Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
FH
0
3
KA
0-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson '25
0-2 Nökkvi Þeyr Þórisson '39 , víti
0-3 Bryan Van Den Bogaert '83
07.08.2022  -  17:00
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Nökkvi Þeyr Þórisson
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Ástbjörn Þórðarson ('46)
3. Haraldur Einar Ásgrímsson
4. Ólafur Guðmundsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson
7. Steven Lennon
8. Kristinn Freyr Sigurðsson ('81)
9. Matthías Vilhjálmsson (f) ('87)
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
16. Guðmundur Kristjánsson ('87)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('68)

Varamenn:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
11. Davíð Snær Jóhannsson ('81)
22. Oliver Heiðarsson ('46)
23. Máni Austmann Hilmarsson ('87)
33. Úlfur Ágúst Björnsson ('68)
38. Arngrímur Bjartur Guðmundsson

Liðsstjórn:
Eiður Smári Guðjohnsen (Þ)
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Róbert Magnússon
Fjalar Þorgeirsson
Jóhann Ægir Arnarsson
Jóhann Emil Elíasson
Steinar Stephensen

Gul spjöld:
Úlfur Ágúst Björnsson ('80)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Það eru KA sem fara með sigur í farteskinu norður!

FH eru í alvöru veseni.

Viðtöl og skýrla koma seinna í kvöld.
93. mín
Einar Ingi farinn að líta á klukkuna.
91. mín
Björn Daníel með tilraun en Jajalo ver vel.
91. mín
Klassísku +3 eru það.
90. mín
Við förum bráðlega að sigla inn í uppbótartíma en spurning hversu langur hann verður.
90. mín
Nökkvi Þeyr með hörkuskot sem Gunnar Nielsen ver vel.
89. mín
Ekki jafn mikil ákefð í þessu núna eftir þriðja markið.
87. mín
Inn:Jóhann Ægir Arnarsson (FH) Út:Guðmundur Kristjánsson (FH)
87. mín
Inn:Máni Austmann Hilmarsson (FH) Út:Matthías Vilhjálmsson (FH)
85. mín
Inn:Bjarni Aðalsteinsson (KA) Út:Daníel Hafsteinsson (KA)
85. mín
Inn:Þorri Mar Þórisson (KA) Út:Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
85. mín
Inn:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA) Út:Sveinn Margeir Hauksson (KA)
83. mín MARK!
Bryan Van Den Bogaert (KA)
Stoðsending: Nökkvi Þeyr Þórisson
KA KLÁRAR ÞETTA!!

Flott samspil og Nökkvi Þeyr þræðir hann í gegn og honum bregst ekki bogalistinn þarna og klára þetta endanlega fyrir KA!
81. mín
Það er eins og það hvíli einhver álög á FH en í hvert skipti sem þeir virðast vera að opna KA þá ná þeir ekki að gera sér mat úr því.
81. mín
Inn:Davíð Snær Jóhannsson (FH) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (FH)
80. mín Gult spjald: Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
Professional foul myndu einhverjir kalla þetta. Brýtur á Nökkva Þeyr sem er að breika hratt í átt að marki FH.
78. mín
FH hafa litið betur út í síðari hálfleik en KA virðast þó ætla að krúsa þessu þægilega heim.
77. mín Gult spjald: Jakob Snær Árnason (KA)
75. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (KA) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
72. mín
FH með hornspyrnu sem Eggert Gunnþór skóflar hátt yfir markið.
70. mín
Björn Daníel rennur aftarlega hjá FH og Daníel Hafsteins kemst í boltann og KA eru 3v2 og rennir boltanum til hægri á Nökkva Þeyr sem hittir boltann illa og á slæmt skot framhjá.
68. mín
Inn:Úlfur Ágúst Björnsson (FH) Út:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
67. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
63. mín
FH með gott spil sem kemur Oliver Heiðarssyni í gott skotfæri en Jajalo ver.
61. mín
KA með virkilega flott spil og Daníel Hafsteins kemst í flotta stöðu og reynir fyrirgjöf sem FH hreinsar í horn.
57. mín
Þetta lítur örlítið betur út hjá FH í upphafi síðari hálfleiks en þó virðist vanta örlítið uppá að klára sóknirnar.
52. mín
FH eru að spila þetta vel en virkar svolítið eins og það þori enginn að láta vaða.

Vuk lætur loksins vaða en Jajalo ver í horn sem ekkert verður úr.
49. mín
FH gerir vel og kemst í góða stöðu en vantar einhvern til að loka sókninni.
46. mín
Þetta er farið í gagn aftur. FH gerir eina breytingu í hálfleik.
46. mín
Inn:Oliver Heiðarsson (FH) Út:Ástbjörn Þórðarson (FH)
45. mín
Hálfleikur
Fengum +1

Einar Ingi er búin að flauta til leikhlés. Verður fróðlegt að sjá hvað Eiður Smári og Sigurvin Ólafs kokka upp í leikhlé en það er því miður fátt sem bendir til þess að FH séu að fara gera eitthvað í þessum leik.
45. mín
Kristinn Freyr rennir boltanum og Björn Daníel hamrar niðri í átt að marki en beint í veginn.
45. mín
FH fær aukaspyrnu á hættulegum stað rétt fyrir utan teig. Það eru Kristinn Freyr og Björn Daníel sem standa yfir boltanum.
43. mín
KA mun líklegri til að bæta bara við ef eitthvað er.
42. mín
FH getur huggað sig við það að möguleikinn á mikilvæga þriðja marki leiksins er ennþá séns.. Glasið hálf fullt eða hálf tómt og allt það.
39. mín Mark úr víti!
Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
Stoðsending: Elfar Árni Aðalsteinsson
KA TVÖFALDAR!!

Sendir Gunnar Nielsen í vitlaust horn.
38. mín
KA FÆR VÍTI!!

Gunnar Nielsen tekur Elfar Árna niður og Einar Ingi bendir á punktin!
36. mín
Elfar Árni finnur Nökkva Þeyr í flottri stöðu en FH bjarga í horn.
34. mín
Nökkvi Þeyr með tilraun en beint á Gunnar Nielsen.
33. mín
KA breika hratt á FH, Nökkvi Þeyr gerir vel og keyrir upp völlinn og finnur Bryan Van Den Bogaert vinstra meginn við sig sem finnur svo Elfar Árna sem heldur og finnur Nökkva Þeyr aftur sem á skot sem fer af varnarmanni og afturfyrir.
30. mín
Ástbjörn Þórðarson með skottilraun yfir mark KA.
25. mín MARK!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Stoðsending: Nökkvi Þeyr Þórisson
KA ER KOMIÐ YFIR!!

Nökkvi Þeyr gerir virkilega vel og keyrir inn á teigin og er að komast í gott skotfæri en virðist vera að missa boltann of langt frá sér en blessunarlega fyrir KA þá var Hallgrímur Mar fljótur að átta sig og varð fyrstur á boltann í skot sem sigraði Gunnar Nielsen.
22. mín
FH að spila sig í gegnum vörn KA en flaggið á loft.
20. mín
Daníel Hafsteins með fína tilraun í átt að marki FH en Gunnar Nielsen grípur.
18. mín
Gunnar Nielsen grimmur þarna og hendir sér á boltann sem Sveinn Margeir er á fullri ferð á eftir.
16. mín
Sóknaraðgerðir FH eru lofandi en það vantar örlítið uppá. Oft of fastir boltar innfyrir eða á bakvið vörnina.
14. mín
Rodrigo virðist hafa meitt sig eitthvað í aðdraganda færisins en hann þurfti aðhlyningu.
13. mín
Vuk Oskar með frábæra skottilraun inni á teig en Jajalo sér við honum.
Hættulegasta færið hingað til.
9. mín
Kristijan Jajalo með hættulegan leik aftast og stálheppinn að Vuk hafi ekki unnið af honum boltann.
5. mín
FH ekki langt frá því að komast í gott skotfæri, Matti Villa vantaði bara að komast í skotið en KA verjast vel.
3. mín
Hallgrímur Mar finnur Svein Margeir úti hægra meginn sem á hættulegan bolta fyrir markið en FH bjarga.
1. mín
Það eru gestirnir í KA sem byrja þennan leik. Elfar Árni með upphafssparkið.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá hér til hliðar.

Heimamenn í FH gera eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik sínum gegn Val en inn í liðið kemur Steven Lennon fyrir Davíð Snær Jóhannsson.

KA gerir þá þrjár breytingar á sínu liði og inn koma Ívar Örn Árnason, Hallgrímur Mar Steingrímsson og Bryan Van De Bogaert fyrir þá Ásgeir Sigurgeirsson, Þorra Mar Þórisson og Gaber Dobrovoljc .
Fyrir leik
Það er Gunnar Birgisson sem er spámaður umferðinnar hjá okkur á fotbolti.net fyrir þessa 16.umferð og er þetta spá hans fyrir leik FH og KA.

FH 0 - 1 KA
Það verður dauft yfir þessu. Jakob frændi klárar þetta með slummu í vinkilinn af 20 metrum á 87. mínútu.

Fyrir leik
Dómari leiksins er Einar Ingi Jóhannsson og honum til halds og trausts verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Antoníus Bjarki Halldórsson.
Pétur Guðmundsson heldur utan um skiltið og stillir til friðar á bekkjum liðana og þá er Björn Guðbjörnsson eftirlitsmaður.

Fyrir leik
Áhugavert að skoða einnig árangur liðana á heimavelli og útivelli.

FH hafa sótt nær öll sín stig fyrir utan eitt á heimavelli en ef mið er tekið af eingöngu heimavallarárangri þá væru FH í top 6 (6.sæti) með 10 stig, báða sína sigra, 4 jafntefli og 2 töp.

KA hinsvegar eiga mjög svipað ,,Record" á útivelli og heimavelli og ef mið væri tekið af hvoru tveggja þá væru þeir í 4.sæti.
Útivelli - 13 stig, 4 sigrar, 1 jafntefli og 2 töp.
Heimavelli - 14 stig, 4 sigrar, 2 jafntefli og 2 töp.

Það sem við getum tekið út úr þessu er kannski bara það að FH eru töluvert betri heima en að heimann og KA virðir stöðuleikann á báðum vígstöðum.
Fyrir leik
FH

Staða: 10.Sæti
Leikir: 15
Sigrar: 2
Jafntefli: 5
Töp: 8
Skoruð Mörk: 16
Mörk fengin á sig: 25
Markatala: -9

Síðustu Leikir:

Valur 2-0 FH
FH 0-0 Breiðablik
FH 0-3 Víkingur R.
Fram 1-0 FH
FH 1-1 Stjarnan

Markahæstu menn:

Matthías Vilhjálmsson - 5 Mörk
Ólafur Guðmundsson - 2 Mörk
Steven Lennon - 2 Mörk
Kristinn Freyr Sigurðsson - 2 Mörk
* Aðrir minna

Fyrir leik
KA

Staða: 3.sæti
Leikir: 15
Sigrar: 8
Jafntefli: 3
Töp: 4
Skoruð Mörk: 28
Mörk fengin á sig: 18
Markatala: +10

Síðustu leikir:

KA 0-1 KR
Keflavík 1-3 KA
Leiknir R. 0-5 KA
KA 4-3 ÍBV
KA 1-1 Valur

Markahæstu menn:

Nökkvi Þeyr Þórisson - 10 Mörk
Elfar Árni Aðalsteinsson - 5 Mörk
Daníel Hafsteinsson - 3 Mörk
Sveinn Margeir Hauksson - 2 Mörk
Jakob Snær Árnason - 2 Mörk
Hallgrímur Mar Steingrímsson - 2 Mörk
* Aðrir minna

Fyrir leik
Þessi lið mættust 11.maí í 5.umferð Bestu deildarinnar á Dalvíkurvelli þar sem KA hafði betur með einu marki gegn engu en það var Nökkvi Þeyr Þórisson sem skoraði sigurmark KA í þeim leik í uppbótartíma.

Fyrir leik
Þessi lið eru að berjast á sitthvorum enda töflunnar en heimamenn í FH eru að finna sig í frekar óþægilegri stöðu að berjast um sæti sitt í deild þeirra bestu á meðan gestirnir í KA eru að berjast um að halda pressu á Víkingi R og Breiðablik sem og baráttu um síðasta Evrópusætið þetta tímabilið en einungis eru 3 Evrópusæti þetta tímabil en á næsta tímabili endurheimtum við fjórða Evrópusætið sem við misstum fyrir þetta tímabil.

Fyrir leik
Heil og sæl lesendur góðir og verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu beint frá Kaplakrika þar sem heimamenn í FH taka á móti KA í 16.umferð Bestu deildar karla.

Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Daníel Hafsteinsson ('85)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('67)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('75)
21. Nökkvi Þeyr Þórisson
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('85)
26. Bryan Van Den Bogaert
30. Sveinn Margeir Hauksson ('85)

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
14. Andri Fannar Stefánsson ('75)
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('85)
27. Þorri Mar Þórisson ('85)
28. Gaber Dobrovoljc
29. Jakob Snær Árnason ('67)
77. Bjarni Aðalsteinsson ('85)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Sævar Pétursson
Steingrímur Örn Eiðsson
Igor Bjarni Kostic

Gul spjöld:
Jakob Snær Árnason ('77)

Rauð spjöld: