Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Stjarnan
7
1
Afturelding
0-1 Eyrún Vala Harðardóttir '5
Jasmín Erla Ingadóttir '27 , misnotað víti 0-1
Jasmín Erla Ingadóttir '34 1-1
Gyða Kristín Gunnarsdóttir '43 , víti 2-1
Jasmín Erla Ingadóttir '44 3-1
Betsy Doon Hassett '61 4-1
Gyða Kristín Gunnarsdóttir '63 5-1
Málfríður Erna Sigurðardóttir '68 6-1
Jasmín Erla Ingadóttir '83 7-1
23.08.2022  -  19:15
Samsungvöllurinn
Besta-deild kvenna
Dómari: Atli Haukur Arnarsson
Áhorfendur: 158
Maður leiksins: Jasmín Erla Ingadóttir
Byrjunarlið:
1. Chante Sherese Sandiford (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
5. Eyrún Embla Hjartardóttir
7. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('63)
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
11. Betsy Doon Hassett ('70)
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
21. Heiða Ragney Viðarsdóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('70)
24. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Varamenn:
20. Aníta Ólafsdóttir (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir
9. Alexa Kirton ('70)
10. Anna María Baldursdóttir
15. Alma Mathiesen ('70)
19. Elín Helga Ingadóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('63)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Þórdís Ólafsdóttir
Andri Freyr Hafsteinsson
Rajko Stanisic
Hulda Björk Brynjarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið!

Þetta er búið og 7-1 Stjörnusigur staðreynd.

Afturelding byrjaði sterkt og komst yfir á 5. mínútu. Stjörnukonur tóku hinsvegar fljótlega yfir leikinn og uppskáru að lokum 7-1 stórsigur.

Ég þakka fyrir mig og minni á viðtöl og skýrslu hér síðar í kvöld.
90. mín
3 mínútum verður bætt við.
89. mín
Þetta fjarar út hér í rólegheitunum. Frábær frammistaða hjá Stjörnunni. Að sama skapi virkilega dapurt hjá Aftureldingu.
83. mín MARK!
Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Alma Mathiesen
ÞRENNA!

Þetta er algjört burst! Jasmín Erla er að gera endanlega út um leikinn með sjöunda marki Stjörnunnar og þriðja marki sínu!

Fékk sendingu frá hægri frá Ölmu. Sneri laglega á varnarmann og kláraði örugglega í bláhornið.

10 mörk og Jasmín langar í gullskó.
80. mín
Inn:Maria Paterna (Afturelding) Út:Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Afturelding)
Guðrún Elísabet er meidd og getur ekki haldið áfram.
76. mín Gult spjald: Sigrún Eva Sigurðardóttir (Afturelding)
Er að missa Ölmu framhjá sér og brýtur úti á miðjum velli.
76. mín
Eða hvað? Chante hendir sér á eftir langskoti Sigrúnar Evu og úr verður eitt stykki sjónvarpsvarsla.

Sigrún Eva náði skotinu uppfrá klaufagangi Eyrúnar Emblu aftast. Miðvörðurinn ungi var lengi að losa sig við boltann og tapaði honum undir pressu.

Mosfellingar ná hinsvegar ekki að nýta sér hornspyrnuna og Stjörnukonur geysast af stað.
75. mín
Á meðan Stjörnukonur spila af sjálfstrausti er lítið að frétta hjá Aftureldingu. Þær vinna reyndar tvær horsnpyrnur með stuttu millibili en framkvæmdin á þeim er ekki góð og þær ná ekki að skapa neina hættu.
70. mín
Inn:Alma Mathiesen (Stjarnan) Út:Betsy Doon Hassett (Stjarnan)
Tvöföld skipting hjá Kristjáni og co.
70. mín
Inn:Alexa Kirton (Stjarnan) Út:Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
68. mín MARK!
Málfríður Erna Sigurðardóttir (Stjarnan)
6-1!

Málfríður skorar eftir hornspyrnu!

Boltinn datt fyrir hana í teignum og hún náði að lyfta boltanum í markið! Kom honum yfir varnarmann Aftureldingar sem var á línunni.

Laglega gert hjá kempunni.
66. mín
Inn:Sigrún Eva Sigurðardóttir (Afturelding) Út:Eyrún Vala Harðardóttir (Afturelding)
65. mín
Hildur Karítas tekur aukaspyrnu utan af velli og setur inná vítateig Stjörnunnar. Sara Roca er í baráttunni og Chante mætir í úthlaup. Chante missir boltann frá sér en nær að redda sér í annarri tilraun og er á undan Sara í boltann.
63. mín
Inn:Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjarnan) Út:Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan)
Fyrsta skipting Stjörnunnar. Hildigunnur kemur í framlínuna fyrir Anítu sem er búin að vera hrikalega öflug fram á við fyrir Stjörnuna.
63. mín MARK!
Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Betsy Doon Hassett
ÞARNA!

VÁ VÁ VÁ. Gyða Kristín skorar fimmta mark Stjörnunnar og annað mark sitt með gullfallegu skoti!

Betsy renndi boltanum fyrir á Gyðu rétt utan teigs. Gyða lét vaða í fyrsta og smellhitti boltann sem strauk stöngina og söng í netinu!
62. mín
Chante!

Sara Roca kemst í séns hinum megin en Chante er vel vakandi og ver frá henni!
61. mín MARK!
Betsy Doon Hassett (Stjarnan)
BETSY!

Þvílíkur sprettur hjá Betsy sem skorar fjórða mark Stjörnunnar!

Betsy byrjaði hægra megin og tók á rás inn á teig og yfir til vinstri þaðan sem hún kláraði laglega.

Varnarmenn Aftureldingar litu út eins og keilur þarna en frábær boltatækni hjá Betsy sem hélt boltanum límdum við tærnar á sér í gegnum mannþröngina í vítateig Aftureldingar.
56. mín
Góð sókn hjá Aftureldingu!

Þær leika boltanum vel á milli áður en Kristín Þóra reynir skot sem geigar.
55. mín
Aftur rispa hjá kraftmikilli Anítu Ýr en nú setur hún boltann framhjá fjærstönginni!
52. mín
Vá! Eva Ýr heldur áfram að verja!

Aníta Ýr á hér geggjaðan sprett. Fer illa með Mackenzie og kemur sér inná teig. Fær þá Evu Ýr út á móti sér og með hörkuvörslu kemur Eva Ýr í veg fyrir að Aníta skori algjört draumamark.
51. mín
Hættulegt!

Hildur Karítas sem leikur í stöðu miðvarðar í dag átti langa aukaspyrnu inná teig þar sem hún fann Victoríu utarlega. Victoría reyndi skot en Arna Dís náði að komast fyrir.

Hornspyrna dæmd og aftur ógnar Afturelding áður en Stjörnukonur koma boltanum frá.
47. mín
Dauðafæri hinumegin!

Aníta Ýr hittir boltann illa af markteig eftir góða fyrirgjöf frá Betsy.

Boltinn berst svo út á Örnu Dís sem lætur vaða en boltinn fer af varnarmanni og rétt framhjá!

Afturelding verst horninu og kemur boltanum frá.
46. mín
Þetta gerðist hratt. Gestirnir koma sér strax í færi. Ég missti alveg af þessu en Chante virðist koma í veg fyrir mark á síðustu stundu.

Afturelding fær í kjölfarið hornspyrnu sem ekkert verður úr.
45. mín
Inn:Victoria Kaláberová (Afturelding) Út:Ísafold Þórhallsdóttir (Afturelding)
Tvöföld breyting hjá Aftureldingu hálfleik.
45. mín
Inn:Sara Roca Siguenza. (Afturelding) Út:Veronica Parreno Boix (Afturelding)
45. mín
Leikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Það vekur athygli að þjálfarar Aftureldingar stöldruðu ekki lengi við í klefanum í hálfleik. Alexander og Ruth voru mætt strax út í spjall og Bjarki Már og Ingólfur voru svo komnir út nokkrum mínútum á undan liðinu.
45. mín
Hálfleikur
Tvö mörk á eldskotsstundu og svo er flautað til hálfleiks.

Magnaður viðsnúningur hjá heimaliðinu sem er komið í góða stöðu.

Á leiðinni inn í klefa má sjá að þjálfarar Aftureldingar eru alls ekki sáttir við dómara leiksins. Skellur að fá á sig tvö víti og það síðara var eflaust til umræðu enda erfitt að sjá á hvað var dæmt.

Katrín Ásbjörnsdóttir er mætt á völlinn í borgaralegum klæðum og hún stappar stáli í liðsfélaga sína þegar þær ganga af velli.

Tökum okkur korterspásu og höldum svo áfram með síðari hálfleikinn.
44. mín MARK!
Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
Stjörnukonur ganga á lagið!

Ingibjörg á sendingu inná völlinn. Boltinn fer framhjá Betsy og áfram á Jasmín sem tekur hann með sér af ákveðni, leggur hann fyrir sig og skilar síðan í markið!

Níunda markið hennar Jasmínar í sumar og Stjörnukonur búnar að snúa leiknum algjörlega sér í hag eftir að hafa lent marki undir.
43. mín Mark úr víti!
Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Heiða Ragney Viðarsdóttir
ÖRUGGT!

Í þetta skiptið fer Gyða Kristín á punktinn. Hún skilar boltanum örugglega í vinstra hornið.

2-1!
41. mín Gult spjald: Veronica Parreno Boix (Afturelding)
Aftur er Aníta Ýr að komast á ferðina og hún sækir annað horn fyrir Stjörnuna. Upp úr horninu er svo dæmd vítaspyrna!

Þetta var stórfurðulegt. Boltinn barst inná teig og í sömu mund fellur Heiða Ragney við yst í teignum fjær. Atli Haukur stendur alveg ofan í þessu og flautar. Veronica sú brotlega en við í blaðamannaboxinu sáum ekki hvað gerðist enda að horfa á eftir boltanum sem var hvergi nærri.
39. mín
Stjörnukonur fá aðra hornspyrnu og nú tekur Sædís. Eydís Embla nær ekki almennilega til boltans en hann fer af henni og aftur fyrir.

Stuttu síðar reynir Aníta Ýr skot utan teigs en setur boltann beint á Evu Ýr.
35. mín
Í þann mund sem Jasmín jafnaði metin var flautað til leiksloka norður á Akrueyri. Þar voru Þór/KA að vinna gríðarlega mikilvægan heimasigur á Þrótti og fara upp í 13 stig.
34. mín MARK!
Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Betsy Doon Hassett
Þetta lá í loftinu!

Jasmín fær sendingu frá Betsy og lætur vaða hægra megin úr teignum.

Eva Ýr ver frá henni en Jasmín hirðir frákastið sjálf og klárar af yfirvegun með vinstri fætinum.

Þar með er Jasmín aftur orðin markahæst í deildinni. Komin með 8 mörk!
33. mín
Stjarnan er með tögl og hagldir á leiknum um þessar mundir. Eru meira með boltann og snöggar að vinna hann aftur þegar hann tapast. Birna Kristín var að hreinsa hættulega fyrirgjöf Gyðu Kristínar úr teignum.
28. mín
Stjörnukonur láta vítaklúðrið ekki slá sig útaf laginu og halda áfram að ógna!

Heiða Ragney rétt missir af fyrirgjöf á fjærstönginni og stuttu síðar sýnist mér Málfríður eiga skot eftir hornspyrnu.
27. mín Misnotað víti!
Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan)
EVA ÝR!

Jasmín setti boltann í hægra hornið en Eva Ýr ver boltann í stöngina!

Betsy mætir aðvífandi til að fylgja eftir en aftur ver Eva!

Rosalegar mínútur hjá markverðinum!
26. mín Gult spjald: Mackenzie Hope Cherry (Afturelding)
Mackenzie fær gult fyrir brotið.
26. mín
VÍTI!

Mackenzie brýtur á Anítu Ýr sem var komin inná vítateig Aftureldingar.

Atli Haukur er ekki í neinum vafa og bendir strax á punktinn.
25. mín
Stjarnan að hóta jöfnunarmarki!

Fyrst lætur Gyða Kristín vaða utan teigs en Eva Ýr ver glæsilega.

Stjarnan fær í kjölfarið hornspyrnu. Þær spila stutt til baka á Heiðu sem setur boltann inn á teig. Þar á Jasmín hörkuskot sem Eva ver meistaralega!

Aníta Ýr er svo sentimetra frá því að komast í frákastið en Eva er eldsnögg á boltann aftur!
21. mín
Úff. Veronica með arfaslakt skot úr virkilega fínum séns. Ég sá ekki hver átti sendinguna en Veronica fékk boltann inn á milli hafsenta Stjörnunnar og reyndi skot af vítateigslínunni. Hitti boltann illa og setti hann beint á Chante.
16. mín
Aníta Ýr er búin að vera ógnandi fram á við í liði Stjörnunnar og spilar af sjálfstrausti. Vantar aðeins uppá í tvígang að hún nái að búa til hörkufæri fyrir samherjana.

Jasmín var annars rétt í þessu að eiga þrumu skot utan teigs en setti boltann beint á Evu Ýr.
13. mín
Stórhættulegt!

Betsy setur boltann rétt framhjá úr góðu færi í teignum!

Fyrsta alvöru færið eftir að gestirnir tóku forystuna.
8. mín
Lið Aftureldingar:

Eva Ýr

Katrín - Hildur - Mackenzie - Birna

Þórhildur - Sigrún Gunndís

Eyrún - Kristín Þóra - Guðrún Elísabet

Veronica
5. mín
Eyrún Vala er búin að missa af nánast öllu fótboltasumrinu vegna meiðsla en kom inn af bekknum í síðasta leik og skoraði eftir nokkrar sekúndur. Hún er svo búin að skora hér eftir tæpar 5 mínútur.

Frábær endurkoma hjá unglingalandsliðskonunni sem var í gær valin í komandi landsliðsverkefni hjá U19 landsliðinu okkar.
5. mín MARK!
Eyrún Vala Harðardóttir (Afturelding)
MAAAAAARK!

Eyrún Vala skorar með hnitmiðuðu vinstri fótar skoti úr teignum!

Frábær afgreiðsla hjá Eyrúnu sem hafði komið sér inná teig utan af hægri kantinum. Guðrún Elísabet var að hóta skoti í teignum en fann ekki skotið og boltinn fór í tvo varnarmenn áður en hann barst til Eyrúnar sem kláraði frábærlega.
3. mín
Lið Stjörnunnar:

Chante

Arna - Eyrún - Málfríður - Sædís

Ingibjörg - Heiða

Betsy - Jasmín - Gyða

Aníta Ýr
2. mín
Gyða Kristín er klók og sækir fyrstu hornspyrnu leiksins. Hún tekur spyrnuna sjálf en boltinn flýgur yfir allan pakkann og á fjær. Þar reynir Heiða Ragney skemmtilega takta en er stöðvuð áður en hún kemst inná teig.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn!

Aníta Ýr tekur upphafsspyrnuna fyrir Stjörnuna sem leikur í átt að Reykjavík.
Fyrir leik
Þá er allt að verða klárt hér í Garðabænum. Byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar. Hjá heimakonum er áhugavert að sjá að reynsluboltarnir Anna María Baldursdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir eru utan leikmannahóps og skráðar í liðsstjórn. Inn í liðið fyrir þær koma þær Aníta Ýr Þorvandsdóttir og Eyrún Embla Hjartardóttir. Heiða Ragney er með fyrirliðaband Stjörnunnar í dag í fjarveru Önnu Maríu.

Hjá gestunum eru einnig gerðar tvær breytingar frá síðasta deildarleik. Þær Eyrún Vala Harðardóttir og Veronica Parreno Boix koma inn fyrir Victoriu Kaláberová og Sigrúnu Evu Sigurðardóttur sem eru báðar á bekknum.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna í sumar var spilaður 18. maí sl. og fór 3-1 fyrir Stjörnunni.

Staðan var 1-1 lengi vel en Stjarnan skoraði svo tvívegis á lokamínútum leiksins og tryggði sér sigur.

Sigrún Gunndís Harðardóttir skoraði mark Aftureldingar í leiknum en Jasmín Erla Ingadóttir (2) og Katrín Ásbjörnsdóttir voru á skotskónum fyrir Stjörnuna.
Fyrir leik
Stjarnan situr í 4. sæti deildarinnar með 24 stig en Afturelding er í níunda sæti með 9 stig.

Stjarnan gerði 2-2 jafntefli við Breiðablik í síðasta deildarleik en tapaði svo illa fyrir Val í undanúrslitum bikarsins.

Afturelding tapaði sínum síðasta deildarleik 3-2 gegn Keflavík.
Fyrir leik
Sæl öllsömul,

Hér verður bein textalýsing frá viðureign Stjörnunnar og Aftureldingar í Bestu deild kvenna.

Atli Haukur Arnarsson dómari flautar til leiks á slaginu 19:15.
Byrjunarlið:
12. Eva Ýr Helgadóttir (m)
3. Mackenzie Hope Cherry
8. Veronica Parreno Boix ('45)
9. Katrín Rut Kvaran
10. Hildur Karítas Gunnarsdóttir
13. Ísafold Þórhallsdóttir ('45)
16. Birna Kristín Björnsdóttir
17. Eyrún Vala Harðardóttir ('66)
19. Kristín Þóra Birgisdóttir
21. Sigrún Gunndís Harðardóttir (f)
23. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('80)

Varamenn:
5. Andrea Katrín Ólafsdóttir
8. Sigrún Eva Sigurðardóttir ('66)
20. Sara Roca Siguenza. ('45)
26. Maria Paterna ('80)
77. Victoria Kaláberová ('45)

Liðsstjórn:
Alexander Aron Davorsson (Þ)
Ruth Þórðar Þórðardóttir (Þ)
Bjarki Már Sverrisson (Þ)
Halla Margrét Hinriksdóttir
Svandís Ösp Long
Sigurbjartur Sigurjónsson
Ingólfur Orri Gústafsson
Sævar Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Mackenzie Hope Cherry ('26)
Veronica Parreno Boix ('41)
Sigrún Eva Sigurðardóttir ('76)

Rauð spjöld: