Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Í BEINNI
Mjólkurbikar karla
Fjölnir
19:15 0
0
Selfoss
Valur
3
0
Shelbourne
Cyera Hintzen '20 1-0
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen '44 2-0
Elísa Viðarsdóttir '46 3-0
21.08.2022  -  15:30
Fazanerija City Stadium
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
Aðstæður: Búið að rigna. Völlurinn lítur ágætlega út
Dómari: Volha Tsiareshka (Hvíta-Rússland)
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir ('68)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('63)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
13. Cyera Hintzen ('74)
14. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('74)
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('63)

Varamenn:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
10. Elín Metta Jensen ('63)
15. Hailey Lanier Berg ('74)
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir ('68)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
19. Bryndís Arna Níelsdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Mariana Sofía Speckmaier ('63)
24. Mikaela Nótt Pétursdóttir
26. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('74)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Matthías Guðmundsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er búið að flauta til leiksloka. Valskonur eru komnar áfram í 2. umferð forkeppninnar þar sem þær munu mæta liði í tveggja leikja einvígi um sæti í riðlakeppninni.

Valur er skrefi nær riðlakeppni!

89. mín
Þessi leikur er löngu búinn og lítil skemmtun í augnablikinu. Vel gert hjá Valskonum!
84. mín
Mist með ágætis skalla í teignum en markvörður Shelbourne nær að slá boltann frá marki.
80. mín
Tíu mínútur. Valskonur með tögl og haldir á þessum leik. Þær munu fara í næstu umferð forkeppninnar.
79. mín
Inn: Taylor White (Shelbourne) Út:Keeva Keenan (Shelbourne)
Þá eru bæði lið búin með allar sínar skiptingar.
76. mín
Þessi leikur er að fjara út. Tempóið er ekki mjög hátt núna.
74. mín
Inn:Sigríður Theód. Guðmundsdóttir (Valur) Út:Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Valur)
74. mín
Inn:Hailey Lanier Berg (Valur) Út:Cyera Hintzen (Valur)
71. mín
Inn: Isabelle Glennon (Shelbourne) Út:Jemma Quinn (Shelbourne)
71. mín
Inn:Alex Kavanagh (Shelbourne) Út:Rachel Graham (Shelbourne)
68. mín
Inn:Þórdís Elva Ágústsdóttir (Valur) Út:Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Valur)
66. mín
Cyera með hörkuskot í STÖNGINA! Mariana Sofía nær svo til boltans og á skot sem er varið.
65. mín Gult spjald: Leah Doyle (Shelbourne)
63. mín
Inn:Mariana Sofía Speckmaier (Valur) Út:Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
63. mín
Inn:Elín Metta Jensen (Valur) Út:Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur)
61. mín
Graham með laust skot að marki sem Sandra á í engum vandræðum með.
56. mín
Inn:Abbie Larkin (Shelbourne) Út:Noelle Murray (Shelbourne)
56. mín
Inn:Aoife Kelly (Shelbourne) Út:Heather O'Reilly (Shelbourne)
55. mín
Valskonur að hóta fjórða markinu. Cyera með hörkuskot að marki en það er vel varið.
54. mín
Mist með skalla rétt yfir markið eftir hornspyrnu. Þarna urðu mörkin næstum því fjögur.
50. mín
Valskonur eru búnar að ganga frá þessum leik og eru á leið á næsta stig forkeppninnar. Þær færast einu skrefi nær riðlakeppni.
47. mín

Elísa gengur frá leiknum fyrir Val.
46. mín MARK!
Elísa Viðarsdóttir (Valur)
Stoðsending: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
GAME OVER!
Þórdís með geggjaða sendingu inn fyrir vörnina á Elísu sem vippar boltanum að marki. Markvörður Shelbourne í ruglinu og þessi endar í markinu.

Veit ekki hvort Elísa hafi ætlað sér að skora þarna en þessi endaði inni.
46. mín
LEIKURINN ER HAFINN AFTUR
Búið að slökkva í Dua Lipa og þetta er komið aftur af stað.
45. mín
Hálfleikur

Sólveig Jóhannesdóttir Larsen.

Frábært mark hjá Sólveigu og staða Vals er þannig þægilega í hálfleik.
44. mín MARK!
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Valur)
Stoðsending: Anna Rakel Pétursdóttir
MARK!!!!!!
Boltanum spilað úr öftustu línu út til vinstri á Önnu Rakel sem á sendingu upp kantinn á Sólveigu. Hún keyrir í vörnina, gerir frábærlega og nær að skila boltanum í markið.

Hún tekur svo skemmtilegt Nani fagn, fer í heljarstökk.
43. mín
Elísa með huggulega sendingu inn á teiginn en Ásdís Karen nær ekki alveg að taka hana með sér.
40. mín
TÖLFRÆÐIN HINGAÐ TIL:
Tilraunir: 5-4
Á markið: 2-0
Hornspyrnur: 2-3
36. mín
Shelbourne ekkert náð að ógna eftir því sem hefur liðið á seinni hálfleikinn. Valur er augljóslega betra fótboltaliðið, það er engin spurning um það.
35. mín
Fín sókn hjá Val og boltinn berst til Þórdísar í teignum en hún nær ekki alveg nægilega góðu skoti.
33. mín
Sólveig Larsen með fína tilraun af einhverjum 20-25 metrum rétt yfir markið.

Þetta var skemmtileg tilraun og með smá heppni hefði þessi bolti endað í markinu. Markvörður Shelbourne ekki með allt á hreinu þarna.
28. mín
Shelbourne fær hornspyrnu en auðvitað skallar Arna Sif þetta frá. Hún hefur verið frábær í sumar og var nýverið valin í A-landsliðið fyrir síðustu tvo leikina í undankeppni HM.

27. mín Gult spjald: Pearl Slattery (f) (Shelbourne)
23. mín
Eftir frekar brösuga byrjun þá eru Valskonur búnar að gera vel í því að vinna sig inn í leikinn.
21. mín

Cyera skoraði fyrir Val.
20. mín MARK!
Cyera Hintzen (Valur)
ÞARNA!!!!!!
Cyera á skalla í slá eftir hornspyrnu og fylgir bara sjálf eftir með því að skora. Valskonur taka forystuna í þessum mikilvæga leik.

Valur átti mögulega að fá vítaspyrnu þarna á undan en þær svara því bara með marki.
19. mín
VÍTI?????
Þórdís Hrönn fellur í teignum en ekkert dæmt. Það var lykt af þessu!
18. mín Gult spjald: Noelle Murray (Shelbourne)
15. mín
Slök spyrna sem er skölluð í burtu af fyrsta varnarmanni.
14. mín Gult spjald: Rachel Graham (Shelbourne)
14. mín
Valur fær hornspyrnu. Koma svo!
11. mín
Kæri lesandi, ef þú ert ekki búin/n að lesa viðtalið sem kollegi minn Sæbjörn Þór Steinke tók við Önnu Rakel Pétursdóttur, bakvörð Vals, á dögunum þá mæli ég klárlega með því.

Hægt er að nálgast viðtalið með því að smella hérna.

10. mín
Það er meiri kraftur í Shelbourne hér í byrjun.
9. mín
Þær írsku fengu óbeina aukaspyrnu. Þetta var frekar furðulegt. Valskonur héldu að boltinn væri farinn út af og gaf Cyera boltann á Söndru sem tók hann upp. Dómarinn mat það ekki þannig að boltinn hefði farið út af og því var dæmd óbein aukaspyrna.

Sem betur fer náðu Írarnir ekki skoti á markið úr þessari óbeinu aukaspyrnu, settu boltann langt fram hjá.
7. mín
VALUR ER AÐ STILLA SVONA UPP:
Sandra

Elísa - Mist - Arna Sif - Anna Rakel

Adda - Lára Kristín

Sólveig - Ásdís Karen - Þórdís Hrönn

Cyera
5. mín
Það vekur athygli að Elín Metta Jensen er áfram á bekknum hjá Val. Hún var að glíma við veikindi eftir EM og hefur ekki náð að vinna sér sæti í byrjunarliðinu eftir það. Hún var valin í landsliðshópinn á dögunum.

4. mín
Valskonur eru að spila á öðrum leikvangi núna. Þessi er mun flottari en sá síðasti. Það er greinilega búið að rigna í Slóveníu í dag en aðstæður virðast nokkuð góðar.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað!
Fyrir leik
Hér verður leikurinn sýndur í beinni:
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Valur vann Hyasa frá Armeníu 2-0 í forkeppni Meistaradeildar kvenna á fimmtudaginn. Liðið mætir Shelbourne frá Írlandi í leik um sæti í næstu umferð forkeppninnar. Leikurinn í dag fer fram á Fazanerija City Stadium í Slóveníu.

Shelbourne, sem er írskur meistari, hafði betur með einu marki gegn engu þegar liðið mætti Pomerje frá Slóveníu.


Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Amanda Budden (m)
3. Jessie Stapleton
4. Pearl Slattery (f)
5. Shauna Fox
7. Heather O'Reilly ('56)
8. Rachel Graham ('71)
10. Noelle Murray ('56)
12. Keeva Keenan ('79)
13. Leah Doyle
15. Jemma Quinn ('71)
21. Emma Starr

Varamenn:
30. Katie Keane (m)
38. Courtney Maguire (m)
2. Jessica Gargan
6. Alex Kavanagh ('71)
9. Abbie Larkin ('56)
11. Megan Smyth-Lynch
14. Isabelle Glennon ('71)
16. Lia O'Leary
17. Taylor White ('79)
18. Aoife Kelly ('56)
19. Kate O'Dowd
22. Leah Riley

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Rachel Graham ('14)
Noelle Murray ('18)
Pearl Slattery (f) ('27)
Leah Doyle ('65)

Rauð spjöld: