Víkingsvöllur
föstudagur 22. júlí 2022  kl. 19:15
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: Grátt og blautt
Dómari: Sigurður Schram
Áhorfendur: Sirka 110
Maður leiksins: Aldís Guðlaugsdóttir (FH)
Víkingur R. 0 - 3 FH
0-1 Esther Rós Arnarsdóttir ('34)
0-2 Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('57)
0-3 Berglind Þrastardóttir ('78)
Byrjunarlið:
1. Andrea Fernandes Neves (m)
0. Freyja Friðþjófsdóttir
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir ('58)
5. Emma Steinsen Jónsdóttir
7. Dagný Rún Pétursdóttir
9. Christabel Oduro
13. Kiley Norkus
15. Dagbjört Ingvarsdóttir (f)
17. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir ('58)
19. Tara Jónsdóttir
27. Hafdís Bára Höskuldsdóttir ('65)

Varamenn:
12. Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir (m)
8. Arnhildur Ingvarsdóttir
14. Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir
16. Helga Rún Hermannsdóttir ('58)
22. Nadía Atladóttir
23. Hulda Ösp Ágústsdóttir
24. Sigdís Eva Bárðardóttir ('65)
25. Ólöf Hildur Tómasdóttir
26. Bergdís Sveinsdóttir ('58)

Liðstjórn:
John Henry Andrews (Þ)
María Björg Marinósdóttir
Þorsteinn Magnússon
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir

Gul spjöld:
Bergdís Sveinsdóttir ('78)

Rauð spjöld:
@alexandrabia95 Alexandra Bía Sumarliðadóttir
90. mín Leik lokið!
FH vinnur 3-0 sigur!

Viðtöl og skýrsla seinna í kvöld. Takk fyrir samfylgdina.
Eyða Breyta
90. mín
+4

Víkingur fær hornspyrnu.


Eyða Breyta
90. mín
Víkingur fær horn. Komnar 90 mínútur á klukkuna.

Boltinn fer í gegnum allan teiginn og aftur fyrir.
Eyða Breyta
87. mín
FH fær horn.
Eyða Breyta
84. mín
FH líklegri til að bæta við eins og staðan er núna. Mikill kraftur í þeim.
Eyða Breyta
80. mín
Víkingur fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
78. mín MARK! Berglind Þrastardóttir (FH), Stoðsending: Elísa Lana Sigurjónsdóttir
3-0!!

Lagfært:

Það var Berglind sem kom boltanum yfir línuna eftir frábæran undirbúning Elísu Lönu.

FH tætti Víkingsvörnina í sundur og Elísa Lana kemur sér upp að endalínu, er yfirveguð og finnur rétta sendingu beint á Berglindi sem stendur fyrir framan auðu marki og setur boltann inn!
Eyða Breyta
78. mín Gult spjald: Bergdís Sveinsdóttir (Víkingur R.)

Eyða Breyta
76. mín
Sunneva með hornspyrnuna á fjær á Sísí Láru sem skallar hann upp í samskeytin! FH fagnar en dómarinn dæmir markið af. Sá ekki hvort það var eitthvað brot, leit út fyrir að vera löglegt mark en heyrðist aðstoðardómarinn segja að boltinn hafi farið út af.
Eyða Breyta
75. mín
Elín með geggjaðan sprett og fyrirgjöf þar sem Elísa Lana er mætt en boltinn fer í varnarmann og aftur fyrir. FH á horn.
Eyða Breyta
70. mín
Elín Björg keyrir upp hægra megin og kemur boltanum fyrir markið en Andrea hendir sér á boltann.
Eyða Breyta
65. mín Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH) Rannveig Bjarnadóttir (FH)

Eyða Breyta
65. mín Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir (FH) Telma Hjaltalín Þrastardóttir (FH)

Eyða Breyta
65. mín Hildur María Jónasdóttir (FH) Esther Rós Arnarsdóttir (FH)

Eyða Breyta
65. mín Sigdís Eva Bárðardóttir (Víkingur R.) Hafdís Bára Höskuldsdóttir (Víkingur R.)

Eyða Breyta
64. mín
Bergdís aftur í góðu færi, hár bolti yfir varnarmenn FH og Bergdís kemst aftur fyrir þær en Aldís enn og aftur að verja vel fyrir FH.
Eyða Breyta
63. mín
FH í hættulegri sókn, Kristin setur boltann á fjær og Telma kemur á ferðinni og reynir að renna sér á boltann en er aðeins of sein og nær ekki til hans.
Eyða Breyta
62. mín
Bergdís sleppur ein í gegn en Aldís gerir gríðarlega vel, kemur út og étur hana. Aldís búin að vera frábær í kvöld!
Eyða Breyta
61. mín
Hafdís reynir skot fyrir utan teig sem Aldís ver örugglega.
Eyða Breyta
60. mín
Helga Rún með skot af löngu færi sem fer yfir markið.
Eyða Breyta
58. mín Bergdís Sveinsdóttir (Víkingur R.) Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir (Víkingur R.)

Eyða Breyta
58. mín Helga Rún Hermannsdóttir (Víkingur R.) Brynhildur Vala Björnsdóttir (Víkingur R.)

Eyða Breyta
57. mín MARK! Telma Hjaltalín Þrastardóttir (FH), Stoðsending: Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir
2-0!!

Sunneva með góða fyrirgjöf beint á Telmu sem fær alltof mikinn tíma til að taka boltann niður og setja boltann framhjá Andreu.
Eyða Breyta
56. mín
Dagný gerir vel, vinnur boltann, keyrir á vörnina og kemur sér í skotfæri en Aldís ver vel!
Eyða Breyta
54. mín
Víkingur á horn.

Tara setur boltann á fjær þar sem Dagný skallar hann út í teiginn og Emma á skot yfir markið.
Eyða Breyta
53. mín
Telma gerir vel í pressunni og þvingar Emmu í erfiða stöðu, vinnur af henni boltann og reynir skot sem fer rétt yfir markið.
Eyða Breyta
52. mín
Kristin aftur í dauðafæri og nú ver Andrea!!

Berglind með laglega sendingu í gegn á Kristinu en Andrea lokar vel og ver í horn.
Eyða Breyta
49. mín
Kristin Schnurr með skot í stöng!!

Daaauðafæri ein gegn Andreu en setur boltann í stöngina.
Eyða Breyta
47. mín
FH fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
46. mín Selma Sól Sigurjónsdóttir (FH) Vigdís Edda Friðriksdóttir (FH)

Eyða Breyta
46. mín Berglind Þrastardóttir (FH) Valgerður Ósk Valsdóttir (FH)

Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er farinn af stað.

FH keyra strax upp og Berglind kemst í gott færi inn í teig sem Andrea ver.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
+4

Kaflaskiptum fyrri hálfleik lokið.

Liðin hafa skipst á að vera með völdin á vellinum en heillt yfir jafnt og skemmtilegt. Gætu hæglega verið komin fleiri mörk.
Eyða Breyta
45. mín
+2

Hafdís Bára keyrir á vörnina og kemur sér í skotfæri, skotið rétt framhjá en hefur komið við varnarmann þar sem Víkingur fær hornspyrnu.

Tara tekur hornið og setur boltann beint á Dagnýju á nær sem er alveg ein og nær skalla hárfínt yfir samskeytin!
Eyða Breyta
45. mín
Christabel fær sendingu í gegn um vörnina en er flögguð rangstæð. Víkingar ekki sáttir þarna en þetta var allavega tæpt.
Eyða Breyta
43. mín
Fín sókn hjá Víkingum sem endar með miklum vandræðagang í FH teignum. Þarna voru heimakonur í góðum séns til að jafna leikinn fyrir hálfleikinn!
Eyða Breyta
41. mín
Rannveig með skot fyrir utan teig sem fer af varnarmanni og aftur fyrir, hornspyrna.

Sunneva setur hornspyrnuna aftur fyrir markið, í annað skiptið.
Eyða Breyta
39. mín Gult spjald: Maggý Lárentsínusdóttir (FH)
Furðulegur dómur.

Maggý með frábæra tæklingu þegar Christabel er nálægt því að sleppa í gegnum varnarlínuna. Fer alltaf bara í boltann en Sigurður flautar og toppar það svo með því að gefa henni gula spjaldið líka.
Eyða Breyta
34. mín MARK! Esther Rós Arnarsdóttir (FH)
FH skora!!

Boltinn berst út í teiginn á Esther Rós eftir góða sókn FH og hún gerir sér lítið fyrir og setur boltann í stöngina inn fjær! Fallegt mark!
Eyða Breyta
32. mín
Vóóó sláin!!

Sunneva setur boltann í slána beint úr aukaspyrnunni!
Eyða Breyta
31. mín
Brotið á Vigdísi Eddu og FH fær aukaspyrnu á góðum stað rétt fyrir utan teiginn vinstra megin.
Eyða Breyta
27. mín
Víkingur á hornspyrnu.

Ná ekki að gera sér neitt úr þessu.
Eyða Breyta
26. mín
Christabel með sendingu fyrir markið ætlaða Dagnýju en hún boltinn aðeins of framarlega og Aldís kemur þessu frá.
Eyða Breyta
25. mín
Valgerður reynir fyrirgjöf sem fer af varnarmanni og FH fær hornspyrnu.

Sunneva tekur spyrnuna og hún fer í hliðarnetið.
Eyða Breyta
22. mín
Rannveig með skot í stöngina!!

Leikurinn stöðvaður, Andrea virðist hafa lent á stönginni þegar hún reyndi að verja boltann og þarf að fá aðhlynningu.

Andrea tilbúin til að halda áfram og leikurinn farinn aftur af stað.
Eyða Breyta
21. mín
Esther Rós með sendingu upp hægra meginn á Telmu sem reynir fast skot meðfram grasinu sem fer í hliðarnetið.
Eyða Breyta
19. mín
Víkingur fær horn.

Tara með spyrnuna en Aldís gerir vel og nær til boltans.
Eyða Breyta
18. mín
Aðstoðardómarinn gefur bekknum hjá FH aðvörun, mikið verið sett út á dómgæsluna það sem af er leiks.
Eyða Breyta
17. mín
Brynhildur Vala reynir sendingu í gegn á Svanhildi sem er aðeins of föst.
Eyða Breyta
14. mín
Nú fá gestirnir hornspyrnu.

Rannveig með spyrnuna og Andrea er í vandræðum með að halda boltanum og Víkingar stálheppnar þarna að FH hafi ekki komið boltanum yfir línuna.
Eyða Breyta
12. mín
Víkingar fá fyrstu hornspyrnu leiksins.

Þær hafa legið vel á FH-ingum síðustu mínútur.
Eyða Breyta
9. mín
Christabel kemst ein gegn Aldísi sem ver vel!

Fær sendingu inn fyrir vörnina og aðstoðardómarinn virðist ætla að lyfta flagginu en Maggý nær til boltans sem berst þó til Christabel sem er í dauðafæri. Guðni og Hlynur eru vægast sagt ósáttir á hliðarlínunni og eiga nokkuð til síns mál enda virtist hún mjög rangstæð þegar sendingin kom í gegn.
Eyða Breyta
8. mín
Dagný Rún með skot í stöngina af stuttu færi!!

Dauðafæri fyrir Víking að taka forystuna!
Eyða Breyta
7. mín
Víkingar ná að tæta FH vörnina í sundur og Brynhildur Vala á fast skot rétt yfir markið!
Eyða Breyta
6. mín
Sunneva með góða fyrirgjöf en Andrea gerir vel og grípur.
Eyða Breyta
5. mín
Sunneva liggur eftir en virðist getað haldið áfram leik.
Eyða Breyta
4. mín
Álitleg sókn hjá Víkingum sem endar með að Brynhildur Vala á skot rétt fyrir innan teig sem Aldís ver vel.
Eyða Breyta
3. mín
Sunneva tekur spyrnuna inn á teig og finnur Sigríði Láru sem á skalla framhjá.
Eyða Breyta
2. mín
Nú flautar Sigurður. FH á aukaspyrnu í fyrirgjafarstöðu eftir að brotið var á Telmu.
Eyða Breyta
2. mín
Mikil harka strax á upphafsmínútunum og bæði lið að biðja um brot en Sigurður er ósammála.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Það eru heimakonur sem hefja leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru að ganga út á völl í fylgd dómara leiksins!

Það er grátt og frekar blautt úti en annars fínasta veður hér í Víkinni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin

Víkingur R. gerir fjórar breytingar á byrjunarliðinu á milli leikja.

Brynhildur Vala, Dagný Rún, Tara Jóns og Hafdís Bára koma inn og á bekkinn setjast Bergdís Sveins, Hulda Ösp, Helga Rún og Arnhildur Ingvars.

FH gerir þrjár breytingar.

Aldís kemur í markið fyrir Fanney og svo koma Valgerður Ósk og Vigdís Edda inn fyrir Elísu Lönu og Elínu Björgu.

Þessar þrjár komu allar til FH í glugganum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Félagaskipti

Frá 29. júní hefur opið hefur félagaskiptaglugginn verið opinn en lokað verður fyrir félagaskipti á miðnætti 26. júlí.

FH hefur sótt fjóra leikmenn í glugganum:

Valgerður Ósk Valsdóttir frá Fylki
Aldís Guðlaugsdóttir á láni frá Val
Vigdís Edda Friðriksdóttir frá Þór/KA
Berglind Þrastardóttir frá Haukum

Víkingur hefur ekki sótt sér liðsstyrk í glugganum til þessa.


Vigdís Edda Friðriksdóttir hefur skipt yfir í FH frá Þór/KA. Hún lék með Breiðablik í fyrra og þar áður með Tindastól þar sem hún er uppalin.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómgæslan

Sigurður Schram dæmir leikinn og honum til aðstoðar verða Sigurbaldur P. Frímannsson og Stefán Guðnason.


Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri viðureignin
Liðin mættust í fyrri umferðinni þann 11. maí í Kaplakrika og lauk þeim leik með 3-2 sigri FH.

Shaina Faiena Ashouri kom FH yfir á 29. mínútu og Víkingur gerði sjálfsmark 2 mínútum seinna. Tara Jónsdóttir minnkaði muninn í 2-1 fyrir Víking á 36. mínútu en Shaina var aftur á ferðinni fyrir FH og kom þeim í 3-1 fyrir leikhlé. Christabel Oduru minnkaði muninn fyrir Víking í 3-2 á 78. mínútu og nær komust þær ekki.
Eyða Breyta
Fyrir leik


FH

FH er á toppi deildarinnar með 23 stig, líkt og Tindastóll sem hefur leikið einum leik fleiri. Með sigri í kvöld fer FH því í 26 stig og slítur sig þremur stigum frá 2. sætinu.

FH vann 6-0 stórsigur á nágrönnum sínum Haukum í síðustu umferð. Mörkin skoruðu Elísa Lana, Telma Hjaltalín, Esther Rós, Sunneva Hrönn og Sigríður Lára.
Eyða Breyta
Fyrir leik


Víkingur R.
Víkingur er í 4. sæti deildarinnar með 19 stig en getur með sigri í kvöld komið sér í 3. sætið, einu stigi á eftir Tindastól og FH.

Unnu 2-0 sigur á Fjölni í síðustu umferð sem spiluð var 29. júní. Sigdís Eva Bárðardóttir skoraði bæði mörk Víkings í leiknum.
Eyða Breyta
Fyrir leik


Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá Heimavelli hamingjunnar, þar sem Víkingur tekur á móti FH í 10. umferð Lengjudeildar kvenna.

Eyða Breyta
Byrjunarlið:
24. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
2. Valgerður Ósk Valsdóttir ('46)
4. Halla Helgadóttir
7. Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('65)
8. Sigríður Lára Garðarsdóttir (f)
9. Rannveig Bjarnadóttir ('65)
11. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir
14. Kristin Schnurr
18. Maggý Lárentsínusdóttir
19. Esther Rós Arnarsdóttir ('65)
40. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('46)

Varamenn:
5. Margrét Sif Magnúsdóttir
6. Hildur María Jónasdóttir ('65)
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('65)
21. Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('65)
26. Eydís Arna Hallgrímsdóttir
31. Berglind Þrastardóttir ('46)
36. Selma Sól Sigurjónsdóttir ('46)

Liðstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Andrea Marý Sigurjónsdóttir
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Dagur Óli Davíðsson
Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir
Guðmundur Jón Viggósson

Gul spjöld:
Maggý Lárentsínusdóttir ('39)

Rauð spjöld: