Kórdrengir
4
0
Vestri
Arnleifur Hjörleifsson '5 1-0
Morten Ohlsen Hansen '24 2-0
Loic Mbang Ondo '71 , víti 3-0
Bjarki Björn Gunnarsson '86 , víti 4-0
18.08.2022  -  18:00
Framvöllur
Lengjudeild karla
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Arnleifur Hjörleifsson
Byrjunarlið:
12. Daði Freyr Arnarsson (m)
4. Fatai Gbadamosi
5. Loic Mbang Ondo (f)
6. Hákon Ingi Einarsson ('62)
8. Kristján Atli Marteinsson
14. Iosu Villar ('82)
15. Arnleifur Hjörleifsson
16. Morten Ohlsen Hansen ('74)
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
18. Axel Freyr Harðarson ('82)
22. Nathan Dale

Varamenn:
1. Óskar Sigþórsson (m)
9. Daníel Gylfason ('82)
11. Daði Bergsson ('62)
19. Kristófer Jacobson Reyes ('74)
33. Bjarki Björn Gunnarsson ('82)
77. Sverrir Páll Hjaltested

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Logi Már Hermannsson
Andri Steinn Birgisson
Leonard Sigurðsson
Heiðar Helguson
Jóhann Ólafur Schröder
Guðrún Marín Viðarsdóttir
Jóhann Ólafur Sveinbjargarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Öruggur sigur Kórdrengja. Vestramenn mættu aldrei til leiks í dag.

Viðtöll og skýrsla koma inn síðar í kvöld.
90. mín
Pétur Bjarnason hérna með skalla rétt framhjá. Þetta er að fjara út hérna.
90. mín
Brenton hérna með heimsklassa vörslu frá Daða inni á markteig.
87. mín
Kominn hellidemba í Safamýrinni núna.
86. mín Mark úr víti!
Bjarki Björn Gunnarsson (Kórdrengir)
4-0!

Skorar af miklu öryggi úr spyrnu sinni. Sendir Brenton í vitlaust horn.

Útreið af gamla skólanum!
85. mín
Víti! Brenton brotlegur.
82. mín
Inn:Daníel Gylfason (Kórdrengir) Út:Axel Freyr Harðarson (Kórdrengir)
Tvöföld breyting hjá heimamönnum
82. mín
Inn:Bjarki Björn Gunnarsson (Kórdrengir) Út:Iosu Villar (Kórdrengir)
Tvöföld breyting hjá heimamönnum
80. mín
Axel Freyr hér með góðan sprett og fer alla leið en Brenton fer boltann rétt yfir markið. Fínir taktar
79. mín Gult spjald: Daniel Osafo-Badu (Vestri)
Æfur út í dómarann hérna og uppsker spjald.
78. mín Gult spjald: Nacho Gil (Vestri)
74. mín
Inn:Kristófer Jacobson Reyes (Kórdrengir) Út:Morten Ohlsen Hansen (Kórdrengir)
Morten sýndi gæði sín með flottu marki í fyrri hálfleik.
73. mín
Inn:Martin Montipo (Vestri) Út:Rodrigo Santos Moitas (Vestri)
Rodrigo verið einn af fáum leikmönnum Vestra með lífsmarki í dag
71. mín Mark úr víti!
Loic Mbang Ondo (Kórdrengir)
Game over!

Loic hamrar þessum bara á mitt markið. Ískaldur á punktinum fyrirliðinn.

Kórdrengir taka öll stigin í dag.
70. mín
Víti! Arnleifur fer niður innan teigs!
65. mín
Mér finnst þessi seinni hálfleikur mjög svipaður þeim fyrri. Vestri heldur betur í boltann en ekki mikið að frétta fram á við hjá þeim.
62. mín
Rodrigo hér í fínu skotfæri en skotið hans fer í varnarmann og Daði ver vel í markinu.
62. mín
Inn:Daði Bergsson (Kórdrengir) Út:Hákon Ingi Einarsson (Kórdrengir)
60. mín
Inn:Nacho Gil (Vestri) Út:Daníel Agnar Ásgeirsson (Vestri)
60. mín
Inn:Vladimir Tufegdzic (Vestri) Út:Silas Songani (Vestri)
57. mín
Var þessi ekki inni?!

Iosu Villar með boltann hægra meginn og kemst framhjá Brenton í markinu og kemur með boltann fyrir á fjær þar sem Arnleifur er. Boltinn að rúlla inn en Brenton með magnaða vörslu. Arnleifur samt handviss um að þessi hafi farið inn.
54. mín
Rodrigo kemur sér í góða fyrirgjafastöðu og kemur boltanum á hættusvæðið en boltanum komið í burtu.
50. mín
Ekkert kom uppúr spyrnunni sem var arfaslök.
49. mín
Vestri fær hér aukaspyrnu á prýðis fyrirgjafastað en Rodrigo tekur
46. mín
Leikur hafinn
Kórdrengir byrja nú með boltann. Nóg eftir af þessum fótboltaleik.
45. mín
Hálfleikur
Kórdrengir eru með þennan leik þar sem þeir vilja hafa hann. Ekki líklegt að Vestri komi til baka. En aldrei að segja aldrei.
38. mín
Christian Rodriguez hérna með lúmskt skot fyrir utan teig sem er nálægt því að hafna í netinu á fjærstönginni en rétt framhjá.
35. mín Gult spjald: Silas Songani (Vestri)
Silas fyrstur í bókina. Fyrir brot á eigin vallarhelmingi.
33. mín
Vestri halda boltanum vel þessa stundina. Lítið að frétta samt.
30. mín
Brenton Markmaður Vestra er búinn að vera að öskra sína menn áfram á fullu allan leikinn. Alvöru leiðtogi
24. mín MARK!
Morten Ohlsen Hansen (Kórdrengir)
Morten gerir þetta alveg ofboðslega vel. Fær háa sendingu í gegn og tekur hann listavel niður með bringunni og lyftir honum svo yfir Brenton í markinu. Gjörsamlega frábært mark.
16. mín
Vestra vilja víti upp úr horninu. Nikolaj með skalla inn í teiginn og Vestfirðingar kalla eftir hendi og víti en Helgi Mikael ekki á þeim buxunum.
16. mín
Fín pressa hjá Vestra sem uppskera horn
13. mín
Ekkert gerst eftir markið hérna í byrjun.
5. mín MARK!
Arnleifur Hjörleifsson (Kórdrengir)
Arnleifur skorar bara hérna úr aukaspyrnu af 30 metrum. Þvílík spyrna og alvöru byrjun á þessum leik. Ekki viss hvort þetta átti að vera skot eða fyrirgjöf.

1-0!
3. mín
Ekkert kemur úr horninu og markspyrna sem Vestfirðingar eiga.
2. mín
Kórdrengir fá fyrsta hornið eftir góða vörslu frá Brenton eftir skot frá Morten
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Vestri byrjar með boltann í dag.
Fyrir leik
Liðin eru hér að labba inná völlinn. Styttist í þetta. Bongóblíða í Safamýrinni.
Fyrir leik
Vestri

Sömu sögu er líklega hægt að segja um Vestra liðið. Ísfirðingar voru stórhuga fyrir tímabilið eftir gott tímabil í fyrra og sáu sæti í efstu deild fyrir sér sem raunhæft markmið.Frammistöður liðsins hafa hinsvegar verið mjög upp og niður á tímabilinu og oft hefur liðið sýnt magnaðar frammistöður en hafa hinsvegar líka sýnt arfaslakar frammistöður inn á milli. Gunnar Heiðar Þorvaldsson tók við liðinu fyrir tímabilið eftir að Jón Þór Hauksson tók við ÍA.

Fyrir leik
Kórdrengir

Tímabilið í ár hefur verið vonbrigði fyrir Kórdrengi. Liðið situr í 10. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 16 leiki. Heppilega er liði ekki í mikilli fallhættu sökum arfaslaks gengis hjá KV og Þrótti Vogum. Kórdrengir hafa verið óheppnir með meiðsli í ár og hefur þeirra aðaframherji Sverrir Páll Hjaltested verið í meiðslavandræðum í ár. Kórdrengir munu þó líta til leiksins í dag til að rétta úr kútnum og tryggja endanlega veru sína í deildinni.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og verið velkominn í Safamýrina þar sem fer fram leikur Kórdrengja og Vestra í Lengjudeild karla.
Byrjunarlið:
Daniel Osafo-Badu
Daníel Agnar Ásgeirsson ('60)
Brenton Muhammad
9. Pétur Bjarnason
11. Nicolaj Madsen
22. Elmar Atli Garðarsson
23. Silas Songani ('60)
25. Aurelien Norest
27. Christian Jiménez Rodríguez
44. Rodrigo Santos Moitas ('73)
77. Sergine Fall

Varamenn:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
7. Vladimir Tufegdzic ('60)
10. Nacho Gil ('60)
16. Ívar Breki Helgason
18. Martin Montipo ('73)

Liðsstjórn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Þ)
Jón Hálfdán Pétursson
Gunnlaugur Jónasson
Friðrik Rúnar Ásgeirsson
Toby King

Gul spjöld:
Silas Songani ('35)
Nacho Gil ('78)
Daniel Osafo-Badu ('79)

Rauð spjöld: