Kaplakrikavöllur
laugardagur 16. júlí 2022  kl. 18:00
Besta-deild karla
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 513
Maður leiksins: Ingvar Jónsson
FH 0 - 3 Víkingur R.
0-1 Logi Tómasson ('53)
0-2 Eggert Gunnþór Jónsson ('80, sjálfsmark)
0-3 Birnir Snær Ingason ('83)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Ástbjörn Þórðarson ('63)
4. Ólafur Guðmundsson ('63)
6. Eggert Gunnþór Jónsson (f) ('84)
7. Steven Lennon
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
10. Björn Daníel Sverrisson ('84)
11. Davíð Snær Jóhannsson ('84)
16. Guðmundur Kristjánsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
3. Haraldur Einar Ásgrímsson ('63)
17. Baldur Logi Guðlaugsson ('84)
19. Lasse Petry ('84)
22. Oliver Heiðarsson ('63)
23. Máni Austmann Hilmarsson
27. Jóhann Ægir Arnarsson ('84)

Liðstjórn:
Ólafur H Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Eiður Smári Guðjohnsen (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Sigurvin Ólafsson (Þ)

Gul spjöld:
Ólafur Guðmundsson ('10)
Eggert Gunnþór Jónsson ('73)

Rauð spjöld:
@brynjar_oli Brynjar Óli Ágústsson
93. mín Leik lokið!
Víkingar fara heim með þrjú stig frá Kaplakrika!

Víkingar voru mikið yfirburðarlið gegn döprum FH-ingum.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni. Takk fyrir mig!
Eyða Breyta
93. mín

Eyða Breyta
93. mín

Eyða Breyta
92. mín
Lasse Petry með skot yfir markið.
Eyða Breyta
90. mín
Það verður bætt við 3 mínútur í uppbótartíma
Eyða Breyta
89. mín Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)

Eyða Breyta
87. mín
FH-ingar að fá aukaspyrnu eiginlega á vítateigs línunni.

Skotið beint í varnarvegg Víkinga.
Eyða Breyta
87. mín Gult spjald: Oliver Ekroth (Víkingur R.)

Eyða Breyta
84. mín Jóhann Ægir Arnarsson (FH) Eggert Gunnþór Jónsson (FH)

Eyða Breyta
84. mín Lasse Petry (FH) Björn Daníel Sverrisson (FH)

Eyða Breyta
84. mín Baldur Logi Guðlaugsson (FH) Davíð Snær Jóhannsson (FH)

Eyða Breyta
83. mín MARK! Birnir Snær Ingason (Víkingur R.), Stoðsending: Danijel Dejan Djuric
Danijel Djuric fær boltann á miðsvæðinu og finnur Birnir Snær Ingason sem er að koma með hlaup í átt að teignum, Eggert Gunnþór nær ekki að koma fæti í boltann og Birnir Snær kemst inn á teiginn og nær að komast í gott skotfæri og hamrar boltann í netið.
Eyða Breyta
81. mín Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.) Kristall Máni Ingason (Víkingur R.)
Djuric að koma inná í sinn fyrsta leik með Víking R.
Eyða Breyta
80. mín SJÁLFSMARK! Eggert Gunnþór Jónsson (FH)
Helgi fær flotta sendingu og kemst að marki FH-inga og skýtur beint á Nielsen, en boltinn skoppar af Nielsen og í andlitið á Eggerti Gunnþóri og inn í mark FH-inga.
Eyða Breyta
75. mín
Leikurinn er stoppaður því Karl Friðleifur liggur niðri, eitthvað með fæturnar hjá honum.

Karl staðinn aftur upp og virðist vera í fínum málum.
Eyða Breyta
73. mín Gult spjald: Eggert Gunnþór Jónsson (FH)
Klaufagangur hjá Eggerti sem endar í gulu spjaldi.
Eyða Breyta
67. mín
Vuk Oskar með frábæra pressu frá markspyrnu og Víkingur tapa boltanum. Björn Daníel með skot fyrir utan teig að marki, Ingvar þarf að skutla sér til að verja.
Eyða Breyta
66. mín
Lennon með skot sem fer í varnamann Víkinga og framhjá. FH-ingar vinna sér hornspyrnu.

Dómari dæmir brot inn í teig. Víkingar eiga boltann.
Eyða Breyta
65. mín Birnir Snær Ingason (Víkingur R.) Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)

Eyða Breyta
63. mín Oliver Heiðarsson (FH) Ólafur Guðmundsson (FH)

Eyða Breyta
63. mín Haraldur Einar Ásgrímsson (FH) Ástbjörn Þórðarson (FH)

Eyða Breyta
62. mín
Ástbjörn með fyrirgjöf inn í teig sem Björn Daníel skallar að marki. Ingvar þar að hoppa upp og teygja sér í þennan bolta!
Eyða Breyta
60. mín
Víkingur er alveg með yfirburðinn á þessum leik eftir markið. Sjálfstraustið virðist vera farið hjá FH-ingum. Geta alveg verið heppnir að vera ekki 2 mörkum undir.
Eyða Breyta
55. mín
Kristall með flott skot rétt fyrir utan teig sem endar framhjá markinu.
Eyða Breyta
53. mín MARK! Logi Tómasson (Víkingur R.), Stoðsending: Ari Sigurpálsson
Víkingar komnir yfir!
Víkingur með flotta sókn upp að mark FH-inga. Ari Sigurpáls er á hægri kanti fyrir utan teig og er með fyrirgjöf að vinstri fjarstöng þar sem Logi stendur aleinn og nær að pota boltanum inn í markið.
Eyða Breyta
50. mín
Davíð Snær með fyrirgjöf inn í teig. Björn Daníel hleypur inn í teig og skallar boltanum fast yfir markið.
Eyða Breyta
46. mín
Erlingur er að hefja hér seinni hálfleik.
Eyða Breyta
46. mín Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Nikolaj Hansen (Víkingur R.)

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Spennandi loka mínútur í þessum fyrri hálfleik. Víkingar hafa verið sterkari með boltann, en FH-ingar með betri færi að mínu mati.

15 mínútur í að seinni hálfleikur hefst.
Eyða Breyta
45. mín
Aðeins bætt við 1 mínútu hér í uppbótartíma
Eyða Breyta
45. mín
Kristall Máni kominn einn gegn Nielsen í markinu. Kristall skytur svo beint á Nielsen og eiga hér hornspyrnu í lok fyrri hálfleiks.
Eyða Breyta
45. mín
Ástbjörn með skot frá löngu færi sem fer yfir mark Víkinga.
Eyða Breyta
44. mín
FH-ingar með aukaspyrnu stutt fyrir utan teig. Lennon tekur spyrnuna og skýtur boltanum beint á Ingvar sem grípur boltann.
Eyða Breyta
43. mín
Björn Daníel er aleinn inn í teig og skallar á markið sem endar beint í fanginu á Ingvari, eftir fyrirgjöf frá Ástbirni.
Eyða Breyta
40. mín
Víkingur fær aukaspyrnu á helming FH-inga.

Pablo með fyrirgjöf inn í teig sem Logi Hrafn reynir að sparka út úr teig en hitt ir ekki boltann. Leikmaður Víkings sparkar svo boltanum framhjá markinu.
Eyða Breyta
33. mín
Ari með frábært hlaup upp vinstri vængin og reynir svo á fyrirgjöf sem Vuk Oskar hoppar fyrir. Víkingur vinna sér hornspyrnu.

Hornið tekið stutt, en ekkert færi kemur úr því.
Eyða Breyta
29. mín
Lennon kemst í gott færi, en er dæmdur rangstæður.
Eyða Breyta
27. mín
Víkingar hafa verið sterkari þennan fyrri hálfleik. Þeir spila boltanum vel og nýta þess að hafa boltann. Þegar FH-ingar eru með boltann sækja þeir hratt upp og missa oft boltann útaf of hröðu spili.
Eyða Breyta
17. mín
Ari Sigurpáls með skot rétt framhjá eftir flotta sókn Víkings manna.
Eyða Breyta
10. mín Gult spjald: Ólafur Guðmundsson (FH)

Eyða Breyta
9. mín
DAUÐAFÆRI FYRIR FH!

Frábær sending frá Björn Daníel á Steven Lennon sem vippar boltanum yfir Ingvar í markinu, en boltinn fer á hlið til Vuk Oskar sem getur potað boltanum inn í tómt mark, en nær ekki alveg snertingu á boltanum. Viktor Örlygur nær að sparka boltanum í burtu á línunni! Svakalegt færi fyrir FH!

Eftir að sjá þetta færi betur sýndist ég að Karl Friðleifur hafi sparkað aftann í Vuk Oskar. Það hefði verið víti og rautt ef það hefði verið gefið.
Eyða Breyta
3. mín
FH-ingar fá aukaspyrnu á vallarhelmings Víkinga.

Davíð Snær með spyrnu sem fer inn í teiginn. Eggert fær boltann við fjartstöngina og nær að pota í boltann, sem virtist vera á leiðinni inni í mark, en fór rétt framhjá!
Eyða Breyta
2. mín
Víkingur fá aukaspyrnu meter fyrir utan teigs FH-inga.

Pablo tekur skotið og boltinn fer rétt yfir markið.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Steven Lennon sparkar leikinn í gang!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikmenn labba hér inná völlinn. Þessi mjög spennandi leikur fer að hefjast!
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Stefán Marteinn Ólafsson
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá hér til hliðar.

Heimamenn í FH gera tvær breytingar á sínu liði en inn í byrjunarliðið koma Davíð Snær Jóhannsson og Vuk Oskar Dimitrijevic.

Gestirnir í Víking gera tvær breytingar á sínu liði frá síðasta leik sínum gegn Malmö en inn í liðið koma Ari Sigurpálsson og Kristall Máni Ingason.
Eyða Breyta
Stefán Marteinn Ólafsson
Fyrir leik

Eyða Breyta
Stefán Marteinn Ólafsson
Fyrir leik

Eyða Breyta
Stefán Marteinn Ólafsson
Fyrir leik
Helgi Mikael Jónasson er á flautunni hér í dag og honum til aðstoðar verða þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Ragnar Þór Bender.
Erlendur Eiríksson verður á skiltinu og til taks ef eitthvað skyldi koma upp hjá dómarateyminu og þá mun Halldór Breiðfjörð Jóhannsson hafa eftirlit með gangi mála.


Eyða Breyta
Stefán Marteinn Ólafsson
Fyrir leik
Heimamenn í FH hafa verið í allskonar brasi þar sem af er móts og sitja til að mynda í 9.sæti deildarinnar eftir 12.umferðir. Eitthvað sem ekki margir bjuggust við fyrir mót.
Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurvin Ólafsson leita enn af sínum fyrsta sigri í deild eftir að þeir tóku við liðinu en það er nokkuð ljóst að FH þurfa að hafa sig alla við í næstu 2 leikjum gegn Víkingi og Breiðablik ef ekki á illa að fara.

FH
Staða: 9.sæti
Leikir: 12
Sigrar: 2
Jafntelfi: 4
Töp: 6
Mörk skoruð: 16
Mörk fengin á sig: 20
Markatala: -4

Síðustu leikir:

Fram 1-0 FH
FH 1-1 Stjarnan
ÍA 1-1 FH
FH 2-2 Leiknir R
FH 2-3 KR

Markahæstu menn:

Matthías Vilhjálmsson - 5 Mörk
Ólafur Guðmundsson - 2 Mörk
Steven Lennon - 2 Mörk
Kristinn Freyr Sigurðsson - 2 Mörk
*Aðrir minna


Eyða Breyta
Stefán Marteinn Ólafsson
Fyrir leik
Gestirnir í Víking koma inn í þennan leik eftir Evrópu slag gegn Malmö í vikunni þar sem lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar gerðu stórkostlegt 3-3 jafntefli gegn Svíþjóðarmeisturunum og voru grátlega nálægt því að fá meira úr því einvígi.

Víkingur R
Staða: 2.sæti
Leikir: 12
Sigrar: 8
Jafntefli: 1
Töp: 3
Mörk skoruð: 28
Mörk fengin á sig: 18
Markatala: +10

Síðustu leikir í deild:

Víkingur R 3-2 ÍA
KR 0-3 Víkingur R
ÍBV 0-3 Víkingur R
Víkingur R 2-1 KA
Valur 1-3 Víkingur R

Markahæstu menn:

Kristall Máni Ingason - 4 Mörk
Nikolaj Hansen - 4 Mörk
Erlingur Agnarsson - 4 Mörk
Helgi Guðjónsson - 3 Mörk
Ari Sigurpálsson - 3 Mörk
Viktor Örlygur Andrason - 2 Mörk
Logi Tómasson - 2 Mörk
* Aðrir minna


Eyða Breyta
Stefán Marteinn Ólafsson
Fyrir leik
Þessi lið mættust í opnunarleik Bestu deildarinnar í vor þegar FH heimsóttu Íslands-og Bikarmeistara Víkinga í Víkina.

Í þeim leik komust FH strax yfir á fyrstu mínútu leiksins með marki frá Steven Lennon en Víkingar náðu að snúa taflinu sér í vil með mörkum frá Ara Sigurpálssyni og Helga Guðjónssyni og 2-1 niðurstaða varð raunin.Eyða Breyta
Stefán Marteinn Ólafsson
Fyrir leik
Komið margblessuð og sæl og verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik FH og Víkinga í 13.umferð Bestu deildar karla.Eyða Breyta
Stefán Marteinn Ólafsson
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
10. Pablo Punyed
17. Ari Sigurpálsson ('65)
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('89)
23. Nikolaj Hansen ('46)
80. Kristall Máni Ingason ('81)

Varamenn:
16. Þórður Ingason (m)
9. Helgi Guðjónsson ('46)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
18. Birnir Snær Ingason ('65)
19. Danijel Dejan Djuric ('81)
24. Davíð Örn Atlason ('89)
25. Bjarki Björn Gunnarsson

Liðstjórn:
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson

Gul spjöld:
Oliver Ekroth ('87)

Rauð spjöld: