Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
23' 0
0
Valur
The New Saints
0
0
Víkingur R.
26.07.2022  -  17:15
Park Hall í Oswestry
Sambandsdeild UEFA (0-2)
Aðstæður: 18 gráður og léttskýjað, skraufaþurrt gervigras
Dómari: Ivaylo Stoyanov (Búlgaría)
Byrjunarlið:
25. Connor Roberts (m)
2. Josh Pask
3. Chris Marriott
5. Ryan Astles
6. Jon Routledge ('69)
8. Ryan Brobbell
9. Declan Mcmanus
10. Daniel Redmond
11. Adrian Cieslewicz
17. Jordan Williams
19. Ben Clark ('69)

Varamenn:
1. Daniel Atherton (m)
4. Keston Davies
7. Josh Daniels ('69)
12. Blaine Hudson
21. Leo Smith ('69)
27. Jake Canavan
34. Billy Kirkman
35. Joshua Lock
37. Nicholas Grogan
38. Reece Warder
47. Beau Cornish

Liðsstjórn:
Anthony Limbrick (Þ)

Gul spjöld:
Daniel Redmond ('50)
Jordan Williams ('68)
Chris Marriott ('70)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingar eru komnir í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar og mæta Lech Poznan þar. Til hamingju Víkingar!

(Þessar 90 mínútur fær maður reyndar aldrei aftur)
92. mín
Mínúta eftir af uppbótartímanum.
91. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 3 mínútur.
89. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
89. mín
Víkingar að fara að mæta allt öðruvísi andstæðingi í næstu umferð, pólska liðinu Lech Poznan. Það verður þungavigtarverkefni.
88. mín
Hafliði Breiðfjörð spáði steindauðu 0-0 jafntefli. Virðist vera sem spá hans sé að rætast.
86. mín
Jordan Williams skallar framhjá.
86. mín
Tölfræðin hingað til:
Marktilraunir: 12-15
Hornspyrnur: 3-6
Gul spjöld: 3-2
84. mín
Ingvar Jónsson með mjög fína vörslu. Declan Mcmanus hitti boltann nokkuð vel en Ingvar vel á verði.
83. mín
Kristall var mögulega að leika sinn síðasta leik fyrir Víking. Er að fara í Rosenborg. Verður löglegur í næsta deildarleik Víkings, surning hvort hann spili þann leik?

81. mín
Stutt eftir og Víkingar í fínum málum eftir 2-0 sigurinn í fyrri leiknum. En það væri samt hressandi, eftir þennan leiðinlega fótboltaleik, að fá sigurmark frá Víkingi í lokin.
77. mín
Inn:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.) Út:Kristall Máni Ingason (Víkingur R.)
76. mín
Kristall Máni með skot rétt framhjá. Vörn heimamanna er að opnast meira.
75. mín
Ryan Brobbell með lélegt skot hátt yfir.
74. mín Gult spjald: Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Brýtur á Adrian Cieslewicz.
73. mín
Kristall Máni með hælsendingu sem ratar ekki á Helga Guðjónsson.
73. mín
Hansen heldur áfram að koma sér í færi eftir að hann kom inná, með skot beint á Roberts.
72. mín
Löng sending fram og Nikolaj Hansen í baráttu við markvörð TNS, nær skallanum en framhjá Heimamenn vilja aukaspyrnu á þann danska.
71. mín
Nikolaj Hansen með skot yfir markið.
70. mín Gult spjald: Chris Marriott (The New Saints)
Of seinn og brýtur á Erlingi.
69. mín
Inn:Leo Smith (The New Saints) Út:Ben Clark (The New Saints)
69. mín
Inn:Josh Daniels (The New Saints) Út:Jon Routledge (The New Saints)
68. mín Gult spjald: Jordan Williams (The New Saints)
Keyrir í bakið á Loga Tómassyni.
67. mín
Inn:Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Út:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
Arnar að hressa upp á sóknarlínuna.
67. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
66. mín
Aðeins meira að frétta núna af sóknaraðgerðum Víkings heldur en fyrr í leiknum.
63. mín
HÆTTA VIÐ MARK TNS! Karl Friðleifur með skot framhjá en sekúndum á undan komst Kristall í hættulega stöðu, markvörður TNS kom út á móti og náði að loka.
62. mín
Chris Marriott með fyrirgjöf sem Jordan Williams nær að reka höfuðið í en máttlítill skalli og Ingvar handsamar boltann auðveldlega. Arnar Gunnlaugsson býr sig undir skiptingar.
60. mín
Ryan Brobbell með skot af nokkuð löngu færi en nær ekki að hitta markið.
59. mín
Þess má geta að toppslagur Fjölnis og Fylkis í Lengjudeildinni er farinn af stað í Grafarvoginum. Bein textalýsing hér.
58. mín
TNS fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika. McLagan nær að skalla boltann frá.
55. mín
TNS FÆR DAUÐAFÆRI! Pólverjinn Adrian Cieslewicz í dauðafæri við fjærstöngina en skalli hans hittir ekki markið!
54. mín
TNS þarf bráðlega að fara að taka meiri áhættu í sínum leik, það ætti að opna möguleika fyrir Víking og vonandi hækkar það skemmtanagildið. Búið að vera afskaplega leiðinlegur leikur.
51. mín
Erlingur á Kristal Mána sem er á hægri kantinum en nær ekki fyrirgjöfinni.
50. mín Gult spjald: Daniel Redmond (The New Saints)
Sparkaði í Kristal.
47. mín
Kristall Máni með skot! Fékk boltann frá Luigi og tók skotið en það var beint á Roberts markvörð.
46. mín
Prýðileg hálfleiksyfirferð að baki á Stöð 2 Sport þar sem Stefán Árni Pálsson hélt um stýrið. Ofboðslega góður maður hann Stefán.

Seinni hálfleikurinn er farinn af stað!
45. mín
Hálfleikur
45 mínútur búnar, 45 mínútur til stefnu. Víkingar í góðum málum eftir 2-0 sigurinn í fyrri leiknum.

Ekki mikil skemmtun þessi fyrri hálfleikur en Víkingar hafa tekið þetta af öryggi og yfirvegun.

Heyrumst eftir korter!


44. mín
Skoski framherjinn Declan Mcmanus með skalla en nær ekki að koma boltanum á markið.

42. mín
Sjötta hornspyrnu Víkings. Júlli Magg með skalla sem fer ofan á þaknetið. Mátti ekki miklu muna.
41. mín
Kyle McLagan reynir að skemmta áhorfendum og tekur hjólhestaspyrnu í teignum. Nær samt ekki nægilega miklum krafti og Roberts vinur okkar ekki í nokkrum vandræðum.
40. mín
Sól og þurrkur
Það má geta þess að það er ekkert vökvunarkerfi á heimavelli TNS og þar sem það er sól og þurrkur í Oswestry í dag þá er grasið skraufaþurrt. Frumstæðar aðstæður vilja einhverjir meina. Stuðla allavega ekki að skemmtilegum leik.
33. mín
Kristall kemur boltanum á Birni Snæ sem kemst í lofandi stöðu, fer framhjá varnarmanni TNS en nær ekki að halda boltanum inná.
30. mín
Besta færi Víkings í leiknum til þessa. Kyle McLagan skallar framhjá eftir hornspyrnu. Prýðilegt færi.
28. mín
Viktor Örlygur með sendingu inn í teiginn en Connor Roberts mætir og handsamar boltann.
26. mín
Tölfræðin hingað til:
Marktilraunir: 5-2
Hornspyrnur: 2-3
Gul spjöld: 0-1
22. mín Gult spjald: Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
Fyrirliði Víkinga fer alltof hátt með löppina og fær réttilega gult spjald.
21. mín
Ari Sigurpálsson ógnandi en missir boltann of langt frá sér.
19. mín
Önnur hornspyrna til Víkinga. Kristall Máni tekur hana en dæmt er sóknarbrot á Oliver Ekroth.
18. mín
Víkingar fengu sína fyrstu hornspyrnu en ekkert merkilegt kom út úr henni.
17. mín
Jordan Williams með skot fyrir TNS, af löngu færi en fer víðsfjarri. "Ekkert mark er nógu stórt..." syngja stuðningsmenn Víkings á Ölveri núna.
14. mín
Kristall Máni fékk hálffæri rétt áðan, gerði sig líklegan en ekkert kom út úr því. Í fyrsta sinn sem Víkingur gerir eitthvað sóknarlega í leiknum.
10. mín
TNS fékk fyrstu hornspyrnu leiksins, áttu skot en Víkingar náðu að komast fyrir skotið.
9. mín
Víkingar fara mjög rólega af stað sóknarlega í þessum leik.

6. mín
Önnur marktilraun frá TNS. Jordan Williams skallar en hittir ekki á rammann.
2. mín
TNS með skalla framhjá. Ryan Brobbell með skallann. Lítil hætta.
1. mín
Leikur hafinn
TNS hóf leikinn.
Fyrir leik
Yfirburðir Víkinga í fyrri leiknum kristallast í xG tölfræðinni. Víkingur með 3,04 í xG en TNS með 0,09. Ég er að búast við því að Víkingar taki þetta af yfirvegun og öryggi í dag og tryggi sér sæti í næstu umferð.
Fyrir leik
Hér má sjá svipmyndir bak við tjöldin. Leikurinn fer fram á gervigrasi.

Fyrir leik
Jæja þá er komið að því að skrifstofa .Net spái í leikinn.

Guðmundur Aðalsteinn: 0-3. Ekroth setur eitt og Kristall heldur áfram að skora í Evrópu.

Sæbjörn Steinke: 0-1. Ingason.

Hafliði Breiðfjörð: 0-0. Steindautt.
Fyrir leik
Viktor Örlygur Andrason tekur stöðu Pablo en að öðru leyti er Víkingur með sama byrjunarlið og í fyrri leiknum.

Byrjunarlið Víkings
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
5. Kyle McLagan
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
17. Ari Sigurpálsson
18. Birnir Snær Ingason
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
80. Kristall Máni Ingason
Fyrir leik
Þetta sögðu þjálfararnir eftir fyrri leikinn:


Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings: "Mér fannst frammistaðan hjá öllum frábær, við þurftum augljóslega smá heppni til að fá þessi víti. Þetta var fyrri hálfleikurinn í þessu einvígi og þeir kunna að vinna Evrópuleiki á sínum heimavelli. Við þurfum að eiga okkar allra besta leik þar til að fara áfram."

Anthony Limbrick, þjálfari TNS: "Mér fannst þeir (Víkingarnir) frábærir, við breyttum aðeins varnarlega í leiknum og það hjálpaði. Þegar þú lítur á heildina þá voru þetta tvö víti, annað þeirra var víti en seinna vítið... það var ekki einn aðili á vellinum sem hugsaði að þetta væri víti, þar eru leikmenn Víkings taldir með. Þetta hefði út frá því átt að vera 1-0 en miðað við hvernig leikurinn spilaðist þá hefði sigur Víkings getað verið mun stærri. Þeir eru gott lið og bjuggu til mun meira en við gerðum. Við erum ennþá á lífi, 2-0 er staðan og það verður öðruvísi leikur á okkar heimavelli. Við erum góðir þar og getum unnið þar, enginn vafi um það."

Fyrir leik


Miðjumaðurinn öflugi Pablo Punyed verður ekki með Víkingi í seinni leiknum gegn TNS frá Wales en Viktor Örlygur Andrason mun að öllum líkindum leysa hann af hólmi. Pablo fékk gult spjald undir lok leiks í 2-0 sigrinum á TNS á fimmtudag fyrir að tuða í dómara leiksins og verður því í banni.
Fyrir leik
Ef Víkingur klárar þessa viðureign, eins og við gerum hreinlega ráð fyrir, þá verður pólska liðið Lech Poznan mótherji í næstu umferð. Þungavigtareinvígi. Lech Poznan vann 5-0 sigur gegn Dinamo Batumi frá Georgíu í fyrri leiknum og formsatriði fyrir þá pólsku að klára dæmið í seinni leiknum á fimmtudag.


Fyrir leik


Kristall Máni Ingason skoraði bæði mörk Víkings í fyrri leiknum, bæði af vítapunktinum. TNS menn voru skiljanlega ósáttir við seinni vítaspyrnudóminn en það þýðir ekki að deila við dómarann. Talandi um dómara þá mun búlgarskt dómarateymi dæma þennan seinni leik. Ivaylo Stoyanov heitir maðurinn með flautuna.

Fyrir leik
Góðan og gleðilegan daginn! Velkomin með okkur í beina textalýsingu frá leik The New Saints (sem við munum kalla TNS í þessari lýsingu) og Íslands- og bikarmeistara Víkings.

Þetta er seinni viðureign liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Víkingar eru í góðri stöðu eftir 2-0 sigur í heimaleiknum.

TNS er lið í Wales en þessi leikur fer hinsvegar fram Englandsmegin við landamærin, á Park Hall leikvangnum í Oswestry. Fábrotinn völlur.



Leiknum er textalýst í gegnum útsendingu Stöð 2 Sport sem sýnir leikinn í beinni
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
5. Kyle McLagan
7. Erlingur Agnarsson ('89)
8. Viktor Örlygur Andrason
17. Ari Sigurpálsson ('67)
18. Birnir Snær Ingason ('67)
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
80. Kristall Máni Ingason ('77)

Varamenn:
9. Helgi Guðjónsson ('67)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
12. Halldór Smári Sigurðsson
14. Jóhannes Geirdal
15. Arnór Borg Guðjohnsen
15. Bjarki Björn Gunnarsson
19. Danijel Dejan Djuric ('77)
23. Nikolaj Hansen ('67)
24. Davíð Örn Atlason ('89)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórður Ingason

Gul spjöld:
Júlíus Magnússon ('22)
Nikolaj Hansen ('74)

Rauð spjöld: