Kaplakrikavöllur
fimmtudagur 18. ágúst 2022  kl. 18:00
Lengjudeild kvenna
Dómari: Guðmundur Páll Friðbertsson
Maður leiksins: Audrey Baldwin
FH 0 - 0 HK
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
24. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
2. Valgerður Ósk Valsdóttir
7. Telma Hjaltalín Þrastardóttir
8. Sigríður Lára Garðarsdóttir (f)
9. Rannveig Bjarnadóttir
11. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir ('46)
14. Kristin Schnurr
18. Maggý Lárentsínusdóttir
31. Berglind Þrastardóttir ('66)
34. Manyima Stevelmans
40. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('66)

Varamenn:
5. Margrét Sif Magnúsdóttir
16. Tinna Sól Þórsdóttir
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('66)
19. Esther Rós Arnarsdóttir ('66)
36. Selma Sól Sigurjónsdóttir ('46)

Liðstjórn:
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Guðni Eiríksson (Þ)
Andrea Marý Sigurjónsdóttir
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Dagur Óli Davíðsson
Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma

Gul spjöld:
Sigríður Lára Garðarsdóttir ('82)
Rannveig Bjarnadóttir ('91)

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
96. mín Leik lokið!
Þetta er búið!

Markalaust jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum fótboltaleik.

Það eru því enn 4 stig sem skilja liðin að í 1. og 2. sæti deildarinnar en Tindastóll á leik til góða á laugardag og getur tekið fram úr HK.

Lokaspretturinn í þessari deild á eftir að verða rosalegur!

Ég þakka annars fyrir mig. Minni á viðtöl og skýrslu síðar í kvöld.
Eyða Breyta
93. mín
VÁ! Þvílík tækling. HK-ingar tapa boltanum klaufalega og FH geysist í sókn. Elísa Lana er að koma sér inná markteig þegar Kristín Anítudóttir rennir sér í frábæra tæklingu og kemur boltanum aftur fyrir.

Enn ein hornspyrnan! Rannveig heldur áfram að setja hættulega bolta fyrir en HK-ingar verjast eins og stríðskonur og koma boltanum frá!
Eyða Breyta
92. mín
Aftur eru FH-ingar dæmdar brotlegar úti á miðjum velli. HK-ingar taka sér tíma í hlutina núna og FH-stúkan lætur í sér heyra.
Eyða Breyta
91. mín Gult spjald: Rannveig Bjarnadóttir (FH)
Konum er orðið heitt í hamsi og Rannveig fer í bókina fyrir brot á Magðalenu. HK-ingar fá aukaspyrnu á miðjum vellinum. Setja fastan bolta inn á teig en þar er Aldís örugg í sínum aðgerðum sem fyrr. Veður út í teiginn og grípur boltann af öryggi.
Eyða Breyta
90. mín
6 mínútum bætt við!

Enn er nóg eftir!
Eyða Breyta
88. mín
Spennan er að verða óbærileg. Það er þvílík vinnsla í Telmu Hjaltalín sem sækir hér hornspyrnu fyrir FH.

Rannveig setur hættulegan bolta fyrir en liðsfélagar hennar brjóta á Audrey og HK-ingar geta andað léttar.
Eyða Breyta
84. mín Sóley María Davíðsdóttir (HK) Isabella Eva Aradóttir (HK)
Þetta lítur ekki vel út. Isabella þarf að fara útaf á börum. Vonum að þessi öflugi leikmaður sé ekki alvarlega meidd. Hún hefur verið einn albesti leikmaður deildarinnar í sumar og sárt að sjá eftir henni útaf á börum.

Hin unga og bráðefnilega Sóley María kemur inn í hennar stað.
Eyða Breyta
82. mín Gult spjald: Sigríður Lára Garðarsdóttir (FH)
Sísí fær gult eftir seina tæklingu á Isabellu sem liggur eftir.

Í fjórða sinn í seinni hálfleiknum þarf að stöðva leikinn um stund vegna meiðsla.
Eyða Breyta
80. mín
10 mínútur eftir af leiknum!

FH-ingar hafa verið mun öflugri í síðari hálfleiknum en í stöðunni 0-0 getur enn allt gerst!

4 stig skilja liðin að í 1. og 2.sæti deildarinnar. Tindastóll er stigi á eftir HK og á leik fyrir austan á laugardaginn.
Eyða Breyta
78. mín Amanda Mist Pálsdóttir (HK) Arna Sól Sævarsdóttir (HK)
HK-ingar leita í reynsluna og Amanda Mist Pálsdóttir er komin inná. Hún fer á vinstri kantinn.
Eyða Breyta
77. mín
Rannveig tekur áttundu hornspyrnu FH en Audrey grípur fyrirgjöfina!
Eyða Breyta
76. mín
Valgerður sækir aukaspyrnu fyrir FH á svipuðum stað og Telma gerði rétt áðan. Rannveig setur góðan bolta inná teig og HK-ingar ná að koma honum aftur fyrir á síðustu stundu!
Eyða Breyta
73. mín
Hinumegin á vellinum heldur Gabrielle FH-ingum á tánum. Hún er eldljót og kemst upp vinstra megin. Er hinsvegar ekki með neina aðstoð með sér og fyrirgjöf hennar endar hjá varnarmönnum FH.

Stuttu síðar fær Gabrielle langan bolta inná teig og lætur vaða. Nær ekki nægum krafti í skotið en Aldís ver vel.
Eyða Breyta
72. mín
Brotið á Telmu og FH fær aukaspyrnu vinstra megin. Rannveig tekur og setur háan bolta á fjær. Audrey nær ekki almennilega til boltans sem dettur út í teig og fer síðan af varnarmanni og aftur fyrir.

Sjöunda hornspyrna FH raunin og áfram tekur Rannveig. Í þetta skiptið vinnur Manyima skallann en Lára Einarsdóttr er vel staðsett á stönginni og bjargar á marklínu!
Eyða Breyta
66. mín Esther Rós Arnarsdóttir (FH) Vigdís Edda Friðriksdóttir (FH)
Tvöföld skipting hjá FH.
Eyða Breyta
66. mín Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH) Berglind Þrastardóttir (FH)

Eyða Breyta
66. mín Katrín Rósa Egilsdóttir (HK) Rakel Lóa Brynjarsdóttir (HK)

Eyða Breyta
65. mín
Leikurinn er aftur stopp vegna meiðsla og aftur er það Emma Sól sem þarf aðhlynningu. Þjálfarar FH nýta tímann í að koma skilaboðum til Telmu Hjaltalín og þjálfarateymi HK undirbýr skiptingu.
Eyða Breyta
65. mín
Enn ein hornspyrna FH. Enn tekur Rannveig. Hún setur boltann á nærsvæðið þar sem Emma Sól skallar frá og Gabrielle nær svo að flengja boltanum fram völlinn. Þar vinnur FH boltann aftur og Rannveig reynir langskot sem svífur vel yfir.
Eyða Breyta
62. mín
Þetta var tæpt!

Telma Hjaltalín flögguð rangstæð í þá mund sem hún slapp í gegn og átti hörkuskot í stöng eftir laglega stungusendingu Kristin Schnurr.

Ég ætla ekki að þykjast sjá þetta betur en AD2 en úr blaðamannaboxinu séð virtist Telma réttstæð.
Eyða Breyta
61. mín
HK-ingar hafa lítið komist áleiðis fram völlinn í síðari hálfleiknum en nú var Gabrielle Coleman að eiga svaka rispu. Komst af mikilli áræðni inná vítateig FH en þar mætti henni Manyima Stevelsmans og vann boltann vel. Gabrielle braut svo af sér í kjölfarið.
Eyða Breyta
58. mín
Aftur þarf að stöðva leikinn vegna meiðsla. Emma Sól og Vigdís Edda lenda saman eftir fyrirgjöf FH-inga og liggja báðar eftir.

Það var erfitt að sjá hvað gerðist nákvæmlega en þær virðast báðar í lagi.
Eyða Breyta
56. mín
Kristin!

Kristin freistar gæfunnar og reynir viðstöðulaust skot utan teigs þegar hún sér að Audrey er komin aðeins út úr markinu. Fín tilraun en skot Kristin fer framhjá.
Eyða Breyta
52. mín
Áfram sækja FH-ingar og fá þriðju hornspyrnuna eftir misheppnaða hreinsun Isabellu. Í þetta sinn hreinsar Gabrielle frá en heimakonur er mjög grimmar og fljótar að vinna frákastið. Upphefst mikill barningur og hin grjótharða Henríetta Ágústsdóttir liggur eftir tæklingu. Leikurinn lifir í svolitla stund áður en boltanum er komið útaf og hægt er að líta á meiðslin.

Svo virðist sem Henríetta geti haldið áfram leik. Mikilvægt fyrir miðsvæðið hjá HK.
Eyða Breyta
51. mín
FH-ingar eru að byrja síðari hálfleikinn af miklum krafti og sækja hér aðra hornspyrnu.

Rannveig setur boltann á kollinn á Sísí Láru en skalli hennar hittir ekki á rammann.
Eyða Breyta
48. mín
FH fær hornspyrnu. Rannveig snýr hættulegan bolta í átt að marki en.. Surprise! Audrey er með þetta allt saman á tæru og nær að slá boltann frá undir pressu.

Eyða Breyta
46. mín
Þetta byrjar með látum og Audrey hendir í enn eina vörsluna!

Kristin komst upp vinstra megin. Renndi boltanum fyrir þar sem FH-ingar náðu skoti af stuttu færi. Audrey varði laglega. Boltinn hrökk svo út til Rannveigar sem reyndi skot sem fór framhjá.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Síðari hálfleikurinn er hafinn. Þetta verður eitthvað!
Eyða Breyta
46. mín Selma Sól Sigurjónsdóttir (FH) Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir (FH)
Hálfleiksskipting hjá FH. Selma Sól kemur inn fyrir Sunnevu. Selma fer í hægri bakvörðinn og Valgerður færir sig í þann vinstri.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Guðmundur Páll flautar til hálfleiks og það er enn markalaust í Kaplakrika.

Markverðir beggja liða hafa verið frábærar og hafa séð til þess að hér hafa enn engin mörk verið skoruð.

Við hljótum nú samt að fá mörk í leikinn í seinni hálfleiknum er það ekki?

Tökum okkur kaffipásu og sjáumst aftur eftir korter.
Eyða Breyta
43. mín Gult spjald: Audrey Rose Baldwin (HK)
Mjög steikt en Audrey er komin með spjald! Hún var alltof lengi að taka markspyrnu og Guðmundur Páll gefur engan séns.

Skrítið andartak í leiknum fyrir Audrey að vera að "tefja" eða hvað sem þetta var. Hægagangur par excellence að minnsta kosti.
Eyða Breyta
43. mín
Vááá!

Audrey með geggjaða vörslu!

Valgerður kemur góðum bolta fyrir frá hægri. Kristin Shnurr reynir viðstöðulaust skot en Audrey nær á magnaðan hátt að verja frá henni.

Markverðirnir heldur betur að sýna hvað í þeim býr í þessum fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
41. mín
Það er fjör í þessu. Kristin Shcnurr að NEGLA á HK-markið en skotið beint á Audrey.

Bæði lið að ógna!
Eyða Breyta
40. mín
Fín varnarvinna hjá Maggý. Fylgir Gabrielle eins og skugginn, kemur í veg fyrir að hún komist inn á teig og nær að komast fyrir skot hennar.

Hornspyrna sem HK á. Magðalena setur fínan bolta fyrir sem dettur inná teig! Boltinn berst svo aftur út á Magðalenu sem reynir skot sem endar í hliðarnetinu.
Eyða Breyta
39. mín
Hinum megin á vellinum reynir Isabella Eva langskot en setur boltann vel framhjá. Hún var með Rakel Lóu hægra megin við sig og sú hafði hellingspláss og var að vonum svekkt að fá ekki sendingu.
Eyða Breyta
36. mín
Vááá!

Mér sýnist það vera Rannveig sem á hörkuskot utan af velli sem smellur í stönginni á HK-markinu!

Gullfallegt skot.

Rannveig hafði stuttu áður reynt skot af enn lengra færi þegar hún sá að Audrey var komin langt út úr markinu. Það skot fór hinsvegar víðsfjarri.
Eyða Breyta
34. mín
Færi hjá FH!

Sísí Lára lyftir boltanum inná teig á Telmu sem reynir að lyfta boltanum viðstöðulaust yfir Audrey en setur boltann vel yfir.
Eyða Breyta
28. mín
Aftur Aldís!

Sú er í stuði!

Á tvær hörkuvörslur. Fyrst frá Gabrielle af markteig. Isabella Eva fylgdi svo eftir af enn styttra færi en Aldís kom boltanum aftur fyrir!

Ekkert varð svo úr hornspyrnu HK.
Eyða Breyta
24. mín
Aldís!

Markverðirnir að stela sviðsljósinu!

Rakel Lóa var komin í frábært færi í vítateig FH en Aldís gerði virkilega vel í að verja frá henni!

HK fékk í kjölfarið hornspyrnu sem Sigríður Lára skallaði frá.
Eyða Breyta
22. mín
Sóknarþungi FH er mikill og besta færi leiksins var að líta dagsins ljós!

Virkilega vel spilað hjá heimakonum. Telma Hjaltalín á frábæra fyrirgjöf frá hægri. Beint á kollinn á Vigdísi Eddu sem var mætt inn á teig. Audrey markvörður sýnir hinsvegar frábær viðbrögð og nær að verja fastan skalla Vigdísar Eddu í slánna og yfir!

FH fær í kjölfarið horn sem ekkert verður úr.
Eyða Breyta
21. mín
FH-ingar ógna. Eru nálægt því að finna skot í teignum og Sunneva á svo góðan bolta fyrir HK-markið en það vantar FH-inga í teiginn.

Stuttu síðar á Valgerður hættulega fyrirgjöf sem flýgur rétt framhjá fjærstönginni. Mér sýndist það vera Kristin Schnurr sem náði næstum því að teygja sig í boltann og ná skoti á mark.
Eyða Breyta
17. mín
FH fær aukaspyrnu vinstra megin á miðjum vallarhelmingi HK. Þær spila stutt og Valgerður Ósk reynir skot sem fer í varnarmann HK.
Eyða Breyta
16. mín
Audrey Baldwin er búin að vera vel vakandi í markinu hjá HK. Hún hefur komið út í nokkra langa bolta og komið í veg fyrir að FH-ingar skapi sér færi.
Eyða Breyta
13. mín
Aftur er Gabrielle að ná skoti úr vítateig FH. Í þetta skiptið barst boltinn til hennar eftir ógnun frá Isabellu Evu fyrirliða. Skot Gabrielle er hinsvegar ekki nógu fast og hin efnilega Aldís í marki FH þarf ekki að hafa mikið fyrir því að verja.
Eyða Breyta
10. mín
Klaufagangur aftast hjá FH. Manyima á sendingu til baka sem hrekkur af Valgerði og fyrir Gabrielle sem kemst inná teig og á skot sem fer af FH-ingi og aftur fyrir.

Fyrsta hornspyrna leiksins dæmd en FH-ingar koma boltanum auðveldlega í burtu.
Eyða Breyta
5. mín
Bæði lið eru óhrædd hér í upphafi. Hafa reynt langa bolta fram völlinn og reynt að skapa sér sénsa.

FH aðeins áræðnari til þessa og Rannveig Bjarnadóttir var að eiga hörkuskot framhjá, rétt utan teigs.
Eyða Breyta
2. mín
Lið HK:

Audrey

Emma Sól - Lára - Kristín - Hildur Björk

Henríetta - Magðalena

Rakel Lóa - Isabella - Arna Sól

Gabriella
Eyða Breyta
1. mín
Lið FH:

Aldís

Valgerður - Manyima - Maggý - Sunneva

Rannveig - Sigríður Lára

Kristin - Berglind - Vigdís Edda

Telma
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er byrjað!

HK hefur leik og spilar í átt að miðbænum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hér í Kaplakrika er allt orðið klárt fyrir stórleikinn. Byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar. Ein breyting hjá HK og tvær hjá FH frá síðustu umferð.

Hjá FH kemur Valgerður Ósk inn í liðið fyrir Margréti Sif og Telma Hjaltalín fyrir Elísu Lönu. Hjá HK byrjar Rakel Lóa en Katrín Rósa fer á bekkinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH vann fyrri leik liðanna í deildinni með þremur mörkum gegn einu. Shaina Ashouri, Elín Björg Símonardóttir og Kristin Schnurr skoruðu mörk FH en Ísold Kristín Rúnarsdóttir minnkaði muninn fyrir HK.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH hefur skorað langmest í deildinni. Eru komnar með 40 mörk og hafa aðeins fengið 7 á sig. Shaina Faina Ashouri sem hefur ekki leikið með liðinu síðan í 7. umferð er markahæst í liði FH ásamt Telmu Hjaltalín en þær eru báðar með 7 mörk.

Hjá HK er fyrirliðinn Isabella Eva Aradóttir á mikilli siglingu í markaskorun og er komin með 9 mörk þrátt fyrir að spila á miðjunni. Hún er í 2.-3. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar ásamt Murielle Tiernan hjá Tindastól. Markahæst með 12 mörk er hinsvegar hin kínverska Linli Tu sem hefur slegið í gegn með Fjarðabyggð/Hetti/Leikni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heil og sæl!

Hér verður bein textalýsing frá toppslag FH og HK í Lengjudeildinni.

Það eru aðeins 4 umferðir eftir af mótinu og FH og HK sitja í 1. og 2. sæti deildarinnar. FH taplausar með 36 stig á toppnum og HK í 2. sæti með 32.

Tindastóll andar svo ofan í hálsmálið á þessum liðum, situr í 3. sæti með 31 stig.

Það er því svakalegur leikur framundan!
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Audrey Rose Baldwin (m)
3. Hildur Björk Búadóttir
5. Rakel Lóa Brynjarsdóttir ('66)
10. Isabella Eva Aradóttir (f) ('84)
11. Emma Sól Aradóttir
14. Arna Sól Sævarsdóttir ('78)
15. Magðalena Ólafsdóttir
25. Lára Einarsdóttir
26. Kristín Anítudóttir Mcmillan
27. Henríetta Ágústsdóttir
42. Gabriella Lindsay Coleman

Varamenn:
12. Sigríður Króknes Torfadóttir (m)
6. Lára Hallgrímsdóttir
9. Eydís Eik Sigurðardóttir
19. Amanda Mist Pálsdóttir ('78)
20. Katrín Rósa Egilsdóttir ('66)
22. Kristjana Ása Þórðardóttir
23. Sóley María Davíðsdóttir ('84)

Liðstjórn:
Ragnheiður Soffía Georgsdóttir
Birkir Örn Arnarsson
Guðni Þór Einarsson (Þ)
Lidija Stojkanovic (Þ)
Atli Jónasson
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir

Gul spjöld:
Audrey Rose Baldwin ('43)

Rauð spjöld: