Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
KV
1
3
Grindavík
Grímur Ingi Jakobsson '43 1-0
1-1 Aron Jóhannsson '45
1-2 Tómas Leó Ásgeirsson '51
1-3 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson '59
23.08.2022  -  18:00
KR-völlur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Kvöldsól og kuldi, mikill kuldi
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Áhorfendur: Um 30-40 manns
Maður leiksins: Aron Jóhannsson (Grindavík)
Byrjunarlið:
1. Ómar Castaldo Einarsson (m)
Patryk Hryniewicki
Hrafn Tómasson ('79)
Freyþór Hrafn Harðarson ('66)
3. Þorsteinn Örn Bernharðsson ('66)
6. Grímur Ingi Jakobsson
9. Askur Jóhannsson ('66)
11. Valdimar Daði Sævarsson ('66)
15. Rúrik Gunnarsson
17. Gunnar Helgi Steindórsson (f)
26. Hreinn Ingi Örnólfsson

Varamenn:
12. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
Oddur Ingi Bjarnason
Jökull Tjörvason ('79)
6. Kristinn Daníel Kristinsson
7. Einar Már Þórisson ('66)
7. Bele Alomerovic ('66)
8. Njörður Þórhallsson
8. Magnús Snær Dagbjartsson ('66)
20. Agnar Þorláksson
23. Stefán Orri Hákonarson ('66)

Liðsstjórn:
Sigurður Víðisson (Þ)
Auðunn Örn Gylfason
Björn Þorláksson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Flottur karakter hjá Grindavík að klára þetta. Viðtöl og skýrsla koma inn á eftir.
90. mín
Freyr einn á móti markverði en Ómar ver stórkostlega.
90. mín
Bara uppbótartíminn eftir.
89. mín
Inn:Hilmar Andrew McShane (Grindavík) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
Mjög fínn leikur hjá Gauja. Hann fær dynjandi lófaklapp þegar hann gengur út af
88. mín
Smá læti út við hliðarlínu en Gunnar Oddur með allt á hreinu.
86. mín
Hélt það yrði fínt veður hérna en það er ógeðslega kalt.
85. mín
Fimm mínútur eftir. Held að Grindvíkingar geti opnað kampavínið.
82. mín
Gaui vill fá fjórða markið, ganga alveg frá þessu.
79. mín
Inn:Jökull Tjörvason (KV) Út:Hrafn Tómasson (KV)
78. mín
Einar Már vinnur boltann og reynir skot af einhverjum 30 metrum. Þessi var aldrei líklegur.
77. mín
Freyr hendir í Zidane snúning í teignum en missir boltann svo aðeins of langt frá sér. Gaman að sjá þetta.
75. mín
Um 15 mínútur til stefnu fyrir KV að koma sér aftur inn í þennan leik.
70. mín
Grindavík fékk dauðafæri þegar ég var að skrá inn fjórfalda skiptingu KV en Dagur Ingi setti boltann fram hjá markinu.
68. mín
Inn:Freyr Jónsson (Grindavík) Út:Kristófer Páll Viðarsson (Grindavík)
66. mín
Inn:Bele Alomerovic (KV) Út:Þorsteinn Örn Bernharðsson (KV)
66. mín
Inn:Stefán Orri Hákonarson (KV) Út:Valdimar Daði Sævarsson (KV)
66. mín
Inn:Magnús Snær Dagbjartsson (KV) Út:Freyþór Hrafn Harðarson (KV)
66. mín
Inn:Einar Már Þórisson (KV) Út:Askur Jóhannsson (KV)
65. mín
Aron Jó er að eiga frábæran leik.
62. mín
Jæja, Grímur reynir skot að marki en fram hjá. Það besta frá heimamönnum í seinni hálfleiknum hingað til.
60. mín
Gestirnir bara búnir að ganga frá þessum leik held ég. KV menn virka frekar sigraðir.
59. mín MARK!
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík)
Stoðsending: Símon Logi Thasaphong
Game over bara!

Símon Logi fær boltann inn í teig og gerir frábærlega. Leggur hann á Hammerinn sem klárar fagmannlega.
58. mín
Aron Jó með skot rétt fram hjá.
57. mín
Það er einhvern veginn allt annað að sjá Grindvíkinga núna. Þeir eru miklu betri og samheldnari.
56. mín
Inn:Símon Logi Thasaphong (Grindavík) Út:Tómas Leó Ásgeirsson (Grindavík)
55. mín
HVERNIG???? Guðjón Pétur þræðir Aron í gegn en KV bjargar á línu!!! Frábær björgun.
54. mín Gult spjald: Marinó Axel Helgason (Grindavík)
52. mín
Grindvíkingar búnir að taka forystuna í þessum leik eftir að hafa lent undir.
51. mín MARK!
Tómas Leó Ásgeirsson (Grindavík)
Stoðsending: Aron Jóhannsson
Akkúrat þegar ég tala um rólegan leik!!!

Aron með geggjaðan bolta fyrir og Tómas Leó stangar þetta í netið.
50. mín
Þessi seinni hálfleikur fer mjög rólega af stað.
46. mín
Þetta er farið aftur af stað.
45. mín
Hálfleikur
Staðan jöfn í hálfleik. Mér finnst KV hafa verið sterkari aðilinn og Grindvíkingar verið pirraðir. Gestirnir voru aðeins að sækja í sig veðrið áður en mark KV kom. Það var vel gert hjá gulum að svara strax.
45. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Grindavík)
Grindavík svarar strax!!!

Aron Jó með geggjað skot í fjærhornið og jafnar metin. Ég hef séð hann gera þetta nokkrum sinnum á Ásvöllum, með geggjaðan fót.
43. mín MARK!
Grímur Ingi Jakobsson (KV)
Mark!!!!!

Grindvíkingar vilja fá víti en ekkert er dæmt. Mér sýndist það vera boltinn en það er erfitt að sjá það hérna.

KV fer upp hinum megin, spilar sig í gegn og skorar. Grímur gerði mjög vel.
42. mín
Þarna hefði Dagur átt að gera betur.
41. mín
Aron Jó gerir stórkostlega og leggur hann út á Dag sem er í dauðafæri en setur boltann fram hjá.

Þetta var besta færi leiksins.
40. mín
Grindavík að sækja í sig veðrið eftir erfiða byrjun.
38. mín
Marinó Axel með fína fyrirgjöf en Ómar gerir vel í að koma út og grípa.
35. mín Gult spjald: Juanra Martínez (Grindavík)
34. mín
Ekki skemmtilegasti leikur sem ég hef séð. Lítið um góð færi, frekar lokað.
32. mín
Hrafn - sýnist mér - með skot sem fer rétt fram hjá.
29. mín
"Fokking kveikið á ykkur," öskrar Guðjón Pétur í átt að liðsfélögum sínum.
27. mín
Það er mjög kalt í stúkunni á Auto Park.
26. mín
Flott spilað hjá KV en Juanra bjargar því að heimamenn sleppi í gegn.
26. mín
Varamenn Grindavíkur eru farnir að hita upp.
24. mín
Guðjón Pétur með aukaspyrnu inn á teiginn sem Ómar handsamar örugglega.
22. mín
Þetta var besta færi Grindavíkur í leiknum.
21. mín
Kristófer Páll í FÆRI!!! Nemanja gerir mjög vel vinstra megin og setur boltann út í teig þar sem Kristófer kemur á ferðinni og á skot RÉTT YFIR!
18. mín
KV í mjög fínu færi en Aron Jó kemur sér fyrir þetta á ögurstundu. KV fær hornspyrnu sem ekkert verður úr.
16. mín
Guðjón Pétur með fína hugmynd er hann reynir að þræða Dag Inga í gegn. Hammerinn nær hins vegar ekki að taka boltann almennilega með sér.
15. mín
Grindvíkingar hafa virkað hálf rænulausir hingað til. Alfreð Elías ekki sáttur með gang mála.
10. mín
Jæja, betra frá Grindavík. Aron Jó með skot fyrir utan teig sem fer rétt fram hjá.
9. mín
KV í færi á að spyrna inn á teig en spyrnan er með þeim verri sem ég hef séð.
8. mín
KV litið mun betur út í byrjun leiks.
7. mín
Grindvíkingar virka pirraðir. Gulir í stúkunni eru ekki glaðir og segja mönnum að rífa sig í gang.
6. mín
Freyþór með geggjaða bolta fyrir á Rúrik sem er ALVEG EINN í teignum en skalli hans er dapur og yfir markið.
4. mín
KV meira með boltann þessar fyrstu mínútur, halda vel í hann.
2. mín
Þetta var næstum því algjör draumabyrjun fyrir Grindavík.
1. mín
Grindavík byrjar á löngum bolta fram sem endar næstum því með MARKI! Aron nær skoti að marki en Ómar gerir vel í því að verja.
1. mín
Leikur hafinn
Rúllar af stað.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völl. Þetta fer að byrja.
Fyrir leik
Leikmenn eru farnir inn og það styttist í upphafsflaut.
Fyrir leik
Það er búið að vera geggjað veður á höfuðborgarsvæðinu í dag, en það blæs hér í Vesturbænum.
Fyrir leik
Ég er mættur á völlinn. Ég get ekki lofað því að þetta verði mjög ítarleg lýsing. Ég verð með lýsinguna í símanum þar sem ég sit í stúkunni.
Fyrir leik
þriðjudagur 23. ágúst
18:00 KV-Grindavík (KR-völlur)
18:00 Selfoss-Kórdrengir (JÁVERK-völlurinn)
18:00 Vestri-Fjölnir (Olísvöllurinn)
19:15 Afturelding-Þróttur V. (Malbikstöðin að Varmá)
19:15 HK-Fylkir (Kórinn)
19:15 Grótta-Þór (Vivaldivöllurinn)

Allir leikirnir eru í beinni textalýsingu hér á síðunni.
Fyrir leik
Þess má geta að fyrri leikur þessara liða í sumar endaði með 2-1 sigri Grindavíkur.
Fyrir leik
Ég ætla að fara að skella mér á Auto Park.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár fyrir þennan leik. Það ber kannski helst að nefna að Grindvíkingar eru án miðvarðarins Sigurjóns Rúnarssonar. Hann er frá vegna meiðsla. Guðjón Pétur Lýðsson er í byrjunarliði Grindavíkur.


Guðjón Pétur Lýðsson.
Fyrir leik
Fyrir þennan leik eru þessi tvö lið í tíunda og ellefta sæti deildarinnar. Það munar þó níu stigum á þeim.

KV þarf eitthvað ótrúlegasta kraftaverk sem sést hefur til þess að halda sér uppi, en til þess að það eigi möguleika á að ganga upp þá þurfa þeir ekkert annað en sigur í dag. Með sigri eru þeir sex stigum frá öruggu sæti með fjóra leiki eftir.


Grindavík er í tíunda sæti deildarinnar.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin á Auto Park þar sem KV tekur á móti Grindavík í Lengjudeild karla. Hér verður bein textalýsing frá leiknum.

Endilega fylgist með!

Byrjunarlið:
Marinó Axel Helgason
1. Aron Dagur Birnuson
5. Nemanja Latinovic
7. Juanra Martínez
9. Josip Zeba
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('89)
11. Tómas Leó Ásgeirsson ('56)
14. Kristófer Páll Viðarsson ('68)
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
23. Aron Jóhannsson (f)
29. Kenan Turudija

Varamenn:
8. Hilmar Andrew McShane ('89)
10. Kairo Edwards-John
11. Símon Logi Thasaphong ('56)
15. Freyr Jónsson ('68)
19. Andri Daði Rúriksson
80. Guðmundur Fannar Jónsson

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Benóný Þórhallsson
Maciej Majewski
Milan Stefán Jankovic
Alexander Birgir Björnsson
Vladimir Vuckovic
Vladimir Dimitrovski
Óttar Guðlaugsson
Hávarður Gunnarsson

Gul spjöld:
Juanra Martínez ('35)
Marinó Axel Helgason ('54)

Rauð spjöld: