ÍA
0
4
Fram
0-1 Magnús Þórðarson '19
0-2 Már Ægisson '21
0-3 Alex Freyr Elísson '48
0-4 Guðmundur Magnússon '64
25.07.2022  -  19:15
Norðurálsvöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: heldur grátt yfir en 12° og logn
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Magnús Þórðarson (Fram)
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Oliver Stefánsson ('70)
2. Tobias Stagaard
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
6. Jón Gísli Eyland Gíslason
10. Steinar Þorsteinsson
11. Kaj Leo Í Bartalstovu ('70)
19. Eyþór Aron Wöhler ('46)
27. Árni Salvar Heimisson ('70)
39. Kristian Lindberg ('46)

Varamenn:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
7. Christian Köhler ('70)
16. Brynjar Snær Pálsson
17. Ingi Þór Sigurðsson ('70)
18. Haukur Andri Haraldsson ('70)
20. Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('46)

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Daníel Þór Heimisson
Skarphéðinn Magnússon
Gísli Laxdal Unnarsson
Bjarki Sigmundsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson
Guðlaugur Baldursson

Gul spjöld:
Árni Salvar Heimisson ('18)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Skemmtilegum leik lokið hér á Skipaskaga þar sem Fram gekk frá mótherjum sínum.

Viðtöl og Skýrsla koma seinna í kvöld.
93. mín
Fram fær horn í blálokin eftir skemmtilegt spil milli Má og Indriða.

Már tekur en Árni grípur boltann.
90. mín
Uppbótartíminn er 3 mínútur.
89. mín
Jón Gísli með fína sendingu fyrir teig en Sigurður Hrannar skallar yfir. Hann liggur síðan aðeins eftir og Brynjar Gauti líka en þeir virðast ætla halda áfram leik.
86. mín
Inn:Aron Kári Aðalsteinsson (Fram) Út:Magnús Þórðarson (Fram)
86. mín
Inn:Óskar Jónsson (Fram) Út:Tiago Fernandes (Fram)
85. mín
Og í þeim töluðu orðum taka Skagamenn 2 þrumuskot á markið sem eru bæði varin það fyrsta frá Tobias og seinna frá Köhler.
84. mín
Leikurinn orðinn öllu rólegri núna. Bæði lið bara að bíða eftir að leikurinn klárist.
78. mín
Steinar tekur skot frekar langt fyrir utan teig en það fer framhjá.
75. mín
Inn:Jesus Yendis (Fram) Út:Alex Freyr Elísson (Fram)
75. mín
Inn:Orri Gunnarsson (Fram) Út:Almarr Ormarsson (Fram)
71. mín
Fín aukaspyrna fyrir Skagamenn þar sem Tobias skallar rétt framhjá.
70. mín
Inn:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) Út:Árni Salvar Heimisson (ÍA)
70. mín
Inn:Haukur Andri Haraldsson (ÍA) Út:Kaj Leo Í Bartalstovu (ÍA)
70. mín
Inn:Christian Köhler (ÍA) Út:Oliver Stefánsson (ÍA)
68. mín
Skagamenn aðeins að reyna keyra upp tempóið hjá sér en það er kannski full seint.
64. mín MARK!
Guðmundur Magnússon (Fram)
Stoðsending: Magnús Þórðarson
Framarar eru að ganga frá þeim gulklæddu!

Rosalega einföld sókn þar sem Magnús kemur með rosalega góðan bolta fyrir markið og Guðmundur hendir sér með hausinn á boltann og kemur Fram í 4-0

Hlaut að koma að því að Gummi myndi skora.
63. mín
Hlynur virðist ætla halda áfram leik.
61. mín
Hlynur liggur eftir samstuð við Ólaf Íshólm og þarfnast aðhlynningu.
59. mín
Inn:Tryggvi Snær Geirsson (Fram) Út:Albert Hafsteinsson (Fram)
59. mín Gult spjald: Alex Freyr Elísson (Fram)
54. mín
Hornspyrna frá Kaj Leo fer alltof nálægt marki og Óli grípur boltann.
48. mín MARK!
Alex Freyr Elísson (Fram)
Frábært einstaklingsframtak frá Alex.

Hann fer framhjá tveimur varnamönnum léttilega og þegar kemur að þriðja þá dettur hann aðeins úr jafnvagi og virðist ætla klúðra færinu en hann nær aðeins að pota í boltann og það er nóg til að fara framhjá Árna í markinu.
46. mín
Inn:Sigurður Hrannar Þorsteinsson (ÍA) Út:Eyþór Aron Wöhler (ÍA)
46. mín
Inn:Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) Út:Kristian Lindberg (ÍA)
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur í þessum leik og búið að vera fín skemmtun. Skagamenn haldið ágætlega í boltann en ekki náð að skapa sér nóg og á hinn bóginn hafa Framarar verið klíniskir fyrir framan markið.

Kaffi og kleinur núna og sjáumst eftir korter.
45. mín
Uppbótartími er 1 mínúta.
45. mín
Jón Gísli með frábæran kross inn í teig en Eyþór er of seinn að kveikja og Delph nær að stoppa hlaupið hans.
42. mín
Skagamenn enda á því að fá 3 horn og úr því þriðja skapast mikill hætta í kringum Óla Íshólm þar sem Framarar ná ekki að hreinsa en á endanum stoppar Vilhjálmur Alvar þetta og dæmir brot Frömurum í vil.
40. mín
Lúmskt skot frá Vall langt frá marki sem er þó nógu fast að Óli þarf að verja í horn.
38. mín
Fram fer upp vinstri kantinn og sendir boltann fyrir en það er hreinsað frá og þá kemur Almarr Ormarss með flott skot fyrir utan teig sem fer rétt framhjá.
35. mín
VÁÁÁÁ GUMMI MAGG MEÐ FRÁBÆRT SKALLAFÆRI!!

Alex Freyr kemur með gullfallegan bolta fyrir teig en skallinn hjá Gumma fer í slánna.

Boltinn hrekkur þá út fyrir teig þar sem Tiago á skot sem fer framhjá.
32. mín
Frábærir taktar hjá Má úti á vinstri kant.

Hann fer framhjá einum varnarmanninum og tekur svo skotið sem rétt snertir slánna og fer svo yfir.
27. mín
Skagamenn voru alls ekki búnir að vera lakari aðilinn fram að þessum mörkum
21. mín MARK!
Már Ægisson (Fram)
Stoðsending: Albert Hafsteinsson
Þvílíkt skrípa mark!!!

Albert er með boltann úti á vinstri kanti og setur boltan til baka á Má sem stendur við hornið á teignum. Már kemur með fyrirgjöfina en í stað þess að finna samherja þá endar boltinn á því að syngja í netinu.

Svakalegur heppnis stimpill yfir þessu marki, dæmigert fyrir lið eins og ÍA að fá á sig þar sem ekkert gengur upp.
19. mín MARK!
Magnús Þórðarson (Fram)
Stoðsending: Albert Hafsteinsson
Albert með boltan á vinstri kanti þar sem hann gefur hann út á Magnús inn í teig.

Magnús tekur eina gabbhreyfingu og kemur svo með frábæra afgreiðslu upp í netið.
18. mín Gult spjald: Árni Salvar Heimisson (ÍA)
15. mín
Skagamenn bruna upp í sókn þar sem Jón Gísli er í frábæru færi en Óli Íshólm ver frábærlega frá honum.
14. mín
Stórhættulegur skalli frá Indriða þar sem hann er aleinn inn á teig en boltinn fer beint á Árna í markinu.
12. mín
Fram endar á að fá 2 hornspyrnur en ekkert kemur úr þeim.
11. mín
Hrikaleg mistök frá Hlyn þarna!

Langur bolti fram frá Alex sem Hlynur ætlar að skalla frá en hann hittir ekki boltann. Þá kemst Albert í hann og brunar að marki en skotið hans er varið og úr því kom horn.
9. mín
Lið Fram
Alex - Delph - Brynjar - Már
Tiago - Indriði - Almarr - Magnús
Guðmundur - Albert
9. mín
Lið ÍA

Árni
Jón Gísli - Hlynur - Oliver - Tobias - Vall
Árni Salvar - Steinar
Kaj
Eyþór - Kristian
7. mín
Skagamenn eiga hættulegt horn sem Framarar eru heppnir að ná að hreinsa úr.
3. mín
Jón Gísli fær fínt skallafæri á fjærstöng en setur boltan yfir.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn farinn af stað og stemningin er góð í stúkunni.
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin í hús

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, gerir fjórar breytingar á sínu liði, en Tobias Kirstrup Stagaard spilar sinn fyrsta leik fyrir félagið og þá koma þeir Árni Salvar Heimisson, Eyþór Aron Wöhler og Kaj Leo í Bartalstovu inn.

Gísli Laxdal Unnarsson, Christian Köhler og Ingi Þór Sigurðsson kom allir á bekkinn en Benedikt Warén er ekki með í dag.

Jón Sveinsson gerir eina breytingu á liði Fram. Albert Hafsteinsson kemur inn fyrir Jannik Holmsgaard.
Fyrir leik
Spáin

Leifur Andri Leifsson leikmaður HK spáði fyrir leikinn.

ÍA 1-2 Fram
Framarar hafa verið flottir í sumar og klára þennan leik.
Fyrir leik
Dómari leiksins

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður með flautuna í kvöld og honum til halds og trausts verða Jóhann Gunnar Guðmundsson og Bergur Daði Ágústsson.

Eftirlitsmaður er Þórarinn Dúi Gunnarsson og varadómari er Egill Arnar Sigurþórsson
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir

Liðin mættust í 3. umferð þar sem þau skildu jöfn 1-1. Markaskorarar liðana voru Guðmundur Magnússon fyrir Fram og Eyþór Aron Wöhler fyrir ÍA

Í síðustu 5 mótsleikjum hefur ÍA unnið 4 og eitt jafntefli.
Fyrir leik
Fram að koma fólki á óvart

Fyrir tímabil bjuggust allir við því að Fram yrði langlélegasta lið deildarinnar en eins og er þá sitja þeir í 8. sæti og hafa haldið áfram að spila skemmtilegan bolta. Guðmundur Magnússon framherji liðsins hefur verið á eldi og er næstmarkahæsti maður deildarinnar með 10 mörk.
Guðmundur Magnússon
Fyrir leik
Skagamenn í bullandi fallhættu

ÍA hefur bara unnið 1 leik í allt sumar og það kom í annari umferð. Síðan þá hafa þeir gert 5 jafntefli og tapað 7 leikjum. Nú sitja þeir í síðasta sæti með 8 stig.
Jón Þór Hauksson og Guðlaugur Baldursson þjálfarar
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik ÍA og Fram frá Norðurálsvelli á Akranesi.

Leikurinn hefst klukkan 19:15
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Delphin Tshiembe
8. Albert Hafsteinsson ('59)
11. Almarr Ormarsson ('75)
11. Magnús Þórðarson ('86)
17. Alex Freyr Elísson ('75)
21. Indriði Áki Þorláksson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes ('86)
69. Brynjar Gauti Guðjónsson
77. Guðmundur Magnússon

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
6. Tryggvi Snær Geirsson ('59)
10. Orri Gunnarsson ('75)
13. Jesus Yendis ('75)
14. Hlynur Atli Magnússon
22. Óskar Jónsson ('86)
26. Aron Kári Aðalsteinsson ('86)

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Daði Lárusson
Gunnlaugur Þór Guðmundsson
Einar Haraldsson
Stefán Bjarki Sturluson

Gul spjöld:
Alex Freyr Elísson ('59)

Rauð spjöld: