Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
HK
4
1
Haukar
Gabriella Lindsay Coleman '36 1-0
Emma Sól Aradóttir '52 2-0
2-1 Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir '64
Isabella Eva Aradóttir '73 3-1
Gabriella Lindsay Coleman '79 4-1
11.08.2022  -  19:15
Kórinn
Lengjudeild kvenna
Dómari: Patryk Emanuel Jurczak
Maður leiksins: Henríetta Ágústsdóttir
Byrjunarlið:
1. Audrey Rose Baldwin (m)
Henríetta Ágústsdóttir ('87)
3. Hildur Björk Búadóttir ('54)
10. Isabella Eva Aradóttir (f)
11. Emma Sól Aradóttir ('83)
14. Arna Sól Sævarsdóttir
15. Magðalena Ólafsdóttir
20. Katrín Rósa Egilsdóttir ('67)
25. Lára Einarsdóttir
26. Kristín Anítudóttir Mcmillan
42. Gabriella Lindsay Coleman ('83)

Varamenn:
28. Anna Ragnhildur Sól Ingadóttir (m)
4. Andrea Elín Ólafsdóttir ('87)
5. Rakel Lóa Brynjarsdóttir ('67)
19. Ragnhildur Sóley Jónasdóttir ('83)
19. Amanda Mist Pálsdóttir
23. Sóley María Davíðsdóttir ('54)

Liðsstjórn:
Guðni Þór Einarsson (Þ)
Ragnheiður Soffía Georgsdóttir
Atli Jónasson
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir
Birkir Örn Arnarsson
Kristjana Ása Þórðardóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sanngjarn 3-0 sigur HK sem halda áfram í hörku baráttu um sæti í Bestu deildinni en brekkan er orðin ansi brött hjæa Haukum á botni deildarinnar.

Takk fyrir mig og ég minni á skýrslu og viðtöl sem koma inn seinna í kvöld.
90. mín
Ísabella á lausann skalla á markið sem Þóra grípur.
90. mín
Kristjana á langan bolta fram ætlaðan Ranghildi Sóley en sendingin aðeins og löng og Þóra handsamar boltann.
88. mín
Rosalega lítið að frétta þessa stundina, Haukar reyna að sækja en eru að flýta sér og missa boltann mikið frá sér.
87. mín
Inn:Andrea Elín Ólafsdóttir (HK) Út:Henríetta Ágústsdóttir (HK)
83. mín
Inn:Kristjana Ása Þórðardóttir (HK) Út:Emma Sól Aradóttir (HK)
83. mín
Inn:Ragnhildur Sóley Jónasdóttir (HK) Út:Gabriella Lindsay Coleman (HK)
83. mín
Inn:Þuríður Ásta Guðmundsdóttir (Haukar) Út:Þórey Björk Eyþórsdóttir (Haukar)
82. mín
Inn:Anna Rut Ingadóttir (Haukar) Út:Dagrún Birta Karlsdóttir (Haukar)
81. mín
Keira að berjast fram hjá bæði Kristínu og Láru og er kominn ein í gegn en dæmd brotleg, þetta var nú ansi ódýrt að mínu mati.
79. mín MARK!
Gabriella Lindsay Coleman (HK)
Stoðsending: Magðalena Ólafsdóttir
Gabriella að klára leikinn!!
Maðgðalena setur góðann bolta úr horspyrnu inn á teiginn þar sem Gabriella rís lang hæst og skallar boltann í netið.
78. mín
Arna Sól enn og aftur kominn upp að endalínu og kemur sér fram hjá Viktoríu og legggur boltann út í teiginn þar sem Rakel Lóa er mætt en hittir ekii boltann.
77. mín
Arna Sól er kominn upp að endalínu og leggur boltann út á Gabriellu sem er með lítið pláss og hlætur hann fara, eins og hún haldi að það sé einhver í betri stöðu fyrir aftan hana en boltinn Haukar koma boltanum í spil.
76. mín
Inn:Berghildur Björt Egilsdóttir (Haukar) Út:Rakel Leósdóttir (Haukar)
73. mín MARK!
Isabella Eva Aradóttir (HK)
Stoðsending: Rakel Lóa Brynjarsdóttir
Rakel brýtur á Henríettu rétt fyrir framan miðju á helmingi Hauka.
Lára rennir boltanum upp í horn á Rakel Lóu sem kemur sér upp að vítateigslínu og rennir boltanum út í teiginn þar sem Ísabella klárar vel.
72. mín
Það lifanði töluvert yfir þessum leik eftir að Haukar skora og það er mikil harka í þessu, Haukar eru að komast mun betur inn í leikinn en eru aðeins að flýta sér á síðasta þriðjungi.
67. mín
Inn:Rakel Lóa Brynjarsdóttir (HK) Út:Katrín Rósa Egilsdóttir (HK)
66. mín
Rgnheiður Þórunn nálægt því að jafna!!!!
Haukar sækja hratt en HK ingar hreinsa en Ragnheiður vinnur boltann aftur á og hörku skot á markið sem Audrey þarf að hafa sig alla við að verja í horn.
64. mín MARK!
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir (Haukar)
Rakel á flotta vippu inn á teiginn og eftir smá baráttu kemur hin 15 ára gamla Ragnheiður Þórunn boltanum í netið.
61. mín
Inn:Kristín Erla Halldórsdóttir (Haukar) Út:Katrín Ásta Eyþórsdóttir (Haukar)
58. mín
Þórey fær boltann úti við vítateigslínu og missir boltann frá sér ,HK-ingar sækja hratt og vinna hornsprynu hinum meginn, Hauka konur skalla horspyrnuna frá.
57. mín
Kristín Fjóla með sendingu upp í horn á Þórey sem setur boltann fyrir í fyrsta, Rangheiður á fjærstönginni er aðeinns of innarlega og boltinn fer fram hjá henni, hún nær síðann boltanum og setur fyrir en varnamaður HK kemst fyrir boltann og setur í horn.
55. mín
Magðalena með skot af vítateigslínunni sem fer hátt yfir.
55. mín
HK á aðra hornspyru sem Maððalena tekur og Ísabella á skalla sem fer fram hjá.
54. mín
Inn:Sóley María Davíðsdóttir (HK) Út:Hildur Björk Búadóttir (HK)
54. mín
Haukar komu út í seinni hálfleikinn af mikklum krafti og höfðu haldið boltanum vel fyrstu mínútur seinni hálfleiks, spurningum um hvort að mark í andlitið dragi úr þeim kraftinn.
52. mín MARK!
Emma Sól Aradóttir (HK)
Stoðsending: Magðalena Ólafsdóttir
Magðalena tekur spyrnuna inn á teiginn og eftir mikið klafs nær Emma Sól að pota boltanum í netið!
51. mín
Henríetta vinnur boltann á miðjunni og rennir honum upp í horn á Gabriella sem á fyrigjöf sem Dagrún hreinsar í slánna og yfir, munaðihársbreidd að hún hafi skorað sjálfsmark en HK fær horn.
48. mín
Haukar búnar að vinna boltann í tvígang hátt á vellnium en eru eitthvað stressaðar á boltann og eru mikiðað senda hann frá sér.
46. mín
Viktroría vinnu boltann hátt á vellinum og rennir boltanum upp á Keiru sem á fyrirgjöf sem Kristín kemur frá.
45. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn.
45. mín
Hálfleikur
HK leiðir 1-0 í hálfleik!

HK ingar hafa verið miklu betri og þegar að leið á seinni hálfleikinn tóku þær alveg yfir.

Haukar lifnuðu aðeins við á síðustu mínútum seinni hálfleiks, spurning um hvort þær nái að taka þennan kraft með sér í seinni hálfleikinn.
45. mín
Góð sókn hjá Haukum, Helga sendir á Kristínu sýnist mér sem á góðann bolta upp inn fyrir vörn HK á Þórey sem nær boltanum og er alein hægra megin við vítateiginn og á lélegt skot eða fyrirgjöf sem Aufrey grípur, illa farið með gott færi.
44. mín
Haukar sækja hratt eftir hornnið en Henríettta vinnur vel tilbaka og vinnur boltann af Kristínu Fjólu, boltinn berst hins vegar aftur á hana, hún ætlar að leggja boltann fyrir Þóreyju en sendingin of framlega og hún nær ekki til boltans.

Þetta var fyrsta sókn Hauka í ansi langan tíma sem hafa lítið verið með boltann eftir að HK ingar skoruðu.
42. mín
Arna Sól klobbar Katrínu Ástu uppi við endalínu og kemur sér inni í teiginn þar mæti hún Dagrúnu sem stoppar hana og setur boltann í horn.
40. mín
Maðgalena á skot fyrir utan vítateig sem Þóra ver.
37. mín Gult spjald: Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir (Haukar)
Rífur Örnu Sól sem er á mikilli ferð upp hægri kantinn niður.
36. mín MARK!
Gabriella Lindsay Coleman (HK)
Stoðsending: Arna Sól Sævarsdóttir
Boltinn berst til Ísabellu eftir klafs á miðjunni og hún setu góðann bolta til hægri á Örnu sem tekur Katrínu á og skot í stöngina.

Boltinnberst af stönginni út í teig þar sem Gabriella klárar stöngin inn.
35. mín
Henríetta með skemmtilega vippu yfir Katríni Ástu upp í horn á Gabriellu sem á skot sem fer yfir.
33. mín
HK-ingar vinna enn annað hornið, Magðalena tekur það og Þóra er fysr á boltann og slær hann frá.
33. mín
Gabriella fær góða sendingu í hlaupið sitt yfir vörn Hauka og er með rosalegt pláss og tíma, Katrín vinnur vel til baka og mætir henni, Gabriella nær skotinu, Þóra rún nær að stinga stóru tánni í boltann og HK fær honrspyrnu, HK-ingar ná ekki að nýta hornspyrnuna og Haukar skalla frá.
30. mín
Rakel með skemmtilega sendingu á milli bakvarðar og miðvarðar HK ætlaða Ragnheiði en Ragnheiður er rangstæð.
30. mín
HK-ingar eru taka yfir leikinn og eru mun meira með boltann, Haukar erum mikið að reyna erfiða háa bolta fram þegar þær fá boltann.
28. mín
HK vinnur aukaspyrnu sem Maðgalena tekur, Huakar eru í rosalegum vandræum með að hreinsa frá og að lokum er Gabriella dæmd rangstæð og Haukar fá aukaspyrnu.
25. mín
HK ingar sækja hratt, Maðgalena með góðann bolta til hægri á Örnu Sól sem hefur mikið pláss og tíma en er of lengi að koma sér í fyrirgjöfinna og Dagrún kemst fyrir boltann.
24. mín
HK vinnur ódýra aukaspyrnu á miðjum velli, Magðalena setur boltann inn á teiginn sem Haukar skalla frá.
23. mín
Katrín Rósa með skot af vítateigslínu sem fer rétt yfir.
21. mín
HK fær hornspyrnu sem Magðalena tekur, Haukar skalla frá en tvæ Haukakonur liggja eftir og Patryk stoppar leikinn.
20. mín
Katrín Ásta er með boltann neðarlega á bellinum og ætlar að senda hann en rennur til og Arna Sól stelur af henni boltanum og setur hann fyrir, en fyrirgjöfin er innarlega svo Þóra Rún nm--handsssamar hann auðveldlega.
16. mín
Viktoría Diljá er með boltann úti hægra meginn, tekur Maðalenu á og rennir boltanum svo upp í horn á Þórey sem reynir fyrirgjöf en HK-ingar setja boltann í honr, Kristín Fjóla tekur hornspyrnuna sem Audrey grípur.
15. mín
Helga skýlir boltanum vel á miðjunni og rennir boltanum á miææi miðvarða HK, boltinn var ætlaður Keri en hún átti greinilega ekki vona á þessari sendingu og boltinn rennur til Audrey.
13. mín
Kristín Fjóla skorar úr horninu en Patryk dæmir markið af og telur Hauka konur hafa brotið á Audrey.
13. mín
Þórey rún fær boltann upp í hæra hornð og er komin upp að endalínu og ætlar að leggja boltann út i teiginn en Henrítta les sendinguna og setu boltann í horn.
7. mín
Helga með langan bolta upp á Þórey sem ber boltann hærra og setur hann svo fyrir en Audrey handsamar boltann.
6. mín
Gabriella fær góðann bolta upp vinstir kantinn og er komin ein á móti Helgu Ýr sýnist mér hún fer illa með hana og kemst fram hjá henni, en Helga vinnur vel til baka og nær að setja boltann í horn.
4. mín
Henrítta með góðann bolta úr vörninni yfir vörn HK sem Gabriella nær, hún setur boltann fyrir, Þóira Rún í marki Hauka missir af boltanum en Katrín Ásta hreinsar í horn.
1. mín
Ísabella fær háan bolta fram og tekur vel á móti honum, leggur boltann fyrir markið þar sem Arna Sól er mætt á fjærstöngina en skóflar boltanum yfir markið.
1. mín
Leikur hafinn
Patryk dómari flautar leikinn í gagn, Haukar byrja með boltann.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlin ásamt dómurum, HK í sínum rauðu og hvítu búningum en Hauka konur í bláum varamanna búningum.
Fyrir leik
Byrjunaliðin
Guðni þjálfari HK gerir enga breytingu fra 2-1 sigrinum á Augnablik í síðasta leik.

Alexandre gerir hins vegar eina breytingu, markmaðurinn Þóra Rún Óladóttir kemur inn í byrjunarlið Hauka og Emily Amstrong fær sér sæti á bekknum.
Fyrir leik
Fyrri viðureign liðanna
Þann 4. júlí mættust liðin á Ásvöllum í fyrri umferðinni, HK vann þann leik 0-3.
Gabriella Lindsay Coleman skoraði 2 mörk í leiknum og Katrín Rós Egilsdóttir eitt.

Gabriella Lindsay Coleman
Fyrir leik
Haukar
Sumarið hefur verið strembið fyrir Hauka konur og sitja þær eftir 13. umferðir á botni deildarinnar í 10 sæti með 4 stig.
Þær hafa einugnis sigrað einn leik í sumar, gert eitt jafntefli en tapað 11. leikjum.

Þær Guðrún Jóna Kristjánsdóttir og Katrín Ómarsdóttir hófu sumarið sem þjálfarar Hauka en hættu með liðið í lok Júní, Alexandre M. Fernandez Massot hefur stýrt liðinu síðan en ekki náð að snúa við slælmu gengi liðsins.

Í síðustu umferð fengu Haukar Tindastól í heimsókn og vann Tindastóll þann leik 0-5.

Fyrir leik
HK
Gengi HK í sumar hefur verið prýðilegt og situr HK, eftir 13. umferðir í 2 sæti deildarinnar með 29 stig, 4 stigum minna en FH sem er á toppnum.

Af þeim 13 leikjum sem HK hefur spilað í deildinni í sumar hafa þær unnið 7, gert 2 jafntefli og tapað 2 leikjum.

HK ingum hefur gengið ágætlega að skora í sumar og hafa skorað 24 mörk.
Ísabella Eva Aradóttir fyrirliði liðsins hefur verið iðin við markaskorun og er markahæsti leikmaður liðsins aukog í 2. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar með 8 mörk.

Í síðustu umferð vann HK 1-2 sigur á Augnablik á Kópavogsvelli, Ísabella Eva Aradóttir og Magðalena Ólafsdóttir skorðuðu mörk HK í þeim leik.

Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og velkomin í beina textalýsingu frá viðureign HK og Hauka í 14.umferð Lengjudeildar kvenna.

Patryk Emanuel Jurczak dómari flautar til leiks klukkan 19:15 í Kórnum, heimavelli HK.
Byrjunarlið:
33. Þóra Rún Óladóttir (m)
4. Viktoría Diljá Halldórsdóttir
5. Katrín Ásta Eyþórsdóttir ('61)
7. Rakel Leósdóttir ('76)
8. Helga Ýr Jörgensen
9. Keri Michelle Birkenhead
11. Erla Sól Vigfúsdóttir
13. Kristín Fjóla Sigþórsdóttir
14. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir
16. Þórey Björk Eyþórsdóttir ('83)
19. Dagrún Birta Karlsdóttir (f) ('82)

Varamenn:
1. Emily Armstrong (m)
3. Anna Rut Ingadóttir ('82)
15. Þuríður Ásta Guðmundsdóttir ('83)
20. Kristín Erla Halldórsdóttir ('61)
30. Maria Fernanda Contreras Munoz
39. Berghildur Björt Egilsdóttir ('76)

Liðsstjórn:
Alexandre M. Fernandez Massot (Þ)
Sigmundur Einar Jónsson
Sylvía Birgisdóttir

Gul spjöld:
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir ('37)

Rauð spjöld: