Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
46' 1
0
Valur
Valur
2
0
FH
Guðmundur Andri Tryggvason '42 1-0
Guðmundur Andri Tryggvason '63 2-0
03.08.2022  -  19:15
Origo völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: 10 gráður, léttskýjað og 5 m/s
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Aron Jóhannsson (Valur)
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Birkir Már Sævarsson
3. Jesper Juelsgård
7. Aron Jóhannsson ('87)
9. Patrick Pedersen ('79)
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('74)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
6. Sebastian Hedlund ('74)
13. Rasmus Christiansen
19. Orri Hrafn Kjartansson ('79)
21. Sverrir Þór Kristinsson ('87)
23. Arnór Ingi Kristinsson
77. Ólafur Flóki Stephensen

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson
Helgi Sigurðsson

Gul spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('8)
Aron Jóhannsson ('24)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Erlendur Eiríksson flautar til leiksloka. 2-0 sigur Vals staðreynd og er þetta verðskuldað, verð ég að segja.

Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld.
92. mín
Haraldur Einar lyftir boltanum inn á teiginn og boltinn dettur fyrir fætur Kidda sem rennir honum til hliðar í hlaup á Oliver Heiðarsson sem kemur með góðan bolta á Matta en Schram ver.
90. mín
Uppbótartíminn er að lágmarki fimm mínútur.
87. mín
Inn:Sverrir Þór Kristinsson (Valur) Út:Aron Jóhannsson (Valur)
Sverrir Þór kemur inn á í sínum fyrsta meistaraflokksleik fyrir Val.
86. mín
Lítið að frétta inn á vellinum þessa stundina og virðist þetta vera að fjara út.
81. mín
Orri Hrafn fær boltann og finnur Aron Jó sem nær skoti fyrir utan teig en boltinn rétt framhjá markinu.
79. mín
Inn:Orri Hrafn Kjartansson (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
78. mín
Inn:Úlfur Ágúst Björnsson (FH) Út:Eggert Gunnþór Jónsson (FH)
78. mín
Inn:Jóhann Ægir Arnarsson (FH) Út:Guðmundur Kristjánsson (FH)
77. mín
Tryggvi Hrafn fær boltann fyrir utan teig og á skot sem fer hátt yfir.
74. mín
Inn:Sebastian Hedlund (Valur) Út:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
Tveggja marka maðurinn tekinn af velli og Hedlund kemur inn í hans stað.

Gott dagsverk hjá GAndra.
72. mín
Matti Vill fær boltann og gerir vel, kemur boltanum upp á Davíð Snæ sem á fyrirgjöf og boltinn berst út á Kidda Frey sem nær skoti sem Haukur Páll kastar sér fyrir.
70. mín
Birkir Már með frábæran bolta yfir á Tryggva Hrafn sem reynir eitthvað allt annað en skot á markið og FH vinnur boltann.

Þarna átti Tryggvi bara að skjóta á markið.
68. mín Gult spjald: Ástbjörn Þórðarson (FH)
Aron Jó fær boltann og tekur frábærlega við honum og Ástbjörn brýtur á honum.
66. mín
Boltinn kemur í átt að teignum á Guðmund Andra og Eggert Gunnþór brýtur á honum á vítateigslínunni og aukaspyrna dæmd.

Þetta var léleg aukaspyna maður! Jesper bara chippar boltanum yfir vegginn og í hendurnar á Gunna.
63. mín MARK!
Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
Stoðsending: Aron Jóhannsson
VALSMENN AÐ TVÖFALDA!!

Aron Jó fær boltann á miðjum vallarhelming FH og á hárnákvæmda sendingu inn fyrir á Guðmund Andra sem gerir allt rétt og klárar vel framhjá Gunnari í marki FH

Geggjuð sókn!
62. mín
Haraldur Einar fær boltann fyrir utan teig Vals og nær skoti en boltinn framhjá.
60. mín
Ástbjörn fær boltann út til hægri og á góða fyrirgjöf beint á hausinn á Björn Daníel sem nær góðum skalla en Schram ver.
59. mín
Valur vinnur hornspyrnu sem þeir taka stutt og Tryggvi Hrafn fær boltann fyrir utan teig og reynir að smyrja boltann í fjær en boltinn framhjá markinu.
58. mín
Inn:Oliver Heiðarsson (FH) Út:Davíð Snær Jóhannsson (FH)
56. mín
Birkir Már lyftir boltanum fyrir og boltinn berst til Tryggva sem finnur Sigga Lár og Davíð Snær brýtur á honum og Valsmenn fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig.

Jesper tekur aukaspyrnuna og boltinn kemur inn á teiginn meðfram grasinu á Sigga Lár sem nær lúmsku skoti en boltinn réttframhjá.
52. mín
Gummi Kri brýtur á Guðmund Andra við hliðarlínuna vinstra megin og Valsmenn fá aukaspyrnu sem Tryggva Hrafn lyftir inn á teiginn en rangstaða dæmd.
46. mín
Vuk Oskar fær boltann fyrir utan teig og á máttlausa tilraun og boltinn yfir markið.
46. mín
Kiddi Freyr sparkar síðari hálfleiknum í gang.
45. mín
Hálfleikur
Erlendur Eiríksson flautar til hálfleiks. Mark Guðmunds Andra skilur liðin af inn í hálfleiksræðurnar.

Komum með seinni hálfleikinn eftir 15 mínútur.
44. mín Gult spjald: Eggert Gunnþór Jónsson (FH)
42. mín MARK!
Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
Stoðsending: Patrick Pedersen
VALSMENN ERU KOMNIR YFIR!!!!!

Tryggvi Hrafn fær boltann og færir boltann yfir á Birki Má sem leggur boltann út á Patta Pedersen sem nær skoti og boltinn fer í Guðmund Andra og í netið.

1-0
41. mín Gult spjald: Guðmundur Kristjánsson (FH)
41. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (FH)
Ódýrt hjá Kidda.

FH ingar dæmdir brotlegir og Kiddi sparkar boltanum í burtu.
38. mín
Valsmenn fá aukaspyrnu nást við sitt eigið mark sem þeir taka stutt boltinn settur í hlaup á Birki sem tekur af stað og á góðan sprett áður en hann finnur Patta sem leggur hann til hliðar á Tryggva Hrafn sem fékk boltann við teiginn vinstra megin. Tryggvi tekur boltann með sér inn á völlinn og nær fínu skoti en boltinn réttyfir.
35. mín
Valsmenn fá aukaspyrnu á miðjum velli sem þeir taka snöggt og Tryggvi Hrafn kemur sér í góða stöðu og rennir boltanum fyrir en boltinn í gegnum alla.
32. mín Gult spjald: Haraldur Einar Ásgrímsson (FH)
Togaði í Ágúst Eðvald á miðjum velli.
32. mín
Patti fær boltann inn í gegnum vörn FH og klárar vel en flaggað á loft.

M.v. endursýningu í sjónvarpinu virtist þetta ROSALEGA tæpt.
28. mín
Önnur frábær sókn hjá Val.

Siggi Lár og Tryggvi Hrafn spila vel sín á milli sem endar með fyrirgjöf frá Sigga inn á teiginn en FH ingar hreinsa í hornspyrnu sem ekkert verður úr.
24. mín Gult spjald: Aron Jóhannsson (Valur)
Schram tekur stutt spyrnu frá marki og Óli Gum er á undan Aroni í boltann sem togar Óla bara niður.
23. mín
Ágúst Hlynsson með skrítna sendingu beint á Ástbjörn sem leggur hann á Björn Daníel sem nær skoti en boltinn framhjá markinu.
21. mín
Tryggvi Hrafn keyrir upp vinstra megin og fær boltann og reynir að finna Patta inn á teignum en Nielsen grípur boltann.
17. mín
FREDERIK SCHRAM ER Í HAM!!!!

FH fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Valsmanna og taka skemmtilega útfærslu af henni. Kiddi Freyr leggur boltann til hliðar á Harald Einar sem potar boltanum áfram og lætur síðan vaða en Schram slær boltann í horn.
15. mín
MATTI VILL!!!

Haraldur Einar með frábæra fyrirgjöf inn á teiginn beint á hausinn á Matta sem nær góðum skalla en Schram vel á verði og vera í horn.
12. mín
Frábær sókn hjá Valsmönnum

Kemur hár bolti upp á miðjuna og Aron Jó kassar hann fyrir Patta sem keyrir af stað og leggur boltann til hliðar á Tryggva Hrafn sem finnur svo Sigga Lár í utan á hlaup og Siggi nær skoti en boltinn af varnarmanni og í hornspyrnu sem ekkert verður úr.
12. mín
Kristinn Freyr fær boltann við teiginn og þræðir boltann inn á Vuk sem nær skoti en boltinn framhjá markinu
10. mín
Tryggvi Hrafn gerir vel úti vinstra megin og leggur boltann á GAndra sem nær skoti en boltinn hrekkur til Gústa Hlyns sem nær skoti en boltinn yfir markið.
8. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Haukur Páll kemur á ferðinni og reynir að tækla boltann en er of seinn og fer í Björn Daníel og Erlendur færir Hauk til bókar hér.
4. mín
Liðuppstilling FH er sirka svona sýnist mér

Gunni
Haraldur Óli GKri Ástbjörn
Eggert - Björn Daníel
Davíð - Kiddi Freyr - VUK
Matti
4. mín
VUK!!!!!

Hólmar Örn með mistök atast og Vuk kemur sér inn á teiginn og nær skoti á markið sem er beint á Schram áður en Valsmenn hreinsa boltann afturfyrir.

Schram virðist hafa fengið þennan bolta beint í andlitið en virðist í lagi.
3. mín
Kristinn Freyr með aukaspyrnu við hliðrlínuna vinstra megin sem er góð inn á teiginn en FH ingar ná ekki að koma boltanum á markið.
2. mín
Liðuppstilling Vals er sirka svona
Schram
SLár-Jesper-Hólmar-Birkir
GAndri - Aron - Tryggvi
Patti
1. mín
Leikur hafinn
Erlendur Eiríksson flautar til leiks á Origovellinum. Heimamenn í Val hefja leik.
Fyrir leik


Þegar þessi lið mættust í Kaplakrikanum í byrjun maí enduðu leikar 2-2. Ólafur Guðmundsson kom FH yfir en Valur tók svo forystuna með mörkum Hólmars Arnar Eyjólfssonar og Arnórs Smárasonar. Á 89. mínútu jafnaði Matthías Vilhálmsson í 2-2 sem urðu lokatölur.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Aron Jó snýr aftur úr leikbanni


Valur gerði 3-3 jafntefli við KR fyrir verslunarmannahelgi. Óli Jó gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá þeim leik.

Inn koma Aron Jóhannsson (eftir leikbann) og Tryggvi Hrafn Haraldsson

Út fer Birkir Heimisson, sem er í leikbanni, og Sebastian Hedlund sem sest á bekkinn.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Eiður Smári gerir tvær breytingar


FH gerði 0-0 jafntefli gegn Breiðabliki í síðasta leik, þar sem FH lék manni fleiri nánast allan leikinn. Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá þeim leik.

Inn koma Ólafur Guðmundsson og Eggert Gunnþór Jónsson.

Út fara Lasse Petry sem er kominn í Val og Logi Hrafn Róbertsson sem ekki er í leikmannahópnum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn
Á lokadegi félagaskiptagluggans fylgdi danski miðjumaðurinn Lasse Petry þjálfaranum Óla Jó yfir til Vals. Hann er hinsvegar ekki í leikmannahópi Valsmanna. Heiðursmannasamkomulag?

Arnór Ingi Kristinsson sem kom frá Leikni á gluggadeginum byrjar á bekknum hjá heimamönnum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Lennon í banni
Byrjunarliðin fara að detta inn á næstu mínútum... Steven Lennon er ekki með FH í kvöld vegna leikbanns.


Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Menn í banni

Tveir leikmenn Vals verða í banni í kvöld vegna fjölda gulra spjalda en þeir Birkir Heimisson og Arnór Smárason verða báðir upp í stúku í kvöld.


Fyrir leik
Óla Jó Dagurinn

Ólafur Jóhannesson tók við Val eftir að Heimir Guðjónsson var látin taka pokan sinn í lok síðasta mánaðar en hann þjálfaði einmitt FH en var rekinn fyrr í sumar.

Þetta gæti orðið mjög áhugaverður leikur en Valsmenn sitja fyrir leik kvöldsins í fimmta sæti deildarinnar með 21.stig á meðan gestirnir úr Hafnarfirðinum eru niðrí kjallaranum en liðið situr í tíunda sæti deildarinnar með aðeins 11.stig eftir 14.leiki spilaði og liðið verður hreinlega að vinna hér í kvöld.


Fyrir leik
Dómarinn

Erlendur Eiríksson dæmir leikinn hér í kvöld og honum til aðstoðar verða þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Eysteinn Hrafnkelsson. Arnar Ingi Ingvarsson er á skiltinu og eftirlitsmaður KSÍ í kvöld er Frosti Viðar Gunnarsson.


Fyrir leik
Góðan og gleðilegan daginn kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin með okkur á Origo völlinn við Hlíðarenda þar sem Valur og FH mætast í 15.umferð Bestu deildar karla. Flautað verður til leiks klukkan 19:15.


Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
3. Haraldur Einar Ásgrímsson
4. Ólafur Guðmundsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson ('78)
8. Kristinn Freyr Sigurðsson
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Davíð Snær Jóhannsson ('58)
16. Guðmundur Kristjánsson ('78)
22. Ástbjörn Þórðarson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic

Varamenn:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
22. Oliver Heiðarsson ('58)
23. Máni Austmann Hilmarsson
33. Úlfur Ágúst Björnsson ('78)
37. Baldur Kári Helgason
38. Arngrímur Bjartur Guðmundsson

Liðsstjórn:
Eiður Smári Guðjohnsen (Þ)
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Davíð Þór Viðarsson
Fjalar Þorgeirsson
Jóhann Ægir Arnarsson
Kári Sveinsson
Jóhann Emil Elíasson

Gul spjöld:
Haraldur Einar Ásgrímsson ('32)
Guðmundur Kristjánsson ('41)
Kristinn Freyr Sigurðsson ('41)
Eggert Gunnþór Jónsson ('44)
Ástbjörn Þórðarson ('68)

Rauð spjöld: