Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
48' 2
1
Breiðablik
Fylkir
0
0
Fjarðab/Höttur/Leiknir
13.08.2022  -  14:00
Würth völlurinn
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: Geggjað veður og völlurinn lítur vel út
Dómari: Uchechukwu Michael Eze
Áhorfendur: 235
Maður leiksins: Signý Lára Bjarnadóttir (Fylkir)
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
2. Signý Lára Bjarnadóttir
2. Katrín Mist Kristinsdóttir
3. Mist Funadóttir
9. Vienna Behnke
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f)
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir
19. Tijana Krstic
20. Sunneva Helgadóttir
21. Elísa Björk Hjaltadóttir ('69)
27. Helga Valtýsdóttir Thors ('45)

Varamenn:
12. Birna Dís Eymundsdóttir (m)
12. Rebekka Rut Harðardóttir (m)
5. Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir
6. Sara Dögg Ásþórsdóttir
9. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('45)
13. Emilía Dís Óskarsdóttir
14. Karólína Jack
15. Guðrún Embla Ragnarsdóttir
17. Birna Kristín Eiríksdóttir
23. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('69)

Liðsstjórn:
Jón Steindór Þorsteinsson (Þ)
Rakel Logadóttir (Þ)
Halldór Steinsson
Hulda Hlíðkvist Þorgeirsdóttir

Gul spjöld:
Mist Funadóttir ('57)
Sunneva Helgadóttir ('79)
Signý Lára Bjarnadóttir ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Uchechukwu flautar af. Skemmtilegur leikur þrátt fyrir að hann endi markalaus. Myndi segja að þetta sé bara nokkuð sanngjarnt. Gestirnir kannski örlítið sterkari en Fylkir hefði hæglega getað stolið sigrinum.

Ég þakka fyrir mig. Viðtöl og skýrsla koma inn á síðuna á eftir.

90. mín
Hvernig er ekki komið mark í þennan leik?
90. mín
Bayleigh með fyrirgjöf sem endar næstum því í markinu.
90. mín
Tinna var í smá brasi en náði að bjarga sér. Hefði getað endað með mjög klaufalegu marki.
90. mín
UPPBÓTARTÍMINN ER HAFINN
89. mín
Signý Lára búin að vera heilt yfir mjög góð í vörn Fylkis, búin að vera með Linli Tu í vasanum!
88. mín
GUÐRÚN KARÍTAS!!!
Guðrún Karitas ætlar sér að skora hérna. Gerir ótrúlega vel og á svo hörkuskot fyrir utan teig en Anne með rosalega vörslu til að koma í veg fyrir að boltinn syngi í netinu.

Báðir markverðir að eiga stórleik!

85. mín
VEL VARIÐ!!
Tinna Brá að bjarga Fylki allverulega hérna. Varnarmistök hjá Fylkiskonum og Linli er komin í mjög gott færi. Hennar besta skot í leiknum en Tinna ver þetta ótrúlega vel!!

84. mín Gult spjald: Signý Lára Bjarnadóttir (Fylkir)
83. mín
VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ
Ertu ekki að grínast? Guðrún Karítas fer illa með varnarmenn gestana og á svo skot sem smellur í samskeytunum. Þetta hefði verið sturlað mark!

82. mín
Tinna Brá í marki Fylkis er búin að vera afskaplega örugg í öllum sínum aðgerðum í dag.
81. mín
Tijana með klaufaleg mistök, tapar boltanum og í kjölfarið fær Linli Tu mjög fínt skotfæri en skot hennar er afskaplega dapurt og auðvelt fyrir Tinnu.

Ekki alveg dagurinn hennar Linli.
79. mín Gult spjald: Sunneva Helgadóttir (Fylkir)
78. mín
Katrín Edda með skot að marki en auðvelt fyrir Tinnu sem grípur.
77. mín
Inn:Bjarndís Diljá Birgisdóttir (Fjarðab/Höttur/Leiknir) Út:Yolanda Bonnin Rosello (Fjarðab/Höttur/Leiknir)
75. mín
Tijana ber boltann upp og reynir skot af 30 metrum. Það mátti reyna!
73. mín
Þetta er að gerast alltof hægt hjá báðum liðum, auðvelt að lesa það hvað er að fara að gerast.
69. mín
Inn:Björg Gunnlaugsdóttir (Fjarðab/Höttur/Leiknir) Út:Ainhoa Plaza Porcel (Fjarðab/Höttur/Leiknir)
69. mín
Inn:Helga Guðrún Kristinsdóttir (Fylkir) Út:Elísa Björk Hjaltadóttir (Fylkir)
68. mín
Bayleigh með góðan bolta fyrir beint á ennið á Linli en hún hittir hann ekki nægilega vel.
65. mín
Eins og staðan er núna þá er Fylkir að fara að gera sitt sjöunda jafntefli í röð.

64. mín
SUNNEVA MEÐ ALVÖRU TÆKLINGU!
Ainhoa við það að komast í gott færi en Sunneva á geggjaða tæklingu og bjargar á stókostlegan hátt.

62. mín
Yolanda gerir afskaplega vel að koma sér í góða stöðu en svo veit hún bara ekkert hvað hún á að gera. Endar á að taka vonda ákvörðun; á slakt skot í staðinn fyrir að finna Linli Tu sem var búinn að koma sér í gott pláss.
58. mín Gult spjald: Ainhoa Plaza Porcel (Fjarðab/Höttur/Leiknir)
Tvö spjöld á innan við mínútu.
58. mín
Bæði lið eru búin að fá góð færi til að skora í seinni hálfleknum, en vill boltinn ekki.
57. mín Gult spjald: Mist Funadóttir (Fylkir)
57. mín
Varamaðurinn Guðrún Karítas í ALVÖRU FÆRI! Eva Rut þræðir hana í gegn en Anne í marki gestana nær að verja skotið sem var í raun frekar slakt.
53. mín
Gestirnir að byrja þennan seinni hálfleik af meiri krafti.
53. mín
Yolanda reynir skot að marki úr aukaspyrnu en það er auðvelt fyrir Tinnu að verja það.
50. mín
ANNAÐ DAUÐAFÆRI hjá gestunum. Í þetta skiptið er það Linli Tu, markahæsti leikmaður deildarinnar en hún setur boltann fram hjá.

Þetta átti að vera fyrsta mark leiksins, þvílíkt færi sem hún fékk þarna.


49. mín
Bayleigh Í DAUÐAFÆRI en er dæmd rangstæð. Hún klúðraði færinu hvort sem er, Tinna varði mjög vel frá henni. Þetta er sjöunda rangstæðan á gestina í dag.
46. mín
Eva Rut með fyrsta skot seinni hálfleiksins en þessi bolti var allan tímann á leiðinni fram hjá.
46. mín
ÞETTA ER BYRJAÐ AFTUR
45. mín
Inn:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Fylkir) Út:Helga Valtýsdóttir Thors (Fylkir)
45. mín
Hálfleikur
Liðin eru að mæta aftur út á völl.
45. mín
Hálfleikur
Það er búið að flauta til hálfleiks. Bæði lið hafa átt sína kafla en staðan er enn markalaus.

Í hálfleik fá leikmenn úr 6. flokki kvenna að koma út á völl og er klappað fyrir þeim. Þær hafa unnið fullt af verðlaunum í sumar og hafa verið að standa sig vel í boltanum. Framtíðin er björt í kvennaboltanum hjá Fylki!
45. mín
VIENNA Í FÆRI en skot hennar fer yfir markið. Þarna hefði hún klárlega getað skorað.

Það er að myndast stemning í stúkunni!! Stuðningsfólkið í Árbænum er ánægt með frammistöðuna hjá sínu liði í fyrri hálfleiknum.
43. mín
Eva Rut, fyrirliði Fylkis, finnur Viennu rétt fyrir utan teiginn og reynir Vienna í kjölfarið að þræða Elísu í gegn en sendingin er aðeins of föst.
41. mín
Heimakonur í DAUÐAFÆRI en Sunneva missir boltann of langt frá sér inn á teignum.

Linli kominn í allt í lagi færi svo hinum megin en Tinna ver skot hennar þægilega.

Þessi leikur er að opnast aðeins!

40. mín
Fylkir að HÓTA MARKI! Vienna með skot að marki inn í teignum og hittir hann nokkuð vel en Anne gerir stórkostlega í að verja.
38. mín
Mist gerir mjög vel að vinna boltann á vinstri kantinum en fyrirgjöf hennar er ekki góð og fyrsti varnarmaður hreinsar.
36. mín
En áfram með leikinn.
35. mín
Einhver smá misskilningur þarna held ég. Uchechukwu dæmir innkast fyrir gestina og Vienna lætur hann heyra það. "Ertu að grínast í mér?" öskrar hún. Held að Fylkir hafi átt þetta innkast.
34. mín
Linli Tu, markahæsti leikmaður deildarinnar, er búin að komast í lítinn takt við þennan leik.
30. mín
F/H/L fær hornspyrnu. Bayleigh tekur hana í þetta skiptið. Tinna Brá slær boltann út og Yolanda tekur hann á 'volley-inu' en boltinn yfir markið.
27. mín
Gestirnir að taka stjórnina á þessum leik.

27. mín
Ainhoa með stungusendingu inn á Linli, en hún fer illa með góða stöðu. Rekur boltann fram hjá Tinnu en missir hann of langt frá sér. Þarna var tækifæri til þess að gera miklu betur.
26. mín
Ainhoa að komast á ferðina í teignum en missir boltann alltof langt frá sér. Afskaplega klaufalegt.
24. mín
BESTA FÆRI LEIKSINS
Ainhoa sleppur ein í gegn en Tinna gerir virkilega vel í því að koma út og loka á hana. Þetta var klárlega besta færi leiksins. Sýndist það vera Hafdís sem átti þessa flottu sendingu upp völlinn.
20. mín
SVONA ER F/H/L AÐ STILLA UPP

Anne

Katrín Edda - Viktoría - Heidi - Íris Ósk

Halldóra Birta - Hafdís

Ainhoa - Yolanda - Bayleigh

Linli Tu

19. mín
SVONA ER FYLKIR AÐ STILLA UPP

Tinna Brá

Sunneva - Tijana - Signý Lára - Mist

Eva Rut - Erna Sólveig

Helga - Vienna - Katrín Mist

Elísa Björk

17. mín
Halldóra Birta með skottilraun af einhverjum 35-40 metrum sem lekur yfir markið.
16. mín
Engin góð færi enn sem komið er.
15. mín
Vienna reynir fyrirgjöf en Viktoría skallar í burtu. Það er kraftur í Viennu hér í byrjun leiks.
13. mín
Vienna tekur hornspyrnuna og boltnn er skallaður frá. Hún fær boltann aftur í kjölfarið, leikur á varnarmann og reynir skot en það fer í varnarmann.
13. mín
Smá vesen á gestunum í öftustu línu og Fylkir vinnur hornspyrnu.
11. mín
Linli Tu að sleppa í gang en er dæmd rangstæð. Aðstoðardómarinn virtist ekki ætla að lyfta flagginu fyrst en hann gerði það á endanum.
10. mín
Rólegar þessar fyrstu tíu mínútur.
8. mín
Tinna Brá, hinn mjög svo efnilegi markvörður Fylkis, spilar í stuttermabol í dag. Sjáum þetta ekki neitt rosalega oft hjá markvörðum, en þetta er alltaf svalt.

7. mín
Gestirnir fá fyrstu hornspyrnu leiksins. Halldóra Birta mun spyrna fyrir markið.

Hornspyrnan fer beint í hliðarnetið, skelfileg spyrna.
5. mín
Það er bara nokkuð góð mæting - að mínu mati - í stúkuna í Árbænum. Það má samt alltaf vera meira.
3. mín
Mist keyrir á vörnina hjá gestunum og fær tíma til þess að fara í skotið utan teigs. Skotið er hins vegar ekki sérstakt og fer fram hjá markinu.
1. mín
Bæði lið sýnist mér vera að spila útgáfu af 4-2-3-1 sýnist mér. Linli Tu er fremst hjá gestunum. Ég er mjög spenntur að sjá hversu góð hún verður í þessum leik.
1. mín
Leikur hafinn
ÞETTA ER BYRJAÐ
Fyrir leik
Dómari í dag er Uchechukwu Michael Eze og honum til aðstoðar eru Ronnarong Wongmahadthai og Abdelmajid Zaidy. Gangi þeim sem allra best.


Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn.
Fyrir leik
Það er verið að spila The Nights með Avicii fyrir leik. Blessuð sé minning hans. Geggjað lag.

Núna var svo verið að setja á ÍBV lagið. Það er eitthvað skrítið við það finnst mér. Samt alveg stórkostlegt lag.

Fyrir leik
Á meðan hefur F/H/L skorað 28 mörk. Bæði lið hafa fengið á sig 17 mörk.
Fyrir leik
Fylkir hefur verið í vandræðum með að skora mörk í sumar, þær eru bara búnar að gera tíu mörk í 13 leikjum. Vienna Behnke er þeirra markahæsti leikmaður með þrjú mörk.

Fyrir leik
ÞAÐ ERU TÍU MÍNÚTUR Í UPPHAFSFLAUT
Það er geggjað veður í Árbænum og völlurinn lítur gríðarlega vel út. Það er í raun ekkert betra hægt að gera klukkan 14:00 á laugardegi en að skella sér á völlinn.

Fyrir leik
Endurheimta þá markahæstu í deildinni
Fjarðb/Höttur/Leiknir er búið að endurheimta markahæsta leikmann deildarinnar - Linli Tu - fyrir þennan leik. Hún var ekki með í síðasta leik, í 3-0 sigri gegn Grindavík, þar sem hún var í landsliðsverkefni í Kína.

Hún er búin að gera tólf mörk í tólf leikjum í sumar og verið gríðarlega mikilvæg fyrir sitt lið.

Fyrir leik
Ég mæli með því að kíkja á nýjasta þáttinn af Heimavellinum. Þar var rætt um alls konar tengt kvennaboltanum, meðal annars um Lengjudeildina.

Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella hérna.
Fyrir leik
Jafnteflisdrottningarnar
Það er athyglisvert að skoða vefsíðu KSÍ þessa stundina, en það er allt gult hjá Fylki þar. Þær hafa gert sex jafntefli í röð! Eftir erfiða byrjun á mótinu þá eru Fylkisstelpur búnar að hífa sig upp og það er nánast öruggt að liðið verði áfram í þessari deild á næstu leiktíð.

Fyrir leik
Aðalþjálfari gestana ekki með
Pálmi Þór Jónasson er skráður á skýrslu sem þjálfari Fjarðab/Hattar/Leiknis í dag. Björgvin Karl Gunnarsson, aðalþjálfari liðsins, er ekki með í dag. Athyglisvert.

Fyrir leik
STAÐAN
Staða þessara liða í deildinni er þannig að Fykir er í sjöunda sæti með tólf stig og Fjarðab/Höttur/Leiknir er í fjórða sæti með 24 stig.

Gestirnir eru örugglega enn með þann draum að enda í tveimur af efstu sætunum. Það er enn hægt en það verður erfitt.

Fyrir leik
Góðan og gleðilegan laugardaginn. Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fylkis og Fjarðab/Hattar/Leiknis í Lengjudeild kvenna.

Endilega fylgist með!

Byrjunarlið:
12. Anne Elizabeth Bailey (m)
6. Heidi Samaja Giles
8. Linli Tu
9. Ainhoa Plaza Porcel ('69)
11. Yolanda Bonnin Rosello ('77)
14. Katrín Edda Jónsdóttir
16. Hafdís Ágústsdóttir
17. Viktoría Einarsdóttir
20. Bayleigh Ann Chaviers
24. Íris Ósk Ívarsdóttir
25. Halldóra Birta Sigfúsdóttir

Varamenn:
7. Elísabet Arna Gunnlaugsdóttir
10. Bjarndís Diljá Birgisdóttir ('77)
15. Björg Gunnlaugsdóttir ('69)
21. Ársól Eva Birgisdóttir
22. María Nicole Lecka
30. Sóldís Tinna Eiríksdóttir

Liðsstjórn:
Pálmi Þór Jónasson (Þ)
Ágúst Hreinn Sæmundsson

Gul spjöld:
Ainhoa Plaza Porcel ('58)

Rauð spjöld: