Lech Poznan
4
1
Víkingur R.
Mikhael Isak (f) '32 1-0
Kristoffer Welde '44 2-0
2-1 Danijel Dejan Djuric '90
Filip Marchwinski '96 3-1
Júlíus Magnússon '109
Afonso Sousa '117 , misnotað víti 3-1
Afonso Sousa '119 4-1
11.08.2022  -  18:30
Stadion Poznan
Sambandsdeildin (4-2)
Aðstæður: Um 25-30 gráður, ekki íslenskt veður
Dómari: Julian Weinberger (Austurríki)
Byrjunarlið:
35. Filip Bednarek (m)
2. Joel Pereira
5. Pedro Rebocho ('100)
6. Jesper Karlström
9. Mikhael Isak (f) ('100)
16. Antonio Milic ('49)
21. Michal Skoras
22. Radoslaw Murawski ('87)
23. Kristoffer Welde ('67)
24. Joao Amaral ('87)
44. Alan Czerwinski

Varamenn:
31. Krzysztof Bakowski (m)
3. Barry Douglas ('100)
7. Afonso Sousa ('87)
11. Filip Marchwinski ('87)
14. Heorhii Tsitaishvili
17. Filip Szymczak ('100)
20. Maksymilian Pingot
25. Filip Dagerstal ('49)
30. Nika Kvekveskiri ('67)

Liðsstjórn:
John van den Brom (Þ)

Gul spjöld:
Radoslaw Murawski ('78)
Joel Pereira ('79)
Michal Skoras ('88)
Filip Marchwinski ('89)
Alan Czerwinski ('105)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er ógeðslega svekkjandi en Víkingar geta verið stoltir af sér. Hefði verið áhugavert að sjá hvað hefði gerst ef Júlli hefði ekki fengið þetta fáránlega rauða spjald.

Þeir voru svo nálægt þessu, þetta er sárt en svona er boltinn.

Ég trúi ekki öðru en að við fáum íslenskt félagslið í riðlakeppni á næsta ári. Það styttist allavega í þetta.

119. mín MARK!
Afonso Sousa (Lech Poznan)
Þetta er þá búið. Bætir upp fyrir vítaklúðrið.
118. mín
Ingvar heldur lífi í þessu.
117. mín Misnotað víti!
Afonso Sousa (Lech Poznan)
iNGVAR VER! ÞVÍLÍKUR MEISTARI SEM ÞESSI MAÐUR ER!
116. mín
Víti. Boltinn fór í höndina á Davíð Erni, dómarinn er ömurlegur en þetta er hárrétt.
115. mín
Inn:Arnór Borg Guðjohnsen (Víkingur R.) Út:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
Arnór Borg er loksins kominn inn á.
114. mín
Lech í enn einu dauðafærinu en líkt og fyrri daginn þá lokar Ingvar bara. Magnaður leikur hjá honum.
113. mín
Ég er eiginlega í sjokki hvað þetta var lélegur dómur. Vá maður.
112. mín
Djöfull sem þetta fer í taugarnar á mér, litla kjaftæðið.
111. mín
Þessi austurríski dómari er eins og Sveppi í þessu atriði. Litla fíflið.

110. mín
HVAÐA BULL ER ÞETTA, ÁN DJÓKS. Júlíus fer bara í boltann og svo er stigið ofan á hann. Þetta hlýtur að vera eitthvað mesta kjaftæði sem ég hef séð.
109. mín Rautt spjald: Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
ÞESSI FOKKING DÓMARI
Júlíus rekinn í sturtu og þetta er fáránlegur dómur sýnist mér.
108. mín
Arnór Borg Guðjohnsen er að koma inn á.
107. mín
Menn eru augljóslega orðnir mjög þreyttir.
107. mín
Víkingar mjög hátt upp núna og leikmenn Lech eru komnir skotgrafirnar.
106. mín
Stórhættulegur bolti inn á teig en Lech skallar frá.
106. mín
LANGT INNKAST FRÁ DAVÍÐ!
106. mín
SEINNI HÁLFLEIKUR FRAMLENGINGAR ER HAFINN!
Koma svo!!!

105. mín
HÁLFLEIKUR Í FRAMLENGINGU
Það er enn tími fyrir Víkinga. Þetta er ekki búið, það er aldrei hægt að afskrifa EuroVikes.

105. mín Gult spjald: Alan Czerwinski (Lech Poznan)
Þriðja spjaldið sem Lech fær fyrir tafir.
103. mín
Ari með hættulegan bolta fyrir en Bednarek kemur út og grípur hann.
103. mín
Danijel Dejan Djuric er býsna skemmtilegur fótboltamaður.
102. mín
Djuric með skemmtilegan bolta og boltinn skallaður út í teiginn, en Víkingar ná ekki til boltans.

Þetta var hættulegt!
101. mín
Birnir sækir hornspyrnu. Koma svo!
100. mín
Inn:Filip Szymczak (Lech Poznan) Út:Pedro Rebocho (Lech Poznan)
100. mín
Inn:Barry Douglas (Lech Poznan) Út:Mikhael Isak (f) (Lech Poznan)
Fjölga í vörninni.
99. mín
Víkingar væru komnir áfram núna ef útivallarmörk væru enn í gildi.
98. mín
ÞAÐ ER KRAFTUR Í DJURIC! Leikur hér á varnarmenn Poznan og á svo hættulegt skot sem fer held ég í tvo varnarmenn. Erlingur var nálægt frákastinu en þeir koma boltanum í burtu.
97. mín
Jæja, það er enn tími!
96. mín MARK!
Filip Marchwinski (Lech Poznan)
Stoðsending: Michal Skoras
Fokkkkk
Þetta er ógeðslegt mark. Fær tíma fyrir utan teig og á skot sem er of fast fyrir Ingvar.
95. mín


Markinu ótrúlega fagnað

94. mín
Minnir að Arnar Gunnlaugs hafi talað um það á fréttamannafundi í gær að hans menn væru búnir að æfa vítaspyrnur ef þetta myndi enda þannig.


Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
92. mín
Þetta er án djóks eitthvað það rosalegasta sem ég hef séð. Fótbolti er svo mögnuð íþrótt. Víkingar virkuðu bensínslausir en þeir gáfust aldrei upp.
90. mín
FRAMLENGING ER HAFIN
90. mín
Pólsku sjónvarpsmennirnir voru sofandi. Þeir héldu að leikurinn væri búinn. Þeir sýndu það ekki þegar Danijel skoraði. Það heyrðist bara.

Lech átti að vera löngu búið að klára þetta. Þeir fengu endalaust af færum til að klára þetta. Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef séð.

Fótbolti, MAÐUR LIFANDI!


90. mín
ÞETTA GERÐIST Á SÍÐUSTU SEKÚNDU LEIKSINS.

ÞETTA ER BÚIÐ! Það verður framlengt.
90. mín MARK!
Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
NEI HVAÐ ER Í GANGI!!!!!!
Erlingur með boltann fyrir og Danijel klárar þetta.

ÓTRÚLEGT!!!!!!!
90. mín
Víkingar með boltann. Hafa 30 sekúndur til þess að koma sér fram og skora.
90. mín
Lech fer upp með boltann. Þetta lítur ekki vel út.
90. mín
Mínúta eftir.
90. mín
Lech í dauðafæri hinum megin en Ingvar ver og svo skot fram hjá. ÞAÐ ER ENN TÍMI!
90. mín
Birnir í hörkufæri á teignum en á skot sem fer í varnarmann. KOMA SVO!
90. mín
Hættulegur bolti fyrir en það vantar mann á boltann. Þetta var góð staða fyrir Víkinga!
90. mín
Núna væri gott að vera með Nikolaj Hansen inn á en hann er líklega ekki klár í slaginn.
90. mín
Það eru þrjár mínútur eftir.
90. mín
Það kom ekkert úr þessu innkasti en það eru fimm mínútur í uppbótartíma.
90. mín
VÍKNGAR FÁ LANGT INNKAST!
89. mín
Júlíus bjargar á síðustu stundu og Víkingar geta sótt hratt.
89. mín Gult spjald: Filip Marchwinski (Lech Poznan)
Annað spjald fyrir tafir.
88. mín Gult spjald: Michal Skoras (Lech Poznan)
Fyrir tafir.
88. mín
Lech menn eru byrjaðir að nota allan þann tíma sem þeir geta til þess að tefja.
87. mín
Inn:Filip Marchwinski (Lech Poznan) Út:Radoslaw Murawski (Lech Poznan)
Þeir tóku sér langan tíma í þessar skiptingar.
87. mín
Inn:Afonso Sousa (Lech Poznan) Út:Joao Amaral (Lech Poznan)
Þeir tóku sér langan tíma í þessar skiptingar.
85. mín
Kyle með skalla töluvert fram hjá markinu eftir aukaspyrnu inn á teiginn.
84. mín
Víkingar eru farnir að henda ansi mörgum fram, en þeir virka mjög þreyttir.
83. mín
Amaral í öðru dauðafæri en setur boltann langt yfir markið.
82. mín
Lech á að vera búið að gera út um þetta hérna í seinni hálfleik. Amaral kominn einn í gegn en Ingvar kemur langt út á móti og nær að verja.
81. mín
Ishak í dauðafæri hinum megin en setur boltann í tréverkið.

80. mín
Danijel reynir bara SKOTIÐ!. Bednarek í vandræðum en slær þetta í burtu.
79. mín
Tækifæri fyrir Víkinga. Aukaspyrna á fínum stað fyrir sendingu fyrir markið.
79. mín Gult spjald: Joel Pereira (Lech Poznan)
Heyrðu, þetta var hársbreidd frá því að vera innan teigs. Birnir gerði mjög vel.
78. mín Gult spjald: Radoslaw Murawski (Lech Poznan)
Fyrir brot á Pablo.
77. mín
Minni á það að Víkingur þarf bara eitt mark til þess að koma þessu í framlengingu.
75. mín
15 mínútur eftir af venjulegum leiktíma.
73. mín
Inn:Birnir Snær Ingason (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
72. mín
Ishak í dauðafæri að ganga frá þessu einvígi en Ingvar sér við honum. Lech á svo skot fram hjá.
68. mín
Danijel Dejan með skot af varnarmanni og RÉTT FRAM HJÁ!!! Þarna munaði alls ekki miklu.
67. mín
Inn:Nika Kvekveskiri (Lech Poznan) Út:Kristoffer Welde (Lech Poznan)
Besti maður Lech af velli.
64. mín
Víkingar ekki búnir að skapa sér neitt enn sem komið er í seinni hálfleiknum.

Maður veltir því fyrir sér hvort þeir hafi bara ekki selt Kristal Mána aðeins of snemma. Hann hefði getað hjálpað liðinu helling, án nokkurs vafa.

62. mín Gult spjald: Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
60. mín
Ekroth gefur Ishak olnboga í andlitið innan teigs. Ishak er ósáttur en dómarinn sá ekkert athugavert við þetta. Ekroth aðeins að leika sér að eldinum þarna.
57. mín
Ari tengir vel við Viktor og er Viktor kominn í fína stöðu til að senda fyrir. Hann á fyrirgjöf, en hún er ekki alveg nægilega góð.

Þetta er betra!
57. mín
Það er nóg eftir af þessu. Koma svo!
56. mín
Ari tekur á mann og annan, en fellur svo auðveldlega í jörðina og fær skiljanlega ekki neitt.
55. mín
Góð sending inn fyrir og Isak í hættulegri stöðu en setur boltann yfir markið. Hann tekur boltann á lofti og það var alltaf að fara að vera erfitt að klára það.
54. mín
Þeir taka mikinn tíma í þessa hornspyrnu og Viktor Örlygur skallar svo frá.
53. mín
Víkingar þurfa að rífa sig í gang. Ekki nægilega gott til að byrja með í seinni hálfleik. Lech að stjórna ferðinni og á núna aukaspyrnu á hættulegum stað.

Þeir fá svo hornspyrnu í kjölfarið á þessari aukaspyrnu.
53. mín Gult spjald: Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
49. mín
Inn:Filip Dagerstal (Lech Poznan) Út:Antonio Milic (Lech Poznan)
Meiðsli í varnarlínu Lech.
48. mín


Lech Poznan fagnar marki í fyrri hálfleik.
47. mín
Við erum með ljósmyndara á leiknum í Poznan. Okkar besti maður, Adam Ciereszko, er á vellinum að mynda.

46. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) Út:Logi Tómasson (Víkingur R.)
Þetta er hafið að nýju! Tvöföld breyting í hálfleik hjá Víkingum.
46. mín
Inn:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.) Út:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Þetta er hafið að nýju! Tvöföld breyting í hálfleik hjá Víkingum.
45. mín
Hálfleikur
Danijel Dejan Djuric er að koma inn á.

45. mín
Hálfleikur


Kristoffer Welde er bæði búinn að skora og leggja upp.
45. mín
Hálfleikur
Afar svekkjandi fyrri hálfleikur. Víkingar hefðu getað skorað tvisvar á fyrstu 15 mínútum leiksins, en eru þess í stað 2-0 undir. Það er stutt á milli í þessu. Víkingar klaufar, en þeir eru fullfærir um að koma til baka í þessu.

Það eru 45 mínútur eftir og núna þurfa Víkingar að koma sterkir inn í seinni hálfleikinn.
45. mín
Einni mínútu bætt við í fyrri hálfleik
45. mín
Aftur ódýrt mark, og á versta tíma.
44. mín MARK!
Kristoffer Welde (Lech Poznan)
Stoðsending: Joel Pereira
ÞETTA ER VONT
Pereira með sendingu inn á teiginn og Welde skilar þessu í netið. Logi svolítið sofandi á fjærstönginni og missir Welde aftur fyrir sig.

Þetta er vont, Lech er búið að taka forystuna í einvíginu.
42. mín
Það er pása núna í leiknum. Logi og Joel Pereira lentu í samstuði. Verið að huga þeim báðum. Þeir koma svo aftur inn á völlinn.
39. mín
Bednarek með áhugavert kast upp völlinn. Á nákvæmlega engan.
35. mín
Það eru alveg möguleikar fyrir Víkinga í þessu og þeir munu fá færi. Núna er þetta bara nýr leikur, allt jafnt. Víkingar eiga alveg góðan möguleika gegn þessu Lech liði.
33. mín
Ekki hægt að segja að þetta hafi legið í loftinu. Gífurlega svekkjandi, en bara áfram gakk.

Núna er staðan jöfn, 1-1, í þessu einvígi.
32. mín MARK!
Mikhael Isak (f) (Lech Poznan)
Stoðsending: Kristoffer Welde
ANDSKOTANS
Sending á bak við vörnina. Fyrirgjöf út í teiginn og þar er Isak aleinn. Gríðarlega klaufalegur varnarleikur, Ekroth og Viktor Örlygur bara að horfa. Alltof auðvelt fyrir Lech þarna og þetta er rándýrt.

Ekki nógu gott.
30. mín
Víkingar eru að verjast í 5-4-1. Það hefur virkað mjög vel hingað til.
29. mín
Pólskur fjölmiðlamaður að hrósa Arnari Gunnlaugssyni fyrir vinnu sína með Víkingum. Segir að ef Arnar væri að stýra Lech, þá væri staðan allt önnur í þessu einvígi.

24. mín
ÞESSI VARNARLEKUR
Welde sleppur á bak við vörn Víkinga og er kominn í hættulega stöðu, en Ekroth gerir frábærlega í varnarleiknum - að loka á hann. Fleygir sér fyrir og truflar kantmann Lech allverulega.

21. mín
Stuðningsmenn Poznan eru farnir að láta í sér heyra. Baula hér á sitt lið. Þeir vilja meira!
18. mín
Maður sér að það er smá stress í báðum liðum, gengur illa að halda í boltann. Það er mikið undir.
17. mín
Smá bras hjá Víkingum í öftustu línu og Kyle leysir það bara með því að negla boltanum út af. Ekkert bull!
16. mín
Víkingar hefðu hæglega getað verið búnir að skora tvö mörk hingað til. Vantað gæðin til að koma þessu í netið!
15. mín Gult spjald: Pablo Punyed (Víkingur R.)
Ódýrt spjald.
15. mín
Þessar fyrstu 15 mínútur eru búnar að vera stórkostlegar.
13. mín
ERLINGUR Í DAUÐAFÆRI
Ekroth vinnur boltann hátt á vellinum og Pablo á svo sendingu inn á teiginn sem endar með því að Erlingur fær dauðafæri til að skora. Skotið hans er hins vegar slakt og auðvelt viðureignar fyrir Filip Bednarek.

Þarna verða Víkingar að gera betur!

12. mín
ÞVÍLÍKUR DARRAÐADANS
Poznan að hóta allverulega. Aðstoðardómarinn lyftir flagginu að lokum. Rangstaða dæmd eftir mikinn darraðadans. Hvaða bull er þetta? Lyftu bara flagginu strax.
10. mín
Víkingar bara verið hættulegri þessar fyrstu tíu mínútur. Mjög flott!
9. mín
Arnar Gunnlaugs er ekkert eðlilega flottur á hliðarlínunni. Þetta kallast að vera flottur í tauinu.
8. mín
AHHHHHHHHHHHHHHH
Frábær sprettur hjá Erlingi upp hægra megin og á frábæra sendingu út í teiginn á Helga sem er að koma á ferðinni. Skotið er hins vegar fram hjá markinu!!!

Þarna átti Helgi bara að SKORA.

6. mín
Heimamenn að komast í hættulega stöðu inn á teignum en Kyle gerir vel að koma sér fyrir skotið.
5. mín
Lech fær hornspyrnu. Viktor Örlygur skallar frá, vel gert.
3. mín
NÆSTUM ÞVÍ!!!
Víkingar fá aukaspyrnu og boltinn fellur fyrir Ara Sigurpáls í teignum. Hann á skot sem fer af varnarmanni og rétt fram hjá markinu.

Ari elskara að spila gegn Lech, en hann gerði markið í fyrri leiknum.

2. mín
Svona stilla Víkingar upp
Ingvar

Karl Friðleifur - Viktor - Oliver - Kyle - Logi

Erlingur - Pablo - Júlíus - Ari

Helgi

Þetta er allavega uppstillingin varnarlega. Sýnist Viktor Örlygur færa sig upp völlinn þegar Víkingar eru með boltann.
1. mín
Leikur hafinn
Veislan er hafin!
Fyrir leik
Spá Víkingum áfram
Baldur Sigurðsson og Máni Pétursson, sérfræðingar Stöð 2 Sport spá því báðir að Víkingar fari áfram, þeir spá báðir jafntefli.
Fyrir leik
Leikmenn ganga út á völl. Breiðhyltingurinn Júlíus Magnússon leiðir Víkinga út. Þetta er stór stund.

Leikvangurinn er stórglæsilegur. Hann er ekki næstum því fullur, en stuðningsmenn Lech eru ekki sáttir með stöðu mála hjá félaginu þessa stundina. Lech er í næst neðsta sæti pólsku deildarinnar með eitt stig eftir þrjá leiki.

Fyrir leik
Það verður áhugavert að sjá hvernig Víkingar nálgast þennan leik. Þeir eru með 1-0 forystu, en ég trúi því ekki að þeir séu bara að fara að múra algjörlega fyrir. Það getur verið hættulegur leikur.
Fyrir leik
Ég hef trú á að Víkingar komist áfram.
Fyrir leik
Ingvar Jónsson og Pablo Punyed léku með Stjörnunni gegn Lech Poznan í Evrópudeildinni fyrir nokkrum árum síðan. Stjarnan sló Lech þá úr keppni og það er vonandi að Víkingar geri það líka.

Fyrir leik
Það styttist í þetta, 15 mínútur í leik.

Fyrir leik
Minni á að leikur Istanbul Basaksehir og Breiðbliks var að hefjast. Þar hafa Blikar verk að vinna eftir að hafa tapað fyrri leiknum 1-3.

Það er hægt að nálgast textalýsingu frá þeim leik með því að smella hérna.

Fyrir leik
Ég var í Poznan fyrr í sumar og þetta er mjög skemmtileg borg!
Fyrir leik
Mæli með að kíkja á Instagram síðu Víkinga, en þar er hægt að skyggnast á bak við tjöldin í Póllandi með því að skoða 'story'.
Fyrir leik
Daníel Örn, einn harðasti stuðningsmaður Víkings á landinu, spáir því að þessi leikur endi 1-1 og að Víkingur fari þannig áfram.

Vonum það!

Fyrir leik
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, gerir eina breytingu frá fyrri leiknum á heimavelli. Viktor Örlygur Andrason kemur inn í staðinn fyrir Birni Snæ Ingason.

Fyrir leik
Byrjunarlið Víkings:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
5. Kyle McLagan
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
10. Pablo Punyed
17. Ari Sigurpálsson
18. Birnir Snær Ingason
20. Júlíus Magnússon
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
Fyrir leik
Ég ræddi við pólskan fjölmiðlamann fyrir þennan leik og var ýmislegt skemmtilegt sem kom fram í því viðtali. Mæli með því að skoða það!

Fyrir leik
Víkingar tekið góðan undirbúning
Víkingar fóru út á mánudaginn, nokkrum klukkutímum eftir leik sinn við Fram í Bestu deildinni. Félaginu tókst að púsla því þannig saman að allir leikmenn náðu að taka sér frí frá öðrum verkefnum til að hafa fullan fókus frá mánudeginum á þessu stóra verkefni sem er framundan.

"Liðið kom út á mánudaginn. Það er búið að vera að aðlagast hitanum hér og fá smá hvíld því það er búið að vera svo mikið álag. Það er mjög gott hótel hér og borgin er skemmtileg," sagði Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Víkingar eru búnir að taka góðan undirbúning í Póllandi sem er jákvætt.

Fyrir leik
Aldrei verið meiri möguleiki
Það má með sanni segja að aldrei hafi íslenskt karlalið verið jafn nálægt því að fara í riðlana í Evrópukeppni.

Ef Víkingar ná að komast úr þessu einvígi þá mæta þeir líklega Dudelange frá Lúxemborg í næstu umferð, lokaumferðinni fyrir riðlakeppnina. Dudelange tapaði 3-0 fyrir Malmö í forkeppni Evrópudeildarinnar í gær.

Stjarnan fór í umspil árið 2014 en mætti þá Inter frá Ítalíu og átti engan möguleika. Möguleikarnir eru stærri fyrir Víkinga.

Ef Víkingar fara alla leið þá verða þeir annað íslenska félagsliðið til að fara í riðlana í Evrópukeppni því kvennalið Breiðabliks tókst að gera það í Meistaradeildinni í fyrra.

Fyrir leik
Ég er því miður ekki í Póllandi - þessi textalýsing fer fram með hjálp Stöð 2 Sport sem sýnir frá leiknum.
Fyrir leik
Það er stórleikur framundan!
Í kvöld mætast Lech Poznan og Víkingur Reykjavík í seinni leik sínum í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Víkingur leiðir 1-0 eftir fyrri leikinn og er í góðum möguleika á því að komast áfram í umspilið fyrir riðlakeppnina.

Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson ('46)
4. Oliver Ekroth
5. Kyle McLagan
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason (f) ('73)
9. Helgi Guðjónsson ('46)
10. Pablo Punyed
17. Ari Sigurpálsson ('115)
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson

Varamenn:
16. Þórður Ingason (m)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
12. Halldór Smári Sigurðsson
14. Jóhannes Geirdal
14. Sigurður Steinar Björnsson
15. Arnór Borg Guðjohnsen ('115)
18. Birnir Snær Ingason ('73)
19. Danijel Dejan Djuric ('46)
23. Nikolaj Hansen
24. Davíð Örn Atlason ('46)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen

Gul spjöld:
Pablo Punyed ('15)
Karl Friðleifur Gunnarsson ('53)
Júlíus Magnússon ('62)

Rauð spjöld:
Júlíus Magnússon ('109)