Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
ÍBV
3
1
KR
0-1 Marcella Marie Barberic '12
Hanna Kallmaier '76 1-1
2-1 Rebekka Sverrisdóttir '83 , sjálfsmark
Þórhildur Ólafsdóttir '91 3-1
09.08.2022  -  17:30
Hásteinsvöllur
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Þrusuflottar
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Maður leiksins: Ameera Abdella Hussen (ÍBV)
Byrjunarlið:
1. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
3. Júlíana Sveinsdóttir
6. Thelma Sól Óðinsdóttir
7. Þóra Björg Stefánsdóttir ('46)
8. Ameera Abdella Hussen
10. Madison Elise Wolfbauer
13. Sandra Voitane ('93)
14. Olga Sevcova
17. Viktorija Zaicikova ('69)
18. Haley Marie Thomas (f)
24. Helena Jónsdóttir ('46)

Varamenn:
12. Lavinia Elisabeta Boanda (m)
30. Guðný Geirsdóttir (m)
Selma Björt Sigursveinsdóttir
4. Jessika Pedersen
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir ('46)
19. Þórhildur Ólafsdóttir ('69)
22. Rakel Perla Gústafsdóttir ('93)
23. Hanna Kallmaier ('46)

Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Mikkel Vandal Hasling
Eva Rut Gunnlaugsdóttir
Kolbrún Sól Ingólfsdóttir

Gul spjöld:
Hanna Kallmaier ('94)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
LOKATÖLUR 3-1 FYRIR ÍBV
Afar svekkjandi fyrir KR eftir að hafa spilað afskaplega vel í um klukktíma rúmlega. Flottur karakter hjá ÍBV að koma til baka og loka þessu svona vel.

KR er núna á botninum með sjö stig og ÍBV er í fjórða sæti með 21 stig.

94. mín Gult spjald: Hanna Kallmaier (ÍBV)
93. mín
Inn:Rakel Perla Gústafsdóttir (ÍBV) Út:Sandra Voitane (ÍBV)
91. mín MARK!
Þórhildur Ólafsdóttir (ÍBV)
ÞÓRHILDUR GENGUR FRÁ ÞESSU!
Vinnur boltann af Laufeyju á miðjum vellinum og sleppur í gegn. Hún klárar þetta svo eins vel og hún mögulega gat.

GAME OVER.
90. mín
Set alveg spurningamerki við að Rasamee hafi verið tekin út af svona snemma. Hún var virkilega góð á miðsvæðinu áður en hún fór út af.
89. mín
Afsakplega svekkjandi fyrir KR. Það er ekkert sem bendir til þess að þær fái eitthvað úr þessum leik núna. ÍBV er áfram að sækja.

KR-ingar misstu einbeitinguna og köstuðu þessu frá sér. Þetta virkaði afskaplega þægilegt fyrir þær þegar um stundarfjórðungur var eftir.
85. mín
Þetta gerðist líka í síðasta leik KR gegn Stjörnunni; þær komust yfir en enduðu á því að tapa leiknum.
83. mín SJÁLFSMARK!
Rebekka Sverrisdóttir (KR)
Stoðsending: Ameera Abdella Hussen
ÍBV ER BÚIÐ AÐ SNÚA ÞESSU VIÐ!!!
KR tapar boltanum á klaufalegum stað og boltinn berst til Ameeru sem á skot fyrir utan teig. Boltinn fer í Rebekku og þaðan í netið. Cornelia var farin í hitt hornið, en boltinn breytti um stefnu á leiðinni í netið.

ÍBV er búið að snúa þessum leik sér í vil!
81. mín
Telma Steindórs bjargaði þarna marki. Mikill kraftur í Eyjakonum núna.
81. mín
Mikill darraðadans inn á teig KR-inga og Vestmannaeyingar óheppnar að skora ekki!!
80. mín
Inn:Brynja Sævarsdóttir (KR) Út:Margaux Marianne Chauvet (KR)
78. mín
Þetta mark kom svolítið upp úr engu, einstaklingsframtak hjá Hönnu. Það steig enginn upp á móti henni og auðvitað lét hún bara vaða. Það borgaði sig.

Svekkjandi fyrir KR-inga sem hafa lagst aðeins aftar í seinni hálfleiknum.
77. mín


Hanna Kallmaier jafnaði fyrir ÍBV.
76. mín MARK!
Hanna Kallmaier (ÍBV)
VARAMAÐURINN JAFNAR!!
Stórkostlegt mark, fer yfir á vinstri fótinn og hamrar þessu í netið. Cornelia kom engum vörnum við þarna.

Þetta var glæsilegt mark!
71. mín
Gestirnir hafa varist vel í seinni hálfleiknum og er þetta að spilast bara nákvæmlega eins og þeir vildu.
71. mín
Júlíana reynir skot af 35-40 metra færi. Yfir markið. Skemmtileg tilraun en aldrei líkleg til árangurs.
70. mín
Staðan er enn sú sama fyrir norðan, 0-1 fyrir Mosfellingum.
69. mín
Inn:Þórhildur Ólafsdóttir (ÍBV) Út:Viktorija Zaicikova (ÍBV)
63. mín
Olga er allt í öllu í sóknarleik ÍBV. Bara ef liðsfélagar hennar væru aðeins að tengja betur við það sem hún væri að gera.

62. mín
Inn:Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir (KR) Út:Rasamee Phonsongkham (KR)
56. mín
Cornelia með tvöfalda vörslu til að koma í veg fyrir að ÍBV jafni.
54. mín
Ísabella Sara með frábæran undirbúning fyrir Marcellu sem er í mjög fínu skotfæri, en skotið er ekki alveg nægilega gott og Auður ver það auðveldlega.
53. mín
Eyjakonur áttu að jafna þarna áðan, engin spurning.
51. mín
Kristín Erna í DAUÐAFÆRI!!! en Cornelia gerir frábærlega í að verja með fætinum. Olga gerir stórkostlega í aðdragandanum og þarna átti varamaðurinn að skora.
50. mín
Leikur ÍBV í hnotskurn; langur bolti úr vörninni sem fer beinustu leið aftur fyrir endamörk.
49. mín
Ísabella Sara liggur eftir og þarf aðhlynningu.
46. mín
Alls ekki skrítið að Kristín Erna sé komin inn á. Leikmaður sem getur breytt leikjum.
46. mín
Þetta er byrjað aftur!
46. mín
Inn:Hanna Kallmaier (ÍBV) Út:Helena Jónsdóttir (ÍBV)
Tvöföld breyting í hálfleik.
46. mín
Inn:Kristín Erna Sigurlásdóttir (ÍBV) Út:Þóra Björg Stefánsdóttir (ÍBV)
Tvöföld breyting í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
KR-ingar mættar út á völl langt á undan heimakonum. Jonathan Glenn að fara vel yfir hlutina.
45. mín
Hálfleikur
Þetta er bara mjög sanngjörn staða að mínu mati, virkilega flottur fyrri hálfleikur hjá KR!
45. mín
Hálfleikur
Búið að flauta til hálfleiks og það eru gestirnir sem leiða óvænt.

Eins og staðan er núna þá eru þrjú lið með tíu stig í sjöunda til níunda sæti (Keflavík, Þór/KA og KR). Afturelding er svo á botninum með níu stig, en þær eru að vinna á Akureyri - 0-1.
45. mín Gult spjald: Margaux Marianne Chauvet (KR)
44. mín
Marcella með gott hlaup inn á teiginn, en var lengi að ákveða sig. Hún á svo skot sem Auður á auðvelt með að verja.
41. mín
Leikurinn er stórskemmtilegur um þessar mundir.

Olga Sevcova með stórhættulega fyrirgjöf og Ameera rétt missir af boltanum. ÍBV næstum því búið að jafna.
40. mín
Auður lokar á Ísabellu
Rasamee þræðir Ísabellu Söru í gegn, en Auður kemur vel út á móti og lokar!

Mjög vel gert hjá Auði og hún kemur í veg fyrir að KR komist í 0-2. Þessi sending hjá Rasamee var í hæsta gæðaflokki, algjörlega.
39. mín
ÍBV aðeins að vinna sig meira inn í leikinn finnst mér.
38. mín


Ameera átti stórkostlega fyrirgjöf.
37. mín
Besta færi ÍBV!!
Ameera með algjörlega stórkostlega fyrirgjöf og Sandra er í dauðafæri til að jafna en henni tekst einhvern veginn ekki að hitta markið.
36. mín
Olga með laust skot sem Cornelia á ekki í neinum vandræðum með. Líklega það besta frá ÍBV í þessum fyrri hálfleik, allavega með því betra.
31. mín
Hættuleg sókn hjá KR og Marcella að komast í góða stöðu, en síðasta snerting hennar er of þung. Hún missir boltann of langt frá sér og færið rennur út í sandinn.
30. mín
Jonathan Glenn hlýtur að vera brjálaður yfir þessari frammistöðu hjá ÍBV. Afskaplega dapurt hingað til.

"Koma svo ÍBV, keyra þetta í gang," heyrist úr stúkunni.
27. mín
Ísabella Sara Tryggvadóttir, fædd árið 2006, er að spila á vinstri kantinum hjá KR. Hún hefur heillað mig með frammistöðu sinni í byrjun leiks. Spennandi leikmaður þarna á ferðinni.

23. mín
Byrjað að rigna í Eyjum sýnist mér. Það gerir leikinn bara skemmtilegri!
20. mín
Það er skemmtilegur bragur yfir þessu KR-liði fyrstu mínúturnar. Eyjakonur ekki alveg komist í takt við leikinn.
19. mín
Hættulegt!!
Rasamee tekur hornspyrnuna, Guðmunda lætur hann fara á milli fóta sinna og Marcella er í mjög fínu færi en skot hennar fer beint í varnarmann.
18. mín
KR fær aukaspyrnu á fínum stað. Fyrirgjöf á leiðinni. Skapar smá usla. Rasamee fær boltann aftur og kemur honum fyrir, en boltinn fer aftur fyrir endamörk og KR fær hornspyrnu.
17. mín


KR er með forystuna í Vestmannaeyjum.
16. mín
Olga Sevcova tekur aukaspyrnu sem dettur rétt fram hjá stönginni. Skemmtileg tilraun!
15. mín
KR-ingar að hóta öðru marki, það er líf í gestunum!
12. mín MARK!
Marcella Marie Barberic (KR)
Stoðsending: Rasamee Phonsongkham
MARK!!!!!!
Gestirnir fljótar að taka aukaspyrnu, frábær fyrirgjöf og Marcella skilar þessu bara nokkuð þægilega í netið.

Þarna voru Eyjakonur bara sofandi frá upphafi til enda.
11. mín
Það eru tíðindi að norðan; Afturelding er búið að taka forystuna gegn Þór/KA í fallbaráttuslag.

10. mín
Marcella á hættulega fyrirgjöf en það vantar KR-ing til þess að stanga þetta inn.
7. mín
Það er ekkert að frétta á þessum fyrstu sjö mínútum, liðunum gengur illa að halda í boltann og það er nákvæmlega ekki neitt búið að gerast.
1. mín
Leikur hafinn
ÍBV byrjar með boltann.
Fyrir leik
KR-ingar eru appelsínugulir í dag. ÍBV í sínum hefðbundnu hvítu búningnum.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völl og þetta fer að byrja.
Fyrir leik
Það styttist í upphafsflaut á Hásteinsvelli, aðstæður virðast vera góðar í Vestmannaeyjum.
Fyrir leik
Ein sem fór á EM að spila í dag
Það er ein að spila í dag sem fór á Evrópumótið með Íslandi. Það er markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving. Hún var kölluð inn í hópinn fyrir fyrsta leik á mótinu og var í kringum liðið.

Auður, sem er gríðarlega efnileg, lék fyrri hluta tímabilsins með Aftureldingu en sneri svo aftur til Eyja í síðasta mánuði. Hún lék sumarið 2020 og 2021 með ÍBV og gerði það vel.

Fyrir leik
Byrjunarliðin
Byrjunarliðin fyrir þennan leik eru klár. Það vekur mína athygli að Kristín Erna Sigurlásdóttir er á bekknum hjá ÍBV. Hún er fyrrum leikmaður KR.

Fyrir leik
Guðbjörg Gunnarsdóttir spáir því að ÍBV fari með sigur af hómi í þessum leik.

"Erfitt verkefni fyrir KR. ÍBV eru alltaf erfiðar á útivelli og vinna örugglega, 3-1. Olga Sevcova og Kristín Erna skora fyrir ÍBV og Guðmunda minnkar muninn fyrir KR í blálokin."

Fyrir leik
ÍBV siglir lygnan sjó á meðan KR berst fyrir lífi sínu
Fyrir þennan leik munar ellefu stigum á liðunum; ÍBV er í fimmta sæti og KR er í níunda sæti.

Það er kannski leiðinlegt að segja það en mögulega er þetta tímabil búið hjá ÍBV. Þær eru ekki að fara í topp tvo og eru ekki að fara að falla. Þær munu bara sigla lygnan sjó sem er alls ekki slæmt og bara nokkuð góður árangur fyrir Eyjakonur.

KR er þremur stigum frá öruggu sæti sem stendur. Þær voru óheppnar að fá ekki stig í síðasta leik gegn Stjörnunni og horfa væntanlega í það þannig að þær geti fengið eitthvað úr þessum leik.

Fyrir leik
Því miður þá get ég ekki verið í Vestmannaeyjum í dag og því mun ég fylgjast með þessum leik í gegnum útsendingu Stöð 2 Sport.

Ef þú býrð í Vestmannaeyjum og hefur áhuga á því að skrifa um leiki fyrir okkur þá er um að gera að hafa samband í gegnum [email protected].
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í þessa beinu textalýsingu frá leik ÍBV og KR í Bestu deild kvenna.



Það fer fram heil umferð í Bestu deildinni í dag.

þriðjudagur 9. ágúst
17:30 Þór/KA-Afturelding (SaltPay-völlurinn)
17:30 ÍBV-KR (Hásteinsvöllur)
19:15 Keflavík-Valur (HS Orku völlurinn)
20:00 Stjarnan-Breiðablik (Samsungvöllurinn)
20:00 Þróttur R.-Selfoss (AVIS völlurinn)
Byrjunarlið:
23. Cornelia Baldi Sundelius (m)
Róberta Lilja Ísólfsdóttir
3. Margaux Marianne Chauvet ('80)
4. Laufey Björnsdóttir
6. Rebekka Sverrisdóttir (f)
7. Guðmunda Brynja Óladóttir
8. Hannah Lynne Tillett
10. Marcella Marie Barberic
11. Telma Steindórsdóttir
16. Rasamee Phonsongkham ('62)
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir

Varamenn:
29. Björk Björnsdóttir (m)
5. Brynja Sævarsdóttir ('80)
12. Íris Grétarsdóttir
15. Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir ('62)
15. Lilja Lív Margrétardóttir
19. Ólína Ágústa Valdimarsdóttir
20. Margrét Regína Grétarsdóttir

Liðsstjórn:
Arnar Páll Garðarsson (Þ)
Christopher Thomas Harrington (Þ)
Hildur Björg Kristjánsdóttir
Þóra Kristín Bergsdóttir
Baldvin Guðmundsson

Gul spjöld:
Margaux Marianne Chauvet ('45)

Rauð spjöld: