Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
ÍA
2
1
ÍBV
Kristian Lindberg '32 1-0
1-1 Andri Rúnar Bjarnason '46
Haukur Andri Haraldsson '88 2-1
21.08.2022  -  17:00
Norðurálsvöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Haukur Andri Haraldsson
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
Gísli Laxdal Unnarsson
3. Johannes Vall
6. Oliver Stefánsson ('34)
7. Christian Köhler ('77)
10. Steinar Þorsteinsson
11. Kaj Leo Í Bartalstovu
18. Haukur Andri Haraldsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Árni Salvar Heimisson
39. Kristian Lindberg

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Tobias Stagaard ('34)
5. Wout Droste
7. Ármann Ingi Finnbogason
20. Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('77)
22. Benedikt V. Warén
66. Jón Gísli Eyland Gíslason

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Ármann Smári Björnsson
Daníel Þór Heimisson
Bjarki Sigmundsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson
Guðlaugur Baldursson

Gul spjöld:
Árni Salvar Heimisson ('40)
Steinar Þorsteinsson ('73)
Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið. ÍA með öflugan sigur. Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
ÍBV fá aukaspyrnu við miðju. Líklega búið eftir hana.
90. mín
Breki með brot hérna og þetta virðist vera að renna út í sandinn fyrir ÍBV.
90. mín
Allt að sjóða upp úr hér! Köhler liggur eftir brot og allir leikmenn í hrúgu að hrinda hvor öðrum.
90. mín Gult spjald: Telmo Castanheira (ÍBV)
90. mín
+3 í uppbót hér.
88. mín Gult spjald: Sigurður Hrannar Þorsteinsson (ÍA)
88. mín MARK!
Haukur Andri Haraldsson (ÍA)
Stoðsending: Árni Salvar Heimisson
ER ÞESSI UNGI OG EFNILEGI LEIKMAÐUR AÐ KLÁRA LEIKINN HÉR???

Boltinn inn í teig og hann er réttur maður á réttum stað. Klárar færið vel!
86. mín
Guðjón Ernir í dauðafæri eftir flotta sendingu frá Arnari Breka. Fyrsta snerting ekki nægilega góð og þrengir færið aðeins. Árni Marinó ver í horn.
83. mín
Mikið um langa bolta þessa stundina og hvorugt lið að taka of mikla áhættu.
82. mín
Inn:Breki Ómarsson (ÍBV) Út:Kundai Benyu (ÍBV)
79. mín
Flott sókn ÍBV sem endar á skalla frá Arnari Breka sem er laus og ekki á markið.
77. mín
Felix Örn brýtur hér klaufalega af sér. ÍA fær aukaspyrnu um 35m frá marki.
77. mín
Inn:Sigurður Hrannar Þorsteinsson (ÍA) Út:Christian Köhler (ÍA)
76. mín Gult spjald: Atli Hrafn Andrason (ÍBV)
76. mín
Arnar Breki brunar inn á teiginn eftir hraða sókn ÍBV en hann missir boltann klaufalega frá sér. Þarna átti hann að gera betur.
73. mín Gult spjald: Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Aðeins of seinn í Eið Aron.
72. mín
Önnur hornspyrna í kjölfarið en Kaj Leo með slaka spyrnu og boltinn íinnkast eftir hreinsun.
72. mín
Gísli Laxdal með skemmtilega tilraun sem fer í varnarmann og rétt framhjá! Hornspyrna.
68. mín
Helgi Mikael dæmir hættuspark á ÍA og það verður allt gjörsamlega brjálað. ÍBV með aukaspyrnu á fínum stað.

Kundai með spyrnuna en hún er laflaus og Árni Marinó grípur þetta.
67. mín
Inn:Sito (ÍBV) Út:Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV)
Skipting. Andri Rúnar eitthvað tæpur og getur ekki haldið áfram.
65. mín
Johannes Vall með flottan bolta fyrir en Felix skallar burt.
63. mín
Felix með langan boltan á fjærstöng þar sem Eiður Aron lúrir. Hann kemst í skotfæri en boltinn í varnarmann.
62. mín
Það er að færast aukinn hiti í leikinn núna. Bæði lið mikið að brjóta og læti á bekknum.

ÍBV fær hornspyrnu eftir snarpa sókn.
57. mín
Guðjón Orri og Eiður Aron skella hér harkalega saman og þurfa aðstoð frá sjúkraþjálfara ÍBV. Þeir halda svo leik áfram.
56. mín
Arnar Breki fær þarna hressilega bakhrindingu inn í teig ÍA en Helgi Mikael dæmir ekkert. Hemmi Hreiðars alveg trylltur á hliðarlínunni!
52. mín
ÍBV byrja þennan seinni hálfleik af mun meiri krafti en heimamenn. Andri Rúnar líflegur þessa stundina.
46. mín MARK!
Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV)
Stoðsending: Arnar Breki Gunnarsson
ÍBV JAFNA HÉR Í FYRSTU SÓKN SEINNI HÁLFLEIKS

Boltinn inn í teig og Arnar Breki sýndist mér sem kemur honum á Andra Rúnar sem leggur boltann snyrtilega í hornið. Allt jafnt hér Skipaskaga!
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Heimamenn leiða hér 1-0 í hálfleik.
45. mín
+1 mínúta hér í fyrri hálfleik.
44. mín
Guðjón Ernir missir af fyrirgjöf frá Elivs. Munaði ekki miklu þarna. ÍBV að auka pressuna hér rétt fyrir hálfleik.
40. mín Gult spjald: Árni Salvar Heimisson (ÍA)
Stoppar hér Guðjón Ernir úti vinstra meginn.
35. mín
Heimamenn aftur líklegir hér! Steinar Þorsteins á gott skot eftir að Köhler kom boltanum út í teiginn. Guðjón Orri ver þetta vel!
34. mín
Inn:Tobias Stagaard (ÍA) Út:Oliver Stefánsson (ÍA)
Oliver getur ekki haldið leik áfram.
32. mín MARK!
Kristian Lindberg (ÍA)
Stoðsending: Gísli Laxdal Unnarsson
MAAAAAAAAAAARK

Steinar tekur aukaspyrnu hratt og neglir boltann upp á Gísla Laxdal sem keyrir inn í teiginn og á gott skot sem Guðjón ver út. Þar kemur Kristian L Lindberg á ferðinni og klárar auðveldlega í netið.
30. mín
Sigurður Arnar með skot sem Árni Marinó ver vel eftir að boltinn datt út fyrir teiginn eftir hornið.
29. mín
Arnar Breki fær boltann inni í teig og nær að snúa. Kemur skoti á markið en það eru þrír skagamenn sem henda sér fyrir þetta og boltinn í varnarmann og aftur fyrir. Hornspyrna.
25. mín
Andri Rúnar krækir hér í aukaspyrnu alveg á vítateigslínunni úti hægra meginn.

Felix á skot úr teignum en þetta er lítil hætta.
23. mín
Felix með góðan boltan fyrir og Árni Marinó kemur út en Elvis er á undan í boltann og á skalla yfir.
22. mín
Aron Bjarki skallar fyrirgjöf eyjamanna aftur fyrir. Hornspyrna.
20. mín
Atli Hrafn er hérna alltof seinn í Johannes Vall og ÍA vill fá spjald en Helgi sleppir Atla eftir smá tiltal.
17. mín
ÍBV fær aukaspyrnu á góðum stað úti hægra meginn.
16. mín
Arnar Breki í góðri stöðu inn í teig skagamanna en tekur þann kost að setja boltann fyrir. Árni Salvar hreinsar í hornspyrnu.
11. mín Gult spjald: Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
Telmo með skot í varnarmann og í kjölfarið bruna skagamenn upp. Eiður Aron tekur Gísla Laxdal niður við hliðarlínuna og fær fyrsta spjaldið í leiknum.
9. mín
Aftur fær ÍA hornspyrnu. Boltinn á fjærstöng og þar er Köhler. Hann spyrnir boltanum aftur inn í pakkann og ÍBV hreinsa aftur fyrir. Enn ein hornspyrnan hér í upphafi leiks sem ÍA á.
7. mín
Kaj Leo með skot í varnarmann og aftur fyrir. Hornspyrna.

Spyrnan er föst á fjærstöng og Guðjón Orri slær boltann aftur fyrir. Þriðja hornspyrnan sem ÍA fær.
6. mín
Þarna kom fyrsta færið! Gísli Laxdal finnur Köhler í teignum en Sigurður Arnar nær að vera fyrir. Í kjölfarið á Haukur Andri gott skot sem Guðjón Orri ver aftur fyrir. Hornspyrna.
5. mín
Ágætis kraftur í báðum liðum hér í byrjun. Engin færi ennþá.
1. mín
Guðjón Ernir á fyrirgjöf/skot sem Árni Marinó grípur.
1. mín
Leikur hafinn
Helgi Mikael flautar leikinn á! ÍBV byrjar með boltann.
Fyrir leik
Styttist í leik og liðin hafa lokið upphitun! Það er flott veður hér á Skipaskaga - Sólin skín og völlurinn lítur vel út!

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár

Byrjunarliðin má sjá hér til hliðar. Halldór Jón er víst tæpur og fær sér því sæti á bekknum hjá ÍBV. Eyþór Aron W hjá skagamönnum er meiddur og þess vegna utan hóps.

Fyrir leik
Markahæstu menn

ÍA

Hjá skagamönnum eru þrír leikmenn búnir að skora þrjú mörk í sumar. Kaj Leo, Eyþór W og Gísli Laxdal deila toppsætinu.

ÍBV

Andri Rúnar og Halldór Jón Sigurður hafa báðir skorað 6 mörk í sumar. Andri Rúnar er með eitt úr vítaspyrnu.




Fyrir leik
GUNNI GISKAR

Við fengum grínistann og íþróttafréttamanninn Gunnar Birgisson til að spá fyrir um úrslit í leiknum! Gunnar er eins og alþjóð veit einstaklega næmur í giskinu og við gefum honum hér orðið.

,,Spáin er frekar einföld. Þetta er 1-3 sigur hjá ÍBV. Skaginn kemst yfir og verður mikil gleði á Skipaskaga. Aftur á móti er Edda Sif Pálsdóttir í stúkunni og hún syngur þetta heim fyrir eyjamenn." Sagði GB.


Fyrir leik
Síðustu leikir

KA vs ÍA 3-0

ÍA fór til Akureyrar í síðustu umferð og var niðurstaðan 3-0 tap gegn KA. Skagamenn hafa átt erfitt uppdráttar í deildinni en leikurinn fyrir norðan var sjöundi tapleikurinn í röð.

ÍBV vs FH 4-1

Eyjamenn voru í miklu stuði í síðustu umferð og unnu sannfærandi sigur gegn FH á heimavelli 4-1. Gengi ÍBV hefur verið mun betra síðustu vikur eftir þunga byrjun og 10 stig í síðustu fimm leikjum gefur liðinu mikið.


Fyrir leik
Fyrir leik
Velkomin á beina textalýsingu frá leik ÍA og ÍBV á Akranesi! Jón Þór og Hemmi Hreiðars leiða hér saman hesta sína og bæði lið þurfa nauðsynlega á sigri að halda! ÍA situr á botni deildarinnar með 8 stig en ÍBV er í 9.sæti með 15 stig.



Byrjunarlið:
Guðjón Orri Sigurjónsson
Andri Rúnar Bjarnason ('67)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
6. Kundai Benyu ('82)
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Telmo Castanheira
14. Arnar Breki Gunnarsson
22. Atli Hrafn Andrason
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
42. Elvis Bwomono

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
5. Jón Ingason
9. Sito ('67)
19. Breki Ómarsson ('82)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
27. Óskar Dagur Jónasson

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Björgvin Eyjólfsson
Mikkel Vandal Hasling
Halldór Jón Sigurður Þórðarson
Elías Árni Jónsson
Heimir Hallgrímsson

Gul spjöld:
Eiður Aron Sigurbjörnsson ('11)
Atli Hrafn Andrason ('76)
Telmo Castanheira ('90)

Rauð spjöld: