem ég get ekki betur séð en að sé laukrétt ákvörðun.
Eyða Breyta
7. mín MARK! Bjarki Aðalsteinsson (Leiknir R.), Stoðsending: Mikkel Jakobsen
LEIKNISMENN ERU KOMNIR YFIR!

Eftir hornspyrnu frá Jakobsen dettur boltinn fyrir Bjarka sem kemur honum í netið með hægri fætinum, verðskuldað verð ég að segja!
Eyða Breyta
6. mín
FÆRI!

Aftur Jakobsen inná teignum með skot sem varnarmaður kemur sér fyrir og boltinn í horn.
Eyða Breyta
5. mín
Leiknismenn byrja af krafti og næla sér í aðra hornspyrnu.

Sindri Björns sendir boltann stutt á Mikkel Jakobsen sem tekur svo þríhyrningin við nafna sinn Dahl og kemur sér í góða stöðu og neglir að marki en Halli ver.
Eyða Breyta
3. mín
Róbert Hauksson með geggjaða tilraun!

Fær boltann inn á teiginn, tekur hann á kassann og skýtur með vinstri og Halli þarf að verja mjög vel.

Stjörnumenn koma hornspyrnunni frá eftir smá darraðadans.
Eyða Breyta
2. mín
Lið Leiknis:

Viktor
Dagur, Bjarki, Brynjar, Birgir
Sindri, Gyrðir, Emil
Róbert, Mikkel Dahl, Mikkel Jakobsen
Eyða Breyta
1. mín
Lið Stjörnunnar:

Halli
Óli, Björn, Sindri, Þórarinn
Eggert, Danni Lax, Jóhann
Adolf, Emil Atla, Ísak Andri
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Mikkel Jakobsen setur leikinn af stað!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ívar Orri leiðir liðin hér til vallar, Silfurskeiðin er búin að púa á nöfn leikmanna Leiknis við upplestur og fagna nöfnum sinna manna.

Halli vinnur hlutkestið og velur sér að byrja á að sækja í átt að Hafnarfirði, sem Stjarnan gerir að venju.

Leiknismenn fá þá að byrja með boltann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru komin út að hita, Leiknismenn reyndar löngu komnir!

Hálftími í leik og fólk er farið að týnast á svæðið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hér til hliðar!

Óskar Örn sest á bekkinn frá jafnteflinu gegn FH.

Daði Bærings er þá einnig bekkjaður eftir sigurinn á ÍA í síðasta leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Toppteymi í dag!

Ívar Orri heldur um flautuna í kvöld og stjórnar showinu.
Birkir Sigurðar og Gylfi Már Sigurðs, tveir af okkar albestu aðstoðardómurum standa vaktina á hliðarlínunum.
Þorvaldur Árna verður til vonar og vara ásamt því að halda öllu í toppstandi við varamannabekkina og sjá um skiltið.
Þá verður Sigurður Óli Þórleifs í stúkunni með blokkina að taka frammistöðu þessarra toppmanna út.

Hér má sjá Birki Sigurðar og Ívar Orra.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Danni Finns gegn uppeldisfélaginu!

Það var smá fjaðrafok í kringum félagaskipti Danna Finns úr Leikni yfir í Stjörnuna undir lok félagaskiptagluggans í vor, það kom örlítið flatt upp á Leiknismenn að hann skildi vilja fara en það gekk þó í gegn og gæti hann mætt uppeldisfélaginu í fyrsta skiptið í kvöld.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Enginn Magic!

Maciej verður í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald gegn ÍA í síðasta leik Leiknismanna, því fáum við ekki að njóta töfra hans á vellinum í þetta skiptið.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Þetta er leikur í 12. umferð deildarinnar, liðin eru að berjast á ólíkum vettvangi í deildinni. Stjarnan er í 4. sæti fyrir leikinn en kemst í 3. sætið með sigri í dag, þeir þurfa að reyna að halda í við Víkingana sem eru í 2. sæti deildarinnar.

Leiknismenn hinsvegar eru í 11. sæti deildarinnar, en með sigri munu þeir lyfta sér upp úr fallsæti.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Leiknis í Bestu deild karla.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
22. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
9. Mikkel Dahl
11. Brynjar Hlöðversson
14. Sindri Björnsson ('58)
15. Birgir Baldvinsson
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
18. Emil Berger
21. Róbert Hauksson ('77)
23. Dagur Austmann
80. Mikkel Jakobsen ('84)

Varamenn:
12. Bjarki Arnaldarson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson ('58)
19. Jón Hrafn Barkarson ('84)
24. Loftur Páll Eiríksson
26. Davíð Júlían Jónsson
27. Shkelzen Veseli
28. Arnór Ingi Kristinsson ('77)

Liðstjórn:
Valur Gunnarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Hlynur Helgi Arngrímsson
Davíð Örn Aðalsteinsson
Halldór Geir Heiðarsson
Beniamin Alin Fer

Gul spjöld:
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('41)
Birgir Baldvinsson ('54)

Rauð spjöld: