Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Afturelding
4
0
Þróttur V.
Javier Ontiveros Robles '9 1-0
Javier Ontiveros Robles '44 2-0
Guðfinnur Þór Leósson '75 3-0
Javier Ontiveros Robles '88 4-0
23.08.2022  -  19:15
Malbikstöðin að Varmá
Lengjudeild karla
Aðstæður: Bongóblíða í Mosfellsbænum. Gerist ekki mikið betra.
Dómari: Sveinn Arnarsson
Áhorfendur: 353
Maður leiksins: Javier Ontiveros Robles
Byrjunarlið:
1. Arnar Daði Jóhannesson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
7. Hallur Flosason ('72)
9. Javier Ontiveros Robles
10. Kári Steinn Hlífarsson ('82)
11. Gísli Martin Sigurðsson (f) ('90)
14. Jökull Jörvar Þórhallsson ('72)
17. Ásgeir Frank Ásgeirsson
20. Marciano Aziz
21. Elmar Kári Enesson Cogic ('82)
33. Andi Hoti

Varamenn:
1. Esteve Pena Albons (m)
4. Sigurður Kristján Friðriksson ('82)
7. Sigurður Gísli Bond Snorrason
8. Guðfinnur Þór Leósson ('72)
19. Sævar Atli Hugason ('72)
28. Jordan Chase Tyler ('82)
32. Sindri Sigurjónsson ('90)
40. Ýmir Halldórsson

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Wentzel Steinarr R Kamban
Baldvin Jón Hallgrímsson
Þorgeir Leó Gunnarsson
Heiðar Númi Hrafnsson
Davíð Örn Aðalsteinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sanngjarnt í dag. Þróttarar aldrei í möguleika. Viðtöl og skýrsla kemur seinna í kvöld.
90. mín
Mögnuð Varsla!

Arnar Daði lítið þurft að gera í dag en er vel vakandi hér! Jón Kristinn með skot úr teignum á fjærstöng þar sem Arnar Daði tekur hreinlega eina bestu vörslu sem ég hef séð!

2005 módel!
90. mín
Inn:Sindri Sigurjónsson (Afturelding) Út:Gísli Martin Sigurðsson (Afturelding)
Sindri fær hér uppbótartímann
88. mín MARK!
Javier Ontiveros Robles (Afturelding)
Stoðsending: Jordan Chase Tyler
Þrenna!

Gott spil hjá Aftureldingu sem endar á fyrirgjöf frá Jordan fyrir og þar klárar Javier dæmið og fullkomnar þrennuna. Mjög góð frammistaða hjá Mosfellingum.
86. mín
Afturelding með öll tök á þessum leik.
82. mín
Inn:Sigurður Kristján Friðriksson (Afturelding) Út:Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
82. mín
Inn:Jordan Chase Tyler (Afturelding) Út:Kári Steinn Hlífarsson (Afturelding)
81. mín
Arnar Daði ekki þurft að gera mikið í dag en ætla samt að hrósa honum. Virkilega öruggur í sínum aðgerðum.
75. mín MARK!
Guðfinnur Þór Leósson (Afturelding)
Stoðsending: Marciano Aziz
Fyrsta snertingin hans!

Guðfinnur nýkominn inn á og klárar þetta!

Hætta í teignum og Þróttarar verjast vel. Aziz leggur hann svo út á Guðfinnur sem er á vítateigslínunni og hamrar hann í netið.

Frábært skot!
72. mín
Inn:Agnar Guðjónsson (Þróttur V. ) Út:Helgi Snær Agnarsson (Þróttur V. )
72. mín
Inn:Sævar Atli Hugason (Afturelding) Út:Hallur Flosason (Afturelding)
Tvöföld skipting.
72. mín
Inn:Guðfinnur Þór Leósson (Afturelding) Út:Jökull Jörvar Þórhallsson (Afturelding)
Tvöföld skipting
72. mín
Fín skyndisókn hjá Aftureldingu Gunnar Bergmann með sendingu í gegn á Javier sem er í fínu færi en skot hann í varnarmann
69. mín
HALLUR!

Aziz með hornið og Hallur rís hæst í teignum og nær flottum skalla en frábær varsla frá Rafal
68. mín
Javier hér með flottan sprett og sækir horn sem Aziz tekur enn eina ferðina
66. mín
Hans Mpongo fer hér niður í teignum en ekki dæmt neitt. Rétt hjá Sveini held ég.
65. mín
Frammistaðan ekki verið jafn frábær í seinni hjá hálfleik hjá Mosfellingum.
64. mín
Marciano hér með boltann vintra meginn og reynir flotta sendingu sem er svo nálægt því að finna Javier en Þróttarar hreinsa í horn.
61. mín
Jökull Jörvar sækir annað horn
60. mín
Horn sem Aziz tekur
57. mín
Aftur skot langt yfir og í þetta sinn var Hallur Flosason sem átti skotið.
57. mín Gult spjald: Jón Kristinn Ingason (Þróttur V. )
Fyrsta spjaldið
56. mín
Kári Steinn hér með fyrsta skot seinni hálfleiks en það er langt yfir. Ekkert gerst hér í seinni hálfleik.
50. mín
Sólríkt Í Mosfellsbæ. Arnar Daði kom út úr hálfleik með derhúfu.
46. mín
Inn:Michael Kedman (Þróttur V. ) Út:Leó Kristinn Þórisson (Þróttur V. )
46. mín
Inn:Nikola Dejan Djuric (Þróttur V. ) Út:Atli Dagur Ásmundsson (Þróttur V. )
Skipting í hálfleik
46. mín
Leikur hafinn
Þróttarar byrja núna með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Fullkomlega verðskuldað hjá Mosfellingum sem hafa yfirspilað fyrri hálfleikinn. Oft á tíðum unun að sjá.
44. mín MARK!
Javier Ontiveros Robles (Afturelding)
Stoðsending: Jökull Jörvar Þórhallsson
Javier aftur!

Ásgeir Frank með boltann á miðjunni og kemur með magnaða sendingu yfir vörnina á Jökul Jörvar sem leggur hann fyrir markið á Javier sem fer framhjá Rafal og leggur hann í markið.

Ekkert minna en Afturelding á skilið!
41. mín
Elmar Kári með fína takta hérna og prjónar sig í gegn og á skot í hliðarnetið
39. mín
Helgi Snær hér með fyrsta skot Vogamanna en það er langt í burtu og beint á Arnar sem grípur þetta.
35. mín
Hörkuséns úr aukaspyrnunni sem var fyrirgjöf. Rafal í basli og endar með horni.
34. mín
Hallur sækir hér aukaspyrnu á góðum stað. Aziz tekur.
31. mín
Marciano Aziz!!!

Geggjuð sókn hjá Aftureldingu sem endar á því að Javier lyftir boltanum í gegn á Marciano sem tekur frábæra klippu og setur hann rétt yfir markið. Gjörsamlega mögnuð tilþrif.
28. mín
Gísli Martin hérna með fína takta úti á kantinum og skýtur að marki og Jón Kristinn virðist bjarga á línu.
27. mín
Þróttur sækir sitt fyrsta horn hér. Atli Dagur tekur.
26. mín
Afturelding að halda vel í boltann og Þróttarar ná ekki að snerta hann þessa stundina.
19. mín
Kári Steinn hér fína tilraun fyrir utan teig sem fer rétt framhjá. Aðeins eitt lið á vellinum
16. mín
Marciano fær boltann rétt fyrir utan teig og keyrir áfram og reynir skotið en það er yfir. Alls ekki galin tilraun hjá leikmanni sem geislar af sjálfstrausti
12. mín
Javier er kominn aftur inn á völlinn.
9. mín MARK!
Javier Ontiveros Robles (Afturelding)
Stoðsending: Marciano Aziz
Javier!!!

Marciano Aziz með boltann á miðjunni og kemur með frábæra sendingu í gegnum vörnina á Javier sem er þá sloppinn í gegn og hamrar honum í netið. Rafal í boltanum en skotið aðeins of fast.

Javier nær hinsvegar ekki að fagna markinu þar sem hann meiðir sig í skotinu og steinliggur eftir en við vonum að hann haldi áfram leik.
3. mín
Hallur Flosason í fínu skallafæri eftir hornið frá Marciano en boltinn fer rétt framhjá.
3. mín
Afturelding fær annað horn hér stuttu síðar
2. mín
Kári Steinn hér með flottan sprett og sækir fyrsta horn leiksins
1. mín
Leikur hafinn
Mosfelingar hefja þennan leik.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga til vallar þessa stundina. Styttist í þetta.
Fyrir leik
Athygli vekur að í markinu hjá Aftureldingu er Arnar Daði Jóhannesson sem er að spila sinn fyrsta leik í sumar. Arnar Daði er fæddur árið 2005 og greinilega mikið efni.
Fyrir leik
Þróttur Vogum

Þróttur Vogum er að spila sitt fyrsta tímabil í næst efstu deild en nokkuð ljóst er að hlutskipti þeirra er að falla niður um deild. Liðið fór í gegnum þjálfaraskipti á miðju tímabil þegar Eiður Ben Eiríksson lét af störfum á miðju tímabili og Brynjar Gestsson tók við liðinu á nýjan leik. Liðið hefur aðeins rétt úr kútnum eftir að hafa sótt Hans Mpongo frá ÍBV.
Fyrir leik
Afturelding

Afturelding hefur átt ásættanlegt tímabil þetta sumarið. Liðið situr í 5. sæti deildarinnar þessa stundina með 25 stig eftir 17 umferðir. Sumarið hefur umturnast hjá liðinu eftir góðan félagskiptaglugga á miðju tímabili. Marciano Aziz kom til liðsins frá KAS Eupen og hefur algjörlega raðað inn mörkunum. Magnús Már Einarsson hefur vakið athygli fyrir skemmtilegan fótbolta sinna manna og það verður gaman að halda áfram að fygljast með þeirri vegferð sem liðið er á.
Fyrir leik
Sæl veriði og verið velkominn í veðurblíðuna hér í Mosfellsbænum. Í kvöld fer fram leikur Aftureldingar og Þróttar Vogum í Lengjudeild karla.
Byrjunarlið:
12. Rafal Stefán Daníelsson (m)
2. Arnór Gauti Úlfarsson
2. Helgi Snær Agnarsson ('72)
7. Hans Mpongo
11. Atli Dagur Ásmundsson ('46)
13. Leó Kristinn Þórisson ('46)
15. Haukur Leifur Eiríksson
16. Unnar Ari Hansson (f)
19. Jón Kristinn Ingason
27. Dagur Guðjónsson
33. Magnús Andri Ólafsson

Varamenn:
1. Walid Birrou Essafi (m)
4. James William Dale
10. Aron Logi Sigurpálsson
17. Agnar Guðjónsson ('72)
22. Nikola Dejan Djuric ('46)
26. Michael Kedman ('46)
44. Andy Pew

Liðsstjórn:
Brynjar Þór Gestsson (Þ)
Andri Már Hermannsson (Þ)
Gunnar Júlíus Helgason
Marteinn Ægisson
Margrét Ársælsdóttir
Piotr Wasala
Gísli Sigurðarson

Gul spjöld:
Jón Kristinn Ingason ('57)

Rauð spjöld: