Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Fylkir
5
1
Grótta
Mathias Laursen '10 1-0
Benedikt Daríus Garðarsson '24 2-0
Mathias Laursen '40 3-0
Mathias Laursen '50 4-0
Óskar Borgþórsson '58 5-0
5-1 Luke Rae '61
27.08.2022  -  14:00
Würth völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Frábærar
Dómari: Juho Nieminen (Finnland)
Áhorfendur: 1033
Maður leiksins: Mathias Laursen
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
3. Unnar Steinn Ingvarsson
4. Arnór Gauti Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson (f)
9. Mathias Laursen ('63)
10. Benedikt Daríus Garðarsson ('68)
11. Þórður Gunnar Hafþórsson
17. Birkir Eyþórsson ('55)
18. Nikulás Val Gunnarsson ('55)
27. Arnór Breki Ásþórsson ('63)

Varamenn:
12. Guðmundur Rafn Ingason (m)
6. Frosti Brynjólfsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('68)
16. Emil Ásmundsson ('55)
22. Ómar Björn Stefánsson ('63)
77. Óskar Borgþórsson ('55)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Daði Ólafsson
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Óðinn Svansson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Michael John Kingdon
Ágúst Aron Gunnarsson
Olgeir Sigurgeirsson
Smári Hrafnsson

Gul spjöld:
Ásgeir Eyþórsson ('22)
Óskar Borgþórsson ('83)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið. 5-1 öruggur sigur Fylkis staðreynd á heimavelli.

Fylkir eru komnir í Bestu deildina á meðan vonir Gróttu um sæti í Bestu-deildinni á næsta ári eru litlar sem engar, þar sem liðið er níu stigum á eftir HK þegar þrjár umferðir eru eftir.
90. mín
Jæja þetta er alveg að klárast... Fylkir eru á leið í Bestu-deildina á næsta tímabili.
84. mín
Inn:Tómas Johannessen (Grótta) Út:Dagur Þór Hafþórsson (Grótta)
84. mín
Inn:Arnþór Páll Hafsteinsson (Grótta) Út:Sigurbergur Áki Jörundsson (Grótta)
84. mín
Ívan Óli Santos með skalla yfir markið eftir aukaspyrnu frá Óliver Degi.
83. mín Gult spjald: Óskar Borgþórsson (Fylkir)
76. mín
Inn:Ívan Óli Santos (Grótta) Út:Benjamin Friesen (Grótta)
72. mín
Áhorfendur í dag: 1033
68. mín
Óskar Borgþórsson kemur boltanum í netið en réttilega flaggaður rangstæður eftir að Jón Ívan hafi varið frá honum og síðan hélt sókn Fylkis áfram en þar sem Óskar var kominn framfyrir Jón sem var kominn út í teiginn og einungis einn varnarmaður Gróttu fyrir aftan Óskar þá var hann réttilega flaggaður rangstæður.
68. mín
Inn:Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir) Út:Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Benedikt verið öflugur í dag.
66. mín
Inn:Gunnar Jónas Hauksson (Grótta) Út:Kristófer Orri Pétursson (Grótta)
66. mín
Inn:Gabríel Hrannar Eyjólfsson (Grótta) Út:Júlí Karlsson (Grótta)
63. mín
Inn:Ómar Björn Stefánsson (Fylkir) Út:Mathias Laursen (Fylkir)
Þrennu-maðurinn er farinn af velli eftir rúmlega klukkutíma leik.
63. mín
Inn:Daði Ólafsson (Fylkir) Út:Arnór Breki Ásþórsson (Fylkir)
61. mín MARK!
Luke Rae (Grótta)
Stoðsending: Patrik Orri Pétursson
Luke Rae minnkar muninn fyrir Gróttu eftir fyrirgjöf frá Patriki Orra.
58. mín MARK!
Óskar Borgþórsson (Fylkir)
Stoðsending: Benedikt Daríus Garðarsson
HVAÐ ER AÐ GERAST?

Þvílík upprúllun hér í Árbænum. Benedikt Daríus var með boltann á vinstri kantinum, fann Óskar Borgþórsson sem er nýkominn inná sem varamaður og hann gjörsamlega hamrar boltanum í nærhornið.
55. mín
Inn:Óskar Borgþórsson (Fylkir) Út:Birkir Eyþórsson (Fylkir)
Birkir átt frábæran leik á miðjunni hjá Fylki. Hefur átt þátt í mörgum af bæði mörkum og færum Fylkis í leiknum.
55. mín
Inn:Emil Ásmundsson (Fylkir) Út:Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
50. mín MARK!
Mathias Laursen (Fylkir)
Stoðsending: Þórður Gunnar Hafþórsson
Þrenna frá Dananum!

Fær boltan frá Þórði Gunnari sem var með boltann við endalínuna eftir stungusendingu frá Birki Eyþórssyni. Þórður renndi boltanum út í teiginn á Mathias Laursen sem smellti boltanum í fjærhornið.
47. mín
Benjamin Friesen spólar sig í gegnum vörn Fylkis en kemur ekki boltanum framhjá Ólafi Kristófer í markinu.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikurinn er farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Juho hefur flautað til hálfleiks. Fylkir leiðir 3-0 í hálfleik.
40. mín MARK!
Mathias Laursen (Fylkir)
Stoðsending: Þórður Gunnar Hafþórsson
Þórður Gunnar með stjörnu fyrirgjöf og Mathias eiginlega bara hleypur á boltann og boltinn fer framhjá Jóni í markinu og heimamenn eru að niðurlægja gestina!

Þetta mark lág heldur betur ekki í loftinu, þar sem gestirnir höfðu sótt töluvert meira síðustu mínútur en það er ekki spurt af því.
39. mín
Ólafur Kristófer ver síðan aftur eftir hornspyrnuna.
38. mín
Luke Rae í DAUÐAFÆRI en hann Ólafur Kristófer nær að verja með fótunum og boltinn aftur fyrir.

Arnór Gauti gerir hræðileg mistök og missir boltann við vítateigslínuna. Luke Rae var með annan Gróttu leikmann hliðin á sér einn gegn Ólafi. Þarna skall hurð nærri hælum.
35. mín
Gróttumenn eru að sækja í sig veðrið og nú átti Luke Rae skot innan teigs yfir markið.
34. mín
Benjamin Frisen með lúmskt skot með vinstri utan teigs sem Ólafur Kristófer nær rétt svo að blaka boltanum í stöngina og síðan kemur Ásgeir Eyþórsson og bjargar málunum.
30. mín
Þetta annað mark hefur aðeins slökkt á Gróttumönnum og leikurinn hefur aðeins róast. Mikið áfall fyrir gestina að vera 0-2 undir eftir 24 mínútna leik og vonir þeirra um að eiga séns á sæti í Bestu-deildinni á næsta ári eru orðnar litlar sem engar.
24. mín MARK!
Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Stoðsending: Birkir Eyþórsson
Eftir að hafa unnið boltann í öftustu línu snéru Fylkismenn vörn í sókn og Birkir Eyþórsson átti góða sendingu upp völlinn á Benedikt Daríus sem tók nokkrar snertingar á boltann áður en hann stýrði boltanum í netið.
22. mín Gult spjald: Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
Ásgeir Eyþórsson reynir einhversskonar bakfallsspyrnu innan teigs en það fer ekki betur en svo að hann sparkar í andlitið á Degi Þór Hafþórssyni sem liggur eftir.
19. mín
Aftur á Benedikt Daríus skot innan teigs en aftur fer boltinn framhjá fjærstönginni. Og aftur eftir undirbúning frá Þórði Gunnari og Birki Eyþórs.
18. mín
Patrik Orri með skalla eftir aukaspyrnu frá miðju en boltinn vel framhjá fjærstönginni.
18. mín
Eins og staðan er núna þá eru bæði Fylkir og HK búið að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu á næsta ári.
16. mín
Benedikt Daríus fær boltann innfyrir vörn Gróttu inní vítateig en hittir ekki á markið. Laglegur undirbúningur hjá Þórði Gunnari og Birki Eyþórssyni í aðdragandanum.
13. mín
Mathias Laursen með aðra skot tilraun en boltinn framhjá fjærstönginni. Arnar Þór rann í vörninni og Mathias nýtti sér það.
10. mín MARK!
Mathias Laursen (Fylkir)
Fylkir eru komnir yfir!

Mathias Laursen fær boltann inní vítateig Fylkis og gerir allt rétt og stýrir boltanum í netið framhjá Jóni Ívani Rivine í marki Gróttu.
9. mín
Arnór Gauti dæmdur brotlegur og fær tiltal frá Juho dómara leiksins. Arnór skilur hvorki upp né niður í þessari ákvörðun Finnans.
8. mín
Arnór Breki reynir hættulega tilraun sem fer í varnarmann Gróttu og boltinn aftur út á Arnór sem reynir fyrirgjöf sem fer yfir allan pakkann.
7. mín
Dagur Þór brýtur á Mathias Laursen og Fylkir fær aukaspyrnu, hægra megin við vítateig Gróttu.
5. mín
Hornspyrnan fer yfir allan pakkann og ekkert verður úr þessu hjá heimamönnum.
5. mín
Fylkir fær aðra hornspyrnu. Unnar Steinn ætlar að taka hana í þetta skiptið.
4. mín
Dagur Þór reynir skot við vítateigslínuna vinstra megin en Unnar Steinn kemst fyrir.
2. mín
Arnór Breki með hornspyrnuna sem fyrirliðI Gróttu, Arnar Þór Helgason skallar frá.
1. mín
Fylkir fær hornspyrnu strax eftir 30 sekúndur.
1. mín
Leikur hafinn
Finninn hefur flautað leikinn á. Það er glampandi sól og smá gola.
Fyrir leik
Dómari leiksins Juho Nieminen kemur frá Finnlandi.
Fyrir leik
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis stillir upp sama byrjunarliði og í síðasta leik er liðið vann HK 2-0 í Kórnum.
Fyrir leik
Tvær breytingar eru á liði Gróttu frá síðasta leik.

Ólafur Karel er ekki í leikmannahópnum í dag og þá tekur Kjartan Kári út leikbann. Inn í byrjunarliðið koma þeir Benjamin Friesen og Sigurbergur Áki Jörundsson.
Fyrir leik
Það er frábært veður til knattspyrnuiðkunar hér í Árbænum í dag. Það eru rúmlega 10 mínútur í leikinn og áhorfendur eru farnir að streyma á völlinn. Það er gríðarlega mikið undir hjá báðum liðum hér í dag.
Fyrir leik
Eftir þrjú töp í röð í deildinni hefur Grótta unnið síðustu þrjá leiki og halda enn í vonina um að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu.

Á meðan hefur Fylkir unnið síðustu níu leiki sína í deildinni og eru taplausir í síðustu ellefu leikjum.
Fyrir leik
Fylkir fór illa með Gróttu í fyrri viðureign liðanna á Seltjarnarnesinu. Fylkir komst í 4-0 í fyrri hálfleik en leiknum lauk með 5-2 sigri Árbæinga.
Fyrir leik
Hér á eftir eigast við Fylkir og Grótta í toppbaráttuslag í 19. umferð Lengjudeildarinnar.

Nái Fylkir stigi í dag hefur liðið tryggt sæti í deild þeirra bestu á næsta tímabili.

Grótta er hinsvegar í 3. sæti deildarinnar sex stigum á eftir HK og þarf á öllum stigunum að halda hér í dag. Tapi Grótta og HK vinnur Kórdrengi á sama tíma þá hefur HK gott sem tryggt sér sæti í deild þeirra bestu einnig.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Wurth-vellinum í Árbænum.
Byrjunarlið:
1. Jón Ívan Rivine (m)
2. Arnar Þór Helgason
3. Dagur Þór Hafþórsson ('84)
4. Arnar Daníel Aðalsteinsson
5. Patrik Orri Pétursson
6. Sigurbergur Áki Jörundsson ('84)
8. Júlí Karlsson ('66)
10. Kristófer Orri Pétursson (f) ('66)
17. Luke Rae
19. Benjamin Friesen ('76)
29. Óliver Dagur Thorlacius

Varamenn:
12. Hilmar Þór Kjærnested Helgason (m)
8. Tómas Johannessen ('84)
12. Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('66)
14. Arnþór Páll Hafsteinsson ('84)
15. Hannes Ísberg Gunnarsson
17. Gunnar Jónas Hauksson ('66)

Liðsstjórn:
Chris Brazell (Þ)
Halldór Kristján Baldursson
Jón Birgir Kristjánsson
Ástráður Leó Birgisson
Dominic Ankers
Paul Benjamin Westren
Ívan Óli Santos
Gareth Thomas Owen

Gul spjöld:

Rauð spjöld: