Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
19:15 0
0
Valur
Þróttur R.
3
1
Reynir S.
Hinrik Harðarson '12 1-0
Hinrik Harðarson '47 2-0
Zoran Plazonic '55
Birkir Freyr Sigurðsson '72
Hinrik Harðarson '73 , víti 3-0
3-1 Magnús Magnússon '81
21.08.2022  -  14:00
AVIS völlurinn
2. deild karla - 18. umferð
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 155
Byrjunarlið:
Sveinn Óli Guðnason
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal
5. Alexander Kevin Baker
7. Aron Snær Ingason ('71)
8. Baldur Hannes Stefánsson
9. Hinrik Harðarson
10. Guðmundur Axel Hilmarsson
10. Ernest Slupski ('71)
27. Miroslav Pushkarov ('71)
33. Kostiantyn Pikul ('77)
99. Kostiantyn Iaroshenko ('77)

Varamenn:
25. Franz Sigurjónsson (m)
3. Stefán Þórður Stefánsson ('77)
10. Aron Fannar Hreinsson ('71)
17. Izaro Abella Sanchez ('71)
18. Arnaldur Ásgeir Einarsson
22. Kári Kristjánsson ('71)
26. Emil Skúli Einarsson ('77)

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Jamie Paul Brassington
Páll Steinar Sigurbjörnsson
Angelos Barmpas
Marek Golembowski

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KF 2-2 ÆGIR (Staðfestar lokatölur)

Njarðvíkingar eru búnir að tryggja sér sæti í Lengjudeildinni! Til hamingju Njarðvíkingar! Þróttarar komnir langleiðina eftir úrslit dagsins...

Segjum þessari textalýsingu lokið. Staðfestar lokatölur úr öllum leikjum koma inn á Fótbolta.net á eftir.
90. mín
Ægismenn að fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Líklega síðasta tækifæri þeirra í leiknum.
90. mín
Leik er lokið hjá Þrótti og Reyni, 3-1. Við ætlum samt að bíða eftir lokatölum úr KF - Ægi. Hvort Njarðvík tryggi sér sætið upp í Lengjudeildina.
90. mín
Ægismenn sækja og sækja gegn KF en staðan er 2-2.
90. mín
Njarðvík 2-0 Völsungur
Einar Orri. Ef ekkert breytist fyrir norðan þá er Njarðvík að innsigla þetta.
90. mín
Uppbótartími í gangi.

Staðfestar lokatölur koma inn á Fótbolta.net á eftir, en eins og staðan er núna þá eru Njarðvíkingar að fá (Staðfest) svigann á sæti í Lengjudeildinni.
90. mín
Hinrik reynir við fernuna en skot hans er varið!
89. mín
Magni 3-3 Víkingur Ólafsvík
Sex marka veisla á Grenivík.
88. mín
ÍR 4-1 KFA
87. mín
Inn:Elton Renato Livramento Barros (Reynir S.) Út:Magnús Magnússon (Reynir S.)
83. mín
82. mín
ÍR 3-1 KFA
Austurbandalið hefur sprungið í seinni hálfleik.
81. mín MARK!
Magnús Magnússon (Reynir S.)
REYNISMENN MINNKA MUNINN, NÍU GEGN ELLEFU! Magnús skallaði boltann yfir markvörð Þróttar.
79. mín
"Þú ert svo fokking heimskur, veistu hvað hann gerði?" sagði Birkir Freyr við dómarann þegar hann fékk rautt spjald áðan.
77. mín
Inn:Emil Skúli Einarsson (Þróttur R.) Út:Kostiantyn Pikul (Þróttur R.)
77. mín
Inn:Stefán Þórður Stefánsson (Þróttur R.) Út:Kostiantyn Iaroshenko (Þróttur R.)
76. mín
KF 2-2 Ægir
Ægismenn hafa nýtt sér liðsmuninn og jafnað samkvæmt fréttum sem voru að berast að norðan.
73. mín Mark úr víti!
Hinrik Harðarson (Þróttur R.)
ÞRENNA!!! ÁTTA MÖRK FRÁ HONUM Í ÁGÚST!

72. mín Rautt spjald: Birkir Freyr Sigurðsson (Reynir S.)
REYNISMENN ERU ORÐNIR NÍU! VÍTASPYRNA DÆMD! Veit ekki alveg með þetta rauða spjald, hann hlýtur að hafa sagt eitthvað!? Ekki var hann að ræna upplögðu marktækifæri.

71. mín
Inn:Kári Kristjánsson (Þróttur R.) Út:Ernest Slupski (Þróttur R.)
71. mín
Inn:Izaro Abella Sanchez (Þróttur R.) Út:Miroslav Pushkarov (Þróttur R.)
71. mín
Inn:Aron Fannar Hreinsson (Þróttur R.) Út:Aron Snær Ingason (Þróttur R.)
70. mín
Aron Snær Ingason í enn einu dauðafærinu en skýtur framhjá. Búinn að brenna af mörgum færum í dag.
69. mín
ÍR 1-1 KFA
ÍR-ingar búnir að jafna samkvæmt úrslit.net.
68. mín
KF 2-1 Ægir
Ægismenn hafa minnkað muninn í 2-1 og KF búið að missa mann af velli.
67. mín
Úkraínsku leikmennirnir Kostiantyn Pikul og Kostiantyn Iaroshenko hafa reynst Þrótti ótrúlegur happafengur. Einmitt leikmennirnir sem liðið þurfti að fá. Hafa gert algjöran gæfumun.

Stefnir í afskaplega góðan dag fyrir Njarðvík og Þrótt. Njarðvíkingar eru á leið upp eins og staðan er.
63. mín
Inn:Ársæll Kristinn Björnsson (Reynir S.) Út:Akil Rondel Dexter De Freitas (Reynir S.)
62. mín
Inn:Birkir Freyr Sigurðsson (Reynir S.) Út:Óðinn Jóhannsson (Reynir S.)
60. mín
Aron Snær Ingason í dauðafæri en Ivan Jelic með frábæra markvörslu!
59. mín
Hinrik Harðarson skorar annað mark sitt og annað mark Þróttar.







56. mín
Já þar sem KF er að vinna 2-0 gegn Ægi þá er Njarðvík að innsigla sæti sitt í Lengjudeildinni eins og staðan er núna. Njarðvík að vinna Völsung 1-0.
55. mín Rautt spjald: Zoran Plazonic (Reynir S.)
Fær sitt annað gula spjald víst, missti af fyrra gula.
54. mín
LEIÐRÉTTING!! KF 2-0 Ægir
Úrslit.net með rangar tölur að norðan!
51. mín
Guðmundur Axel Hilmarsson hefur svo sannarlega fengið færin í dag. Skallar nú framhjá eftir hornspyrnu.
47. mín MARK!
Hinrik Harðarson (Þróttur R.)
Stoðsending: Aron Snær Ingason
ÞRÓTTUR BÆTIR VIÐ MARKI! Staðan orðin góð fyrir heimamenn.

Hinrik skorar hér af stuttu færi, fær hann hreinlega í sig og inn fer hann.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín

Fer ekki á milli mála hver er fyrirliðinn í stúkunni
45. mín
Hálfleikstölur:
Höttur Huginn 1-1 Haukar
Magni 1-2 Víkingur Ó.
Njarðvík 1-0 Völsungur
ÍR 0-1 KFA
Þróttur 1-0 Reynir
45. mín
Njarðvík 1-0 Völsungur
TÍÐINDI! Ari Már Andrésson að koma Njarðvík yfir í toppbaráttuslagnum í Njarðvík!
45. mín
Magni 1-2 Víkingur Ólafsvík
Ólsarar komast yfir í þessum leik eftir að hafa lent undir!
45. mín
Hálfleikur
Þróttur haft mikla yfirburði en aðeins eitt mark hefur verið skorað. Allt getur gerst.
45. mín
Njarðvík 0 - 0 Völsungur
Eftir því sem best verður komist þá er staðan enn markalaus í Njarðvík.
44. mín
Ernest Slupski, leikmaður Þróttar, með skot í hliðarnetið.
38. mín
Reynismenn í hættulegri sókn og minna Þróttara á að þeim getur verið refsað ef þeir ná ekki að nýta þessi tækifæri sín til að bæta við öðru marki.
37. mín
Hinrik Harðarson hársbreidd frá því að skora annað mark sitt og annað mark Þróttar! Skot úr teignum sem sleikti fjærstöngina.
35. mín
Höttur/Huginn 1-1 Haukar
Hafnfirðingar hafa jafnað fyrir austan.
33. mín
Magni 1-1 Víkingur Ólafsvík
Á Grenivík eru gestirnir búnir að jafna.
28. mín
Heyrðu heyrðu! Skyndilega komast Reynismenn í hættulega sókn. Sæþór Ívan Viðarsson í vítateig heimamanna en nær ekki til boltans. Þetta var hörkufæri. Þarna hefði Reynir getað jafnað þvert gegn gangi leiksins.
26. mín
Kostiantyn Iaroshenko með fínatilraun úr aukaspyrnu sem markvörður Reynis ver í horn. Eftir hornspyrnuna á svo Guðmundur Axel Hilmarsson skalla í slá!

Ótrúlegt að Þróttur hafi ekki skorað fleiri mörk.
25. mín

Þróttarar fagna eina marki leiksins til þessa
24. mín Gult spjald: Björn Aron Björnsson (Reynir S.)
24. mín
Reynismenn í sjaldgæfri sókn. Akil DeFreitas tekur skot fyrir utan teig en hátt yfir. Hinumegin kemst Slupski í dauðafæri en virtist ekki alveg vita hvað hann átti að gera og klúðraði þessu.
23. mín
Guðmundur Axel Hilmarsson hittir ekki boltann í DAUÐAFÆRI. Hinrik Harðarson með lága fyrirgjöf frá hægri. Þarna átti Guðmundur að tvöfalda forystu Þróttar.
21. mín
ÍR 0-1 KFA
Austurbandalagið hefur tekið forystuna í Mjóddinni. Björn Ragnar heimildarmaður okkar þar er ekki kátur.
20. mín
Sveinn Óli Guðnason markvörður Þróttar hefur það ansi náðugt. Það er bara spilað á eitt mark.
18. mín
Höttur/Huginn 1-0 Haukar
Mark á Egilsstöðum þar sem heimamenn hafa tekið forystuna.
16. mín
Hér í Laugardalnum eru Þróttarar strax farnir að hóta öðru marki og Reynismenn heppnir að vera ekki lentir tveimur mörkum undir.
15. mín
Magni 1-0 Víkingur Ólafsvík
Mark á Grenivík og þar með eru Reynismenn komnir í neðsta sæti deildarinnar.
12. mín MARK!
Hinrik Harðarson (Þróttur R.)
Stoðsending: Ernest Slupski
ÞRÓTTUR kemst yfir! Hinrik Harðarson heldur áfram að raða inn mörkum í ágústmánuði.

Kostiantyn Iaroshenko með frábæra sendingu á Slupski sem tók sér góðan tíma í þetta, fór framhjá varnarmanni og renndi boltanum á Hinrik sem kláraði snyrtilega í fyrsta.

Þetta mark algjörlega í takti við gang leiksins.
12. mín
Upplýsingafulltrúi okkar í Njarðvík forfallaðist en vonumst samt sem áður geta fært ykkur tíðindi þaðan.
10. mín
Lítill fugl hvíslaði því að mér að Reynir þurfi hér að spila í varatreyjum Þróttar því þeirra aðalbúningur er hvítur en varatreyjan er rauð! Á meðan Þróttarar eru auðvitað rauðir/hvítir.
9. mín
Inn:Ivan Prskalo (Reynir S.) Út:Hörður Sveinsson (Reynir S.)
Reynsluboltinn Hörður Sveinsson fer meiddur af velli.
7. mín
Aron Snær Ingason, lánsmaður frá Fram, og hinn úkraínski Kostiantyn Iaroshenko að ógna marki Reynis. Heimamenn mun hættulegri í upphafi leiks. Ekkert óvænt þar.
6. mín
Eiríkur Þorsteinsson Blöndal í dauðafæri en Reynismaður nær að komast fyrir skotið hjá honum! Hornspyrna.
4. mín
Þá fá Reynismenn sína fyrstu hornspyrnu. Plazonic með hættulega spyrnu en Þróttur nær að koma hættunni frá.
3. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins er Þróttara. Kostiantyn Iaroshenko með spyrnuna en Zoran Plazonic skallar frá.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er 18. umferð 2. deildarinnar farin á fulla ferð.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn. Það er mættur góður hópur Köttara í stúkuna. Björn Hlynur er með fyrirliðabandið, Ingólfur Pétursson eftirherma, Jón Ólafsson tónlistarmaður, Gunni Helga (eða er þetta Ási Helga) og fleiri góðir mættir



Fyrir leik
Ákveðinn skellur að gleðitjald Þróttar er lokað í dag en við látum það ekki hindra stuðið hjá okkur. Hafliði Breiðfjörð er mættur með myndavélina svo vonandi getum við skreytt þessa textalýsingu meðan á leik stendur.
Fyrir leik
Komnir með upplýsingafulltrúa í Njarðvík
Eins og áður sagði þá fylgjumst við einnig með gangi mála í öðrum leikjum, ég er kominn með upplýsingafulltrúa á toppslag Njarðvíkur og Völsungs. Sigurður Sören mun láta okkur vita um leið og skorað verur í þeim leik.
Fyrir leik
Spámaður leiksins er enginn annar en Gylfi Jens Gylfason löggiltur fasteignasali, vert og Köttari númer 36. Hann reiknar með þægilegum degi hjá sínum mönnum og spáir 4-1 sigri.
Fyrir leik
Aftur búningavesen!
Ég var á leik Hauka og Njarðvíkur í þessari deild á miðvikudaginn þar sem Njarðvík þurfti að leika í lánstreyjum frá Val. Núna er aftur búningavesen og Reynismenn verða í varatreyjum Þróttar! Búningastjórarnir á Suðurnesjum væntanlega allir í sumarfríi.
Fyrir leik
Á eldi í ágúst


Einn til að hafa augun á er sóknarmaðurinn ungi Hinrik Harðarson. Hann hefur verið sjóðheitur í ágúst, er með fimm mörk á tímabilinu og öll hafa þau komið í þessum mánuði. Hinrik er 18 ára gamall og er sonur Harðar Magnússonar, íþróttafréttamanns og fyrrum markahróks. Hann er á blaði hjá félögum á Ítalíu og í efri deildum hér heima.
Fyrir leik


Ian Jeffs er á sínu fyrsta ári sem þjálfari Þróttar. Liðið féll úr Lengjudeildinni í fyrra en eru á fínni leið með að tryggja sér sæti beint upp aftur.
Fyrir leik
Staðan


Þetta er staðan. Njarðvíkingar geta tryggt sæti sitt í Lengjudeildinni með sigri gegn Völsungi ef Ægir misstígur og vinnur ekki KF. Þróttur er sem stendur í öðru sætinu með 36 stig, í bílstjórasætinu í baráttunni um annað sæti deildarinnar.

Reynismenn eru í ellefta sæti 2. deildar, fallsæti. Það eru sex stig upp í öruggt sæti og útlitið því ansi svart.



Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmir leikinn í Laugardalnum í dag. Nour Natan Ninir og Óli Njáll Ingólfsson eru aðstoðardómarar.

Fyrir leik
Velkomin með okkur á 2. deildarvaktina!
Öll 18. umferðin í 2. deild karla fer fram á sama tíma klukkan 14 og við fylgjumst með gangi mála. Kastljósinu verður aðallega beint að leik Þróttar og Reynis en við höfum einnig augu á öðrum leikjum, þá sérstaklega Njarðvík - Völsungur.

sunnudagur 21. ágúst
14:00 Þróttur R.-Reynir S. (AVIS völlurinn)
14:00 Njarðvík-Völsungur (Rafholtsvöllurinn)
14:00 ÍR-KFA (ÍR-völlur)
14:00 Höttur/Huginn-Haukar (Vilhjálmsvöllur)
14:00 KF-Ægir (Ólafsfjarðarvöllur)
14:00 Magni-Víkingur Ó. (Grenivíkurvöllur)

Byrjunarlið:
32. Ivan Jelic (m)
3. Björn Aron Björnsson
4. Óðinn Jóhannsson ('62)
5. Zoran Plazonic
8. Sæþór Ívan Viðarsson
14. Sindri Lars Ómarsson (f)
16. Hörður Sveinsson ('9)
20. Einar Sæþór Ólason
21. Akil Rondel Dexter De Freitas ('63)
22. Magnús Magnússon ('87)
33. Hamdja Kamara

Varamenn:
1. Andri Már Ingvarsson (m)
6. Ivan Prskalo ('9)
10. Ársæll Kristinn Björnsson ('63)
11. Elton Renato Livramento Barros ('87)
17. Ægir Þór Viðarsson
19. Benedikt Jónsson
28. Birkir Freyr Sigurðsson ('62)

Liðsstjórn:
Bjarki Már Árnason (Þ)
Grímur Andri Magnússon
Elfar Máni Bragason
Aron Elís Árnason
Strahinja Pajic
Veigar Þór Gissurarson

Gul spjöld:
Björn Aron Björnsson ('24)

Rauð spjöld:
Zoran Plazonic ('55)
Birkir Freyr Sigurðsson ('72)