Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
19:15 0
0
Valur
Fylkir
5
2
Grindavík
Emil Ásmundsson '5 1-0
1-1 Kairo Edwards-John '12
1-2 Guðjón Pétur Lýðsson '24 , víti
Emil Ásmundsson '51 2-2
Birkir Eyþórsson '64 3-2
Benedikt Daríus Garðarsson '67 4-2
Arnór Gauti Jónsson '88 5-2
05.08.2022  -  20:00
Würth völlurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Emil Ásmundsson (Fylkir)
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
3. Unnar Steinn Ingvarsson
4. Arnór Gauti Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson
9. Mathias Laursen ('76)
10. Benedikt Daríus Garðarsson ('76)
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('79)
16. Emil Ásmundsson ('63)
17. Birkir Eyþórsson ('79)
27. Arnór Breki Ásþórsson

Varamenn:
12. Guðmundur Rafn Ingason (m)
6. Frosti Brynjólfsson ('76)
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('79)
20. Hallur Húni Þorsteinsson
22. Ómar Björn Stefánsson ('76)
77. Óskar Borgþórsson ('63)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Olgeir Sigurgeirsson (Þ)
Daði Ólafsson
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Óðinn Svansson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Michael John Kingdon
Smári Hrafnsson

Gul spjöld:
Orri Sveinn Stefánsson ('23)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er leik lokið hér og ég þakka bara kærlega fyrir mig. Þvílík skemmtun sem þessi fótboltaleikur var og þetta mark frá Emil var svo ótrúlega frábært, hvet alla til að kíkja á það.

Fylkir 5-2 Grindavík
92. mín
Óskar stelur hér boltanum af Sigurjóni og kemst bara í fínt færi en skotið er varið í horn.
91. mín
Venjulegum leiktíma er lokið og það ætti ekki að vera neitt alltof margar mínútur í uppbót.
88. mín MARK!
Arnór Gauti Jónsson (Fylkir)
Fylkismenn kórónasigurinn með smá heppnismarki

Arnór Gauti fær boltan fyrir utan teig og tekur bara skotið af einhverjum 25-30 metrum.

Boltinn fer í varnarmann og sendir þar af leiðandi Aron í vitlaust horn og boltinn syngur í netinu.
86. mín
Inn:Hilmar Andrew McShane (Grindavík) Út:Kenan Turudija (Grindavík)
84. mín
Fylkismenn fá hér 3 hornspyrnur í röð og úr þeirri síðustu fær Frosti alveg fínt skallafæri en það fer yfir.
79. mín
Inn:Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir) Út:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
79. mín
Inn:Daði Ólafsson (Fylkir) Út:Birkir Eyþórsson (Fylkir)
78. mín Gult spjald: Sigurjón Rúnarsson (Grindavík)
76. mín
Inn:Ómar Björn Stefánsson (Fylkir) Út:Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
76. mín
Inn:Frosti Brynjólfsson (Fylkir) Út:Mathias Laursen (Fylkir)
75. mín
Grindavík er ekki sjón að sjá. Fylkismenn með algjöra yfirhönd í þessum seinni hálfleik.
70. mín
Inn:Freyr Jónsson (Grindavík) Út:Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík)
70. mín
Inn:Kristófer Páll Viðarsson (Grindavík) Út:Nemanja Latinovic (Grindavík)
70. mín
Inn:Juanra Martínez (Grindavík) Út:Kairo Edwards-John (Grindavík)
67. mín MARK!
Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Stoðsending: Óskar Borgþórsson
Fylkismenn að gefa Grindvíkingum góðan skjálfta

Óskar nær skoti aleinn inn í teig sem er varið en Birkir nær frákastinu.

Birkir setur hann svo aftur á Óskar sem tekur frekar lélegt skot sem stefnir framhjá en Benedikt nær að pota boltanum inn þar sem hann lúrði á fjær.
64. mín MARK!
Birkir Eyþórsson (Fylkir)
Stoðsending: Óskar Borgþórsson
Greinilega hárrétt skipting

Óskar fær boltan úti vinstra megin og kemur með góðan bolta inn í teig þar sem Birkir er sterkur og skallar þetta inn.
63. mín
Inn:Óskar Borgþórsson (Fylkir) Út:Emil Ásmundsson (Fylkir)
Maður leiksins fær snemmbúna heiðursskiptingu.
58. mín
Grindavík skorar hér líka mark sem er dæmt af fyrir rangstöðu. Aftur ekki glóru hvort það hafi verið rétt en leikmenn mótmæltu allaveg ekki mikið.
56. mín
Fylkismenn skora mark hérna en dómarinn dæmir rangstöðu. Ég gat ekki séð hvort þetta hafi verið rétt eða ekki en treystum bara teyminu.
51. mín MARK!
Emil Ásmundsson (Fylkir)
Stoðsending: Þórður Gunnar Hafþórsson
VÁÁÁÁÁÁÁ MARK TÍMABILSINS ER KOMIÐ HÉR Í ÁRBÆNUM

Þórður kemur með sendinguna fyrir og jeremías og jenas hvað þetta var sturlað mark.

Emil tekur bara stökkið og ég get ekki líst þessu öðruvísi en að hann tekur skærisspyrnu frá enda teigsins sem syngur uppi í samskeytunum!

Takk fyrir mig!!!
50. mín
Fylkismenn fá horn sem nær að skapa töluverða hættu. Skot heimamanna fer í varnarmann og aftur út á Emil en skotið hans fer þá framhjá.
48. mín
Svakalegur darraðadans inn á teig Grindvíkinga þar sem Þórður reynir eins og hann getur að ná skoti á markið.

Boltinn endar á að renna afturfyrir og dómarinn dæmir markspyrnu sem Fylkismenn eru alls ekki sáttir með.
46. mín
Strax eftir einhverjar 5 sekúndur er Mathias Laursen svo nálægt því að komast í dauðafæri það vantaði bara einhverja nokkra cm að hann myndi ná skoti einn á móti markmanni.
46. mín
Seinni hálfleikurinn hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Líflegum fyrri hálfleik lokið. Nokkuð jafnræði réð yfir en það var Grindavík sem náði að skora fleiri mörk og því leiða þeir. Vonumst bara eftir meira af því sama.

Sjáumst eftir korter.
41. mín
Fylkismenn byggja upp góða sókn og gefa hann út á Þórð sem er aleinn fyrir utan teig en hann kemur með alveg arfaslakt skot sem fer hátt yfir.
38. mín
Fylkismenn liggja á Grindvíkingum eins og er. En það er Grindavík sem fær færið.

Langur bolti fram og Kairo vinnur kapphlaupið, hann tekur eina snertingu inn á völl og tekur skotið en það fer framhjá.
34. mín
Hraðinn í leiknum orðin örlítið minni en ennþá töluvert jafnræði yfir liðunum.
29. mín
Fylkismenn senda hérna milli kantana í gegnum teiginn en enginn sóknarmaður virðist ætla að gera árás á þessa bolta.

Þá fæer bara Arnór Gauti að taka skotið fyrir utan teig en það er varið.
24. mín Mark úr víti!
Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
Guðjón Pétur tekur spyrnuna og sendir Ólaf í rangt horn.

Öruggt hjá nýja manninum.
23. mín Gult spjald: Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir)
23. mín
VÍTI!!!!

Gríndavík er að fá víti
21. mín
Þrumuskot frá Símoni Loga fyrir utan teig sem fer reyndar frekar hátt yfir.
17. mín
Hvernig var þetta ekki mark!

Benedikt Daríus fær gullfallega sendingu á sig og er kominn inn í teig. Þá fer hann framhjá einu og tekur skotið sem er varið.

Benedikt tekur frákastið og skotið hans er aftur varið.
12. mín MARK!
Kairo Edwards-John (Grindavík)
Frábært einstaklingsframtak

Boltinn berst út til vinstri á Kairo þar sem hann fíflar einfaldlega Orra Svein upp úr skónum og klárar svo snyrtilega í fjærhornið.

Þessi leikur virðist ætla verða fjörugur!
12. mín
Hornspyrna frá Símoni Loga sem virðist vera mjög slök og of stutt en Aron Jóh gerir rosalega vel að ná skoti en það fór rétt yfir markið.
10. mín
Frábær sprettur frá Benedikt Daríus upp vinstri kantinn þar sem hann hristir af sér mann og annan.

Sendingin hans ratar síðan ekki á samherja en hann hrifsar boltan bara til sín aftur og tekur skot sem er varið í horn.

Ekkert kom út horninu.
8. mín
Símon Logi með skot fyrir utan teig sem fer yfir.
5. mín MARK!
Emil Ásmundsson (Fylkir)
Stoðsending: Unnar Steinn Ingvarsson
Þetta tók ekki langan tíma!

Fylkismenn spiluðu rosalega vel saman á hægri kantinum og Grindavík náði ekki að klukka einn einasta mann.

Boltinn fer svo út á Unnar sem kemur með frábæran bolta inn í teig þar sem Emil er aleinn og klárar snyrtilega.
2. mín
Fyrsta horn leiksins kemur snemma og það eru Fylkismenn sem taka það.

Arnór Breki tók hornið og það var bara nokkuð fínt, Orri Sveinn næt skallanum en það fer yfir.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er leikurinn farinn af stað!
Fyrir leik
Liðin eru að labba inn á völlinn og þurfa að taka smá aukagöngutúr þar sem vallarstjóri kveikti á vatninu beint fyrir framan þá en það ætti ekki að trufla þessa menn að fara í smá sturtu fyrir leik.
Fyrir leik
Það er fámennt en góðmennt 10 mínútum fyrir leik. Enska úrvalsdeildin var nú líka að fara í gagn og það gæti haft áhrif.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús

Fylkir gerir aðeins eina breytingu á sínu liði en það er hann Emil Ásmundsson sem kom til liðsins í sumar glugganum kemur inn í liðið í stað Nikulás Val Gunnarsson

Grindavík gerir fjórar breytingar á sínu liði en það eru þeir Josip Zeba, Kairo Edwards-John, Símon Logi Thasaphong og nýji maðurinn Guðjón Pétur Lýðsson sem koma inn í liðið í stað Juanra Martínez, Tómas Leó Ásgeirssonar, Kristófer Páls Viðarssonar og Vladimir Dimitrovski.
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir

Þessi lið mættust síðast í deildinni þann 28. maí þar sem Grindavík fór með 1-0 sigur og Kristófer Páll Viðarsson skoraði eina mark leiksins.

Í síðustu 5 keppnisleikjum milli liðanna hefur Grindavík unnið þrisvar og Fylkir tvisvar. Markatalan samanlagt úr þessum leikjum eru Fylkir með 6 mörk og Grindavík með 6.

Á þessum tölum má kannski ekki búast við markaleik í kvöld en við vonumst til að þessi saga breytist í kvöld.
Fyrir leik
Grindavík í miðjumoði

Grindavík kemur inn í leikinn í slæmu formi þar sem þeir hafa tapað 3 síðustu leikjum í deildinni. Þeir sitja í 8. sæti á markatölu jafnir Kórdrengjum og Þór. Það er þó lítil hætta á falli þar sem það er komið 9 stiga munur á þeim og fallsætinu.
Alfreð Elías Jóhansson þjálfari Grindavíkur
Fyrir leik
Fylkir á góðri leið að fara aftur upp

Eins og er standa Fylkismenn í 2. sæti deildarinnar með 7 stiga forskot á það þriðja. Það hafa verið góð úrslit undanfarið hjá liðinu en þeir hafa unnið 5 leiki í röð. Rúnar Páll þjálfari horfir líkast til bara upp núna og stefnir á titilinn þar sem það er bara 1 stig upp í HK.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fylkis gegn Grindavík í Árbænum í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 20:00
Byrjunarlið:
1. Aron Dagur Birnuson
5. Nemanja Latinovic ('70)
6. Viktor Guðberg Hauksson
9. Josip Zeba
10. Kairo Edwards-John ('70)
10. Guðjón Pétur Lýðsson
11. Símon Logi Thasaphong
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('70)
23. Aron Jóhannsson (f)
26. Sigurjón Rúnarsson
29. Kenan Turudija ('86)

Varamenn:
7. Juanra Martínez ('70)
8. Hilmar Andrew McShane ('86)
11. Tómas Leó Ásgeirsson
14. Kristófer Páll Viðarsson ('70)
15. Freyr Jónsson ('70)

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Marinó Axel Helgason
Maciej Majewski
Haukur Guðberg Einarsson
Vladimir Vuckovic
Óttar Guðlaugsson
Hreiðar Haraldsson

Gul spjöld:
Sigurjón Rúnarsson ('78)

Rauð spjöld: