Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
FH
3
0
Keflavík
Kian Williams '6
1-0 Joey Gibbs '24 , sjálfsmark
Úlfur Ágúst Björnsson '33 2-0
Úlfur Ágúst Björnsson '56 3-0
22.08.2022  -  18:00
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Topp aðstæður og viðrar vel til fótbolta
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 1457
Maður leiksins: Úlfur Ágúst Björnsson
Byrjunarlið:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
2. Jóhann Ægir Arnarsson
4. Ólafur Guðmundsson ('46)
6. Eggert Gunnþór Jónsson
7. Steven Lennon ('71)
8. Kristinn Freyr Sigurðsson
9. Matthías Vilhjálmsson (f) ('80)
10. Björn Daníel Sverrisson ('75)
22. Oliver Heiðarsson ('71)
22. Ástbjörn Þórðarson
33. Úlfur Ágúst Björnsson

Varamenn:
1. Gunnar Nielsen (m)
3. Haraldur Einar Ásgrímsson ('46)
8. Finnur Orri Margeirsson
11. Davíð Snær Jóhannsson ('75)
17. Baldur Logi Guðlaugsson ('71)
23. Máni Austmann Hilmarsson ('80)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('71)

Liðsstjórn:
Eiður Smári Guðjohnsen (Þ)
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Ólafur H Guðmundsson
Styrmir Örn Vilmundarson
Fjalar Þorgeirsson
Jóhann Emil Elíasson

Gul spjöld:
Ástbjörn Þórðarson ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH VINNUR!

Fyrsti sigur Eiðs Smára og Sigurvins Ólafs í deild með FH staðreynd!

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
93. mín
Pétur er farinn að líta á úrið.
92. mín
Dagur Ingi með tilraun en hún fer beint á Atla Gunnar.
91. mín
Förum inn í uppbótartímann sem verða +4 mín.

Nema eitthvað stórkostlegt gerist þá eru það FH sem vinna langþráðan sigur í deild.

90. mín
Úlfur Ágúst virtist vera ná þrennunni en flaggið á loft!
89. mín Gult spjald: Ástbjörn Þórðarson (FH)
Brýtur á Rúnari Þór Sigurgeirs.
83. mín
Inn:Ásgeir Páll Magnússon (Keflavík) Út:Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)
83. mín
Vuk með skemmtilega takta og reynir að senda boltann fyrir markið en Sindri Kristinn ver það út.
82. mín
Bæði lið skiptast á að keyra á hvort annað. Bíðum þó enn eftir að fá alvöru marktækifæri úr því.
80. mín
Inn:Máni Austmann Hilmarsson (FH) Út:Matthías Vilhjálmsson (FH)
75. mín
Inn:Davíð Snær Jóhannsson (FH) Út:Björn Daníel Sverrisson (FH)
Keflvíkingurinn í FH að koma inná.
73. mín
Úlfi Ágúst langar í þrennuna. Á tilraun sem Sindri Kristinn ver.
71. mín
Inn:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) Út:Oliver Heiðarsson (FH)
71. mín
Inn:Baldur Logi Guðlaugsson (FH) Út:Steven Lennon (FH)
68. mín
FH þjarma að marki Keflavíkur en svo fær Adam Árni óvænt flugbraut til að keyra að marki FH en FH bjarga því vel.
67. mín
Þetta hefur ekki gengið hjá Keflavík í dag en að sama skapi hafa FH verið frábærir í dag.
67. mín
Inn:Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík) Út:Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
67. mín
Inn:Adam Árni Róbertsson (Keflavík) Út:Ernir Bjarnason (Keflavík)
59. mín Gult spjald: Ernir Bjarnason (Keflavík)
56. mín MARK!
Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
Stoðsending: Steven Lennon
FH SKORAR ÞRIÐJA!!

Úlfur Ágúst er þræddur innfyrir og leikur létt á Sindra Kristinn og leggur boltann í netið af einstakri yfirvegun!
55. mín
Vandræðagangur aftast hjá Keflavík og FH sækja á þá. Endar með skoti frá Matta Villa yfir markið.
53. mín
Keflvíkignar með hornspyrnu sem Atli Gunnar er í smá erfiðleikum með en FH bjarga.
50. mín
Inn:Dagur Ingi Valsson (Keflavík) Út:Sindri Snær Magnússon (Keflavík)
Sindri Snær hefur lokið leik í dag.
49. mín
Sindri Snær liggur í grasinu og sýnist hann vera búin að taka legghlífarnar af. Kæmi mér ekki á óvart ef við fengjum skiptingu fljótlega.
47. mín
Keflvíkingar virðast ætla að byrja síðari hálfleikinn af krafti.
46. mín
Joey Gibbs sparkar okkur af stað aftur.
46. mín
Inn:Haraldur Einar Ásgrímsson (FH) Út:Ólafur Guðmundsson (FH)
45. mín
Hálfleikur
+4

Svarið við því var nei. FH keyrir upp völlinn en Kristinn Freyr drepur tempóið og með því flautar Pétur til loka fyrri hálfleiks.

FH liðið hefur verið ótrúlega grimmt og mikill andi í þessu hjá þeim. Þessi samstöðufundur hefur greinilega skilað sér.

Tökum okkur smá pásu og við snúum aftur fyrir síðari hálfleikinn.
45. mín
+4
Keflvíkingar fá hornspyrnu - Er tími til að laga stöðuna fyrir hálfleik?
45. mín
Við fáum +4 í uppbót.

Sindri Snær liggur eftir sprettinn sinn áðan og fær aðhlyningu.
45. mín
Sindri Snær kemst einn á móti Atla Gunnari sem gerir vel í að koma út og loka á hann.
40. mín
Steven Lennon tekur spyrnuna og smellir boltanum í stöngina!
FH halda sókninni áfram en endar svo með skalla frá Ólafi Guðmundssyni framhja markinu.
39. mín
Úlfur Ágúst með frábæran snúning og er tekinn niður. FH með aukaspyrnu á hættulegum stað í D-boganum.
35. mín
FH eru miklu grimmari og maður spyr sig hreinlega hvar hefur þetta FH lið verið?
33. mín MARK!
Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
Stoðsending: Oliver Heiðarsson
FH TVÖFALDA!!!

Frábært spil hjá FH og ennþá betri sprettur frá Oliver Heiðarssyni sem leggur boltann svo út á Úlf Ágúst sem skorar af yfirvegun!
31. mín
Keflvíkingar ná að tengja saman nokkrar sendingar en svo á Sindri Þór slaka fyrirgjöf aftur fyrir markið.
28. mín
Keflvíkingar með hættulega sóknarlotu en FH nær að bjarga.
24. mín SJÁLFSMARK!
Joey Gibbs (Keflavík)
Stoðsending: Steven Lennon
FH KEMST YFIR!!

Steven Lennon tekur hornspyrnu vinstra meginn sem Ólafur Guðmundsson skallar að marki og inn fer boltinn! Sýndist boltinn fara af varnarmanni en kemur ekki að sök og FH leiðir!
23. mín
Oliver Heiðarsson og Rúnar Þór Sigurgeirsson í athyglisverðri baráttu á vængnum en það vantar ekki hraðann hjá þeim piltum.
21. mín
Oliver Heiðarsson hársbreidd frá því að vera sloppinn í gegn eftir frábæra sendingu yfir endilangan völlinn.
17. mín
Leiknismenn eru komnir yfir gegn KR sem þýðir að eins og staðan er núna þá eru FH í fallsæti.
17. mín
Úlfur Ágúst tíar upp Kristinn Freyr en skotið yfir markið.
14. mín
Ólafur Guðmundsson með fyrirgjöf fyrir markið sem finnur Ástbjörn á fjærstöng sem tekur hann í fyrsta en skotið yfir markið.
13. mín
SINDRI KRISTINN!!

FH með frábærlega útfærða sókn sem endar hjá Matta Vill sem á hörku skot en Sindri Kristinn ver vel!
12. mín Gult spjald: Joey Gibbs (Keflavík)
Pirringur
9. mín
Rúnar Sigurgeirs með fyrirgjöf fyrir markið en Joey Gibbs skallar hátt yfir.
6. mín Rautt spjald: Kian Williams (Keflavík)
ÚFFFF...

Kian Williams fær hér beint rautt! Fer með takkana í höfuð Ólafs Guðmundssonar.

Skiptar skoðannir um hvort rautt hefði átt að vera liturinn á spjaldinu en það er óþarfi að rífast um það.
5. mín
FH með hornspyrnu en Nacho Heras skallar frá marki.
4. mín
FH virkilega grimmir í upphafi leiks og pressa Keflvíkingana vel.
2. mín
FH byrjar af krafti og fyrirgjöf fyrir markið sem Steven Lennon nær að skalla niður fyrir Úlf Ágúst en Sindri Kristinn gerði stórkostlega að gera sig eins stóran og hægt var og lokaði á hann.
1. mín
FH vann uppkastið og byrja með boltann. Úlfur Ágúst sparkar leiknum af stað fyrir FH.
Fyrir leik
Það er að myndast alvöru stemning í stúkunni hérna í Kaplakrika. Margir sem hafa lagt leið sína á völlinn sem er ánægjulegt að sjá.

Ef þetta gefur FH ekki auka orku fyrir viðreignina gegn Keflavík þá veit ég hreinlega ekki hvað getur bjargað þeim.
Fyrir leik
Bæði lið eiga eins og áður hefur komið fram einn fulltrúa sem tekur út leikbann en hjá FH tekur Guðmundur Kristjánsson út leikbann vegna uppsafnaðara spjalda og þá tekur Frans Elvarsson sömuleiðis út leikbann af sömu ástæðu.

FH gerir þrjár breytingar á sínu liði frá því í leiknum gegn ÍBV en inn í liðið koma Ástbjörn Þórðarson, Eggert Gunnþór Jónsson og Úlfur Ágúst Björnsson.
Keflavík gera þá tvær breytingar á sínu liði frá jafnteflinu við KR í síðustu umferð en inn koma Magnús Þór Magnússon og Adam Ægir Pálsson.
Fyrir leik
Í leikbanni
Hjá FH er Guðmundur Kristjánsson í banni vegna uppsafnaðra áminninga og Keflvíkingar eru án Frans Elvarssonar sem tekur einnig út bann.
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Dómarateymið!

Pétur Guðmundsson heldur utan um flautuna í þessum leik og honum tið aðstoðar verða þeir Oddur Helgi Guðmundsson og Guðmundur Ingi Bjarnason.
Gunnar Freyr Róbertsson verður á milli boðvangana með skiltið góða og tilbúin að stíga inn ef þörf krefur.
Skúli Freyr Brynjólfsson er þá eftirlitsdómari.


Fyrir leik
Eiður Smári og Sigurvin Ólafs leita enn af sínum fyrsta sigri í deild!

Frá því að Eiður Smári og Sigurvin Ólafsson tóku við stjórnartaumum FH 19.júní á liðið enn eftir að sigra sinn fyrsta leik í deildinni og hafa einungis sótt 3 stig af 24 mögulegum.
Stigin hafa komið gegn ÍA, Stjörnunni og Breiðablik.

Davíð Þór Viðarsson yfirmaður knattspyrnumála FH er þó vongóður fyrir framhaldinu

Það eru tíu leikir eftir í þessu Íslandsmóti. Þetta er krefjandi staða sem við erum í. Það var gaman að sjá allt þetta fólk í gær, alla þessa mætingu og sjá huginn í fólkinu í kringum þetta. Við þurfum að koma okkur út úr þessu saman og við þurfum öll að hjálpast að við það,"

Ég hef mikla trú á þessu þjálfarateymi og mjög mikla trú á þessum leikmannahóp. Ég hef alveg svakalega mikla trú á stuðningsfólkinu okkar. Ég er handviss um að við vinnum okkur út úr þessu saman. Við ætlum að líta til baka eftir tímabil og vera stolt af því að hafa stigið upp á mikilvægu augnabliki."

Þéttsetið í salnum en enginn hiti - Myndum gera meira ógagn en gagn"

Fyrir leik
Fyrri leikur þessara liða

FH heimsóttu Keflavík suður með sjó 22.Maí síðast liðin þegar þessi lið mættust í 7.umferð.
Það voru Keflvíkingar sem höfðu þar betur 2-1 en Patrik Johannesen kom Keflavík yfir á 12'mín leiksins áður en Matthías Vilhjálmsson jafnaði leikinn á 24'mín en Dani Hatakka tryggði sigur heimamanna örskömmu síðar með marki á 27'mín og þar við sat.


Fyrir leik
FH

Staða: 10.sæti
Leikir: 17
Stig: 11 stig
Sigrar: 2
Jafntefli: 5
Töp: 10
Skoruð mörk: 17
Mörk fengin á sig: 32
Markatala: -15

Síðustu leikir:

ÍBV 4-1 FH
FH 0-3 KA
Valur 2-0 FH
FH 0-0 Breiðablik
FH 0-3 Víkingur R.

1 stig af síðustu 15 mögulegum

Markahæstir:

Matthias Vilhjálmsson - 5 Mörk
Ólafur Guðmundsson - 2 Mörk
Steven Lennon - 2 Mörk
Kristinn Freyr Sigurðsson - 2 Mörk
* Aðrir minna


Fyrir leik
Keflavík

Staða: 7.sæti
Leikir: 17
Stig: 22
Sigrar: 6
Jafntefli: 4
Töp: 7
Mörk skoruð: 29
Mörk fengin á sig: 29
Markatala: 0

Síðustu leikir:

Keflavík 0-0 KR
Leiknir R. 1-2 Keflavík
ÍBV 2-2 Keflavík
Keflavík 1-3 KA
Keflavík 2-3 Breiðablik

5 stig af síðustu 15 mögulegum.

Markahæstir:

Patrik Johannesen - 8 Mörk
Adam Árni Róbertsson - 4 Mörk
Nacho Heras - 3 Mörk
Dani Hatakka - 3 Mörk
Adam Ægir Pálsson - 3 Mörk
Rúnar Þór Sigurgeirsson - 2 Mörk
Frans Elvarsson - 2 Mörk
* Aðrir minna


Fyrir leik
Staðan í mótinu fyrir 18.umferð lítur svona út:

1. Breiðablik 39 stig
2. KA 33 stig
3. Víkingur R. 31 stig (hafa spilað 16 leiki)
4. Valur 30 stig
5. Stjarnan 28 stig
6. KR 25 stig
------------------------
7. Keflavík 22 stig
8. Fram 22 stig
9. ÍBV 15 stig
10.sæti FH 11 stig
11. Leiknir R 10 stig (hafa spilað 16 leiki)
12. ÍA 8 stig
Fyrir leik
Heimamenn í FH hafa verið í allskonar veseni í deildinni í sumar en bikarkeppnin hefur spilast frábærlega fyrir FH en þeir eru komnir í undanúrslit Mjólkurbikarsins og fá KA í heimsókn á Kaplakrikavöll í undanúrslitum.
Fyrir leik
Komið margblessuð og sæl og verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik FH og Keflavíkur í Bestu deild karla.

Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
6. Sindri Snær Magnússon ('50)
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
10. Kian Williams
16. Sindri Þór Guðmundsson ('83)
18. Ernir Bjarnason ('67)
23. Joey Gibbs
24. Adam Ægir Pálsson ('67)
26. Dani Hatakka

Varamenn:
3. Axel Ingi Jóhannesson
9. Adam Árni Róbertsson ('67)
10. Dagur Ingi Valsson ('50)
12. Rúnar Gissurarson
15. Dagur Margeirsson
22. Ásgeir Páll Magnússon ('83)
28. Ingimundur Aron Guðnason ('67)

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Jón Örvar Arason
Gunnar Örn Ástráðsson
Luka Jagacic

Gul spjöld:
Joey Gibbs ('12)
Ernir Bjarnason ('59)

Rauð spjöld:
Kian Williams ('6)