Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
50' 1
0
Valur
Njarðvík
2
1
Þróttur R.
0-1 Aron Snær Ingason '36
Oumar Diouck '61 1-1
Oumar Diouck '66 2-1
22.07.2022  -  19:15
Rafholtsvöllurinn
2. deild karla
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Oumar Diouck
Byrjunarlið:
1. Robert Blakala
3. Sigurjón Már Markússon
5. Arnar Helgi Magnússon
8. Kenneth Hogg
9. Oumar Diouck
10. Bergþór Ingi Smárason ('87)
11. Magnús Þórir Matthíasson ('78)
13. Marc Mcausland (f)
15. Ari Már Andrésson
16. Úlfur Ágúst Björnsson
20. Viðar Már Ragnarsson

Varamenn:
31. Daði Fannar Reinhardsson (m)
2. Bessi Jóhannsson ('78)
4. Atli Geir Gunnarsson ('87)
6. Einar Orri Einarsson
17. Haraldur Smári Ingason
21. Reynir Aðalbjörn Ágústsson
23. Samúel Skjöldur Ingibjargarson
25. Hólmar Örn Rúnarsson
26. Róbert William G. Bagguley

Liðsstjórn:
Bjarni Jóhannsson (Þ)
Helgi Már Helgason
Óskar Ingi Víglundsson
Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson

Gul spjöld:
Magnús Þórir Matthíasson ('19)
Viðar Már Ragnarsson ('70)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Það eru Njarðvíkingar sem sigra toppslaginn í kvöld og komast þar með í 11 stiga forskot á toppnum í bili hið minnsta.

Þakka samfylgdina í kvöld.
92. mín
Njarðvíkingar virðast vera að sigla þessu heim.
91. mín
Ekkert skilti til að segja til hversu langan uppbótartíma við fáum en myndi giska á þessar klassísku +3.
91. mín
Siglum inn í uppbótartíma.
89. mín
Þróttarar eru að pressa svolítið á Njarðvíkingana.
87. mín
Inn:Atli Geir Gunnarsson (Njarðvík) Út:Bergþór Ingi Smárason (Njarðvík)
86. mín
Úlfur Ágúst með fyrirgjöf fyrir markið en Oumar Diouck vantaði hæðina til að ná á endan á sendingunni.
84. mín
Þróttur komnir með alvöru hæð fremst í Guðmundi Axel.
82. mín
Inn:Guðmundur Axel Hilmarsson (Þróttur R.) Út:Baldur Hannes Stefánsson (Þróttur R.)
78. mín
Vitlaust innkast hjá Þrótti. Það er alltaf stemning.
78. mín
Inn:Bessi Jóhannsson (Njarðvík) Út:Magnús Þórir Matthíasson (Njarðvík)
77. mín
Í þetta sinn er það veggurinn sem tekur skotið.
77. mín
Njarðvíkingar fá aftur aukaspyrnu á hættulegum stað, ekki ósvipuðum þeim sem Oumar skoraði úr síðast.
74. mín
Inn:Kári Kristjánsson (Þróttur R.) Út:Izaro Abella Sanchez (Þróttur R.)
74. mín
Inn:Aron Fannar Hreinsson (Þróttur R.) Út:Emil Skúli Einarsson (Þróttur R.)
70. mín Gult spjald: Viðar Már Ragnarsson (Njarðvík)
66. mín MARK!
Oumar Diouck (Njarðvík)
NJARÐVÍKINGAR KOMAST YFIR!

Aftur er það Oumar Diouck en í þetta sinn hafði hann heppnina með sér en boltinn fór af varnarmanni Þróttara þegar Sveinn Óli var farinn af stað í annað hornið og náði ekki að snúa til baka nógu fljótt en var þó með hendi í boltanum.
61. mín MARK!
Oumar Diouck (Njarðvík)
OUMAR DIOUCK TAKK FYRIR PENT!

Skorar beint úr aukaspyrnunni!
Lyftir boltanum yfir veginn og smyr hann í hornið!
61. mín
Njarðvíkingar fá aukaspyrnu á hættulegum stað rétt fyrir utan teig. Oumar Diouck og Maggi Matt standa yfir boltanum.
60. mín
Bæði lið eru þessa stundina að ná illa að tengja saman spil.
55. mín
Njarðvíkingar að skapa smá ursla með löngum innköstum.
54. mín Gult spjald: Miroslav Pushkarov (Þróttur R.)
53. mín
Bergþór Ingi að komast í flott færi en Þróttur kemst fyrir en það er Maggi Matt sem nær frákastinu en skotið í ójafnvægi og beint á Svein Óla í marki Þróttar.
52. mín
Bæði lið að eiga í svolitlum erfiðleikum með öftustu línuna. Bæði lið virkilega þétt fyrir.
46. mín
Heimamenn í Njarðvík sparka síðari hálfleiknum í gang.
45. mín
Hálfleikur
Njarðvíkingar hafa ekki verið líkir sjálfum sér í þessum fyrri hálfleik en það skal þó ekkert tekið af Þrótti að þeir hafa verið þéttir fyrir og spilað þokkalega enda leiða þeir í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn eftir og hann mun vafalaust bjóða upp á töluvert meira.
44. mín
Eiríkur með ágætis sprett og reynir fyrirgjöf fyrir mark Njarðvíkur en Njarðvíkingar komast fyrir.
43. mín
Njarðvíkingar fá hornspyrnu en Marc McAusland skallar rétt framhjá.
42. mín
Oumar Diouck tekur spyrnuna en hún fer beint í vegginn.
42. mín
Njarðvíkingar að fá aukaspyrnu á hættulegum stað.
41. mín
Þróttarar eru mun kraftmeiri þessa stundina.
39. mín
Þróttur aftur að komast í hörku færi en Njarðvíkingar bjarga á ögurstundu!
36. mín MARK!
Aron Snær Ingason (Þróttur R.)
ÞAÐ ERU ÞRÓTTARAR SEM LEIÐA!

Þróttarar geysast fram í sókn og það er fyrrum leikmaður Njarðvíkur sem setur boltann framhjá Robert Blakala

Þróttarar leiða!
33. mín
Arnar Helgi með fast skot að marki en það svífur rétt yfir.
32. mín
Þróttarar senda boltann fyrir markið og hann endar hjá Aroni Snær en Njarðvíkingar ná að komast fyrir.
31. mín
Þróttur fær aukaspyrnu á vítateigshorninu.
28. mín
Arnar Helgi með fyrirgjöf fyrir markið en skallinn frá Úlf Ágúst yfir markið.
26. mín
Njarðvíkingar verið í örlitlu brasi aftast, hafa verið að missa boltann klaufalega en Þróttarar enn sem komið er ekki náð að notfæra sér það.
19. mín Gult spjald: Magnús Þórir Matthíasson (Njarðvík)
17. mín
Sam Hewson reynir skot að marki Njarðvíkur en nær ekki að halda boltanum niðri og skotið yfir markið.
15. mín
Oumar Diouck með skot af löngu færi beint á Svein Óla.
11. mín
Úlfur Ágúst í úrvalsfæri en Sveinn Óli gerir virkilega vel og ver frábærlega!
10. mín
Það eru Njarðvíkingar sem eru að pressa þessa stundina en Þróttarar eru þéttir fyrir.
6. mín
Marc McAusland með hættulegan leik og skallar laust tilbaka en Þróttarar ná ekki að gera sér mat úr því. Hefðu hæglega getað komist yfir þarna.
4. mín
Fín fyrirgjöf fyrir mark Njarðvíkur en skallinn frá Aroni Snær hittir ekki á markið.
2. mín
Kenneth Hogg með skalla í stöng! fór af varnarmanni Þróttar og Njarðvíkingar fá annað horn.

Góð spyrna fyrir markið sem endar á fjærstöng en Bergþór Ingi óheppinn að missa boltann yfir markið.
1. mín
Njarðvíkingar fá fyrsta horn leiksins.
1. mín
Það eru gestirnir í Þrótti sem hefja leik.
Fyrir leik
Yrði mikill missir fyrir Njarðvíkinga að missa Úlf Ágúst. Er þetta síðasti leikurinn? Við reynum að komast til botns í því máli eftir leik.
Fyrir leik
Einar Ingi Jóhannsson verður á flautunni í kvöld og honum til aðstoðar verða þeir Guðni Freyr Ingvason og Tryggvi Elías Hermannsson.
Jón Sveinsson sér um eftirlit með gangi mála.

Fyrir leik
Þessi lið mættust í fyrstu umferð 2.deildar karla í vor á Þróttaravelli en þar höfðu Njarðvíkingar betur með 4 mörkum gegn engu.

Mörk Njarðvíkur skoruðu: Marc McAusland, Omar Diouck, Magnús Þórir Matthíasson og Úlfur Ágúst Björnsson.
Fyrir leik
Njarðvík

Staða: 1.sæti
Leikir: 12
Sigrar: 11
Jafntefli: 1
Töp: 0
Mörk skoruð: 41
Mörk fengin á sig: 9
Markatala: +32

Síðustu leikir:

Magni 1-2 Njarðvík
Njarðvík 2-0 ÍR
Höttur/Huginn 1-2 Njarðvík
Njarðvík 6-0 KF
Njarðvík 6-0 Ægir

Markahæstu menn:

Oumar Diouck - 11 Mörk
Úlfur Ágúst Björnsson - 10 Mörk
Kenneth Hogg - 7 Mörk
Magnús Þórir Matthíasson - 5 Mörk
Marc McAusland - 3 Mörk
Bergþór Ingi Smárason - 2 Mörk
* aðrir minna

Fyrir leik
Þróttur R

Staða: 2.sæti
Leikir: 12
Sigrar: 8
Jafntefli: 2
Töp: 2
Mörk skoruð: 22
Mörk fengin á sig: 14
Markatala: +8

Síðustu Leikir:

Þróttur R 3-3 Höttur/Huginn
Ægir 3-0 Þróttur R
Þróttur R 2-1 Völsungur
Haukar 0-1 Þróttur R
Þróttur R 3-1 KFA

Markahæstu menn:

Sam Hewson - 9 Mörk
Kostiantyn Iaroshenko - 4 Mörk
Izaro Abella Sanchez - 3 Mörk
*aðrir minna

Fyrir leik
Þessi lið sitja í 1. og 2.sæti deildarinnar þegar 12 umferðir eru búnar af mótinu.

Heimamenn í Njarðvík sitja á toppi deildarinnar taplausir og með 8 stiga forskot á Þrótt sem sitja í 2.sæti deildarinnar.
Fyrir leik
Heil og sæl lesendur góðir og verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá toppslags Njarðvíkur og Þróttar R í 2. deild karla.

Byrjunarlið:
Sveinn Óli Guðnason
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal
5. Alexander Kevin Baker
6. Sam Hewson (f)
7. Aron Snær Ingason
8. Baldur Hannes Stefánsson ('82)
17. Izaro Abella Sanchez ('74)
26. Emil Skúli Einarsson ('74)
27. Miroslav Pushkarov
33. Kostiantyn Pikul
99. Kostiantyn Iaroshenko

Varamenn:
25. Franz Sigurjónsson (m)
10. Guðmundur Axel Hilmarsson ('82)
10. Aron Fannar Hreinsson ('74)
14. Birkir Björnsson
22. Kári Kristjánsson ('74)
28. Ólafur Fjalar Freysson
28. Guðmundur Ísak Bóasson

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Baldvin Már Baldvinsson
Jamie Paul Brassington
Páll Steinar Sigurbjörnsson
Angelos Barmpas
Marek Golembowski

Gul spjöld:
Miroslav Pushkarov ('54)

Rauð spjöld: