Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Stjarnan
1
3
Valur
0-1 Mist Edvardsdóttir '7
0-2 Cyera Hintzen '25
0-3 Cyera Hintzen '35
Jasmín Erla Ingadóttir '89 1-3
12.08.2022  -  19:45
Samsungvöllurinn
Mjólkurbikar kvenna
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 348
Maður leiksins: Mist Edvardsdóttir
Byrjunarlið:
1. Chante Sherese Sandiford (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Betsy Doon Hassett ('72)
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
21. Heiða Ragney Viðarsdóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('55)
24. Málfríður Erna Sigurðardóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir ('55)

Varamenn:
2. Sóley Guðmundsdóttir
4. Eyrún Embla Hjartardóttir
7. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('55)
9. Alexa Kirton
15. Alma Mathiesen ('72)
19. Elín Helga Ingadóttir
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('55)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Andri Freyr Hafsteinsson
Rajko Stanisic
Hilmar Þór Hilmarsson
Benjamín Orri Hulduson
Hulda Björk Brynjarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valskonur eru á leiðinni á Laugardalsvöll!

Gestirnir vinna sannfærandi 3-1 sigur og mun leika til úrslita í bikarnum.

Á morgun kemur í ljós hvort þær mæti Selfoss eða Breiðablik.

Ég þakka annars fyrir samfylgdina og minni á viðtöl og skýrslu hér síðar í kvöld.
90. mín
Það eru 348 áhorfendur á vellinum og 2 mínútum verður bætt við leiktímann.
89. mín MARK!
Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan)
Klór í bakkann.

Jasmín Erla á skot úr teignum sem lekur inn.

Þetta mark kemur alltof seint fyrir heimakonur.
88. mín
Alma Mathiesen reynir langskot en boltinn fer vel framhjá.
87. mín
Inn:Hailey Lanier Berg (Valur) Út:Lára Kristín Pedersen (Valur)
Pétur og Matti gera aðra tvöfalda skiptingu. Brookelynn og Þórdís Elva klára leikinn.
87. mín
Inn:Þórdís Elva Ágústsdóttir (Valur) Út:Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
86. mín
Stjörnukonur fá aukaspyrnu um 40 metrum frá marki. Sædís lyftir boltanum inn á teig en sendingin frá henni svífur aftur fyrir.
84. mín
Valur fær aðra hornspyrnu. Boltinn berst út fyrir teig þar sem Lára Kristín lúrir og þrumar svo yfir Stjörnumarkið!
83. mín
Cyera hótar þrennunni en Chante ver frá henni.

Enn ein hornspyrnan hjá Val og Stjörnukonur bjarga tvisvar á marklínu í kjölfarið!

Fyrst bjargar Hildigunnur á línu og ég sé svo ekki hver það er sem hendir sér fyrir skot Elínar Mettu af markteig!
81. mín
Inn:Mariana Sofía Speckmaier (Valur) Út:Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur)
Mariana tekur lokamínúturnar fyrir Val. Hún hefur lítið getað spilað vegna meiðsla en virðist vera að komast af stað núna. Verður gaman að kynnast henni betur sem leikmanni.
77. mín
Ásgerður Stefanía fær boltann rétt utan teigs og lætur vaða. Hittir boltann illa og setur hann framhjá.
75. mín
Þessi leikur fer seint í sögubækurnar fyrir hátt skemmtanagildi. Því miður. Eins og maður átti nú von á miklu fjöri fyrirfram.

Valskonur spila agað og ætla ekki að gefa á sér nein færi. Liggur heldur ekkert á að skapa sér nein færi.
72. mín
Inn:Alma Mathiesen (Stjarnan) Út:Betsy Doon Hassett (Stjarnan)
Þriðja skiptingin hjá Stjörnunni. Alma inn fyrir Betsy.
71. mín
Inn:Elín Metta Jensen (Valur) Út:Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Valur)
Fyrsta skipting Vals. Elín Metta kemur inn fyrir Sólveigu Larsen. Þórdís Hrönn færir sig yfir á hægri kantinn og Cyera á þann vinstri.
69. mín
Valskonur vinna horn sem Ásdís Karen tekur. Setur boltann á fjær en Stjörnukonur ná að hreinsa.
68. mín
Stjörnuliðið hefur náð að komast aðeins ofar á völlinn síðustu mínútur en hefur ekki náð að ógna. Sandra Sigurðardóttir var að grípa langan bolta inná teig frá Sædísi úr aukaspyrnu.
66. mín
Elísa Viðarsdóttir kemur langt fram á völlinn og reynir skot utan teigs. Fast skot en beint á Chante.
65. mín
Marktilraun hjá Stjörnunni!

Hún kemur hér á 65. mínútu. Heiða Ragney setur boltann vel framhjá. Fékk boltann inná teig eftir aukaspyrnu Stjörnunnar utan af velli.
55. mín
Inn:Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Tvöföld skipting hjá Stjörnunni. Katrín virðist ekki heil.

Aníta og Hildigunnur komu báðar sterk inn gegn Blikum fyrr í vikunni og spurning hvort þær geti hleypt lífi í þetta.
55. mín
Inn:Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjarnan) Út:Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
53. mín Gult spjald: Lára Kristín Pedersen (Valur)
Lára Kristín er of sein í tæklingu, brýtur á Katrínu og fær gult fyrir vikið.
51. mín
Hættulegt! Valskonur eru nálægt því að bæta við marki. Hættulegur bolti fyrir markið sem dettur niður á markteig en Stjörnukonur ná að hreinsa á síðustu stundu.
49. mín
Valskonur fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Stjörnunnar og setja hættulegan bolta inn á teig. Hann fer af Stjörnukonu og aftur fyrir.

Anna Rakel mætir til að taka horn. Hún setur boltann á nær þar sem Katrín Ásbjörnsdóttir gerir vel í að vinna skallaboltann.
47. mín
Katrín Ásbjörnsdóttir liggur eftir hornspyrnuna og þarf aðhlynningu. Ég sá ekki hvað gerðist nákvæmlega en Katrín stendur upp eftir svolitla stund og fær svo að koma aftur inná þegar Valskonur hafa tekið hornspyrnuna sem þær áttu inni.
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikurinn er hafinn og hann byrjar á því að Valskonur sækja hornspyrnu. Ásdís Karen tekur. Setur boltann á nærsvæðið og þaðan er hann hreinsaður aftur fyrir.

Önnur hornspyrna. Aftur Ásdís. Boltinn inn að marki þar sem Cyera er í baráttunni og nær skalla sem Chante slær í aðra hornspyrnu.
45. mín
Allt klárt fyrir seinni hálfleikinn. Engar skiptingar en eflaust einhverjar áherslubreytingar. Sjáum hvað setur.
45. mín
Efnilegar Stjörnustúlkur í 4. og 5.flokki félagsins eru heiðraðar hér í hálfleik. 5.flokkur stóð sig vel á Símamótinu og 4.flokkur gerði góða ferð á Gothia Cup í Svíþjóð. Geggjaðar!
45. mín
Hálfleikur
Svakalegar hálfleikstölur á Samsung. Gestirnir í toppmálum og leiða með þremur mörkum. Eru einum hálfleik frá því að tryggja sér farseðil á Laugardalsvöll.

Geta Stjörnukonur fundið einhverjar leiðir til að koma til baka?

Það kemur allt saman í ljós eftir korter.
42. mín
Arna Sif liggur eftir á vellinum. Katrín tók heldur harkalega á henni en ekkert var dæmt. Sandra markvörður er menntaður sjúkraþjálfari og fer í það að kíkja á Örnu Sif á meðan Ásta Árnadóttir, sjúkraþjálfari liðsins, fylgist með af hliðarlínunni. Eftir stutta stund stendur Arna Sif upp að nýju, klár í að halda áfram leik.
40. mín
Valskonur njóta þess að spila á meðan taktlausar Stjörnukonur virka ráðalausar. Betsy og Gyða eru búnar að skipta um kant í von um að finna einhverjar opnanir fram á við. Stjarnan hefur nánast ekkert sótt eftir að Valsarar settu fyrsta markið.
36. mín
Stjörnukonur taka "krísufund" úti á miðjum velli áður en þær taka fjórðu miðjuna og halda áfram leik. Geta þær krafsað sig aftur inn í leikinn?
35. mín MARK!
Cyera Hintzen (Valur)
Stoðsending: Ásdís Karen Halldórsdóttir
Vá! Geggjuð sending hjá Ásdísi Karen sem sendir Cyera í gegn.

Cyera gerir svo allt hárrétt og skorar framhjá Chante!

Ótrúlegar tölur! Geggjaður bolti frá stoðsendingadrottningunni Ásdísi.
30. mín
Eftir stórkostlega frammistöðu gegn Blikum á þriðjudaginn er ekki sjón að sjá Stjörnuliðið í kvöld. Þær virka þungar og eru alls ekki að ná að tikka saman eins og þær hafa gert svo vel lengst af í sumar.

Það er þó vissulega ennþá heill hellingur eftir af leiknum og Stjörnuliðið með leikmenn innan sinna raða sem geta vel brotið upp leiki.
25. mín MARK!
Cyera Hintzen (Valur)
Þetta var slysalegt!

Málfríður Erna á slaka þversendingu sem Valskonur komast inn í. Cyera kemst í gegn og klárar örugglega framhjá Chante.
24. mín
Ásdís Karen reynir fyrirgjöf utan af hægri kanti. Boltinn svífur rétt yfir fjærhornið.
19. mín
Valskonur vinna annað horn. Anna Rakel tekur aftur og setur boltann á sama stað og síðast. Í þetta skiptið skallar Jasmín Erla frá.
18. mín
Anna Rakel skokkar yfir til hægri til að taka hornið fyrir Val. Hún setur boltann inn á markteig en Chante gerir vel í að grípa fyrirgjöfina.
17. mín
Það er lítið markvert að frétta héðan af Samsungvellinum eftir að Valskonur tóku forystuna en rétt í þessu var Sólveig Larsen að vinna fyrir þær hornspyrnu.
7. mín MARK!
Mist Edvardsdóttir (Valur)
Stoðsending: Anna Rakel Pétursdóttir
Þá sækja Valskonur og vinna hornspyrnu. Ásdís Karen hefur verið dugleg að leggja upp fyrir Val í sumar og setur boltann fyrir.

Boltinn hrekkur út í teig þar sem Anna Rakel lætur vaða! Skot hennar stefnir hraðbyri framhjá markinu og í áttina að Mist sem bregst hratt og vel við og stýrir boltanum í netið með góðum skalla!
5. mín
Stjarnan er að fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Rétt utan við D-bogann.

Gyða Kristín tekur spyrnuna en þrumar í varnarvegginn!
3. mín
Lið Vals:

Sandra

Elísa - Mist - Arna Sif - Anna Rakel

Lára Kristín - Ásgerður Stefanía

Sólveig - Ásdís - Þórdís

Cyera
2. mín
Valskonur að ógna. Litlu munar að bæði Cyera og Ásdís finni skot í vítateig Stjörnunnar áður en Ásdís þrumar yfir.
2. mín
Anna María hendir í hörkutæklingu og stöðvar Valskonur sem voru búnar að koma sér inn í vítateig Stjörnunnar.
2. mín
Lið Stjörnunnar:

Chante

Arna Dís - Anna María - Málfríður - Sædís

Betsy - Ingibjörg - Heiða - Gyða

Jasmín - Katrín
1. mín
Leikur hafinn
Let's go!

Leikurinn er hafinn. Það er Katrín Ásbjörns sem sparkar þessu í gang fyrir bláklæddar heimakonur.
Fyrir leik
Nú ganga leikmenn og dómarar til vallar. Þetta er að skella á!
Fyrir leik
Það styttist í að leikar hefjist og byrjunarliðin eru klár.

Þjálfararnir stilla upp sömu byrjunarliðum og í síðustu deildarleikjum liðanna.
Fyrir leik
Stjarnan hefur orðið bikarmeistari þrisvar sinnum. Síðast árið 2015 en liðið tapaði úrslitaleikjum bæði 2017 og 2018.

Valskonur hafa þrettán sinnum orðið bikarmeistarar. Orðið er langt síðan síðast en það var árið 2011.

Valur og Stjarnan mættust í bikarúrslitum fyrir áratug en þá höfðu Stjörnukonur betur og unnu 1-0 sigur.

Breiðablik eru ríkjandi bikarmeistarar en þær leika gegn Selfossi á morgun í hinum undanúrslitaleiknum.
Fyrir leik
Bæði lið komu inn í Mjólkurbikarinn í 16-liða úrslitum.

Þar mættu þau bæði liðum úr Lengjudeildinni. Stjarnan vann FH með einu marki gegn engu í Kaplakrika en Valskonur unnu 4-1 útisigur á Tindastól.

Liðin unnu svo sannfærandi sigra á efstu deildar liðum í 8-liða úrslitum. Stjarnan gerði góða ferð til Eyja og vann ÍBV 4-1 en Valskonur lögðu KR-inga 3-0 á heimavelli.
Fyrir leik
Það eru aðeins rétt rúmar 2 vikur síðan liðin mættust síðast. Þá í Bestu-deildinni og á Origo-vellinum.

Sá leikur endaði með 1-1 jafntefli. Katrín Ásbjörnsdóttir kom Stjörnunni þá yfir á 30. mínútu en Cyera Makenzie Hintzen jafnaði 12 mínútum síðar og þar við sat.

Valskonur höfðu haft betur og unnið 2-0 sigur í fyrri deildarleik liðanna í sumar.

Báðir leikirnir voru jafnir og spennandi og það er engin hætta á öðru en að leikurinn í kvöld verði það líka!
Fyrir leik
Heil og sæl og gleðilegt undanúrslitakvöld!

Hér verður bein textalýsing frá stórleik Stjörnunnar og Vals sem munu há harða baráttu um sæti í úrslitum Mjólkurbikarsins.

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari mun flauta til leiks á Samsungvellinum í Garðabæ á slaginu 19:45.
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen ('87)
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('87)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
13. Cyera Hintzen
14. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('71)
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('81)

Varamenn:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
10. Elín Metta Jensen ('71)
15. Hailey Lanier Berg ('87)
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir ('87)
19. Bryndís Arna Níelsdóttir
22. Mariana Sofía Speckmaier ('81)
24. Mikaela Nótt Pétursdóttir
26. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
María Hjaltalín
Matthías Guðmundsson
Gísli Þór Einarsson
Mark Wesley Johnson

Gul spjöld:
Lára Kristín Pedersen ('53)

Rauð spjöld: