Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
48' 2
1
Breiðablik
KR
4
0
ÍBV
Sigurður Bjartur Hallsson '9 1-0
Atli Sigurjónsson '37 2-0
Atli Sigurjónsson '53 3-0
Atli Sigurjónsson '87 4-0
07.08.2022  -  17:00
Meistaravellir
Besta-deild karla
Aðstæður: Mjög góðar miðað við íslenskt veðurfar
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Atli Sigurjónsson (KR)
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
4. Hallur Hansson ('80)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
11. Kennie Chopart (f) ('28)
14. Ægir Jarl Jónasson (f)
15. Pontus Lindgren
16. Theodór Elmar Bjarnason ('88)
18. Aron Kristófer Lárusson
23. Atli Sigurjónsson ('88)
29. Aron Þórður Albertsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('46)

Varamenn:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('28)
9. Kjartan Henry Finnbogason
10. Kristján Flóki Finnbogason ('80)
17. Stefan Ljubicic ('46)
22. Jón Ívar Þórólfsson ('88)
25. Jón Arnar Sigurðsson ('88)

Liðsstjórn:
Viktor Bjarki Arnarsson (Þ)
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Melkorka Rán Hafliðadóttir

Gul spjöld:
Aron Þórður Albertsson ('24)
Pontus Lindgren ('67)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jóhann Ingi flautar af og 4-0 sigur KR staðreynd.

Annar heimaleikurinn sem KR vinnur í sumar og þeirra annar sigur í röð. Fyrsta tap ÍBV í fjórum leikjum og leikur þeirra gegn FH næst verður gríðarlega áhugaverður upp á fallbaráttuna að gera.

Ég þakka fyrir mig, viðtöl og skýrsla koma inn á eftir.

90. mín
Jón Arnar, ungur strákur sem var að koma inn á, með skot lengst yfir markið.
90. mín
Þrjár mínútur í uppbótartíma.
89. mín
Atli búinn að sýna einhverja bestu einstaklingsframmistöðu sem sést hefur í Bestu deildinni í sumar.
89. mín


Atla Sigurjóns sýningin.
88. mín
Inn:Jón Ívar Þórólfsson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
88. mín
Inn:Jón Arnar Sigurðsson (KR) Út:Theodór Elmar Bjarnason (KR)
87. mín MARK!
Atli Sigurjónsson (KR)
Stoðsending: Theodór Elmar Bjarnason
ÞRENNA!!!!!!!
Sýndist það vera Elmar sem á sendinguna yfir til hægri á Atla sem keyrir á Eið Aron. Atli fer yfir á vinstri fótinn og skorar auðvitað.

Eyjamenn hafa átt engin svör við Atla í dag.
86. mín
"FH 0, KA 3," syngur Bóas, mesti stuðningsmaður KR-inga, hástöfum í stúkunni. Hann er ánægður með þessi úrslit.
86. mín
Næsti leikur ÍBV er gegn FH, sem er núna að tapa 0-3 gegn KA. Það verður alvöru leikur í fallbaráttunni!
85. mín
ÍBV er farið að ýta fleiri leikmönnum upp völlinn en það þarf miklu meira en kraftaverk svo þeir fái eitthvað úr þessum leik.
82. mín
Tempóið er búið að detta mikið niður.
80. mín
Inn:Breki Ómarsson (ÍBV) Út:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
80. mín
Inn:Óskar Elías Zoega Óskarsson (ÍBV) Út:Telmo Castanheira (ÍBV)
80. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (KR) Út:Hallur Hansson (KR)
Annar leikurinn sem Kristján Flóki spilar í sumar.
80. mín
Mér finnst eins og þessi leikur sé að fjara út. Þægilegur sigur KR að verða að veruleika.
78. mín
Eyjamenn í stúkunni eru orðnir ansi pirraðir á Aroni Kristófer. Hann er búinn að brjóta af sér nokkrum sinnum en hefur sloppið við það að fá spjaldið.
74. mín Gult spjald: Atli Hrafn Andrason (ÍBV)
Hallur liggur eftir út af þessari tæklingu.
71. mín
Andri Rúnar í mjög góðu færi en setur hann fram hjá. Þetta er bara ekki dagur Eyjamanna.
71. mín
Inn:Jón Ingason (ÍBV) Út:Alex Freyr Hilmarsson (ÍBV)
70. mín
ÍBV í mjög ákjósalegri stöðu - mikið pláss til að vinna með - en líkt og fyrri daginn þá ná þeir ekki að nýta hana vel. Alex Freyr með aðeins og fasta sendingu og Halldór á svo fyrirgjöf sem Pontus kemst fyrir.
68. mín
Felix með skot í röð Z. Skelfileg spyrna.

67. mín Gult spjald: Pontus Lindgren (KR)
Pontus fer of hátt með fótinn og ÍBV fær aukaspyrnu á mjög góðum stað.
66. mín
Eyjamenn alveg brjálaðir í stúkunni þegar dæmt er á Arnar Breki. Sýndist Arnór vera brotlegur þarna, en Jóhann var ekki sammála því.
64. mín
Arnar Breki gekk bara út af með boltann þarna. Vissi ekki alveg hvað hann ætti að gera. Ekki alveg verið dagurinn hans.
63. mín
Mér sýnist allt stefna í annan sigur KR á heimavelli í sumar.
62. mín
Ægir í mjög fínu færi inn á teignum en skot hans yfir markið.
59. mín
Andri Rúnar er með sokkana stílaða eins og Jack Grealish.
58. mín
Andri skoraði beint úr aukaspyrnu í síðasta leik og hann mun taka þessa. Þetta var aldrei hættulegt. Ekki á markið og annars var Beitir alltaf með þetta.
58. mín
ÍBV fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
57. mín
Elvis - maðurinn með besta nafnið á landinu - færist í miðvörðinn við þessa skiptingu. Halldór Jón fer út hægra megin og Guðjón Ernir fer í hægri bakvörðinn.

Andri fer auðvitað bara upp á topp.
56. mín
Inn:Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV) Út:Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV)
Andri Rúnar kominn inn á!

55. mín


Atli kominn með tvö glæsileg mörk.
55. mín
Bóas að rífa upp stemninguna í stúkunni: "KR eru bestir," öskrar fólkið.

Það er gleði í Vesturbænum!
53. mín MARK!
Atli Sigurjónsson (KR)
Stoðsending: Aron Þórður Albertsson
NÚNA MEÐ HÆGRI!!!!!! Þessi gæi!!!
Boltinn berst til hægri á Atla sem lætur núna vaða með hægri og aftur liggur boltinn í netinu.

Atli að bjóða upp á sýningu hérna!
52. mín
Elvis í fínni stöðu hægra megin en sending hans ekki alveg nægilega góð til að skapa einhvern usla.
50. mín
Stórhætta!
Þorsteinn Már með flottan bolta fyrir á Stefan sem lúrir á fjærstönginni. Hann nær til boltans en skalli hans fer rétt yfir!

Þarna átti Stefan að gera betur og koma KR í 3-0.
48. mín
Fín sókn hjá ÍBV; boltinn fyrir og Sigurður Arnar er fyrstur á hann en skalli hans fer yfir markið. Hann lemur í jörðina af reiði, ósáttur við sjálfan sig.
47. mín
Hallur tekur spyrnuna en Eiður Aron kemur honum frá.
47. mín
KR byrjar þennan seinni hálfleik á því að fá hornspyrnu. Elvis skallar hann aftur fyrir endamörk.
46. mín
Athyglisvert að Stefan Ljubicic sé á undan Kristjáni Flóka og Kjartani Henry inn á hjá heimamönnum. Sigurður Bjartur hlýtur að hafa meiðst eitthvað í fyrri hálfleiknum.
46. mín
Inn:Stefan Ljubicic (KR) Út:Sigurður Bjartur Hallsson (KR)
46. mín
Farið aftur af stað! Núna sækja heimamenn í átt að KR-heimilinu.
45. mín
Hálfleikur
Leikmenn að mæta aftur út á völl.
45. mín
Hálfleikur
Fáum við að sjá Andra Rúnar inn á þegar seinni hálfleikurinn fer af stað?
45. mín
Hálfleikur
KR-ingar hafa verið meira 'clinical' eins og sagt er á ensku. Annars hefur þetta kannski bara verið nokkuð jafn leikur. Það er allavega mín tilfinning - heimamenn mögulega örlítið sterkari heilt yfir.
45. mín
Hálfleikur
Atli reynir auðvitað skotið en það fer í varnarmann ÍBV. Fast var það. Svo flautar Jóhann Ingi til hálfleiks.

Staðan er bara nokkuð sanngjörn að mínu mati. Vestmannaeyingar hafa engan verið ömurlegir en heimamenn hafa nýtt sínar stöður vel og eru vel að þessu komnir.
45. mín
KR fær aukaspyrnu af einhverju 35 metra færi. Ætli Atli skjóti?
45. mín Gult spjald: Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
Fær gult fyrir að brjóta á Sigurði Bjarti.
41. mín
Aron Kristófer er einn fljótur fótboltamaður.
40. mín
Það er myndast mikil stemning í stúkunni, KR er loksins að gera eitthvað jákvætt á heimavelli sínum!
40. mín
Sá ekki alveg hvað gerðist þarna en miðað við viðbrögð áhorfenda þá voru Eyjamenn nálægt því að minnka muninn. Inn fór boltinn ekki.
39. mín


Atli Sigurjóns skoraði annað mark KR.
37. mín MARK!
Atli Sigurjónsson (KR)
Stoðsending: Aron Þórður Albertsson
VÁÁÁÁ
Atli fær boltann við hægra víteigshornið, hann fer yfir á vinstri fótinn sinn og lætur vaða. Boltinn steinliggur í netinu, negla!!

Slakur varnarleikur því varna vissu allir hvað Atli var að fara að gera. Guðjón Orri var líka í boltanum og spurning hvort hann hefði átt að gera betur.
35. mín
Eiður Aron skilaði boltanum í netið en það var aukaspyrna dæmd á hann. Sá þetta ekki nægilega vel en mótmælin voru ekki mikil.

34. mín
Á hliðarlínunni hinum megin er Hemmi Hreiðars búinn að standa í boðvangnum allan tímann á meðan ráðgjafi hans, Heimir Hallgrímsson, stendur við hliðina á skýlinu og er lítið að skipta sér af gangi mála á meðan leiknum stendur.
33. mín
Atli Sigurjóns með flottan bolta fyrir en brot dæmt í teignum. Sá ekki á hvað var dæmt þarna.
32. mín
Eyjamenn hafa verið að komast sér í stöður í kringum teiginn, en ekki náð að skapa sér mörg hættuleg færi til þessa.
29. mín
Arnór Sveinn, fyrirliði KR, er með fyrirliðaband í regnbogalitunum en núna eru í gangi hinsegin dagar. Það ber að hrósa þessu, vel gert!

28. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Kennie Chopart (KR)
Fyrsta skipting leiksins.
27. mín
Kennie liggur eftir og þarf einhverja aðhlynningu.
25. mín
Skelfileg aukaspyrna. Boltinn í kjölfarið aftur fyrr á fjærstöngina þar sem Halldór Jón er staðsettur. Hann nær skallanum en hann er slakur - langt fram hjá markinu.
24. mín Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (KR)
ÍBV fær aukaspyrnu á góðum stað fyrir sendingu inn á teiginn.
23. mín


Þess má geta að Guðjón Orri er fyrrum markvörður KR.
23. mín
Í kjölfarið á hornspyrnunni vinnur KR boltann aftur. Atli Sigurjóns á svo algjöra LÚXUSSENDINGU yfir á Hall sem 'volley-ar' hann í teignum og hittir hann vel, en Guðjón Orri nær að verja.

Þetta hefði verið eitt af mörkum tímabilsins!!
22. mín
Kennie vinnur hornspyrnu fyrir KR. Það kemur ekkert úr henni.
20. mín
Pálmi Rafn Pálmason, miðjumaður KR, situr fyrir framan fréttamannaboxið. Hann er að glíma við meiðsli og er þess vegna ekki með.
20. mín
Mikil hætta að skapast inn á teig KR-inga og þá er dæmt brot á Halldór Jón. Fór of hátt með fótinn.
17. mín
Það eru Eyjamenn mættir í stúkuna og þeir láta vel í sér heyra. Vel gert!
17. mín
Akkúrat þegar ég skrifa það þá á Atli Hrafn fínt skot sem Beitir ver aftur fyrir endalínu.
16. mín
Eyjamenn voru líflegir fyrstu fimm mínúturnar en svo tóku KR-ingar yfir leikinn.
13. mín
Heimamenn að hóta öðru marki! Hallur í fínu færi en skot hans fer fram hjá markinu. Þetta var hættulegt færi!
12. mín


Aron Kristófer á fyrsta markið nánast skuldlaust.
11. mín
Atli með stórhættulegan bolta fyrir og Kennie á svo skot sem er lélegt. Hann hittir ekki boltann nægilega vel og fram hjá markinu fer hann.
11. mín Gult spjald: Telmo Castanheira (ÍBV)
Braut af sér í skyndisókn KR. Boltinn berst til Atla sem á skot í varnarmann. KR fær horn.
10. mín


Sigurður Bjartur skoraði fyrir KR.
9. mín MARK!
Sigurður Bjartur Hallsson (KR)
Stoðsending: Aron Kristófer Lárusson
Geggjaður SPRETTUR hjá Aroni Kristófer!!!!

Akureyringurinn fer eins og elding upp vinstri vænginn, prjónar sig fram hjá einum, prjónar sig fram hjá öðrum og á svo fastan bolta fyrir sem Sigurður Bjartur skilar í netið.

Sigurður Bjartur er réttur maður á réttum stað en þetta mark á Aron Kristófer nánast skuldlaust.
7. mín
Áhugavert þetta framherjateymi hjá ÍBV; Arnar Breki lék 19 leiki með KFS í 3. deild í fyrra og skoraði þrjú mörk og við hliðina á honum er Halldór Jón sem leikur vanalega aðeins aftar á vellinum.

Á meðan er Andri Rúnar á bekknum, en þetta hefur gengið upp í síðustu leikjum.
6. mín
Ægir með fína tilraun fyrir utan teig en boltinn rúllar fram hjá markinu.
5. mín
KR er að stilla upp í 4-3-3 - hefðbundið.

Beitir

Kennie - Pontus - Arnór Sveinn - Aron Kristófer

Hallur - Aron Þórður - Ægir Jarl

Atli - Sigurður Bjartur - Theodór Elmar
4. mín
Eyjamenn stilla upp í 4-4-2 til að byrja með að mér sýnist.

Guðjón Orri

Elvis - Eiður Aron - Sigurður Arnar - Felix

Guðjón Ernir - Telmo - Alex - Atli Hrafn

Arnar Breki - Halldór Jón
2. mín
Guðjón Ernir í DAUÐAFÆRI strax í upphafi leiks en Beitir gerir mjög vel í að verja!
1. mín
Leikur hafinn
Búið að slökkva í Bubba og þetta er þá farið af stað! Fólk er að streyma inn og það er aðeins búið að fjölga í stúkunni.

Alex Freyr, fyrrum leikmaður KR, sparkar þessu af stað. ÍBV byrjar á því að sækja í átt að KR heimilinu.

Fyrir leik
Leikmennirnir ganga út á völl undir Bestu deildar stefinu. Þetta er að byrja.
Fyrir leik
Liðin farin inn. Það styttist í þetta! Mætingin enn sem komið er mjög döpur. Bóas lætur sig að minnsta kosti ekki vanta!

Fyrir leik
Heyrðu, sólin er bara farin að láta sjá sig!
Fyrir leik
Viktor Bjarki Arnarsson, yfirþjálfari, og Bjarni Guðjónsson, framkvæmdastjóri, sjá um upphitun hjá KR-ingum.

Fyrir leik
Manchester United stuðningsfólk eflaust sárt með niðurstöðu dagsins. Þá er um að gera að skella sér hingað á völlinn og taka hugann frá þessum slæmu úrslitum. Þetta verður vonandi skemmtilegur leikur hér á Meistaravöllum.

Fyrir leik
KR-ingar líka mættir út á völl núna í upphitun.
Fyrir leik
Það vekur athygli mína að Dave Bell, enski aðstoðarþjálfari Eyjamanna, er ekki á skýrslu í dag. Hann var það ekki heldur í síðasta leik.

Fyrir leik
Eyjamenn eru allir mættir út á völl að hita upp en hingað til eru það aðeins markverðirnir sem eru mættir hjá KR-ingum.
Fyrir leik
Ég er mættur á Meistaravelli. Veðrið er bara þrusugott eins og er, vonum að það haldist þannig. Ég er orðinn mjög spenntur fyrir þessum leik!

Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin
Rúnar Kristinsson gerir tvær breytingar á liði sínu frá sigurleiknum gegn KA. Hann endurheimtir Hall Hansson og Ægir Jarl Jónasson úr leikbanni og koma þeir inn fyrir Þorstein Má Ragnarsson og Stefan Alexander Ljubicic.

ÍBV stillir upp sama byrjunarliði og í síðustu þremur leikjum. Andri Rúnar þarf að sætta sig við áframhaldandi bekkjarsetu, líkt og kollegi sinn Kjartan Henry Finnbogason hjá KR.

Fyrir leik
Jóhann Ingi Jónsson er með flautuna í dag.

Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna í sumar
Þegar þessi lið mættust fyrr í sumar þá fór KR með sigur af hólmi, 1-2.

Ægir Jarl Jónasson kom KR-ingum yfir eftir þriggja mínútna leik og jafnaði ÍBV muninn um miðbik fyrri hálfleiks er Kristinn Jónsson setti boltann í eigið net. Sigurmarkið skoraði Kennie Chopart á 42. mínútu.

Það fóru alls sjö gul spjöld á loft í þeim leik og eitt rautt spjald þar að auki. Rauða spjaldið fékk Atli Hrafn Andrason, leikmaður ÍBV.

Fyrir leik
Veðrið er ekkert að leika við okkur í dag. Hvernig áhrif kemur það til með að hafa á leikinn?
Fyrir leik
Mæli með að stytta biðina fram að leik með því að hlusta á útvarpsþátt gærdagsins!

Fyrir leik
Byrjar Kristján Flóki?
KR-ingar hafa verið nokkuð óheppnir með meiðsli í sumar, en það voru jákvæðar fréttir fyrir liðið í síðasta leik er sóknarmaðurinn Kristján Flóki Finnbogason kom inn á í sínum fyrsta leik í sumar eftir erfið meiðsli.

Byrjar hann í dag?


Fyrir leik
Ég hvet auðvitað alla til að taka þátt í umræðunni á Twitter í kringum leikinn undir myllumerkinu #fotboltinet. Það gerir leikinn bara skemmtilegri!
Fyrir leik
Hermann er að mínu mati virkilega öflugur þjálfari sem getur náð mjög langt og hann sýndi það vel í fyrra þegar hann kom Þrótti Vogum upp í næst efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins.

En það hefur klárlega hjálpað að fá Heimi inn - það sýnir sig í stigasöfnuninni - og getur Hemmi klárlega lært mikið af fyrrum landsliðsþjálfaranum.
Fyrir leik
Fyrrum landsliðsþjálfari í teyminu
Hermann Hreiðarsson tók við ÍBV fyrir tímabilið. Árangurinn í upphafi tímabils var ekki sérlega góður en hann hefur batnað eftir að Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari, kom inn í teymið.

Það er virkilega athyglisvert að Heimir, sem náði mögnuðum árangri með íslenska landsliðið, sé í teyminu en hann er mikill Eyjamaður og stökk inn til að hjálpa sínu félagi. Hann og Hermann virðast vega hvorn annan mjög vel upp og ná þeir vel saman.

Sjá einnig:
Heimir Hallgríms: Þurfti smá tíma til að finna gleðina á ný í þjálfuninni


Fyrir leik
ÍBV fagnar því reyndar örugglega að þessi leikur sé ekki í Eyjum því þeir eru eitt af þremur liðum sem er með verri árangur en KR á heimavelli í sumar. KR hefur sótt átta stig í átta leikjum á heimavelli í sumar á meðan ÍBV hefur sótt sjö stig í jafnmörgum leikjum.

Bæði lið þessi lið hafa bara unnið einn heimaleik allt sumar.

Aðeins Leiknir og ÍA, sem eru í fallsætunum tveimur, eru með verri árangur.
Fyrir leik
Árangur KR á heimavelli er arfaslakur
Það er óhætt að fullyrða að þetta tímabil hefur ekki verið eftir væntingum hjá KR-ingum. Liðið hefur ekki verið að sækja þau úrslit sem vonast var eftir.

Árangur KR-liðsins á heimavelli undanfarin ár hefur vakið mikla athygli því hann hefur verið arfaslakur. Það er eitthvað við Frostaskjólið sem er ekki að leika við lið KR.

"Við höfum verið betri á gervigrasi undanfarin ár," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í viðtali fyrr í sumar.


Fyrir leik
Spáir jafntefli
Þetta verður áhugaverður leikur. Íþróttafréttamaðurinn Gunnar Birgisson spáir því að 2-2 jafntefli verði niðurstaðan.

Þetta er áhugaverður leikur. Bæði lið öðlast meira sjálfstraust undanfarið. Á móti kemur að KR hefur gert lítið af því að vinna á heimavelli undanfarna mánuði. Stig á lið og bæði lið passlega sátt.


Fyrir leik
Staðan?
Staðan fyrir þennan leik er sú að KR er í sjötta sæti með 21 stig á meðan ÍBV er í níunda sæti með tólf stig.

ÍBV er á ágætis róli komandi inn í þennan leik en þeir eru ekki búnir að tapa í síðustu þremur leikjum sínum og þar af eru þeir búnir að vinna tvo þeirra. KR vann síðasta leik sinn gegn KA eftir að hafa ekki unnið í sex leikjum í röð þar á undan.

Fyrir leik
Þessi leikur er í 16. umferð deildarinar sem lítur annars svona út:

sunnudagur 7. ágúst
17:00 FH-KA (Einar Ingi Jóhannsson)
17:00 KR-ÍBV (Jóhann Ingi Jónsson)
19:15 Stjarnan-Breiðablik (Erlendur Eiríksson)
19:15 Fram-Víkingur R. (Helgi Mikael Jónasson)

mánudagur 8. ágúst
19:15 Leiknir R.-Keflavík (Vilhjálmur Alvar Þórarinsson)
19:15 ÍA-Valur (Egill Arnar Sigurþórsson)
Fyrir leik
Í dag - á þessum ágæta sunnudegi - heilsa ég frá Meistaravöllum þar sem KR tekur á móti ÍBV í Bestu deild karla.

Endilega fylgist með!

Byrjunarlið:
Guðjón Orri Sigurjónsson
Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('80)
2. Sigurður Arnar Magnússon ('56)
3. Felix Örn Friðriksson
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Telmo Castanheira ('80)
14. Arnar Breki Gunnarsson
22. Atli Hrafn Andrason
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
25. Alex Freyr Hilmarsson ('71)
42. Elvis Bwomono

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
5. Jón Ingason ('71)
6. Jón Jökull Hjaltason
11. Sigurður Grétar Benónýsson
19. Breki Ómarsson ('80)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson ('80)
27. Óskar Dagur Jónasson

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Björgvin Eyjólfsson
Andri Rúnar Bjarnason
Mikkel Vandal Hasling
Heimir Hallgrímsson

Gul spjöld:
Telmo Castanheira ('11)
Eiður Aron Sigurbjörnsson ('45)
Atli Hrafn Andrason ('74)

Rauð spjöld: