Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
Breiðablik
1
2
Valur
Birta Georgsdóttir '34 1-0
1-1 Cyera Hintzen '54
1-2 Ásdís Karen Halldórsdóttir '72
27.08.2022  -  16:00
Laugardalsvöllur
Mjólkurbikar kvenna - úrslitaleikur
Aðstæður: Algjörlega stórkostlegar
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
Byrjunarlið:
1. Eva Nichole Persson (m)
2. Natasha Anasi (f)
8. Heiðdís Lillýardóttir
8. Taylor Marie Ziemer
10. Clara Sigurðardóttir ('66)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('66)
17. Karitas Tómasdóttir
23. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('87)
25. Anna Petryk
26. Laufey Harpa Halldórsdóttir ('86)
28. Birta Georgsdóttir

Varamenn:
1. Rakel Hönnudóttir (m)
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('66)
6. Margrét Brynja Kristinsdóttir ('87)
13. Ásta Eir Árnadóttir
14. Karen María Sigurgeirsdóttir ('66)
16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez ('86)
19. Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz
22. Melina Ayres

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson
Sigurður Frímann Meyvantsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
VALUR ER BIKARMEISTARI 2022!

Leiknum er lokið og Valskonur vinna hér 2-1 sigur!

Birta Georgsdóttir kom Blikum yfir í fyrri hálfleik en Valskonur létu það ekki slá sig útaf laginu, komu sterkar inn í síðari hálfleikinn og sneru leiknum sér í hag. Þær Cyera Makenzie Hintzen og Ásdís Karen Halldórsdóttir skoruðu mörkin.

Sannfærandi frammistaða hjá Val og fjórtandi bikarmeistaratitill liðsins staðreynd.

Til hamingju Valsarar!

Við þökkum annars fyrir okkur í bili og minnum á viðtöl, einkunnir og skýrslu hér á eftir.

90. mín
Þarna er Þórdís Hrönn heppin. Hún togar í Taylor og reynir að stöðva hana á miðjum vellinum. Taylor stendur tosið af sér og nær að losa boltann en finnur ekki samherja.

Þórdís Hrönn heppin að Einar Ingi lætur þetta "slæda". Hún er á gulu spjaldi.
90. mín
Þrjár mínútur í uppbótartíma
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
90. mín
Valskonur eru að landa sínum fyrsta bikarmeistaratitli síðan 2011. Uppbótartíminn eftir.

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
87. mín
Inn:Margrét Brynja Kristinsdóttir (Breiðablik) Út:Helena Ósk Hálfdánardóttir (Breiðablik)
Aftur skipta Blikar. Margrét Brynja fer á hægri kantinn.
87. mín
Áhugavert að sóknarmaðurinn Melina Ayers er ekki enn komin inn á hjá Blikum.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
86. mín
Inn:Írena Héðinsdóttir Gonzalez (Breiðablik) Út:Laufey Harpa Halldórsdóttir (Breiðablik)
Írena kemur inná fyrir Laufey. Karen María fer í vinstri bakvörðinn og Írena á kantinn.
85. mín
Nú fer þetta að styttast í annan endann. 5 mínútur eftir og Valskonur leiða 2-1 eftir að hafa lent marki undir.

Ásmundur er að undirbúa þriðju skiptingu sína en Pétur Pétursson, kollegi hans, er ekki enn búinn að gera neina breytingu á sínu liði.
82. mín
TAYLOR!

Taylor Ziemer fær boltann rétt utan teigs. Leggur hann á sinn svakalega vinstri fót og neglir að marki. Boltinn af varnarmanni og rétt framhjá!

Ekkert verður úr hornspyrnu Blika.
80. mín
SANDRA!

Lára Kristín brýtur á Taylor ca. 35 metrum frá marki. Aukaspyrna dæmd.

Anna Petryk lætur vaða úr aukaspyrnunni og á hörkuskot að marki. Sandra Sigurðardóttir gerir gríðarlega vel og ver frábærlega!

Blikar fá í kjölfarið horn en Valsarar koma boltanum frá.

78. mín Gult spjald: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur)
Sparkar boltanum í burtu eftir baráttu við Karitas.
72. mín MARK!
Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
Stoðsending: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
ÁSDÍS KAREN KEMUR VAL YFIR!

Vandræðagangur á Heiðdísi sem tapar boltanum á miðsvæðinu. Ásdís pressar og Sólveig vinnur boltann. Kemur honum hratt á Þórdísi sem kemur boltanum inn fyrir á Ásdísi sem klárar af öryggi!

Þær Þórdís og Ásdís báðar búnar að stíga vel upp í seinni hálfleiknum.

70. mín
Enn eru Valskonur að sækja sér horn en Blikar verjast þeim vel.
70. mín
20 mínútur eftir af venjulegum leiktíma.

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
69. mín
Valskonur eru mun meira með boltann en í þau skipti sem Blikar komast fram völlinn reyna þær langa bolta aftur fyrir varnarlínu Vals. Mist og Arna hafa ekki lent í neinum vandræðum með að leysa það hingað til.
68. mín
Úff Sólveig!

Cyera leggur upp dauðafæri fyrir Sólveigu. Rennir boltanum frá vinstri og fyrir markið þar sem Sólveig er mætt en hittir ekki boltann!

Algjört dauðafæri sem fór forgörðum þarna.
67. mín
Við fyrstu sýn virðist Bergþóra Sól fara fremst á miðjuna og Karen María út til vinstri. Hreinar skiptingar.
66. mín
Inn:Karen María Sigurgeirsdóttir (Breiðablik) Út:Clara Sigurðardóttir (Breiðablik)
Tvöföld skipting hjá Breiðablik. Karen og Bergþóra inn fyrir Vigdísi Lilju og Clöru.
66. mín
Inn:Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik) Út:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)
66. mín
Breiðablik er að undirbúa tvöfalda skiptingu.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
65. mín
Fimmta hornspyrna Vals. Ásdís Karen setur boltann út í teig á Örnu sem skallar að marki en setur boltann beint á Evu.
62. mín
Arna Sif á frábæran bolta upp í vinstra hornið á Ásdísi Karen. Ásdís tekur á rás inná teig og nær skoti en það fer af varnarmanni og endar hjá Evu markverði.
61. mín
HÆTTULEGT!

Sólveig pressar Heiðdísi af krafti og vinnur boltann af miðverðinum. Kemur honum á Cyeru sem er að sleppa í gegn þegar Natasha mætir í frábæra tæklingu. Cyera nær boltanum aftur og reynir skot vinstra megin úr teignum en skýtur beint á Evu.
57. mín
Cyera hafði lítið sést áður en kom að þessu marki. Þetta var mjög vel tekið hjá henni.

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
55. mín
Valur búnar að jafna strax. Fólkið í stúkunni tekur við sér. Núna verður áhugavert að sjá hvernig þetta spilast.

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
54. mín MARK!
Cyera Hintzen (Valur)
Stoðsending: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
VALUR JAFNAR!

Cyera er búin að jafna leikinn fyrir Val!

Valskonur vilja hendi á Karitas á miðjum vellinum en dómarinn lætur leikinn ganga enda Valskonur með boltann. Elísa finnur Láru sem er snögg að senda á Þórdísi sem stingur boltanum í svæði á milli miðvarða og markmanns. Þar mætir Cyera á fleygiferð á blindu hlið miðvarðanna, tekur boltann með sér, kemst framhjá Evu Persson og klárar örugglega!

51. mín
Blikar komast aðeins áleiðis völlinn. Reyna langan bolta fram völlinn og þær Birta og Arna Sif fara í smá kapphlaup. Arna er gríðarlega sterk og nær að stíga Birtu út og vinna boltann fyrir Val.
49. mín
Valskonur fóru langmest upp hægra megin í fyrri hálfleik en hafa verið vinstrisinnaðar hér í upphafi síðari hálfleiks og sótt upp vinstri vænginn.
48. mín
Valskonur byrja ákveðið og eru búnar að koma þremur ágætum boltum inná vítateig Blika hér í upphafi síðari hálfleiks. Blikar standa vaktina hinsvegar vel inná teig og ná að hreinsa.
47. mín
Breiðablik er ríkjandi bikarmeistari. Þær unnu Þrótt 4-0 í úrslitaleik síðasta haust.

Það er mjög áhugavert að aðeins þrír leikmenn sem hófu þann leik fyrir Blika eru í byrjunarliði þeirra í dag. Það eru þær Karitas, Heiðdís og Taylor. Þær Birta og Vigdís Lilja eru báðar í byrjunarliði Breiðabliks í dag en komu inná sem varamenn í síðasta bikarúrslitaleik.
46. mín
Það voru engar breytingar gerðar á liðunum í hálfleik. Þjálfarar virðast aftur fara í þá grunnuppstillingu sem var á liðunum í byrjun leiks.
46. mín
Leikur hafinn
Þá erum við farin af stað aftur. Birta sparkar þessu í gang fyrir Blikana.

45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur á Laugardalsvelli.

Breiðablik leiðir hér 1-0 með marki Birtu Georgsdóttur.

Valskonur hafa verið meira með boltann og átt mun fleiri hættulegar sóknir en það eru mörkin sem telja og þar hafa Blikar gert betur.

Nú tekur við korterspása og við höldum svo áfram með síðari hálfleikinn.
45. mín
Tilraun!

Cyera fær boltann við vinstra vítateigshornið og neglir að marki! Boltinn aðeins framhjá!
45. mín
Þórdís Hrönn og Sólveig Larsen eru búnar að skipta um kant hjá Val. Þórdís komin hægra megin og Sólveig til vinstri.
45. mín
Egill Arnar Sigurþórsson varadómari lyftir skiltinu og sýnir okkur að það verði tveimur mínútum bætt við fyrri hálfleikinn.
42. mín
Enn sækja Valskonur upp hægra megin og nú voru þær að vinna enn eina hornspyrnu. Þær taka stutt í þetta skiptið og spila boltanum niður á Elísu sem flengir boltanum inná teig. AD1 flaggar rangstöðu en það verða tvö samstuð og stöðva þarf leikinn örstutta stund til að huga að leikmönnum.
39. mín
DAUÐAFÆRI!

Anna Rakel tekur hornspyrnu fyrir Val. Natasha kemur boltanum út úr teig en hann berst aftur til Önnu sem reynir aðra fyrirgjöf. Hún setur boltann beint á kollinn á Mist sem er í frábæru færi en skallar framhjá!
35. mín
Birta er búin að eiga frábært sumar. Hún er búin að skora fjögur mörk og leggja upp sex í Bestu deildinni. Núna var hún svo að skora í bikarúrslitaleiknum!


Birta skoraði fyrir Blika.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
35. mín
Þetta var það sem leikurinn þurfti. Blikar eru komnir yfir. Heldur betur óvænt staða en vel gert hjá þeim.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
34. mín MARK!
Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
BIRTA!

Birta Georgsdóttir er að koma Blikum yfir!

Frábær sókn Blika. Vigdís spilar inná miðjuna á Clöru. Clara setur boltann svo inn fyrir á Vigdísi sem finnur svæði hægra megin. Vigdís rennir boltanum svo fyrir á Birtu.

Birta reynir skot af markteig en Sandra ver laglega frá henni. Birta tekur frákastið hinsvegar sjálf og skilar boltanum í netið í annari tilraun.



33. mín
Elísa með magnaðan sprett. Fær boltann og fer framhjá bæði Helenu og Laufey áður en hún setur fastan bolta fyrir Blikamarkið.

Stórhættulegt en Blikar hreinsa!
32. mín
Einar Ingi dæmir aukaspyrnu á Heiðdísi þegar hún brýtur á Ásdísi uppi við miðlínu. Keppnismanneskjurnar stugga örlítið við hvorri annarri í kjölfarið svo Einar Ingi veitir þeim tiltal.
32. mín
Stuðningsfólk Vals situr í hljóði. Heyrist aðeins meira í stuðningsfólki Blika en þó ekki mikið.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
28. mín
Atgangur í vítateig Vals. Anna Petryk setur boltann inná teig og í áttina að Taylor. Mist nær að vera á undan í boltann sem dettur þó fyrir Birtu. Arna Sif mætir þá af krafti í bakið á Birtu og kemur boltanum frá.

Blikar kölluðu eftir hendi og jafnvel bakhrindingu líka en Einar Ingi var með allt á tæru.
25. mín
Valskonur eru að gera vel í því að finna svæði á bak við vörn Breiðabliks. Sólveig er búin að vera mjög spræk í liði Vals hingað til.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
24. mín
Frábærlega spilað hjá Valskonum hægra megin. Ásdís Karen leggur boltann í skot fyrir Sólveigu í teignum en Clara hendir sér fyrir!

Boltinn fer aftur fyrir og önnur hornspyrna sem Valskonur fá. Anna Rakel tekur aftur. Finnur Mist í þetta skiptið en Blikar verjast vel og koma boltanum af hættusvæðinu.

22. mín
Anna Rakel tók hornspyrnuna fyrir Val. Setti boltann á fjær. Þar fór Arna Sif í loftið og skallaði boltann aftur fyrir Blikamarkið. Mist reyndi svo við boltann en Blikum tókst að hreinsa.
21. mín
Nauðvörn og Natasha kemur boltanum frá á síðustu stundu!

Sólveig Larsen gerði vel og komst í hættulega stöðu inná víteig. Lagði stórhættulegan bolta fyrir markið en Natasha var grimmust í teignum og náði að hreinsa í horn!


Sólveig Larsen.
20. mín
Rólegar þessar fyrstu 20. Stemningin í stúkunni mætti vera meiri, þetta er bikarúrslitaleikur!
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
19. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins er Breiðabliks. Helena Ósk setur fínan bolta fyrir markið en landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir gerir vel í að blaka boltanum af hættusvæðinu.

Bæði lið eru gríðarsterk í föstum leikatriðum og það kæmi ekkert á óvart ef við fengjum mark úr einu slíku hér í dag.
18. mín
Valskonur fá aukaspyrnu í miðjuhringnum. Taylor brýtur á Láru Kristínu. Mist rekur liðið sitt framar og neglir boltanum inná teig. Eva Parsson fer í svokallað skógarhlaup á eftir boltanum en Natasha skallar í burtu. Eva fer hinsvegar í bakið á Natöshu sem liggur eftir í stutta stund. Klaufalegt hjá markverðinum.
15. mín
Blikar freista þess að koma boltanum aftur fyrir línu hjá Val enda með mikinn hraða í fremstu víglínu. Þær hafa átt þrjár ágætar tilraunir til þess þetta fyrsta korter en ekki náð að tengja.
13. mín
Valur ógnar!

Laglegur samleikur Valskvenna endar á því að Ásdís Karen er komin inná teig og þar reynir hún skot. Setur boltann beint í fangið á Evu Persson!

11. mín
Svaka rispa hér hjá Vigdísi Lilju. Byrjaði með boltann vinstra megin en tók hann með sér inná völlinn og inn að teig. Undir pressu setti hún boltann áfram innfyrir á Helenu Ósk en réttilega flögguð rangstaða.
10. mín
Laufey Harpa er að byrja þennan mjög leik í vinstri bakverðinum. Sterk varnarlega.

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
9. mín
Valskonur fá aukaspyrnu vinstra megin á miðjum vallarhelmingi Blika. Anna Rakel tekur spyrnuna og setur háan bolta inná teiginn. Þar gerir Eva Persson markvörður vel. Stígur ákveðið út og grípur boltann.
8. mín
Stórhættulegt!

Valskonur byrja betur og eiga hér hættulega sókn. Cyera kemur boltanum upp á Þórdísi Hrönn sem rennir boltanum fyrir!

Þar mætir Sólveig á harðaspretti en aftur frábær varnarleikur hjá Laufeyju sem nær að trufla Sólveigu sem finnur ekki skotið.

7. mín
Það væri nú gaman að sjá enn fleiri í stúkunni. Áhorfendametið á bikarúrslitaleik kvenna er 2,435 og var það sett árið 2015. Verður það bætt í dag?
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. mín
Flottur varnarleikur hjá Laufeyju, vinstri bakverði Breiðaliks. Þórdís Hrönn lyfir boltanum yfir línuna hjá Blikum og í hlaupaleið Sólveigar. Sólveig er komin inná teig og er að gera sig líklega þegar Laufey nær að komast fyrir og koma boltanum frá.
2. mín
Birta er fremst hjá Blikum. Helena Ósk hægra megin og Vigdís Lilja vinstra megin.

Annars eru liðin eins og á teikningunum hér að neðan.
1. mín
Leikur hafinn
Bikarúrslitaleikurinn er hafinn!

Valskonur hefja leik og leika í átt að félagshúsi Þróttar.

Fyrir leik
Þjóðsöngurinn hefur ómað og Páll Sævar Guðjónsson vallarþulur les upp byrjunarlið liðanna.

Á meðan fer Einar Ingi dómari yfir málin með fyrirliðunum Elísu Viðarsdóttur og Natöshu Anasi.

Þetta er að skella á!
Fyrir leik
Leikmenn eru mættar til vallar og ungir leikmenn beggja liða standa þar heiðursvörð.

Heiðursgestir leiksins eru formenn knattspyrnudeilda félaganna, Halldóra Arnardóttir, markaðsstjóri MS, og frá sittvoru félaginu, þær Ingibjörg Hinriksdóttir og Laufey Ólafsdóttir.

Magnaðar konur sem hafa látið svo gott af sér leiða í þágu knattspyrnu kvenna.
Fyrir leik
Það er enn rúmt korter í leik og ég hvet ÖLL til að drífa sig niður í Laugardal og horfa á tvö bestu lið landsins takast á.

Aðstæður gætu ekki verið betri, þvílíkur dagur!
Fyrir leik
Það er bongóblíða í Laugardalnum og styttist í stórleik ársins.

Það er búið að hita vel upp fyrir hann en í morgun fór fram bikarúrslitaráðstefna KÞÍ og KSÍ.

Þar byrjuðu landsliðsþjálfararnir Þorsteinn Halldórsson og Ásmundur Haraldsson á að gera upp frammistöðu Íslands á EM áður en hin írska Clare Conlon, starfsmaður írska knattspyrnusambandsins, hélt afar áhugavert erindi um "Æfingar og keppni kvenkynsleikmanna, með tilliti til tíðahrings".

Ráðstefnunni lauk svo með því að Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, aðstoðarþjálfari Selfoss, leikgreindi liðin tvö, Val og Breiðablik.

Frábært framtak sem kom fólki heldur betur í gírinn fyrir stórleikinn!
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Byrjunarliðin hafa verið opinberuð!

Landsliðskonan Elín Metta Jensen er áfram á bekknum hjá Val og byrjar Cyera Mackenzie Hintzen fremst hjá Hlíðarendafélaginu.

Pétur Pétursson, þjálfari Vals, heldur sig við það lið sem hann hefur verið að tefla fram í síðustu leikjum. Það hefur verið að virka vel.

Það hafa margar breytingar orðið á liði Blika á síðustu viku og margir lykilmenn annað hvort meiddir eða farið annað. Þetta er samt sem áður úrslitaleikur og það getur allt gerst.

Agla María Albertsdóttir er meidd hjá Breiðabliki og er ekki með. Birta Georgsdóttir, Helena Ósk Hálfdánardóttir og Vigdís Lilja Kristjánsdóttir eru fremstar hjá Blikum í dag.

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Guðmundur Aðalsteinn og Sæbjörn Steinke fóru á Laugardalsvöll á fimmtudag og ræddu við þjálfara og fyrirliða þessara tveggja liða. Hér fyrir neðan má skoða þau viðtöl.

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Blika

Natasha Anasi, fyrirliði Blika

Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals

Pétur Pétursson, þjálfari Vals

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Einar Ingi Jóhannsson verður með flautuna í þessum úrslitaleik í dag. Aðstoðardómarar verða Oddur Helgi Guðmundsson og Jakub Marcin Róg og fjórði dómari Egill Arnar Sigurþórsson. Hjalti Þór Halldórsson verður eftirlitsmaður KSÍ.

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Verður metið slegið?
Þetta verður svo sannarlega áhugaverður leikur. Það er vonandi að fólk fjölmenni í stúkuna og búi til mikla stemningu á þessum leik - það er langskemmtilegast þannig.

Það verður fróðlegt að sjá hvort áhorfendametið á bikarúrslitaleik kvenna verði slegið, en það var sett árið 2015 þegar Stjarnan og Selfoss áttust við. Þá mættu 2,435 áhorfendur á Laugardalsvöll.

Það hefur verið mikil sókn í kvennaboltanum síðustu ár og var áhuginn á EM í sumar mikill. Það er kominn tími á að þetta met sé slegið.

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Við fengum nokkra góða álitsgjafa til að rýna í þennan leik. Hægt er að skoða þá frétt með því að smella hérna.

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Breiðablik er ríkjandi bikarmeistari en það eru tíu ár liðin síðan Valur komst síðast í úrslitaleik! Valur þykir sigurstranlegri aðilinn fyrir þennan leik í dag.

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Miðasala fer fram á Tix.is. Fólk er hvatt til þess að kaupa sér miða áður en það kemur á völlinn.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Hvort félagið verður það sigursælasta?
Þetta eru tvö sigursælustu liðin í bikarnum og hafa þau bæði unnið keppnina 13 sinnum. Í dag skýrist það hvaða félag verður það sigursælasta í sögu bikarkeppni kvenna.

Þetta verður í sjötta sinn þar sem þessi tvö lið mætast í sjálfum úrslitaleiknum frá árinu 1994. Síðast gerðist það 2009 og þá hafði Valur betur, 5-1, eftir framlengdan leik. Kristín Ýr Bjarnadóttir og Laufey Ólafsdóttir gerðu báðar tvennu fyrir Val í þeim leik.

Valur hefur farið með sigur af hólmi í síðustu þrjú skiptin sem þessi tvö lið hafa mæst en þar áður vann Breiðablik tvisvar.

Þetta eru tvö bestu lið landsins þessa stundina og er um að gera að skella sér á völlinn í dag.

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Hvernig fer leikurinn?
1.790 tóku þátt í skoðanakönnun á forsíðu.

45% Breiðablik vinnur
55% Valur vinnur
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ
Í dag fer fram úrslitaleikurinn í Mjólkurbikar kvenna. Breiðablik og Valur eigast við í leik sem hefst klukkan 16:00.

Þetta eru tvö sigursælustu liðin í bikarnum og hafa þau bæði unnið keppnina 13 sinnum. Í dag skýrist það hvaða félag er það sigursælasta í sögu bikarkeppni kvenna.

Þetta eru tvö bestu lið landsins þessa stundina og er um að gera að skella sér á völlinn!

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir
11. Anna Rakel Pétursdóttir
13. Cyera Hintzen
14. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Varamenn:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
10. Elín Metta Jensen
15. Hailey Lanier Berg
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir
19. Bryndís Arna Níelsdóttir
22. Mariana Sofía Speckmaier
24. Mikaela Nótt Pétursdóttir
26. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
María Hjaltalín
Matthías Guðmundsson
Gísli Þór Einarsson
Mark Wesley Johnson

Gul spjöld:
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('78)

Rauð spjöld: