Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Fjölnir
4
1
Selfoss
Júlíus Mar Júlíusson '40 1-0
1-1 Adam Örn Sveinbjörnsson '45
Guðmundur Karl Guðmundsson '62 2-1
Hákon Ingi Jónsson '66 3-1
Alexander Clive Vokes '88
Viktor Andri Hafþórsson '90 4-1
27.08.2022  -  14:00
Extra völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Bongó blíða!
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Maður leiksins: Lúkas Logi Heimisson
Byrjunarlið:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
Guðmundur Þór Júlíusson ('31)
3. Reynir Haraldsson
4. Sigurpáll Melberg Pálsson
7. Dagur Ingi Axelsson ('75)
11. Dofri Snorrason
17. Lúkas Logi Heimisson ('67)
23. Hákon Ingi Jónsson
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f) ('75)
78. Killian Colombie

Varamenn:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
4. Júlíus Mar Júlíusson ('31)
7. Arnar Númi Gíslason ('75)
10. Viktor Andri Hafþórsson ('67)
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
22. Baldvin Þór Berndsen
37. Árni Steinn Sigursteinsson ('75)

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Einar Már Óskarsson
Erlendur Jóhann Guðmundsson

Gul spjöld:
Júlíus Mar Júlíusson ('44)
Reynir Haraldsson ('49)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
4-1 sigur Fjölnis staðreynd. Liðin skildu jöfn að í hálfleik en í síðari hálfleik gaf Fjölnir verulega í og unnu verðskuldaðan 4-1 sigur.
Viðtöl og skýrsla koma innan skams.
90. mín MARK!
Viktor Andri Hafþórsson (Fjölnir)
Viktor Andri endanlega að klára leikinn!

Viktor fær boltann í gegnum vörn Selfyssinga og klárar af miklu öryggi í vinstra hornið.
88. mín Rautt spjald: Alexander Clive Vokes (Selfoss)
Heimskulegt af Alexander, hann tosar í Killian Colombie á gulu spjaldi og uppsker réttilega rautt spjald.
84. mín
Hans Viktor á skalla á markið en Stefán Þór grípur boltann þægilega.
80. mín
Inn:Ívan Breki Sigurðsson (Selfoss) Út:Gonzalo Zamorano (Selfoss)
80. mín
Inn:Óliver Þorkelsson (Selfoss) Út:Reynir Freyr Sveinsson (Selfoss)
77. mín
Dauðafæri!
Gonzalo Zamorano lyftir boltanum yfir Sigurjón í marki Fjölnis. Gummi Tyrfings með boltann nánast á línu en Hans Viktor kemst fyrir boltann og nær að bjarga frábærlega.
76. mín
Þvílík varsla!
Hákon Ingi með gott skot í teig Selfyssinga en Stefán Þór
ver frábærlega með fætinum.
75. mín Gult spjald: Alexander Clive Vokes (Selfoss)
75. mín
Inn:Árni Steinn Sigursteinsson (Fjölnir) Út:Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
75. mín
Inn:Arnar Númi Gíslason (Fjölnir) Út:Dagur Ingi Axelsson (Fjölnir)
75. mín Gult spjald: Þór Llorens Þórðarson (Selfoss)
Gummi K
72. mín
Inn:Hrvoje Tokic (Selfoss) Út:Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
72. mín
Inn:Alexander Clive Vokes (Selfoss) Út:Ingvi Rafn Óskarsson (Selfoss)
69. mín Gult spjald: Reynir Freyr Sveinsson (Selfoss)
67. mín
Inn:Viktor Andri Hafþórsson (Fjölnir) Út:Lúkas Logi Heimisson (Fjölnir)
66. mín MARK!
Hákon Ingi Jónsson (Fjölnir)
Stoðsending: Lúkas Logi Heimisson
Hákon Ingi að skora þriðja mark Fjölnis!
Hákon fær boltann rétt fyrir utan teig tekur eina snertingu og tekur svo fast skot út við stöng, Stefán Þór á ekki séns að verja skotið.
65. mín
Stöngin!

Boltinn berst út á Gary Martin í teig Fjölnis sem tekur fast skot og boltinn hafnar í stönginni!
62. mín MARK!
Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Stoðsending: Lúkas Logi Heimisson
Þetta lá í loftinu!!!
Lúkas Logi kemur með boltann á Gumma Kalla rétt fyrir utan teig, Gummi leggur boltann fyrir sig og setur boltann fagmannlega út við stöng í fjærhornið.
61. mín
Fjölnir fær horn Gummi Kalli tekur, Selfyssingar koma boltanum frá.
60. mín
Hákon Ingi með gott skot fyrir utan teig en Stefán Þór ver boltann í horn.
Fjölnismark liggur í loftinu.
58. mín
Inn:Þór Llorens Þórðarson (Selfoss) Út:Aron Darri Auðunsson (Selfoss)
58. mín
Enn og aftur er Lúkas Logi með frábært skot sem fer rétt yfir mark Selfyssinga.
56. mín
Eftir annað horn Fjölnis er mikill darraðadans í teig Selfyssinga en fyrir rest koma þeir boltanum frá.
55. mín
Fjölnismenn mjög líflegir hér fyrstu 10 mínúturnar af síðari hálfleik.
54. mín
Lúkas Logi með fast skot fyrir utan teig, Stefán Þór ver boltann vel í horn.
Reynir tekur hornið og Stefán Þór kýlir boltann yfir í annað horn.
52. mín
Gary Martin í góðu færi í teig Fjölnis, hann tekur skotið en Sigurjón ver í horn.
51. mín
Lúkas Logi með skemmtilega skot tekur boltann á lofti fyrir utan teig en boltinn fer rétt framhjá markinu.
Ekki galin tilraun.
50. mín
Dagur Ingi kominn upp að endalínu kemur með boltann út í teiginn á Hákon sem er við markteig en boltinn kemur aðeins fyrir aftan Hákon og Selfoss kemst í boltann.
49. mín Gult spjald: Reynir Haraldsson (Fjölnir)
Reynir Haralds spjaldaður fyrir dýfu.
46. mín
Seinni hálfleikur fer af stað, Fjölnir byrjar með boltann.
45. mín
Dómaraskipting í hálfleik!

Gylfi Már Sigurðsson aðstoðadómari 2 fer meiddur af velli en í hans stað kemur Birkir Sigurðsson.


45. mín
Hálfleikur
Twana Khalid flautar til hálfleiks. Fjörugur leikur hér á Extra vellinum, bæði mörk úr föstum leikatriðum en bæði lið búin að fá nóg af færum.
45. mín MARK!
Adam Örn Sveinbjörnsson (Selfoss)
Adam að jafna metin rétt fyrir hálfleik!

Selfoss fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Fjölnis. Jón Vignir tekur og boltinn kemur á Adam Örn sem skallar boltann í netið!
44. mín Gult spjald: Gonzalo Zamorano (Selfoss)
44. mín Gult spjald: Júlíus Mar Júlíusson (Fjölnir)
40. mín MARK!
Júlíus Mar Júlíusson (Fjölnir)
Stoðsending: Reynir Haraldsson
Varamaðurinn að koma Fjölnismönnum yfir!

Fjölnir með horn Reynir Haralds tekur það og finnur Júlíus Mar sem stekkur hæst og skallar boltann í fjærhornið og inn!
Fyrsta meistaraflokksmark Júlíusar fyrir Fjölni.
38. mín
Gummi Tyrfings í einn á einn stöðu við Sigurjón Daða í marki Fjölnis en Gummi tekur skotið framhjá markinu.
36. mín
Illa farið með frábært færi!

Fjönir er í 3 á 2 stöðu Gummi Kalli rennir boltanum á Dofra sem er góðri skotstöðu en hann ákveður að leggja boltann aftur út þar sem enginn Fjölnismaður er. Fjölnir heldur þó í boltann og það kemur fyrirgjöf á Dofra sem skallar boltann á markið en Stefán Þór ver vel.
35. mín
Selfyssingar fá hér horn en ekkert kemur upp úr því.
31. mín
Inn:Júlíus Mar Júlíusson (Fjölnir) Út:Guðmundur Þór Júlíusson (Fjölnir)
Bræðraskipting!
Gummi Júl fer útaf meiddur en hann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið.
Inná kemur bróðir hans Júlíus Mar ungur og efnilegur miðjumaður.
27. mín
Dagur Ingi með góðan sprett kominn í teig Selfoss hann kemur boltanum út á Lúkas Loga sem á ágætis skot sem Stefán ver í horn.
21. mín
Selfoss fær aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateigshornið.
Jón Vignir tekur skotið, Sigurjón Daði heldur ekki boltanum en varnarmaður Fjölnis kemur boltanum frá og í horn.
15. mín
Fjölnir fær frábært færi!
Gummi Kalli fær boltann inn fyrir vörn Selfyssinga hann rennir boltanum út í teiginn á Dofra sem er í frábærri stöðu. Hann tekur skotið en Stefán Þór ver vel.
Dofri hefði mátt gera betur í þessari stöðu.
9. mín
Selfyssingar fá fyrsta horn leiksins, Gary Martin fær boltann fyrir utan teig og tekur skotið sem fer í varnarmann og í annað horn sem er skallað frá.
5. mín
Gummi Kalli kemur með fyrirgjöf frá vinstri, Killian Colombie fær boltann á fjær tekur við honum og tekur hörkuskot en Stefán Þór ver vel í marki Selfoss.
3. mín
Alvöru færi!
Selfyssingar fá aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu, Jón Vignir kemur með góðan bolta á fjærstöng þar sem Gummi Tyrfings skallar boltann fyrir markið en enginn Selfyssingur til að koma boltanum inn.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og eru það gestirnir sem byrja með boltann!
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn!

Síðasti leikur Fjölnis var skellur gegn Vestra 4-1 tap, Úlfur Arnar gerir 3 breytingar á sínu liði en Sigurpáll Melberg, Gummi Júl og Lúkas Logi koma allir inn.
Út fara þeir Júlíus Mar, Arnar Númi og Vilhjálmur Yngvi.

Síðasti leikur Selfoss var 0-1 tap gegn Kórdrengjum, Dean Martin gerir 4 breytingar á sínu liði frá þeim leik.
Inn í liðið koma Þorsteinn Aron, Aron Darri, Guðmundur Tyrfingsson og Reynir Freyr Sveinsson.
Út fara Hrovje Tokic, Jökull Hermannson, Þormar Elvarsson og Þór Llorerns.

Báðir þjálfarar gera miklar breytingar á sínum liðum.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna
Liðin mættust síðast í 8. umferð Lengjudeildarinnar, en þá hafði Selfoss betur 2-0. Mörk Selfoss skoruðu Gonzalo Zamorano og seinna markið skoraði Guðmundur Þór Júlíusson í sitt eigið net.
Fyrir leik
Tríeykið
Maðurinn með flautuna er Twana Khalid Ahmed en hann er að dæma sinn fyrsta leik í Lengjudeild karla. Honum til halds og trausts á sitthvorri línunni eru þeir Smári Stefánsson og Gylfi Már Sigurðsson.
Eftirlitsdómari leiksins er Þórður Georg Lárusson.

Fyrir leik
Selfoss

Selfoss sitja í 6. sæti deildarinnar með 25 stig.
Selfoss hefur átt undan brattann að sækja síðustu leiki en þeir hafa aðeins unnið 1 leik af síðustu 7 í deildinni. Síðasti leikur Selfoss var gegn Kórdrengjum á Selfossi en sá leikur tapaðist 0-1.
Markahæstu leikmenn liðsins eru þeir Gary Martin með 9 mörk, Gonzalo Zamorano 8 mörk og Hrovje Tokic með 6 mörk.


Fyrir leik
Fjölnir

Heimamenn í Fjölni eru í 4. sæti deildarinnar með 30 stig.
Fjölnir eiga tölfræðilega ennþá möguleika um að komast upp í Bestu-deild en verða þá að eiga góðan lokasprett og treysta á önnur úrslit. HK sem er í 2. sæti deildarinnar er 7 stigum fyrir ofan Fjölni en aðeins 4 leikir eru eftir af deildinni og vonast Fjölnismenn eftir kraftaverki.

Í síðustu 5 leikjum Fjölnis hafa þeir unnið 2 leiki gert jafntefli í einum og tapað 2.
Markahæstu leikmenn Fjölnis eru þeir Hákon Ingi Jónsson með 9 mörk og Lúkas Logi með 6 mörk.


Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn kæru lesendur og veriði velkomin í þráðbeinna textalýsingu frá Extra vellinum. Hér klukkan 14:00 mun Fjölnir taka á móti Selfoss í 19. umferð Lengjudeild karla.


Byrjunarlið:
1. Stefán Þór Ágústsson (m)
3. Reynir Freyr Sveinsson ('80)
5. Jón Vignir Pétursson (f)
7. Aron Darri Auðunsson ('58)
8. Ingvi Rafn Óskarsson ('72)
10. Gary Martin
17. Valdimar Jóhannsson ('72)
19. Gonzalo Zamorano ('80)
20. Guðmundur Tyrfingsson (f)
22. Adam Örn Sveinbjörnsson
22. Þorsteinn Aron Antonsson

Varamenn:
12. Arnór Elí Kjartansson (m)
2. Ívan Breki Sigurðsson ('80)
4. Jökull Hermannsson
9. Hrvoje Tokic ('72)
15. Alexander Clive Vokes ('72)
23. Þór Llorens Þórðarson ('58)
99. Óliver Þorkelsson ('80)

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Þorkell Ingi Sigurðsson
Stefán Logi Magnússon
Arnar Helgi Magnússon
Atli Rafn Guðbjartsson
Lilja Dögg Erlingsdóttir

Gul spjöld:
Gonzalo Zamorano ('44)
Reynir Freyr Sveinsson ('69)
Þór Llorens Þórðarson ('75)
Alexander Clive Vokes ('75)

Rauð spjöld:
Alexander Clive Vokes ('88)