Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
Kórdrengir
0
0
Fjölnir
05.08.2022  -  19:15
Framvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Hæg suðlæg átt og skýjað. Hiti um 10 gráður.
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Maður leiksins: Guðmann Þórisson (Kórdrengir)
Byrjunarlið:
1. Óskar Sigþórsson (m)
4. Fatai Gbadamosi
5. Loic Mbang Ondo (f) ('78)
9. Daníel Gylfason
14. Iosu Villar
15. Arnleifur Hjörleifsson
16. Morten Ohlsen Hansen
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
18. Axel Freyr Harðarson ('85)
21. Guðmann Þórisson
77. Sverrir Páll Hjaltested ('66)

Varamenn:
12. Daði Freyr Arnarsson (m)
8. Kristján Atli Marteinsson
10. Þórir Rafn Þórisson ('66)
11. Daði Bergsson ('85)
19. Kristófer Jacobson Reyes ('78)
20. Óskar Atli Magnússon
33. Bjarki Björn Gunnarsson

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Logi Már Hermannsson
Andri Steinn Birgisson
Heiðar Helguson
Jóhann Ólafur Schröder
Guðrún Marín Viðarsdóttir
Jóhann Ólafur Sveinbjargarson

Gul spjöld:
Fatai Gbadamosi ('67)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Gunnar Freyr flautar hér til leiksloka. Markalaust jafntefli niðurstaðan í rosalega leiðinlegum fótboltaleik.

Takk í kvöld.
92. mín
Hákon Ingi fær boltann inn á teignum í fínu færi en setur boltann framhjá.
90. mín
Klukkan slær 90 hér í Safamýri.
89. mín
Danni lyfir boltanum inn í teiginn á Fatai sem nær skallanum en boltinn afturfyrir endamörk
87. mín
Það stefnir allt í markalaust jafntefli hér í Safamýrinni en þessi leikur fer ekki í sögubækurnar þegar talað er um skemmtanagildi.
85. mín
Inn:Daði Bergsson (Kórdrengir) Út:Axel Freyr Harðarson (Kórdrengir)
83. mín
Kórdrengir nálægt því að skora hér!!

Arnleifur tekur hornspyrnu frá hægri inn á teiginn og eftir mikið klafs inn á teig Fjölnis vinna Kórdrengir tvö horn í röð og ekkert verður úr því seinna.
78. mín
Inn:Kristófer Jacobson Reyes (Kórdrengir) Út:Loic Mbang Ondo (Kórdrengir)
75. mín
Axel Freyr fær boltann fyrir utan teig Fjölnis og fær utan á hlaup frá Danna og Danni reynir að finna Þóri inn á teignum en Fjölnismenn verjast þessu ágætlega.
71. mín
Fjölnismenn lyfta boltanum upp á Hákon Inga sem fær Gunnlaug í bakið og Gunnar dæmir aukaspyrnu á stórhættulegum stað.

Reynir Haraldsson tekur spyrnuna og smellir boltanum yfir vegginn og rétt yfir.
67. mín Gult spjald: Fatai Gbadamosi (Kórdrengir)
Þetta var hrottaleg tækling hjá Fatai.

Virðist fara með báðar fæturnar á Júlíus og klárt gult. Ég myndi segja að þetta hafi verið appelsíngult.

Fjölnismenn allt annað en sáttir.
66. mín
Inn:Þórir Rafn Þórisson (Kórdrengir) Út:Sverrir Páll Hjaltested (Kórdrengir)
63. mín
Daníel Gylfason finnur Sverri Pál inn á teignum sem nær snúning og skoti en boltinn framhjá.
62. mín
Inn:Júlíus Mar Júlíusson (Fjölnir) Út:Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson (Fjölnir)
58. mín
Inn:Dagur Ingi Axelsson (Fjölnir) Út:Killian Colombie (Fjölnir)
55. mín
SLÁIN!!!!

Sverrir Páll fær boltann óvænt í gegnum vörn Fjölnis og setur boltann í slánna.

Dauðafærii!
54. mín
Arnleifur tekur hornspyrnu fyrir Kórdrengir frá vinstri og eftir mikið klafs inn á teig Fjölnis nær Villar skoti en boltinn framhjá markinu.
53. mín
FJÖLNISMENN VILJA HENDI VÍTI

Killian fær boltann út til vinstri og á flotta fyrirgjöf inn á teiginn þar sem Sigurpáll nær skalla og boltinn fer í Guðmann og Fjölnismenn kalla eftir víti en Gunnar dæmir ekkert.
49. mín
Villar chippar boltanum inn á Hansen sem tók gott hlaup inn fyrir vörn Fjölnis en flaggið á loft og rangstaða dæmd.
47. mín
Axel Freyr gerir vel úti vinstra megin og kemur boltanum á Daníel Gylfa sem reynir sð finna Sverri sem nær ekki til boltans.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er farinn af stað.
45. mín
Eina góða við þetta hingað til er að DJ Kórdrengja er með alvöru hittara hérna í hálfleiknum. Gerir þetta mjög vel!
45. mín
Hálfleikur
Gunnar Freyr flautar til hálfleiks hérna í Safamýri. Ömurlegum fyrri hálfleik lokið ef ég má vera hreinskilinn. Vonandi fæ ég meira fyrir augað í þeim síðari.
43. mín
Inn:Arnar Númi Gíslason (Fjölnir) Út:Lúkas Logi Heimisson (Fjölnir)
42. mín
Lúkas Logi sest á grasið og virðist ekki vera halda leik hér áfram en hann lenti í harkalegri tæklingu rétt áðan þegar Morten Hansen strajaði hann niður.
40. mín Gult spjald: Hákon Ingi Jónsson (Fjölnir)
Brýtur á Guðmanni og Guðmann ekki sáttur með Hákon Inga þarna.
33. mín
Lúkas Logi fær boltann út til vinstri og á góða fyrirgjöf í átt að Hákoni Inga sem nær ekki að pota í boltann og rétt missir af honum.
31. mín
Fjölnismenn fær boltann frá vinstri til hægri og Killian fær boltann og tekur eina snertingu í átt að teig Kórdrengja og lætur síðan vaða en boltinn beint á Óskar.
28. mín
Axel Freyr fær botann og keyrir með hann upp að endarmörkum og nær fyrirgjöf sem Fjölnismenn skalla afturfyrir.

Arnleifur tekur hornspyrnuna en Kórdrengir dæmdir brotlegir inn á teignum.
23. mín
Arnleifur með aukaspyrnu inn á teiginn í átt að Gunnlaugi sem nær skallanum en flaggið á loft og rangstaða dæmd.

Ég kalla eftir meira lífi.
21. mín
Arnleifur kemur boltanum upp á Axel sem kemst inn á teiginn og fellur eftir samskipti sín við Hansa en ekkert dæmt.
17. mín
Þessar fyrstu mínútur leiksins eru ekki mikið fyrir augað en það hefur bókstaflega ekkert gerst. Fjölnismenn halda aðeins meira í boltann en eru ekki að ná að skapa sér neitt.
10. mín
Arnleifur tekur fyrstu hornspyrnu Kórdrengja hér í kvöld en ekkert verður úr henni.
6. mín
Reynir Haraldsson með aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Kórdrengja en boltinn lekur afturfyrir.
5. mín
Lítið að gerast fyrstu fimm en bæði lið eru að reyna að finna takt.
1. mín
Leikur hafinn
Gunnar Freyr Róbertsson flautar til leiks. Það eru gestirnir úr Grafarvoginum sem hefja leik.
Fyrir leik
Fréttir úr stúkunni!

Sigurvin Ólafsson aðstoðarþjálfari FH var að mæta í stúkuna annars er rosalega fámennt enda enski boltinn byrjaður að rúlla og ég mun skila öllu sem gerist hér í Safsmýrinni beint heim í sófa.
Fyrir leik
Korter í leik

Í veðurfréttum er þetta helst. Hæg suðlæg átt, skýjað og lítilsháttar væta en suðaustan 5-10 og líkur á rigningu í kvöld og nótt. Hiti 8-14 stig.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðana.
Fyrir leik
Fyrri viðureign liðanna

Liðin mættust á Extravellinum í Grafarvogi þann 27.mai síðastaliðin í leik sem endaði með 1-1 jafntefli í dramatískum leik. Reynir Haraldsson kom Fjölnismönnum yfir áður en Þórir Rafn Þórisson jafnaði fyrir Kórdrengi á 90.mínútu.





Fyrir leik
Fjölnir

Gestirnir frá Grafarvogi sitja fyrir leik kvöldsins í þriðja sæti deildarinnar með 23.stig en liðið er sjö stigum á eftir Fylkismönnum sem sitja í öðru sæti deildarinnar og líkurnar á að liðið komist upp í efstu tvö sætin er ansi ólíklegt en það er aldrei hægt að segja aldrei í þessu geggjaða spoti.

Fjölnismenn fengu einmitt Fylkismenn í heimsókn í síðustu umferð og endaði sá leikur með 2-0 sigri Fylkis.


Fyrir leik
Kórdrengir

Kórdrengir sitja fyrir leik kvöldsins í níunda sæti deildarinnar með 17.stig en stigasöfnun liðsins í sumar er líklega langt undir væntingum áður en tímabilið hófst í vor. Liðið fór í Vesturbæinn og endaði sá leikur með 2-2 jafntefli þar sem Axel Freyr Harðarson skoraði bæði mörk liðsins.


Fyrir leik


Gott og gleðilegt kvöldið kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin með okkur á Framvöll í Safamýri, heimavöll Kórdrengja þar sem heimamenn taka á móti Fjölnismönnum í Lengjudeild karla.

Gunnar Freyr Róbertsson dæmir leikinn í kvöld og verður hann með þá Ragnar Þór Bender og Guðna Frey Ingvarsson til aðstoðar. Eftirlitsmaður KSÍ í kvöld er Halldór Breiðfjörð Jóhannsson.
Byrjunarlið:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
Guðmundur Þór Júlíusson
3. Reynir Haraldsson
4. Sigurpáll Melberg Pálsson
11. Dofri Snorrason
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson ('62)
17. Lúkas Logi Heimisson ('43)
23. Hákon Ingi Jónsson
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson
78. Killian Colombie ('58)

Varamenn:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
4. Júlíus Mar Júlíusson ('62)
7. Dagur Ingi Axelsson ('58)
7. Arnar Númi Gíslason ('43)
14. Daníel Ingvar Ingvarsson
22. Baldvin Þór Berndsen
37. Árni Steinn Sigursteinsson

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Einar Jóhannes Finnbogason
Einar Már Óskarsson
Erlendur Jóhann Guðmundsson

Gul spjöld:
Hákon Ingi Jónsson ('40)

Rauð spjöld: