Greifavöllurinn
sunnudagur 14. ágúst 2022  kl. 16:00
Besta-deild karla
Aðstæður: Hvasst, skýjað og 7° hiti
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
KA 3 - 0 ÍA
Hlynur Sævar Jónsson, ÍA ('34)
1-0 Nökkvi Þeyr Þórisson ('68)
2-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('75)
3-0 Nökkvi Þeyr Þórisson ('86)
Myndir: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson ('80)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson (f) ('67)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
21. Nökkvi Þeyr Þórisson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
27. Þorri Mar Þórisson ('67)
30. Sveinn Margeir Hauksson ('85)

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
14. Andri Fannar Stefánsson ('80)
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('67)
28. Gaber Dobrovoljc
29. Jakob Snær Árnason ('67)
77. Bjarni Aðalsteinsson ('85)

Liðstjórn:
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Branislav Radakovic
Sævar Pétursson
Steingrímur Örn Eiðsson
Igor Bjarni Kostic

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@danielmagg77 Daníel Smári Magnússon
93. mín Leik lokið!
Sterkur sigur heimamanna. Erfið fæðing líkt og gegn Ægismönnum, en þetta varð aldrei spurning um leið og KA náði forystunni.

KA fer upp í 2. sæti deildarinnar, en Víkingar eiga tvo leiki til góða á þá. Skagamenn verma enn botnsætið með 8 stig.
Eyða Breyta
92. mín
Gestirnir fá horn. Verður líklega það síðasta sem gerist í dag.
Eyða Breyta
92. mín
Aftur ver Árni vel gegn Hallgrími. Fast skot úr þröngu færi með vinstri. Þetta er að klárast.
Eyða Breyta
91. mín
Stúkan trallar og syngur. KA fólk eru glatt í dag!
Eyða Breyta
91. mín
Tvær mínútur í uppbót.
Eyða Breyta
90. mín
Fast skot frá Hallgrími!

Smellhittir boltann fyrir utan teig ÍA en Árni Marinó ver vel í horn!
Eyða Breyta
86. mín MARK! Nökkvi Þeyr Þórisson (KA), Stoðsending: Steinþór Freyr Þorsteinsson
ER EINHVER HISSA?!

KA menn sækja hratt á ÍA upp vinstri vænginn. Þar rennir Steinþór honum til hliðar á Nökkva sem að leggur boltann yfirvegað í fjærhornið. Hann er löðrandi í sjálfstrausti! 3-0!
Eyða Breyta
85. mín Bjarni Aðalsteinsson (KA) Sveinn Margeir Hauksson (KA)

Eyða Breyta
81. mín
Hrannar Björn á ágætis skot sem að samherji hans, Jakob Snær, blokkar!
Eyða Breyta
80. mín Andri Fannar Stefánsson (KA) Daníel Hafsteinsson (KA)

Eyða Breyta
80. mín Aron Bjarki Jósepsson (ÍA) Eyþór Aron Wöhler (ÍA)

Eyða Breyta
78. mín
,,Stöndum upp fyrir KA menn!'' syngur stúkan og Nökkvi og Hallgrímur sameinast enn einu sinni í að skapa hættu við mark ÍA. Skot Hallgríms er þó máttlítið og beint á markið.
Eyða Breyta
75. mín MARK! Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA), Stoðsending: Nökkvi Þeyr Þórisson
HALLGRÍMUR TVÖFALDAR FORYSTU KA!!!

Heimamenn halda boltanum vel innan liðsins áður en þeir keyra upp tempóið. Þar fær Nökkvi boltann fyrir framan teig og hann rennir boltanum á Hallgrím. Hallgrímur gerir nákvæmlega engin mistök þegar hann færir boltann yfir á vinstri og sendir Árna í vitlaust horn. 2-0!
Eyða Breyta
73. mín
KA MENN Í DAUÐAFÆRI!!

Daníel kemur boltanum inn fyrir vörnina á Jakob Snæ. Jakob er rétt á eftir Árna í boltann en boltinn skýst til Nökkva. Hann er í raun einn gegn varnarmanni en er nokkuð frá markinu. Hann reynir svipað skot og hann skoraði úr en Skagamenn bjarga á línu! Sýndist það vera Oliver.
Eyða Breyta
72. mín
KA ná flottri skyndisókn þar sem að Daníel Hafsteinsson nær stórhættulegri sendingu fyrir en það sárvantaði einhvern á fjær! Tryggvi Guðmunds er hnussandi einhversstaðar yfir þessu.
Eyða Breyta
71. mín
Ívar í góðu skallafæri eftir horn! Aleinn á fjær en skallar beint á Árna.
Eyða Breyta
68. mín MARK! Nökkvi Þeyr Þórisson (KA), Stoðsending: Sveinn Margeir Hauksson
HANN ER SJÓÐANDI!!!

Eftir mikinn darraðadans í teig Skagans þá dettur Jakob Snær í baráttunni um boltann. Boltinn berst til Sveins Margeirs sem að rennir honum á Nökkva. Dalvíkingurinn er svalasti maðurinn á svæðinu og rennir boltanum lauflétt í fjærhornið. 1-0!
Eyða Breyta
67. mín Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA) Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)

Eyða Breyta
67. mín Jakob Snær Árnason (KA) Þorri Mar Þórisson (KA)

Eyða Breyta
66. mín Benedikt V. Warén (ÍA) Kaj Leo Í Bartalstovu (ÍA)

Eyða Breyta
66. mín
Haukur Andri hittir ekki boltann í frábæru færi!

Fær frábært færi eftir hornið en hittir ekki boltann og færið rennur út í sandinn!
Eyða Breyta
64. mín
Hallgrímur Mar á þéttingsfast langskot en Árn Marinó er vandanum vaxinn í markinu.

Skagamenn fá horn hinu megin!
Eyða Breyta
62. mín
Daníel Hafsteinsson á viðstöðulaust skot rétt fyrir utan teig ÍA en boltinn flýgur yfir markið. Gengur brösuglega hjá heimamönnum að finna opnanir og um leið hafa Skagamenn unnið sig ágætlega inn í leikinn.
Eyða Breyta
57. mín
Þorri Mar gerir líkt og bróðir sinn. Klippir inn af vinstri og skýtur að marki, en skot hans er nokkurnveginn beint á Árna, sem að heldur boltanum örugglega.
Eyða Breyta
54. mín
Gestirnir eru þéttir fyrir og halda skipulagi vel. KA hefur gengið illa að finna glufur á öflugri vörn ÍA í upphafi síðari hálfleiks.
Eyða Breyta
49. mín
Gísli Laxdal liggur eftir tæklingu Dusan. Sýndist Dusan ekki ná neitt í boltann en Pétur dæmir ekki. Gísli hefði verið kominn í ansi vænlega stöðu ef að hann hefði ekki verið felldur. KA menn heppnir!
Eyða Breyta
46. mín
Nökkvi Þeyr með bylmingsskot!

Klippir inn af vinstri kantinum og þrumar á markið. Boltinn svífur rétt yfir samskeytunum fjær. Hefði verið eitt af mörkum sumarsins!
Eyða Breyta
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn

Komið aftur af stað!
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Pétur flautar til hálfleiks. KA menn talsvert sterkari aðilinn og verða það líklega áfram í ljósi þess að Skagamenn misstu Hlyn Sævar af velli með rautt spjald seint í fyrri hálfleik. Gestirnir hafa samt fengið sín tækifæri og með örlítið meiri yfirvegun væru þeir klárlega komnir á blað í dag.

Sjáum hvað setur í síðari hálfleik!
Eyða Breyta
45. mín
+1
Rodri nælir í aukaspyrnu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Þetta er tæplega skotfæri en KA menn geta fjölmennt í teig Skagamanna. Þeir kjósa að halda boltanum bara og taka spyrnuna stutt.
Eyða Breyta
45. mín
Tvær mínútur í uppbótartíma.
Eyða Breyta
41. mín
SVEINN MARGEIR SKALLAR Í SLÁ!

Þorri Mar gjörsamlega teiknar boltann á höfuðið á Sveini, en hann nær ekki að stýra boltanum í netið! Boltinn fer í stöng og beint í hendurnar á Árna Marinó.
Eyða Breyta
40. mín
Haukur Andri fær boltann við vítateig KA og reynir skot en það er langt framhjá. Hefur verið mjög sprækur í dag.
Eyða Breyta
37. mín Brynjar Snær Pálsson (ÍA) Kristian Lindberg (ÍA)
Jón Þór bregst við rauða spjaldinu og gerir breytingu á sínu liði.
Eyða Breyta
34. mín Rautt spjald: Hlynur Sævar Jónsson (ÍA)
SKAGAMENN MISSA MANN AF VELLI!!

Hallgrímur Mar vinnur boltann ofarlega á vallarhelmingi gestanna og veður á Hlyn. Potar boltanum öðru megin við hann og fer svo hinu megin, en Hlynur stígur í veg fyrir hann og Hallgrímur fellur.

Virtist vera hárrétt ákvörðun hjá Pétri!
Eyða Breyta
33. mín
Þorri nælir í aukaspyrnu við vítateig Skagamanna, úti vinstra megin. Skil ekki hvernig þetta var hægt, hann var búinn að missa boltann svona 10 sinnum en hélt einhvernveginn jafnvægi!
Eyða Breyta
31. mín
Lítið um gæði á boltanum síðustu mínútur. Smábrot og háloftabolti. Aðeins meiri gæði, takk!
Eyða Breyta
24. mín
Leikurinn er aðeins opnari þessa stundina og Skagamenn hafa haldið betur í boltann síðustu mínútur.
Eyða Breyta
20. mín
HAUKUR ANDRI Í FÆRI!

Veður inn á teig KA og nær tveimur marktilraunum. Sú fyrri endar í samherja, þaðan dettur boltinn aftur til Hauks sem að á laust skot sem að Jajalo heldur. Skaginn í úrvalsfæri á að komast yfir!
Eyða Breyta
18. mín
Frábær sending Hallgríms finnur Daníel á vítateigslínunni. Hann á skot sem að er eins og flest önnur í dag - blokkað. Skagamenn verjast ansi neðarlega.
Eyða Breyta
15. mín
ELFAR Í FÆRI!

Frábær sókn KA endar með því að Sveinn Margeir fær boltann í hlaupinu inná teig gestanna og rennir honum út í teiginn. Þar mætir Elfar Árni og á viðstöðulaust skot sem að er blokkað. Var búinn að bóka opnunarmarkið þarna.
Eyða Breyta
12. mín
Heimamenn skipta boltanum endanna á milli og hafa ráðið ferðinni. ÍA freista þess nú að tengja saman nokkrar sendingar, en þeir hafa valið leið 1 hingað til.
Eyða Breyta
9. mín
KA menn nálægt því að prjóna sig í gegn en Skagamenn bjarga á síðustu stundu í horn!
Eyða Breyta
5. mín
Hallgrímur Mar kemst í hálffæri en vörn Skagamanna blokkar skotið. Þaðan berst boltinn til Nökkva sem að þrumar boltanum hátt yfir markið rétt fyrir utan teig.
Eyða Breyta
3. mín
Sveinn Margeir með frábær tilþrif úti á hægri kantinum en sókn KA manna rennur út í sandinn. Dalvíkingurinn fer frábærlega með boltann.
Eyða Breyta
1. mín
Gísli Laxdal á ágætis skot af löngu færi sem að Jajalo heldur. Skagamenn pressa hér í upphafi og þvinga KA menn í að sparka boltanum útaf á eigin vallarhelmingi.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Elfar Árni kemur þessu í gang!
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár, glittar í sól og ef að vindurinn myndi hætta þessum látum þá værum við í draumalandi!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Stuttu eftir að frásögn Arnars fór í loftið að þá gaf Sveinn sjálfur frá sér yfirlýsingu.

Þar segir hann að hann hafi mætt upp í KA heimilið með 10 ára son sinn, sem að iðkar knattspyrnu með KA. Strákurinn var á leið á æfingu og Sveinn aðstoðaði hann við að gera sig kláran fyrir komandi átök.

,,Ég náði mér því næst í kaffibolla og þar næst gáði ég hvort að framkvæmdastjórinn væri við. Á þeim tíma kom þjálfari KA að mér. Þau orð sem þar voru látin falla í minn garð voru alls ekki neitt kurteisishjal. Hegðun sem þessi, bæði á knattspyrnuvelli og sér í lagi daginn eftir leik, eru ekki íslenskri knattspyrnu til framdráttar.''

Þar gefur hann lítið fyrir þær ásakanir að hann hafi verið að strá salti í sár KA manna með því að mæta upp í KA heimilið og að menn þurfi að taka ábyrgð á eigin hegðun.


Sveinn gaf frá sér yfirlýsingu stuttu eftir að viðtalið við Arnar fór í loftið og sagði sína hlið á málinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það var svo á föstudaginn sem að stærstu stjörnur málsins, Arnar og Sveinn, tjáðu sig.

Arnar spjallaði við hlaðvarpsþáttinn Þungavigtina og sagðist hafa hagað sér gríðarlega illa.

,,Ég labbaði framhjá skrifstofu sem er við hliðina á minni og þar sé ég fjórða dómara vera að rölta inn í herbergi þar sem handboltaþjálfararnir eru. Þar er hann bara með kaffibolla og enginn annar inni. Ég var ekki enn búinn að jafna mig á þessu nokkrum klukkutímum seinna og vísaði honum út. Ég held ég hafi ekki notað nein ljót orð en auðvitað var mér enn heitt í hamsi,'' sagði Arnar.

Þá sagði Arnar að ef að Sveinn hefði mætt tveimur dögum seinna er hann 100% viss um að hann hefði beðist afsökunar á sínu framferði og rætt atvikið.


Arnar Grétarsson ræddi við Rikka G um tíðrædd samskipti hans og Sveins Arnarssonar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Nokkrum dögum síðar er það síðan staðfest að Arnar fær ekki tveggja leikja bann eins og búist var við, heldur verður hann fjarverandi í næstu fimm deildarleikjum. Framkvæmdastjóri KA, Sævar Pétursson, sagði á miðvikudaginn að sitt lið ætlaði að áfrýja dómnum en sagðist að öðru leyti lítið geta tjáð sig.


Sævar Pétursson gaf lítið upp, en sagðist hafa spjallað við Svein.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ef það er sála á Íslandi sem að ekki veit að Arnar Grétarsson afplánar nú 5 leikja bann, þá hefur viðkomandi sennilega búið í helli undanfarnar vikur. Samskipti hans og Sveins Arnarssonar, knattspyrnudómara og eftirlitsdómara í leiknum örlagaríka gegn KR, hafa verið á milli tannanna á fólki og allir ög ömmur þeirra búnir að mynda sér skoðun.

Arnar brást afar illa við þegar að hans menn fengu ekki vítaspyrnu seint í tapleik gegn KR og fékk að líta rauða spjaldið fyrir hegðuna sína. Á leið sinni af hliðarlínunni kallaði hann Svein fokking fávita áður en hann hélt leið sinni áfram.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er ekki orðum ofaukið að segja að gengi Skagamanna í sumar sé alslæmt. Þeir hafa tapað síðustu sex deildarleikjum og ekki unnið leik í deildinni síðan að þeir skelltu Íslands- og bikarmeisturum Víkings, í frábærum 3-0 sigri í annarri umferð.

Gamla stórveldið er á botni deildarinnar með 8 stig og eru þremur stigum frá öruggu sæti. Nóg er eftir af mótinu, en ÍA þarf að finna form sem fyrst og fara að safna stigum á töfluna.


Jón Þór Hauksson myndi ekki slá hendinni á móti þremur stigum í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heimamenn í KA sitja í þriðja sæti deildarinnar og eru komnir í undanúrslit í Mjólkurbikarnum. Síðasti leikur liðsins var einmitt í bikarkeppninni, en þar mættu þeir skipulögðu og baráttuglöðu Ægis. Þar unnu KA menn 3-0 sigur, en mörkin létu bíða eftir sér. Það var ekki fyrr en á 76. mínútu sem að Sveinn Margeir Hauksson braut ísinn, áður en Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði tvö með örstuttu millibili.

Nökkvi talaði um það eftir leik að leikmenn KA hefðu ætlað að taka þetta á "töffaratempóinu", en það vita þeir sem fyrir því hafa orðið að vanmat og værukærð getur verið ansi banvæn blanda. KA menn skiptu um gír og kláruðu verkefnið. Nú bíða þeir og sjá hverjir verða mótherjar þeirra í undanúrslitum.


Nökkvi Þeyr heldur áfram að skora.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn! Hér mun fara fram textalýsing á leik KA og ÍA í Bestu-deild karla.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
2. Tobias Stagaard
4. Oliver Stefánsson
10. Steinar Þorsteinsson
11. Kaj Leo Í Bartalstovu ('66)
17. Gísli Laxdal Unnarsson
19. Eyþór Aron Wöhler ('80)
21. Haukur Andri Haraldsson
24. Hlynur Sævar Jónsson
27. Árni Salvar Heimisson
39. Kristian Lindberg ('37)

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
6. Jón Gísli Eyland Gíslason
16. Brynjar Snær Pálsson ('37)
18. Aron Bjarki Jósepsson ('80)
20. Sigurður Hrannar Þorsteinsson
22. Benedikt V. Warén ('66)
31. Ármann Ingi Finnbogason

Liðstjórn:
Aron Ýmir Pétursson
Ármann Smári Björnsson
Jón Þór Hauksson (Þ)
Daníel Þór Heimisson
Bjarki Sigmundsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson
Guðlaugur Baldursson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Hlynur Sævar Jónsson ('34)