Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Grindavík
4
5
Afturelding
0-1 Javier Ontiveros Robles '4
Tómas Leó Ásgeirsson '16 , víti 1-1
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson '42 2-1
2-2 Sigurður Gísli Bond Snorrason '51
2-3 Elmar Kári Enesson Cogic '52
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson '59 3-3
3-4 Jökull Jörvar Þórhallsson '79
Kenan Turudija '83 4-4
4-5 Marciano Aziz '89
21.07.2022  -  19:15
Grindavíkurvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Blautt gras skýjað, vindur hægur og hiti um 12 gráður
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Elmar Kári Enesson Cogic
Byrjunarlið:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
Vladimir Dimitrovski
6. Viktor Guðberg Hauksson
7. Juanra Martínez
10. Kairo Edwards-John ('85)
11. Símon Logi Thasaphong ('84)
11. Tómas Leó Ásgeirsson ('68)
12. Örvar Logi Örvarsson
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
26. Sigurjón Rúnarsson
29. Kenan Turudija

Varamenn:
5. Nemanja Latinovic ('84)
8. Hilmar Andrew McShane
9. Josip Zeba
14. Kristófer Páll Viðarsson ('68)
15. Freyr Jónsson ('85)
19. Andri Daði Rúriksson

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Maciej Majewski
Milan Stefán Jankovic
Alexander Birgir Björnsson
Vladimir Vuckovic
Óttar Guðlaugsson
Leifur Guðjónsson

Gul spjöld:
Kairo Edwards-John ('44)
Örvar Logi Örvarsson ('77)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Gestirnir fara með sigur af hólmi hér í Grindavík eftir vægast sagt fjörugan fótboltaleik. Viðtöl og skýrsla væntanleg.
93. mín
Svakalegar mínútur. Grindvíkingar heimta víti þegar Pena hreinlega leggst á Sigurjón sem reynir að skýla boltanum. Gestirnir sleppa í kjölfarið í gegn en missa boltann frá sér.

Heimamenn í færi eftir horn en boltinn í annað horn. Aron Dagur fer fram.
90. mín
Uppbótartími er að við höldum 5 mínútur.
89. mín MARK!
Marciano Aziz (Afturelding)
Tekur glæsilega á móti boltanum hægra megin í teignum. Leggur hann fyrir sig og hamrar í fjærhornið gestunum til mikillar gleði.

Fáum við tíunda markið?
85. mín
Inn:Freyr Jónsson (Grindavík) Út:Kairo Edwards-John (Grindavík)
84. mín
Inn:Nemanja Latinovic (Grindavík) Út:Símon Logi Thasaphong (Grindavík)
83. mín MARK!
Kenan Turudija (Grindavík)
Það eru komin átta mörk í þennan leik!

Kristófer Páll með hornið fyrir markið þar sem Kenan rís manna hæst og sneiðir boltann í netið með höfðinu.
82. mín
Krístófer Páll setur boltann í stöngina úr fyrirgjöf.
Var aldrei að reyna þetta en glæsilegt var það.
82. mín
Heimamenn fá hornspyrnu. Eru fleiri mörk í þessu?
79. mín MARK!
Jökull Jörvar Þórhallsson (Afturelding)
Gestirnir yfir á ný.

Boltinn upp vinstra megin þar sem honum er spyrnt fyrir. Varnarleikur Grindvíkinga enn og aftur að klikka en tökum ekkert af Jökli sem kastaði sér glæsilega fram og skallaði boltann í netið.
78. mín
Elmar Kári með skotið en Aron Dagur ver vel.
77. mín Gult spjald: Örvar Logi Örvarsson (Grindavík)
Brýtur af sér við eigin vítateig. Aukaspyrna á hættulegum stað.
76. mín
Inn:Guðfinnur Þór Leósson (Afturelding) Út:Ásgeir Frank Ásgeirsson (Afturelding)
73. mín
Inn:Jökull Jörvar Þórhallsson (Afturelding) Út:Kári Steinn Hlífarsson (Afturelding)
72. mín
Kári Steinn með skot að marki en beint á Aron í marki Grindavíkur.
68. mín
Inn:Kristófer Páll Viðarsson (Grindavík) Út:Tómas Leó Ásgeirsson (Grindavík)
67. mín
Elmar Kári liggur eftir á vellinum við teig Grindavíkur og þarf aðhlynningu. Ég hreinlega sá ekki hvað gerðist en líklega er um samstuð að ræða.
66. mín
Javier í færi í teig Grindavíkur en setur boltann vel framhjá.
64. mín
Inn:Hrafn Guðmundsson (Afturelding) Út:Sigurður Gísli Bond Snorrason (Afturelding)
Bond heldur beint til búningsherbergja en snýr svo aftur á varamannabekkinn.
63. mín
Kairo með lúmskt skot frá vinstra vítateigshornið en Pena vel á verði og handsamar knöttinn.
59. mín MARK!
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík)
Það skortir ekki mörkin hér í Grindavík.

Tómas Leó að mér sýnist með skot að marki sem Pena ver út í teiginn beint fyrir fætur Dags sem skilar boltanum í tómt markið.
58. mín
Jæja Kairo keyrir á vörn Aftureldingar og vinnur horn.
57. mín
Heimamenn virka hálf slegnir á vellinum. Lítil tiltrú í þeirra spili eins og er.
52. mín MARK!
Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
Strax eftir miðjuna!

Grindvíkingar tapa boltanum og gestirnir bruna upp. Elmar við teiginn með boltann og lætur bara vaða og Aron ver boltann inn.

Skjótt skipast veður í loftið.
51. mín MARK!
Sigurður Gísli Bond Snorrason (Afturelding)
Hornspyrna frá hægri, tekinn inn á teiginn með jörðinni beint fyrir Sigga sem smellir boltanum í netið.

Rosalega dapur varnarleikur!
49. mín
Farið rólega af stað hér í seinni. Gestirnir að setja meira púður í þetta en orðið lítið ágengt.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Heimamenn sparka þessu í gang hér í síðari hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Hörkufæri í blálokin hjá Aftureldingu en Aron Dagur enn og aftur vel á verði og slær boltann frá.
44. mín Gult spjald: Kairo Edwards-John (Grindavík)
42. mín MARK!
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík)
Heimamenn hafa snúið leiknum sér í vil.
Símon Logi fær boltann úti til hægri og keyrir í átt að teignum. Þar leggur hann boltann út að vítapunkti þar sem Dagur mætir og skilar boltanum í netið með viðkomu í varnarmanni.
38. mín
Aftur er Aron Dagur að bjarga!

Elmar Kári sleppur innfyrir en Aron mætir honum og ver glæsilega.
35. mín
Kairo í hörkufæri í teig Aftureldingar en setur boltann í hliðarnetið!

Átti að gera miklu miklu betur þarna.
34. mín
Andi Hoti fer niður í teignum og gestirnir vilja víti. Helgi segir nei og áfram með leikinn.
33. mín
Aron Dagur með vörslu eftir frábært skot frá Kára Steini. Slær boltann í horn með tilþrifum.
30. mín
Javier Ontiveros Robles með skemmtilega tilraun, sér að Aron Dagur er framarlega og reynir að lyfta boltanum yfir hann en setur boltann yfir markið líka.
27. mín
Bondarinn í boltanum. Nær að leika inn á völlinn og lætur vaða en boltinn framhjá markinu.
24. mín
Leikurinn fallið svolítið niður eftir mörkin. Hægst á og mikið um feilsendingar.
20. mín
Marciano Aziz með hörkuskot úr D-boganum en Aron Dagur ver.
16. mín Mark úr víti!
Tómas Leó Ásgeirsson (Grindavík)
Pena í réttu horni en spyrnan hjá Tómasi of utarlega og liggur í netinu.
16. mín
Dagur Ingi leikur inn á teiginn og er felldur. Helgi Mikael bendir á punktinn.

Grindavík með vítaspyrnu.
15. mín
Grindavík með aukaspyrnu frá vinstri inn á teiginn, Sigurjón rís hæst og en skallar framhjá.
9. mín
Keenan með skot fyrir Grindavík af um 25 metra færi. Alls ekki galin tilraun sem svífur rétt framhjá markinu.
7. mín
Pena í allskonar basli i eigin teig en bjargar sér fyrir horn og kemur boltanum frá.
4. mín MARK!
Javier Ontiveros Robles (Afturelding)
Roslega einfalt hjá gestunum.

Javier fær boltann úti til vinstri og leikur aðeins inn á völlinn. Það mætir honum engin og hann lætur ekki bjóða sér það tvisvar og plasserar boltanum þægilega í nærhornið óverjandi fyrir Aron Dag.

Martraðarbyrjun heimamanna.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Grindavík. Það eru gestirnir sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Tríóið

Helgi Mikael Jónasson er með flautuna í kvöld. Honum til aðstoðar eru Breki Sigurðsson og Hafþór Bjartur Sveinsson. Jón Sigurjónsson er svo eftirlitsmaður KSÍ.


Fyrir leik
Grindavík

Sjötta sætið með 17 stig stigi á undan gestunum er hlutskipti Grindvíkinga í dag. 4 sigrar, 5 jafntefli og 3 töp er uppskeran til þessa.

Framan af móti var hægt að tala um ákveðin stöðugleika í leik Grindvíkinga sem gerði fjögur jafntefli í fyrstu fimm leikjum sumarsins. Heldur hefur hallað undan fæti í síðustu fimm en liðið hefur tapað þremur af þeim þar af síðasta leik sínum gegn botnliði Þróttar í Vogum.

Hópur Grindvíkinga hefur verið heldur þunnur að undanförnu en það horfir til bóta. Spánverjinn Juanra Martinez er mættur til félagsins og þá hefur verið uppi orðrómur um að Grindvíkingar hafi kannað stöðuna á Guðjóni Pétri Lýðssyni leikmanni ÍBV. Þá herma mínar heimildir að Ingólfur Sigurðsson hafi æft með Grindavík á dögnum en í dag bárust fréttir þess efnis að hann myndi ekki spila meira með KV í Lengjudeildinni á þessu tímabili.


Fyrir leik
Afturelding

Lærisveinar Magnúsar Más Einarssonar sitja í 7.sæti deildarinnar fyrir leik kvöldsins eftir 12 umferðir. Fjórir sigrar, fjögur jafntefli og fjögur töp er uppskera Mosfellinga til þessa.


Liðið er ólíkindatól sem getur á slæmum degi lent í bölvuðu brasi en á sama hátt unnið þau lið sem kalla mér bestu lið deildarinnar á sínum degi.

Áhugaverður samanburður fæst ef skoðaður er árangur liðsins eftir 12 umferðir í fyrra samanborið við nú. Fjórir sigrar, fjögur jafntefli og fjögur töp niðurstaðan bæði árin. Það sem stingur í augun þó er að liðinu hefur gegnið mun verr að skora í ár en í fyrra en liðið gerði 27 mörk í fyrstu 12 umferðum mótsins í fyrra samanborið við aðeins 19 mörk í ár. Á móti kemur þó að vörnin er þéttari en liðið hefur fengið á sig 17 mörk í ár samanborið við 24 í fyrra.
Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Grindavíkur og Aftureldingar í Lengjudeild karla.

Liðin hafa þegar mæst einu sinni í sumar en þau gerðu 1-1 jafntefli í fyrstu umferð mótsins í Mosfellsbæ.

Byrjunarlið:
1. Esteve Pena Albons (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Sigurður Gísli Bond Snorrason ('64)
9. Javier Ontiveros Robles
10. Kári Steinn Hlífarsson ('73)
17. Ásgeir Frank Ásgeirsson ('76)
20. Marciano Aziz
21. Elmar Kári Enesson Cogic
25. Georg Bjarnason
33. Andi Hoti

Varamenn:
1. Arnar Daði Jóhannesson (m)
4. Sigurður Kristján Friðriksson
5. Oliver Beck Bjarkason
8. Guðfinnur Þór Leósson ('76)
11. Gísli Martin Sigurðsson
14. Jökull Jörvar Þórhallsson ('73)
26. Hrafn Guðmundsson ('64)

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Baldvin Jón Hallgrímsson
Þorgeir Leó Gunnarsson
Enes Cogic
Sævar Örn Ingólfsson
Amir Mehica
Davíð Örn Aðalsteinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: