Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Valur
3
0
Þór/KA
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir '4 1-0
Bryndís Arna Níelsdóttir '10 2-0
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir '77 3-0
04.08.2022  -  17:30
Origo völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Sól og sumar
Dómari: Guðmundur Páll Friðbertsson
Maður leiksins: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur)
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir ('72)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen ('82)
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('82)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
14. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('69)
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
19. Bryndís Arna Níelsdóttir ('69)

Varamenn:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
10. Elín Metta Jensen ('69)
15. Hailey Lanier Berg ('69)
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir ('72)
22. Mariana Sofía Speckmaier ('82)
24. Mikaela Nótt Pétursdóttir
26. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('82)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
María Hjaltalín
Matthías Guðmundsson
Gísli Þór Einarsson
Mark Wesley Johnson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þægilegur sigur hjá Val og mikilvægur fyrir þeirra titilbaráttu. Þór/KA er í harðri fallbaráttu og þarf að fara að ná í betri úrslit.

Viðtöl og skýrsla koma inn á eftir.
90. mín
Elín í dauðafæri til að koma Val í 4-0 en skallar yfir.
90. mín
Telma Hjaltalín með hárrétta spá ef þetta endar svona. Hún spáði Selfoss - ÍBV þá 0-0, en þar er staðan enn markalaus þegar styttist í leikslok.

Rosalegt!
90. mín
Erum að detta í uppbótartíma. Held að það verði ekki miklu bætt við.
89. mín
Elín Metta komið virkilega sterk inn og hefur verið að tengja vel við liðsfélaga sína. Mikil gæði.
89. mín
HVERNIG?
Mariana í algjöru dauðafæri. Harpa ver skot hennar en boltinn hrekkur aftur til varamannsins. Hún skýtur þá fram hjá. Þarna átti hún að skora!
88. mín
Tiffany hlýtur að vera eitthvað meidd, ég trúi ekki öðru.
87. mín
Inn:Unnur Stefánsdóttir (Þór/KA) Út:Saga Líf Sigurðardóttir (Þór/KA)
86. mín
Elísa með bjartsýnina að fyrirrúmi þegar hún reynir skot af einhverjum 30 metrum held ég. Það mátti reyna!
86. mín
Inn:Steingerður Snorradóttir (Þór/KA) Út:Jakobína Hjörvarsdóttir (Þór/KA)
85. mín
Valur fær hornspyrnu sem Anna Rakel tekur. Það skapast mikill darraðadans og svo á Brookelyn arfaslakt skot fram hjá markinu.
83. mín
Þórdís Hrönn leikur sér að Angelu og á svo skot sem fer yfir markið.
82. mín
Inn:Sigríður Theód. Guðmundsdóttir (Valur) Út:Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
82. mín
Inn:Mariana Sofía Speckmaier (Valur) Út:Lára Kristín Pedersen (Valur)
81. mín
Í hliðarnetið!
Brookelyn bætir næstum því við þriðja markinu eftir stórglæsilega sókn en skot hennar fer í hliðarnetið.
80. mín
Þessi leikur er búinn, Þór/KA er ekki að fara að koma til baka úr þessu.
78. mín


Þórdís gerir út um leikinn með öðru marki sínu.
77. mín MARK!
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur)
Stoðsending: Elín Metta Jensen
MARK!!!!!!
Frábær sókn hjá Valsliðinu, í hæsta klassa. Brookelynn á sendingu upp á Elínu sem leikur á varnarmann Þórs/KA og á svo magnaða sendingu fyrir með vinstri. Þórdís er á réttum stað og skorar sitt annað mark í dag.

Glæsilegt mark!
76. mín
Inn:Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
75. mín
Valskonur fá aukaspyrnu úti hægra megin. Ásdís Karen með stórhættulega fyrirgjöf og það skapast hætta. Þórdís með skot en Elín fær boltann í sig og rangstaða dæmd. Boltinn var ekki á leiðinni inn.
73. mín
Þór/KA er meðal annars með Tiffany McCarty á bekknum en hefur enn sem komið er ekkert skipt. Athyglisvert.
72. mín
Inn:Þórdís Elva Ágústsdóttir (Valur) Út:Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Valur)
72. mín
María Catharina með fasta fyrirgjöf en það nær enginn til hennar.
70. mín
Elín strax komin í boltann, gerir vel í að halda í hann og koma honum svo áfram í hlaupið á Ásdísi. Sóknin rennur svo reyndar út í sandinn.

69. mín
Inn:Hailey Lanier Berg (Valur) Út:Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
69. mín
Inn:Elín Metta Jensen (Valur) Út:Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Valur)
68. mín
Ásdís Karen keyrir á vörnina og á skot fyrir utan teig sem fer beint á Hörpu.
66. mín
Það vantar herslumuninn hjá Þór/KA. Þær eru að koma sér í ágætis stöður en það vantar þetta síðasta. Spurning hvort það sé ekki rétti tíminn núna að fara að taka meiri áhættur.
66. mín
Elín Metta er að koma inn á.
63. mín
Alvöru uppspil!
Elísa með gullfallega sendingu upp á Ásdísi sem er svo með enn fallegri sendingu upp á Þórdísi. Hún er komin ein í gegn gegn Hörpu, en markvörður Þórs/KA sér við henni.
61. mín


María fékk gott færi!
60. mín
Vel spilað hjá Þór/KA; Andrea Mist þræðir Söndru Maríu í gegn og hún á stórkostlega fyrirgjöf sem ratar beint á kollinn á Maríu. Skalli hennar er hins vegar allt annað en góður. Hún átti að stanga hann!

Þetta var færi!
59. mín
Valur kemur sér í hættulega stöðu. Þórdís Hrönn býr til ágætis færi fyrir Bryndísi en skot framherjans er ekki gott og fer í varnarmann.
58. mín
Þessi leikur hefur ekki verið nein sérstök skemmtun fyrir utan þessar fyrstu tíu mínútur. Lítið um góð færi, mikið um feilsendingar og klaufamistök.
56. mín
Kimberley Dóra reynir skot af einhverjum 25 metrum. Það er dapurt og fer í fyrsta varnarmann.
54. mín
Matthías, aðstoðarþjálfari Vals, er með sólgleraugu á hliðarlínunni - eitursvalur. Jónsi, þjálfari Þórs/KA, las ekki leikinn eins vel og notar hendurnar til þess að sjá eitthvað fyrir sólinni.

53. mín
Gestirnir eru mikið í því að fara erfiðu leiðina, oftast úrslitasending í staðinn fyrir þá einföldu.
52. mín
Valskonur að þjarma að gestunum í byrjun seinni hálfleiks.
51. mín
Adda leikur boltann út á Önnu Rakel í kjölfarið á hornspynu. Anna Rakel tekur skotið í fyrsta en það fer langt fram hjá.
50. mín
Arna Sif komin lengst upp völlinn og er í ágætis skotfæri, en skotið er laust og auðvelt viðureignar fyrir Hörpu.

Veit ekki alveg hvað Arna Sif var að gera þarna.
49. mín
Bryndís keyrir inn á teiginn og lætur vaða, en skot hennar fer beint í varnarmann.
47. mín
Þór/KA er áfram í fimm manna vörn. Smá tilfærsla á leikstöðum samt. Saga Líf er komin niður í vinstri vængbakvörð er komin í fremstu víglínu.
46. mín
Þá rúllum við aftur af stað!
45. mín
Hálfleikur
Valskonur eru komnar fyrr út á völl, skiljanlega.
45. mín
Hálfleikur


Valur leiðir með tveimur mörkum í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur hér á Hlíðarenda. Valur byrjaði þennan leik frábærlega og því er staðan eins og hún er. Spurning hvort Þór/KA fari í annað kerfi í seinni hálfleiknum og reyni aðeins að keyra á þetta.
45. mín
Þór/KA fær aukaspyrnu á ágætis stað. Skemmtilega útfært en Sandra María nær ekki alveg til boltans.
45. mín
Við erum komin fram í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
44. mín
Arna Sif með geggjaðan bolta upp í hornið á Sólveigu en sóknin er í kjölfarið mjög hæg og ekkert verður úr henni.

Þór/KA kemur knettinum í burtu og svo berst hann til Elísu sem á flotta fyrirgjöf á Sólveigu. Hún reynir skot í fyrsta en það er slakt og fram hjá.
40. mín
Það eru um fimm mínútur eftir af þessum fyrri hálfleik. Þór/KA þarf eitthvað að hrista upp í þessu til þess að stig eða meira úr þessum leik. Það verður svo sannarlega erfitt úr þessari stöðu.

Ekki arfaslakur fyrri hálfleikur hjá gestunum, en þær mættu ekki alveg tilbúnar til leiks og var þeim refsað fyrir það.
37. mín Gult spjald: Margrét Árnadóttir (Þór/KA)
36. mín
Bryndís kemur boltanum á Sólveigi og hún reynir skot á mikilli ferð, en boltinn fer rakleiðis yfir markið.
33. mín
Valur fær hornspyrnu sem Anna Rakel tekur. Vinstri bakvörðurinn með geggjaða spyrnu fyrir en Valskonu ná einhvern veginn ekki að búa til neitt.
31. mín
Sólveig liggur eftir meidd. Gestirnir sparka boltanum út af og þá stendur Sólveig upp.

Elísa kastar boltanum aftur til Akureyringa í kjölfarið.
30. mín
Smá glufur að opnast fyrir Þór/KA til að gera eitthvað. Ef þær ná að lauma inn marki þá verður þetta leikur!
27. mín
Þór/KA í góðu til að minnka muninn!
Kimberley Dóra gerir ótrúlega vel á miðsvæðinu; snýr af sér andstæðing og á svo geggjaða sendingu inn fyrir á Margréti en skot hennar er rétt yfir markið.

Þetta var besta færi Þórs/KA. Reyndar var þetta þeirra fyrsta færi.
24. mín
SLÁIN!
Elísa með einn hamar í slána. Boltinn fellur fyrir Bryndísi í kjölfarið en hún nær ekki að koma boltanum yfir línuna.
22. mín
Afskaplega þægilegt fyrir Valskonur hingað til.
20. mín
Harpa getur haldið leik áfram og sparkar boltanum aftur í leik. Þór/KA reynir að spila boltanum frá marki en eru ekki lengi að tapa honum.
18. mín
Harpa kemur út, grípur fyrirgjöf og lendir illa. Hún þarf aðhlynningu.
16. mín
Þór/KA kemst varla út af sínum eigin vallarhelmingi.
14. mín
Boltinn berst yfir til vinstri á Önnu Rakel sem á huggulega fyrirgjöf fyrir en hún fer yfir allan pakkann og út af hinum megin á vellinum.
11. mín
Valur er að leika á als oddi!

10. mín MARK!
Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
Stoðsending: Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
MARK!!!!
Sólveig finnur Bryndísi inn á teignum og hún setur boltann bara þægilega yfir Hörpu sem leit ekkert sérstaklega vel út þarna.

Tíu mínútur búnar og þessi leikur er eiginlega bara búinn.

Bryndís að skora sitt þriðja deildarmark í sumar.
9. mín
Þór/KA er að stilla í 5-2-1-2

Harpa

María Catharina - Angela Mary - Hulda Björg - Jakobína - Hulda Ósk

Andrea Mist - Kimberley Dóra

Margrét

Sandra María - Saga Líf
8. mín
Valur er að stilla upp í 4-2-3-1

Sandra

Elísa - Mist - Arna Sif - Anna Rakel

Lára Kristín - Ásgerður Stefanía

Sólveig - Ásdís Karen - Þórdís

Bryndís Arna
6. mín
Spurning hvernig Þór/KA nær að bregðast við þessu. Þær ætluðu örugglega að halda núllinu eins lengi og mögulegt væri.
5. mín


Þórdís Hrönn skoraði fyrir Val.
4. mín MARK!
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur)
Stoðsending: Lára Kristín Pedersen
RUGLUÐ SENDING!!!
Þetta var ekki lengi að gerast. Lára Kristín með ruglaða sendingu inn fyrir og Þórdís Hrönn gerir allt rétt til að klára færið.

Það tók ekki langan tíma fyrir toppliðið að brjóta ísinn.
2. mín
Harpa, markvörður gestana, og Sólveig liggja eftir að hafa lent í samstuði. Þær standa svo báðar upp og geta haldið leik áfram.
2. mín
Þór/KA er að spila 5-2-1-2, allavega þegar þær eru að verjast.
1. mín
Það er líka verið að spila körfubolta eða handbolta í húsinu. Það heyrist vel inn í fjölmiðlastúkuna.
1. mín
Leikur hafinn
Valur hendir í hópmyndatöku fyrir leik.

Þetta er byrjað! Fáum við óvænt úrslit eða verður þetta allt eftir bókinni?
Fyrir leik
Liðin farin inn í klefa. Það styttist í upphafsflaut.
Fyrir leik
Vægast sagt skelfileg mæting í stúkuna þegar tíu mínútur eru í leik.
Fyrir leik
Pétur Pétursson, þjálfari Vals, spjallar við Örnu, sem er í láni hjá Þór/KA, við hliðarlínuna. Arna er í liðsstjórn hjá Þór/KA í dag; hún má ekki spila.
Fyrir leik
Það er enginn smá munur á meðalaldri byrjunarliðanna í dag. Það er mikil reynsla í Valsliðinu og meðalaldurinn á byrjunarliðinu þeirra 28,1 ár. Meðalaldurinn á byrjunarliði Þórs/KA 21,1 ár.

Angela Mary Helgadóttir er yngsti leikmaður vallarins en hún er fædd árið 2006.

Fyrir leik
Það er geggjað veður hér á Hlíðarenda. Það blæs aðeins, en annars algjörar toppaðstæður.

Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl að hita upp. Þetta verður áhugaverður leikur!
Fyrir leik
Elín Metta á bekknum
Byrjunarliðin eru komin inn. Það vekur athygli að landsliðskonan Elín Metta Jensen byrjar á bekknum hjá Val. Hún var ekki í hóp gegn Stjörnunni en er mætt aftur og byrjar á bekknum.

Elín var í landsliðshópi Íslands sem tók þátt á EM í Englandi.

Hjá Þór/KA byrjar María Catharina Ólafsd. Gros en hún kom nýverið aftur heim eftir dvöl hjá Celtic í Skotlandi. Tiffany Janea McCarty byrjar á bekknum.

Fyrir leik
Það eru fjórir aðrir leikir í Bestu deildinni í kvöld. Þeir eru allir í beinni textalýsingu hér á síðunni.

Leikir dagsins:
17:30 Selfoss-ÍBV (JÁVERK-völlurinn)
17:30 Valur-Þór/KA (Origo völlurinn)
19:15 KR-Stjarnan (Meistaravellir)
20:00 Afturelding-Þróttur R. (Malbikstöðin að Varmá)
Fyrir leik
Spáir þægilegum sigri Vals
Ég fékk Telmu Hjaltalín Þrastardóttur, leikmann FH, til þess að spá í leiki umferðarinnar í Bestu deild kvenna. Hún spáir þægilegum sigri Vals í kvöld.

Valur 3 - 0 Þór/KA (17:30 í dag)
Það hefur vantað upp á stöðugleika hjá Þór/KA í sumar og þær eru eflaust ekki sáttar með stöðuna á töflunni. Það breytist hins vegar ekki í kvöld gegn sterku liði Valsstelpna sem ætla sér ekki að missa toppsætið úr höndunum. Hörkuleikur fyrstu mínúturnar en Elín Metta verður Þór/KA erfið í kvöld og nær inn fyrstu þrennunni sinni í sumar.

Fyrir leik
Ég hvet fólk til þess að taka þátt í umræðunni í kringum leikinn á Twitter undir kassamerkinu #fotboltinet. Það gerir leikinn bara skemmtilegri!
Fyrir leik
Spilar eflaust ekki
Varnarmaðurinn Arna Eiríksdóttir hefur spilað stórt hlutverk í liði Þórs/KA í sumar. Ég ætla að giska á að hún verði í stúkunni í kvöld þar sem hún er á láni frá Val og það tíðkast að lánsmenn spili ekki gegn félögunum sem þeir eru í láni frá. Það er mikill missir fyrir Þór/KA.

Fyrir leik
Sandra María komið sterk inn
Hjá Þór/KA er Sandra María Jessen markahæst með sex mörk. Hún hefur komið gríðarlega sterk heim úr atvinnumennsku.

Sandra María sneri aftur heim á Akureyri fyrir tímabilið eftir að hafa leikið í þrjú tímabil með Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Hún eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári.

Hún á að baki 31 A-landsleik fyrir Ísland og í þeim hefur hún skorað sex mörk.

Fyrir leik
Ásdís komið að flestum mörkum
Það er líka Valsari sem hefur komið að flestum mörkum í deildinni í sumar.

Deildin er rúmlega hálfnuð og það er athyglisvert að skoða það hvaða leikmenn hafa komið að flestum mörkum í sumar, það er að segja þegar mörk og stoðsendingar eru teknar saman.

Á toppi listans er Ásdís Karen Halldórsdóttir, leikmaður Vals, en hún er búin að koma að níu mörkum í sumar. Hún er stoðsendingahæst í deildinni með sex talsins og þá er hún jafnframt búin að gera þrjú mörk.

Næst á eftir koma Brenna Lovera úr Selfossi, Birta Georgsdóttir úr Breiðabliki og Katrín Ásbjörnsdóttir úr Stjörnunni en þær eru allar búnar að koma að átta mörkum.

Fyrir leik
Þær sem hafa spilað flestar mínútur
Það er athyglisvert að skoða það að þær tvær sem hafa spilað flestar mínútur af öllum leikmönnum í Bestu deildinni í sumar, þær koma báðar úr Val.

Landsliðskonurnar Sandra Sigurðardóttir og Elísa Viðarsdóttir hafa báðar 1044 mínútur í sumar, meira en allir aðrir leikmenn.

Ég ætla að giska á að þær muni báðar byrja og spila allan leikinn í dag.

Fyrir leik
Dómari í dag er Guðmundur Páll Friðbertsson. Óska honum og hans aðstoðarfólki góðs gengis!
Fyrir leik
MJÖG óvænt úrslit þegar þessi lið mættust síðast
Það er óhætt að segja að úrslitin hafi verið mjög óvænt þegar þessi lið mættust síðast.

Sandra María Jessen og Margrét Árnadóttir skoruðu þá mörk Þórs/KA í 2-1 sigri.

Valur ætlar sér eflaust að ná fram hefndum í kvöld.

Fyrir leik
Þetta er annar leikurinn sem Valur spilar eftir EM pásuna en sá fyrsti sem Þór/KA leikur. Valur er á leið í Meistaradeildina og lék því gegn Stjörnunni í síðustu viku. Sá leikur endaði með 1-1 jafntefli.
Fyrir leik
Staðan?
Fyrir þennan leik er Valur á toppi deildarinnar með tveggja stiga forskot á Breiðablik sem er í öðru sæti. Þór/KA hefur verið í nokkru basli í sumar og er í áttunda sæti með tíu stig eftir tíu leiki.


Fyrir leik
Góðan og gleðilegan daginn! Í kvöld mætast Valur og Þór/KA í Bestu deild kvenna. Ég verð á Origo-vellinum og mun segja ykkur frá gangi mála.

Endilega fylgist með!


Byrjunarlið:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
Saga Líf Sigurðardóttir ('87)
2. Angela Mary Helgadóttir
8. Andrea Mist Pálsdóttir
8. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir
10. Sandra María Jessen (f)
14. Margrét Árnadóttir
16. Jakobína Hjörvarsdóttir ('86)
17. María Catharina Ólafsd. Gros
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('76)
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
25. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
4. Arna Eiríksdóttir
5. Steingerður Snorradóttir ('86)
6. Unnur Stefánsdóttir ('87)
14. Tiffany Janea Mc Carty
21. Krista Dís Kristinsdóttir
23. Iðunn Rán Gunnarsdóttir
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('76)

Liðsstjórn:
Perry John James Mclachlan (Þ)
Jón Stefán Jónsson (Þ)
Haraldur Ingólfsson
Hannes Bjarni Hannesson

Gul spjöld:
Margrét Árnadóttir ('37)

Rauð spjöld: