Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Fram
3
3
Víkingur R.
Magnús Þórðarson '11 1-0
Albert Hafsteinsson '55 2-0
2-1 Davíð Örn Atlason '57
2-2 Helgi Guðjónsson '62
2-3 Erlingur Agnarsson '63
Brynjar Gauti Guðjónsson '87 3-3
07.08.2022  -  19:15
Framvöllur - Úlfarsárdal
Besta-deild karla
Aðstæður: Þungt yfir en fótboltalega séð mjög góðar!
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 1120
Maður leiksins: Helgi Guðjónsson (Víkingur R)
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
7. Guðmundur Magnússon (f) ('89)
8. Albert Hafsteinsson ('66)
11. Almarr Ormarsson ('66)
11. Magnús Þórðarson
13. Jesus Yendis
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
21. Indriði Áki Þorláksson
28. Tiago Fernandes
69. Brynjar Gauti Guðjónsson
71. Alex Freyr Elísson

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
5. Delphin Tshiembe
6. Tryggvi Snær Geirsson ('66)
9. Þórir Guðjónsson ('89)
10. Orri Gunnarsson
10. Fred Saraiva ('66)
16. Arnór Daði Aðalsteinsson

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Daði Lárusson
Gunnlaugur Þór Guðmundsson
Einar Haraldsson
Stefán Bjarki Sturluson

Gul spjöld:
Alex Freyr Elísson ('59)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Helgi Mikael flautar til leiksloka. 3-3 jafntefli niðurstaðan í rosalegum fótboltaleik.

Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld.
94. mín
SLÁIN!!!

Pablo lyftir boltanum á fjær þar sem Erlingur er og skalli hans í slánna.

90. mín
Alex Freyr fær boltann rúllandi til sín og lætur vaða en boltinn framhjá.

Uppbótartíminn er að lágmarki 5 mínútur.
89. mín
Inn:Þórir Guðjónsson (Fram) Út:Guðmundur Magnússon (Fram)
87. mín MARK!
Brynjar Gauti Guðjónsson (Fram)
Stoðsending: Tiago Fernandes
DRAMATÍK!!!

Tiago tekur hornspyrnu frá vinstri inn á teiginn sem Guðmundur Magnússon skallar á markið. Ingvar Jónsson ver og sýnist mér halda boltanum og Brynjar Gauti sparkar boltanum í netið.

Það má vel deila um þetta mark en ég væri til í að sjá endursýningu á þessu atviki.
86. mín
Davíð Örn er komin með krampa.
85. mín
Fred Saravia kemst upp að endarmörkum og ætlar að renna boltanum út í teiginn en boltinn af Víkingum og afturfyrir.
85. mín Gult spjald: Arnór Borg Guðjohnsen (Víkingur R.)
Brynjar Gauti er að senda boltann frá sér og Arnór Borg alltof seinn og fer í Binna.
84. mín
HELGI GUÐJÓNS!!

Erlingur Agnarsson fær boltann fyrir utan teig Fram og fær allan tíman í heiminum. Leggur boltann til hliðar á félaga sinn Helga sem nær skoti en boltinn yfir markið.
79. mín
Inn:Arnór Borg Guðjohnsen (Víkingur R.) Út:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
Dömur og herrar. Arnór Borg að mæta inn í sínum fyrstu mínútum fyrir Víkinga.

Þið megið leiðrétta mig ef ég fer með rangt mál.
77. mín
Framarar fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Víkinga. Tiago lyfir boltanum inn á teiginn. Brynjar Gauti og Helgi Guðjónsson eru í baráttunni um boltann og Helgi lendir ofan á Brynjari

Framarar kalla eftir vítaspyrnu en ekkert dæmt.
74. mín
Erlingur Agnars keyrir upp hægri vænginn og á fyrirgjöf sem Framarar skalla í burtu en boltinn dettur fyrir Pablo sem getur hann í fyrsta en boltinn yfir markið.
70. mín
Það voru að berast áhorfendatölur en það eru 1120 áhorfendur mættir. Þeir eru heldur betur að fá allt fyrir peninginn hérna í kvöld.
66. mín
Inn:Tryggvi Snær Geirsson (Fram) Út:Albert Hafsteinsson (Fram)
66. mín
Inn:Fred Saraiva (Fram) Út:Almarr Ormarsson (Fram)
65. mín Gult spjald: Kyle McLagan (Víkingur R.)
63. mín MARK!
Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Ari Sigurpálsson
HVAÐA RUGL ENDURKOMA ER ÞETTA????

Ari Sigurpáls fær boltann við endarlínuna og rennir boltanum fyrir á Erling Agnarsson sem klárar í autt netið.

EuroVikees komnir yfir!
62. mín MARK!
Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
VÍKINGAR ERU AÐ JAFNA!!!!

Víkingar lyfta boltanum í átt að Loga Tómas inn á teig Fram og Logi hittir hann ekki og boltinn dettur fyrir fætur Helga sem klárar framhjá Óla.
60. mín Gult spjald: Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
Fer of hátt með löppina beint í Almarr.
59. mín Gult spjald: Alex Freyr Elísson (Fram)
58. mín
Inn:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
58. mín
Inn:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) Út:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
58. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
57. mín MARK!
Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
Stoðsending: Logi Tómasson
LOKSINS SKORA VÍKINGAR!!!

Logi Tómasson á fyrirgjöf inn á teiginn og Davíð Örn er réttur maður á réttum stað og klárar vel.
55. mín MARK!
Albert Hafsteinsson (Fram)
ALBERT HAFSTEINSSON!

Albert fær boltann inn á teignum og klárar framhjá Ingvari Jónssyni. Mér sýndist það vera Magnús Þórðarson sem átti fyrirgjöfina inn á teiginn.
52. mín
Djuric með aukapyrnu sem fer yfir vegginn og Óli ver og boltinn berst til Birnis sem á skot sem hittir ekki á markið.
49. mín
Víkingar halda boltanum vel og Pablo nær að prjóna sig inn á teig Fram og á fyrirgjöf sem Óli Ís grípur.

Framarar eru allir fyrir aftan boltan þessa stundina.
46. mín
Þá er Helgi Mikael búinn að flauta seinni hálfleik af stað og eru það Framarar sem eiga fyrstu spyrnu leiksins og sækja í átt að Grafarvoginum.
45. mín
Hálfleikur
Helgi Mikael flautar til hálfleiks. Framarar leiða inn í hálfleik með einu marki gegn engu, nokkuð gegn gangi leiksins.

Seinni eftir 15.mínútur.
45. mín Gult spjald: Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
Fer aftan í Albert Hafsteinsson. Helgi Mikael beytir hagnaði því Framarar keyra upp völlinn en tapa svo boltanum og Helgi spjaldar Birni.
45. mín
Uppbótartími fyrri hálfleiks eru að lágmari tvær mínútur.
43. mín
Viktor Örlygur með hornspyrnu inn á teiginn og boltinn dettur fyrir Pablo sem nær skoti en boltinn í varnarmann Fram og boltinn upp í loftið og Pablo kastar sér á boltann og nær skalla en boltinn framhjá.
40. mín
Davíð Örn með fyrirgjöf frá hægri á Loga Tómas sem nær skoti en boltinn yfir markið.
39. mín
Logi Tómas fær boltann upp vinstri vænginn og á fyrirgjöf á Djuric sem nær snertingu á boltann en touchið svíkur hann og boltinn í hendurnar á Óla.
37. mín
Pablo með aukaspyrnuna inn á teig Fram sem er góð en Víkingar ná ekki að stýra boltanum á markið.
32. mín
Birnir Snær gerir vel úti vinstra megin og rennir boltanum út á Karl Friðleif sem tekur við honum og á skot að marki en boltinn af Brynjari Gauta og afturfyrir.

Víkingar kalla eftir hendi víti en ekkert dæmt.
25. mín
Davíð Örn lyftir boltanum inn á teiginn og Pablo nær skalla sem er beint á Ólaf Íshólm.

Þetta er að verða tímaspursmál hvenar Víkingar jafna leikinn hérna.
23. mín
ÓLI ÍS AÐ LOKA!!!!

Danijel þræðir Birni Snæ í gegn og Birnir nær góðu skoti en Óli kemur út á móti og lokar vel.
22. mín
Albert fær boltann inn á teignum og klárar vel í gegnum fætur Ingvars en þetta telur ekki.

Flaggið upp á rangstaða dæmd á Albert.
20. mín
Davíð Örn fær boltann við endarmörkin og leggur boltann út á fyrirliðan sinn sem nær fínu skoti á markið en boltinn framhjá.
17. mín
Davíð Örn keyrir upp hægra megin og kemur með fyrirgjöf sem Framarar koma út úr teignum og boltinn berst á Júlla sem finnur Birni og Logi kemur í utan á hlaup og reynir að koma boltanum á Danijel en boltinn af Framara og afturfyrir.

Ekkert kemur úr hornspyrnunni.
12. mín
Luigi finnur Birni Snæ sem tekur við honum og reynir að smyrja boltann í fjær en boltinn yfir markið.
11. mín MARK!
Magnús Þórðarson (Fram)
Stoðsending: Guðmundur Magnússon
FYRSTA MARKIÐ ER HEIMAMANNA!!!

Jesus keyrir upp vinstri vænginn og kemur boltanum inn í boxið á Gumma Magg sem tíaði boltann á Magnús Þórðar sem setur hann örugglega framhjá Ingvari

Framarar elska að spila á þessum velli!
7. mín
Davíð Örn fær boltann út til hægri og keyrir inn á teiginn og fær Jesus í bakið en ekkert dæmt.
5. mín
Viktor Örlygur og Jesus í baráttu um boltann og Viktor aðeins of seinn í Jesus sem fellur og Helgi Mikael dæmir aukspyrnu.
1. mín
VIKTOR ÖRLYGUR!!!!!

Júlli fær boltann og finnur Viktor sem prjónar sig inn á teig Fram og nær skoti sem fer rétt framhjá. Framarar hálf sofandi þarna og eru heppnir að þessi endaði ekki inni.

Þetta hefði verið byrjun!
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað. Víkingar keyra þetta í gang!

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Liðin ganga til leiks undir Bestu deildar stefinu og vallarþulur Framara býður fólk velkomið.
Fyrir leik
Þjónusta Framara hérna í Úlfarsárdal er til fyrirmyndar, Samlokur frá Lemon, kaffi og gos til boðs og fullt hrós á Fram.
Fyrir leik
Leikmenn liðanna hafa lokið upphitun og ganga til búningsherbegja. Styttist í að Helgi Mikael flauti til leiks hérna í Partýdal.

Ég á ekki von á öðru en skemmtun hér í kvöld.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár

Jón Þórir Sveinsson þjálfari Fram gerir þrjár breytingar á liði sínu frá jafnteflinu gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Brynjar Gauti Guðjónsson, Guðmundur Magnússon og Alex Freyr Elísson koma allir inn í liðið frá síðasta leik.

Arnar Bergmann Gunnlaugsson þjálfari Víkinga gerir þrjár breytingar á sínu liði frá Evrópuleiknum gegn Lech Poznan. Davíð Örn Atlason og Viktor Örlygur Andrason koma inn í liðið ásamt Danijel Dejan Djuric sem er að byrja sinn fyrsta leik fyrir Víking. Sóknarmaðurinn Nikolaj Hansen er enþá á meiðslalista Víkinga.



Danijel Dejan Djuric byrjar sinn fyrsta leik fyrir Víkinga. Hann var magnaður þegar hann kom inn á í Evrópuleiknum gegn Lech Poznan.
Fyrir leik
Gunni Birgis spáir í spilin

Fram 3 - 2 Víkingur R. (19:15 í kvöld)
Mikið húllumhæ í Úlfarsárdal eða Partýdal eins og ég kalla hann. Gummi Magg setur sína rútínuþrennu enda tapar Fram ekkert á nýja vellinum.


Fyrir leik
Nikolaj Hansen ekki í leikmannahópi Víkings

Nikolaj Hansen gat ekki tekið þátt í Evrópuleiknum í Víkinni á fimmtudaginn þegar liðið sigraði Lech Poznan 1-0 í víkinni og Víkingar hafa opinberað hópinn sem mætir í Úlfarsárdalinn í kvöld og framherjinn öflugi verður ekki með í kvöld.

Spurning hvort hann verði klár á fimmtudaginn næstkomandi þegar liðið fer til Póllands og mætir Lech Poznan í seinni leik liðanna í Sambandsdeildinni.


Fyrir leik
Mæli með að stytta biðina fram að leik með því að hlusta á útvarpsþátt gærdagsins!

Fyrir leik
Dómarinn

Helgi Mikael Jónasson fær það verkefni að flauta leikin í kvöld en Helgi verður með þá Kristján Már Ólafs og Svein Þórð Þórðarson sér til aðstoðar. Egill Arnar Sigurþórsson verður á hlíðarlínunni og sér um skiltið góða. Einar Örn Daníelsson er eftirlitsmaður KSÍ á leiknum.


Fyrir leik
STAÐAN?

Heimamenn í Fram sitja fyrir leikinn í áttunda sæti deildarinnar en liðið er með 18.stig.

Gestirnir frá Fossoginum sitja í öðru sæti deildarinnar með 29.stig en liðið er níu stigum á eftir toppliði Breiðabliks.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan sunnudag og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Úlfarsárdal þar sem Fram tekur á móti Víking Reykjavík í leik sem ég er rosalega spenntur fyrir, ég held að þetta gæti orðið veisla!

Flautað verður til leiks klukkan 19:15


Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
5. Kyle McLagan
8. Viktor Örlygur Andrason ('58)
10. Pablo Punyed (f)
18. Birnir Snær Ingason ('58)
19. Danijel Dejan Djuric ('79)
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('58)
24. Davíð Örn Atlason

Varamenn:
7. Erlingur Agnarsson ('58)
9. Helgi Guðjónsson ('58)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
15. Arnór Borg Guðjohnsen ('79)
17. Ari Sigurpálsson ('58)
26. Jóhannes Dagur Geirdal

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Kári Árnason
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson

Gul spjöld:
Birnir Snær Ingason ('45)
Júlíus Magnússon ('60)
Kyle McLagan ('65)
Arnór Borg Guðjohnsen ('85)

Rauð spjöld: