Kópavogsvöllur
föstudagur 05. ágúst 2022  kl. 19:15
Besta-deild kvenna
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Maður leiksins: Birta Georgsdóttir
Breiðablik 3 - 0 Keflavík
1-0 Clara Sigurðardóttir ('45)
2-0 Birta Georgsdóttir ('54)
3-0 Agla María Albertsdóttir ('61)
Byrjunarlið:
1. Eva Nichole Persson (m)
2. Natasha Anasi (f)
7. Agla María Albertsdóttir
9. Taylor Marie Ziemer ('78)
10. Clara Sigurðardóttir
14. Karen María Sigurgeirsdóttir ('66)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('78)
17. Karitas Tómasdóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('66)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir
28. Birta Georgsdóttir ('86)

Varamenn:
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('66)
6. Margrét Brynja Kristinsdóttir ('78)
16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez ('86)
23. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('78)
25. Anna Petryk
26. Laufey Harpa Halldórsdóttir ('66)
30. Rakel Hönnudóttir

Liðstjórn:
Ragna Björg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson
Aron Már Björnsson
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Ágústa Sigurjónsdóttir
Kristófer Sigurgeirsson
Sigurður Frímann Meyvantsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
94. mín Leik lokið!
Sanngjarn sigur Breiðabliks staðreynd og halda þær pressu á Val í titilbaráttunni.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
Eyða Breyta
93. mín
Lokasekúndur leikins og Breiðablik á hornspyrnu.

Írena skóflar boltanum yfir markið af markteig.
Eyða Breyta
92. mín Jóhanna Lind Stefánsdóttir (Keflavík) Ana Paula Santos Silva (Keflavík)

Eyða Breyta
92. mín
Írena í dauðafæri á markteig en Samantha gerir sig breiða og tekur kraftinn úr skotinu sem Silvia svo hreinar í horn af línunni.
Eyða Breyta
90. mín
Uppbótartími er að minnsta kosti 3 mínútur.
Eyða Breyta
89. mín
Helena Ósk með skotið af vítateig en boltinn beint í fang Samönthu.
Eyða Breyta
86. mín Saga Rún Ingólfsdóttir (Keflavík) Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík)

Eyða Breyta
86. mín Anita Bergrán Eyjólfsdóttir (Keflavík) Snædís María Jörundsdóttir (Keflavík)

Eyða Breyta
86. mín Írena Héðinsdóttir Gonzalez (Breiðablik) Birta Georgsdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
85. mín
Marholt reynir að finna Snædísi í fætur við teig Blika en Snædís nær ekki að taka boltann með sér. Hefði verið í mjög álitlegri stöðu hefði það tekist en að því er ekki spurt.
Eyða Breyta
84. mín
Aftur fá Blikar horn. Eru fleiri mörk í kortunum?

Spyrnan tekin inn á nær en Samantha hirðir knöttinn.
Eyða Breyta
83. mín
Breiðablik með hornspyrnu.

Natasha upp í boltann með Samönthu en markvörðurinn sterkari og handsamar boltann.
Eyða Breyta
80. mín
Agla fer vel með boltann í teig Keflavíkur, leikur upp að endamörkum og setur boltann fyrir en Samantha fljót til og handsamar boltann.
Eyða Breyta
78. mín Helena Ósk Hálfdánardóttir (Breiðablik) Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
78. mín Margrét Brynja Kristinsdóttir (Breiðablik) Taylor Marie Ziemer (Breiðablik)

Eyða Breyta
75. mín
Leikurinn farið fram á vallarhelmingi Keflavíkur hér í síðari hálfleik. Fátt verið um afgerandi færi eftir þriðja mark Breiðabliks þó.
Eyða Breyta
73. mín Elfa Karen Magnúsdóttir (Keflavík) Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík)

Eyða Breyta
69. mín
Boltinn fyrir fætur Karitas fyrir utan teig af varnarmanni en hún nær ekki að leggja boltann nægilega vel fyrir sig og skot hennar yfir markið.
Eyða Breyta
66. mín Laufey Harpa Halldórsdóttir (Breiðablik) Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
66. mín Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik) Karen María Sigurgeirsdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
66. mín
Clara með skot úr D-boganum en beint á Samönthu sem ver.
Eyða Breyta
65. mín
Blikum líður vel og það sést á spilamennsku þeirra hér í kvöld. Halda boltanum vel og ýta Keflavíkurliðinu neðar og neðar uns þær fá færi.
Eyða Breyta
61. mín MARK! Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Blikastúlkur að klára þetta á fyrsta úma korterinu. Boltinn inn á teiginn frá vinstri beint fyrir fætur Öglu Maríu sem leggur boltann fyrir sig og skilar honum í netið.
Eyða Breyta
57. mín
Karitas með skotið úr D-boganum en vel framhjá markinu.
Eyða Breyta
54. mín MARK! Birta Georgsdóttir (Breiðablik), Stoðsending: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Frábær sending inn á teiginn frá Áslaugu Mundu beint á kollinn á Birtu sem er alein og getur ekki annað en skorað. Enda bregst henni ekki bogalistin og skallar boltann framhjá Samönthu í marki Keflavíkur.
Eyða Breyta
49. mín
Clara í hörkufæri í teignum en Samantha ver.
Eyða Breyta
47. mín
Blikar með fyrstu hornspyrnu síðari hálfleiks. En ekkert verður úr.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Gestirnir sparka þessu í gang í seinni og þurfa að sækja. Það gæti á móti opnað á fleiri möguleika hjá Blikum á móti.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Mark með síðustu spyrnu hálfleiksins. Breiðablik leiðir og ekki hægt að tala um annað en að það sé sanngjarnt.

Komum aftur að vörmu spori.
Eyða Breyta
45. mín MARK! Clara Sigurðardóttir (Breiðablik), Stoðsending: Birta Georgsdóttir
+1

Eitthvað varð undan að láta.

Birta kemst næsta auðveldlega inn á teiginn hægra megin. Leikur að endalínu og rennir boltanum fyrir markið þar sem Clara mætir og skilar boltanum yfir línuna af svona 5 cm færi.
Eyða Breyta
45. mín
Klaufagangur í öftustu línu Keflavíkur og Vigís Lilja í hörkufæri. Samantha nær þó að redda hlutunum í bili með vörslu, boltinn beint fyrir fætur Clöru sem á skotið en skot hennar yfir.
Eyða Breyta
44. mín
Agla María með skrýtna tilraun, með skot beint úr snúningi á 20-25 metrum sem siglir sakleysislega framhjá stönginni.
Eyða Breyta
39. mín
Blikar færast nær.

Karitas með skot rétt fyrir utan D-bogann sem fer 30cm yfir slánna.
Eyða Breyta
36. mín
Karen María næst að reyna langskot, beint í fang Samönthu.
Eyða Breyta
34. mín
Stórhættulegur bolti fyrir markið frá Birtu en Samantha slær boltann frá. Boltinn laus í teignum en gestirnir hreinsa.
Eyða Breyta
33. mín
Áslaug Munda með skot af löngu færi en hátt yfir markið.
Eyða Breyta
31. mín
Keflavík fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
30. mín
Fyrirgjöf frá hægri fyrir mark Keflavíkur sem Samantha misreiknar eitthvað. boltinn í þverslánna og dettur niður í teignum en Caroline fyrst að átta sig og þrumar boltanum frá.
Eyða Breyta
28. mín
Hætta í teig Blika!

Fyrst er það Snædís María með boltann fyrir en engin ræðst á hann og svífur hann framhjá öllum í teignum. Þar endar hann á fótum Silviu sem fer illa með Kareni Maríu áður en hún leggur boltann fyrir en Blikar fyrstar á boltann og hreinsa.
Eyða Breyta
27. mín
Vigdís Lilja leikur inn völlinn frá vinstri og á skot af talsverðu færi. Boltinn alltaf á uppleið og fer vel yfir markið.
Eyða Breyta
24. mín
Breiðablik með boltann, Keflavík verst er saga leiksins. Gefum Keflavík það að þær hafa varist vel og eru farnar að fara í taugarnar á leikmönnum Blika.
Eyða Breyta
20. mín
Blikar legið í sókn meirihluta þessara fyrstu 20 mínútna en Keflavíkurliðið heilt yfir varist þeim með ágætum, oft á ystu nöf en hefur sloppið hingað til.
Eyða Breyta
14. mín
Natasha með skot úr teignum, Samantha sigruð en Tina Marholt ver á marklínu!

Markið liggur í loftinu myndi einhver segja.
Eyða Breyta
13. mín
Þung pressa frá Blikum sem sækja enn og uppskera horn.
Eyða Breyta
11. mín
Natasha skorar og Blikar fagna af ákefð, Hnetusmjórið fer í gang og vallarþulurinn les markaskorara en Þórður fyrir lifandis löngu búinn að dæma markið af fyrir brot í teignum.
Eyða Breyta
10. mín
Samantha með frábæra vörslu. Birta með boltann fyrir markið þar sem Agla María er alein en skot hennar vel út við stöng varið í horn með tilþrifum.
Eyða Breyta
8. mín
Heimakonur verið að finna mikið svæði úti til hægri. Birta átt nokkrar álitlegar fyrirgjafir til þessa en Blikar ekki gert sér mat úr því til þessa.
Eyða Breyta
6. mín
Áslaug Munda sækir horn fyrir Blika, Samantha slær hornið frá.
Eyða Breyta
3. mín
Birta Georgsdóttir með boltann inn á teiginn hægra megin, Agla fyrst á boltann og nær skotinu en yfir markið.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Kópavogi. Það eru heimakonur sem hefja hér leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Tríóið

Þórður Þorsteinn Þórðarson er með flautuna á Kópavogsvelli í kvöld. Elvar Smári Arnarsson og Guðmundur Ingi Bjarnason eru honum til aðstoðar. Reynir Ingi Finnsson er svo fjórði dómari og Ólafur Ingi Guðmundsson eftirlitsmaður frá KSÍ punktar hjá sér um framkvæmd leiks og frammistöðu þeirra.Eyða Breyta
Fyrir leik
Telma Hjaltalín Þrastardóttir spáir í spilin

,,Blikarnir eiga harm að hefna eftir tapið gegn Keflavík í fyrri leik liðanna og mæta vel gíraðar í þennan leik. Þær eru búnar að vera á fínni siglingu í síðustu leikjum og halda því áfram í dag. Þægilegur 3-0 sigur hjá Breiðablik þar sem Agla María verður allt í öllu.´´Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna

Fyrri leik liðanna á HS Orkuvellinum í Keflavík í vor lauk með 1-0 heimasigri Keflavíkur. Leiksins verður helst minnst fyrir ótrúlega frammistöðu Samantha Leshnak Murphy í marki Keflavíkur sem varði frá Blikum úr hverju dauðafærinu eftir öðru. Hún kórónaði svo leik sinn í uppbótartíma með því að verja vítaspyrnu frá Natöshu Anasin.

Annars hefur Keflavík verið ákveðin grýla fyrir lið Blika síðastliðin tvö ár. En Keflavík vann á sannfærandi hátt 3-1 á Kópavogsvelli í fyrra og var í forystu í 84 mínútur í heimaleik sínum en jöfnunarmark Selmu Sól Ágústsdóttur á 88. mínútu leiksins tryggði Breiðablik eitt stig í það skiptið.

Allt annar leikur í kvöld þó og verður áhugavert að sjá hvernig málin munu þróast.Eyða Breyta
Fyrir leik
Breiðablik

Blikar eru fyrir leik 5 stigum á eftir toppliði Vals en eiga leikinn í kvöld til góða. Breytingar hafa einnig orðið í leikmannahópi Blika í hléinu en þar ber hæst líklega endurkoma Öglu Maríu Albertsdóttur í lið Breiðabliks en hún kom sér strax á blað með marki í 5 - 0 sigri á KR á dögunum.Eyða Breyta
Fyrir leik
Keflavík

Eftir 47 daga EM frí mætir Keflavík aftur til leiks í deildinni á Kópavogsvelli. Gestaliðið situr fyrir leik kvöldsins í 7.sæti deildarinnar með 10 stig 3 stigum fyrir ofan fallsvæðið. Keflavík sótti sér liðsstyrk í félagaskiptaglugganum sem lokaði fyrir síðustu mánaðarmót. Snædís María Jörundsdóttir kom á láni frá Stjörnunni,
Erin Amy Longsden gekk til liðs við félagið frá Englandi og þá kom Marín Rún Guðmundsdóttir aftur til félagsins frá Grindavík.Eyða Breyta
Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Keflavíkur í 11.umferð Bestu deildar kvenna.


Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Samantha Leshnak Murphy (m)
3. Caroline Mc Cue Van Slambrouck
7. Silvia Leonessi
9. Snædís María Jörundsdóttir ('86)
10. Dröfn Einarsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm (f)
14. Ana Paula Santos Silva ('92)
24. Anita Lind Daníelsdóttir ('86)
26. Amelía Rún Fjeldsted ('73)
33. Sigurrós Eir Guðmundsdóttir
34. Tina Marolt

Varamenn:
12. Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir ('86)
18. Elfa Karen Magnúsdóttir ('73)
19. Kristrún Blöndal
20. Saga Rún Ingólfsdóttir ('86)
22. Jóhanna Lind Stefánsdóttir ('92)
28. Gunnhildur Hjörleifsdóttir
30. Marín Rún Guðmundsdóttir

Liðstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Hjörtur Fjeldsted
Örn Sævar Júlíusson
Óskar Rúnarsson
Guðmundur Karl Úlfarsson
Luka Jagacic

Gul spjöld:

Rauð spjöld: