Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
KA
2
3
Víkingur R.
0-1 Erlingur Agnarsson '19
Sveinn Margeir Hauksson '38 1-1
Nökkvi Þeyr Þórisson '67 2-1
2-2 Júlíus Magnússon '76
2-3 Birnir Snær Ingason '90
28.08.2022  -  16:00
Greifavöllurinn
Besta-deild karla - 19. umferð
Aðstæður: 13° hiti og smá vindur.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 815
Maður leiksins: Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Dusan Brkovic ('37)
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
14. Andri Fannar Stefánsson
21. Nökkvi Þeyr Þórisson
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('63)
26. Bryan Van Den Bogaert ('86)
27. Þorri Mar Þórisson
30. Sveinn Margeir Hauksson ('86)

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('86)
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('86)
28. Gaber Dobrovoljc ('37)
29. Jakob Snær Árnason ('63)
44. Valdimar Logi Sævarsson
77. Bjarni Aðalsteinsson

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Sævar Pétursson
Steingrímur Örn Eiðsson
Eiður Benedikt Eiríksson

Gul spjöld:
Nökkvi Þeyr Þórisson ('25)
Daníel Hafsteinsson ('40)
Andri Fannar Stefánsson ('71)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stórkostlegum leik lokið á KA svæðinu! Það eru Víkingar sem að fara heim með risastór þrjú stig! Bæði lið gera sig nú klár í undanúrslit Mjólkurbikarsins.

Takk fyrir mig!
90. mín MARK!
Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
Stoðsending: Arnór Borg Guðjohnsen
VÍKINGAR KOMAST YFIR!!!

Arnór Borg leikur inná teig KA manna og leggur boltann út á Birni Snær sem að á skot rétt fyrir utan teig KA. Skotið er ekki mjög fast og hreinlega LEKUR undir Jajalo. Verð að setja stórt spurningamerki við markmanninn þarna! 2-3!
89. mín Gult spjald: Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Sparkar Andra niður eftir mikla baráttu. Bara að stoppa skyndisókn.
86. mín
Inn:Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Út:Sveinn Margeir Hauksson (KA)
86. mín
Inn:Hrannar Björn Steingrímsson (KA) Út:Bryan Van Den Bogaert (KA)
82. mín
Hallgrímur gerir mjög vel í baráttunni við McLagan. Veður upp völlinn og leggur boltann svo til hliðar á Jakob. Jakob reynir að sóla sig í skotfæri, en færið er þröngt og hann á skot/sendingu sem að er hættulítið.
80. mín
NÖKKVI SKÝTUR Í STÖNGINA!!

Sveinn Margeir á magnaða sendingu fyrir teiginn og Nökkvi tekur hann viðstöðulaust. Skotið er þéttingsfast og hafnar í stönginni!
77. mín
Inn:Arnór Borg Guðjohnsen (Víkingur R.) Út:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
76. mín MARK!
Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
Stoðsending: Logi Tómasson
VÍKINGAR JAFNA!!! FRÁBÆR LEIKUR HÉR Á KA SVÆÐINU!!

Logi Tómasson tekur in-swing hornspyrnu þar sem að Júlíus mætir á nær og gjörsamlega stangar boltann inn. Frábærlega gert! 2-2!
75. mín
Hallgrímur í fínu færi!

Nökkvi leggur boltann á Hallgrím sem að er í ágætu skotfæri rétt fyrir utan teig Víkings, en hann hittir boltann ekki nægilega vel og boltinn fer eiginlega beint á Ingvar í markinu.
72. mín
Þorri liggur eftir. Fékk boltann í andlitið. Á meðan ráða Víkingar ráðum sínum við hliðarlínuna.

Þorri er klár í að byrja aftur.
71. mín Gult spjald: Andri Fannar Stefánsson (KA)
Tekur Birni niður, sýndist mér. Rétt hjá Erlendi.
67. mín MARK!
Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
ÞVÍÍÍÍÍÍLÍKT MAAAARK!!! OG STÚKAN TRYLLIST GJÖRSAMLEGA!

Vinnur boltann af Helga á miðjum vallarhelmingi Víkings og veður að teignum. Klippir inn á hægri fótinn og lætur vaða af ca. 20 metra færi og hamrar boltann framhjá Ingvari. 2-1!
64. mín
Pablo með ruglaða vippu inní teig á Birni sem að tekur boltann á lofti en skotið er skelfilegt.
63. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (KA) Út:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA)
Steinþór kemur af velli. Verið ofboðslega duglegur í dag.
62. mín
Bryan á skalla að marki Víkings, en hann er laflaus og fer aftur fyrir.
61. mín
Steinþór er svo seigur. Vinnur aukaspyrnu af miklu harðfylgi út við hornfánann á hægri kantinum.
59. mín
HANSEN ÞARF AÐ LENGJA Á SÉR STÓRU TÁNNA!

Nikolaj Hansen er hársbreidd frá því að slútta flottasta liðsmarki ársins en hann var ekki nógu langur og boltinn rennur þvert yfir vítateiginn!
58. mín
Arnar Gunnlaugsson að fríska uppá sóknarleik sinna manna. Mikil stöðubarátta þessa stundina og afskaplega lítið um ógnanir.
57. mín
Inn:Birnir Snær Ingason (Víkingur R.) Út:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
52. mín
Aukaspyrna Sveins ratar inná teig en ekkert verður úr þessu.
51. mín
Andri Fannar vinnur aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Víkings. Þá drífa KA menn sig inná teig og vona að Sveinn Margeir sé búinn að hita upp hægri löppina.
46. mín
KA MENN VILJA VÍTASPYRNU!

Hallgrímur Mar fellur í teignum eftir baráttu við Ekroth. Stúkan gjörsamlega tryllist og Hallgrímur er ekki beinlínis sáttur heldur. Þetta virkaði klaufalegt hjá Ekroth!
46. mín
Inn:Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Út:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn!

45. mín
Hálfleikur
Býsna spennuþrungnum fyrri hálfleik lokið. Það þarf ekkert sérstaklega mikið útaf að bregða til þess að þessi leikur fari í skrúfuna, þar sem að leikmenn og dómari virðast ekki vera á alveg sömu bylgjulengd.

Vonum að það haldist allt innan velsæmismarka, en það er ekkert að smá ringulreið og drama!
45. mín
+3

Hallgrímur Mar á fast skot með vinstri sem að er blokkað aftur fyrir. Líklega það síðasta sem að gerist í fyrri hálfleik. Sveinn Margeir tekur spyrnuna.
45. mín
+2

Sveinn Margeir fellur inní teig Víkings í baráttunni við Oliver Ekroth. Ekkert dæmt, stúkan brjálast og Ekroth gjörsamlega hraunar yfir Svein Margeir sem að reynir að útskýra mál sitt fyrir Svíanum.
45. mín
Þremur mínútum bætt við.
42. mín
Pablo liggur eftir baráttu við Steinþór Frey. Stúkan baular og baular!
40. mín Gult spjald: Daníel Hafsteinsson (KA)
Virtist detta á McLagan. Mögulega óheppinn að fá spjald þarna.
38. mín MARK!
Sveinn Margeir Hauksson (KA)
Stoðsending: Steinþór Freyr Þorsteinsson
KA MENN JAFNA!!!

Andri Fannar setur langan bolta upp völlinn og Logi Tómasson ætlar að skýla boltanum aftur fyrir endamörk en Steinþór Freyr gefst ekki upp og vinnur boltann af harðfylgi inní teig gestanna. Hann leggur svo boltann á dauðafrían Svein Margeir sem að setur boltann í Kyle McLagan og framhjá Ingvari. 1-1!
37. mín
Inn:Gaber Dobrovoljc (KA) Út:Dusan Brkovic (KA)
Dusan greinilega eitthvað meiddur.
36. mín
Aukaspyrna Sveins er arfaslök og endar með því að Pablo fiskar aukaspyrnu á Nökkva.
35. mín
Sveinn Margeir tekur Loga á úti á hægri kantinum og fær aukaspyrnu. Heimamenn fjölmenna í teiginn og allir í Víkingsliðinu eru til baka.
30. mín
Korter eftir af fyrri hálfleik. Það er barátta, það er hiti og það eru tæklingar. Bara gaman!
27. mín Gult spjald: Pablo Punyed (Víkingur R.)
Stoppar Þorra áður en að hann kemst á ferðina. Pablo kominn í bann.
25. mín Gult spjald: Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
Tekur Helga niður úti á kanti. Helgi virðist hafa meitt sig nokkuð við þetta högg.
24. mín
Leikurinn og stúkan lifnaði við þetta mark gestanna. Verð sjokkeraður ef að þetta endar bara 0-1.
20. mín
HVAÐ Í ÓSKÖPUNUM GERIST?!

Víkingar bruna í skyndisókn sem að endar með því að Ari Sigurpálsson í algjöru DAUÐAFÆRI þrumar boltanum í slánna. KA menn fara þá upp hinu megin og Nökkvi á frábæra fyrirgjöf á Svein Margeir sem að skallar boltann í netið, en Erlendur flautar á bakhrindingu sýnist mér. Fannst þetta soft!
19. mín MARK!
Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Pablo Punyed
VÍKINGAR ERU KOMNIR YFIR!!!

Eftir langa sókn berst boltinn út á vinstri vænginn þar sem að Pablo Punyed gjörsamlega teiknar boltann á hausinn á Erlingi! 0-1!
15. mín
Víkingar meira með boltann, en lítið um opnanir þessa stundina. Vantar ekkert uppá baráttuna!
13. mín
Nökkvi setur Hallgrím í gegn en flaggið fer á loft. Sýndist það vera hárrétt.
10. mín
Nökkvi eitthvað að kveinka sér en virðist vera klár í að halda áfram.
9. mín
KA ná að halda boltanum ágætlega fyrir framan teig Víkings. Sveinn Margeir á svo háa fyrirgjöf inná teig gestanna þar sem að Daníel Hafsteinsson rís hæstur en skalli hans er talsvert framhjá markinu.
7. mín
Gestirnir mun beittari hér í upphafi og pressa KA stíft. Heimamönnum gengur illa að halda í boltann og hafa hingað til reynt mestmegnis að setja boltann hátt upp kantana.
5. mín
HELGI GUÐJÓNS Í DAUÐAFÆRI!

Víkingar spila sig inná teig KA alltof auðveldlega. Sýndist það vera Ari sem að lagði boltann þvert í teiginn og þar var Helgi aleinn í heiminum. Hann setur boltann langt yfir markið og biður um hendi, en ég held að það hafi ekki verið nokkuð til í því.
4. mín
Það er nákvæmlega það sem gerist! En Jajalo reiknaði með því og slæmir boltanum útaf. Hornspyrna sem að Víkingar eiga. Þar mætir Pablo einnig.
3. mín
Pablo og Danijel standa eftir. Ég skýt á að Pablo reyni að lyfta yfir vegginn.
2. mín
Danijel Djuric leikur á Ívar Örn sem að tekur hann niður. Víkingar fá aukaspyrnu á ansi vænlegum stað. Það stendur her manna yfir boltanum.
1. mín
Leikur hafinn
Víkingar koma þessu af stað!
Fyrir leik
Það er gríðarlega þéttsetið í stúkunni og fólk hvatt til þess að þjappa sér saman til að skapa meira pláss. Gestunum fylgdi flott stuðningsfólk þannig að það má eiga von á glimrandi góðri stemningu í dag.

Sömuleiðis er Stöð 2 Sport teymið mætt að sunnan og Guðmundur Benediktsson ætlar að lýsa leiknum af sinni alkunnu snilld.


Gummi Ben lætur sig ekki vanta í veisluna.
Fyrir leik
Leikbönn

Rodri og Elfar Árni Aðalsteinsson taka út leikbann í dag og þurfa því Arnar Grétarsson og Hallgrímur Jónasson að gera allavega tvær breytingar á liðinu sem að vann í Garðabænum gegn Stjörnunni.

Víkingar eru með hreinan skjöld aftur á móti.


Rodri skoraði tvívegis gegn Víkingum í 2-2 jafntefli á síðasta tímabili. Hann tekur út leikbann í dag ásamt Elfari Árna Aðalsteinssyni.
Fyrir leik
Dómarinn

Erlendur Eiríksson er á flautunni í dag. Hann fékk kaldar kveðjur frá Arnari Gunnlaugssyni í fyrri leik þessara liða, en Arnar var þó fljótur að biðjast afsökunar á hegðun sinni og kallaði hann "Ella, vin sinn".

Jóhann Gunnar Guðmundsson og Eysteinn Hrafnkelsson eru aðstoðardómarar. Varadómari er Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson og eftirlitsdómari er enginn annar en Þóroddur Hjaltalín.


Erlendur er einn af reynslumestu dómurum landsins og býður vonandi ekki uppá flautukonsert.
Fyrir leik
Síðustu fimm

Gengi KA: WLWWW

KA hefur verið á frábæru skriði og unnið fjóra af síðustu fimm deildarleikjum sínum með markatöluna 13-4. Eini tapleikurinn kom í umtöluðum leik gegn KR á KA vellinum. Þar fékk Arnar Grétarsson rautt spjald eftir samskipti sín við varadómarann Svein Arnarsson og uppskar 5 leikja bann í kjölfarið. Síðan þá hafa allir leikir unnist og sóknarmenn liðsins verið iðnir við kolann, þá sérstaklega Nökkvi Þeyr Þórisson. Þá hefur Hallgrímur Mar Steingrímsson farið vaxandi og virðist vera að nálgast toppform á flottum tímapunkti fyrir KA.

Gengi Víkings: WDDDD

Gestunum hefur gengið illa að ná sigrum í ágústmánuði og hafa gert hvert jafnteflið á fætur öðru. Nú síðast gerðu þeir 2-2 jafntefli í bráðfjörugum leik þar sem að Sigurður Steinar Björnsson hefði getað tryggt Víkingum sigurinn á lokamínútu leiksins. Arnar Gunnlaugsson sagði eftir leikinn við Val að staðan væri erfið, en ekki ómöguleg.

,,Eins og staðan er í dag þá virka bara lið í betri málum heldur en við, en við munum svo sannarlega ekki gefast upp og þetta er fljótt að breytast. Við þurfum að þrauka fram að úrslitakeppni og vera ekki meira en helst fimm stigum á eftir toppliðinu og þá getur allt gerst.''


KA er á miklu skriði og eiga heitasta leikmann deildarinnar, Dalvíkinginn Nökkva Þey Þórisson.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna: Víkingur R. 2-1 KA

Liðin mættust 29. maí í Fossvoginum og leikurinn bauð uppá alvöru drama. Ari Sigurpálsson kom heimamönnum í Víkingi yfir á 54. mínútu, áður en Nökkvi Þeyr Þórisson jafnaði metin rúmum 10 mínútum fyrir leikslok.

Rétt fyrir mark KA hafði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ætlað sér að gera tvöfalda skiptingu en fékk ekki að framkvæma hana. Eftir jöfnunarmarkið reiddist Arnar mjög og fékk að líta rauða spjaldið.

Það kom þó ekki að sök þar sem að Víkingur átti ás uppí erminni í formi Viktors Örlygs Andrasonar. Lúmskt skot hans skilaði sér í netið á 92. mínútu og reyndist sigurmark leiksins.

Þjálfararnir voru auðvitað í misgóðu skapi eftir leik.

Arnar Gunnlaugsson sagði leikinn hafa verið skrítinn og bera þess merki að liðin væru þreytt eftir leikjaálagið snemma móts. Varðandi rauða spjaldið sagði hann: ,,Auðvitað missi ég bara stjórn á skapi mínu og á auðvitað ekki að gera það og mér þykir það bara mjög leiðinlegt.''

Kollegi hans KA megin, Arnar Grétarsson, sagði að Íslands- og bikarmeistararnir hafi verið talsvert sterkari í fyrri hálfleik en var ánægður með seinni hálfleikinn og augljóslega svekktur að missa leikinn í tap. ,,Það var svekkjandi að hafa komið til baka og náð að jafna, en ná ekki að halda.''


Varadómarinn í fyrri leik liðanna, Erlendur Eiríksson, fær kaldar kveðjur frá þjálfarateymi Víkings. Arnar Gunnlaugsson fékk rauða spjaldið í kjölfarið, en Víkingar unnu þó leikinn.
Fyrir leik
Í dag mætast liðin í 2. og 3. sæti deildarinnar. Heimamenn í KA hafa nælt í 36 stig eftir 18 umferðir, á meðan að gestirnir úr Fossvoginum eru með 32 stig og eiga leik til góða. KA getur með sigri breikkað bilið á milli sín og Víkings og um leið sett pressu á Breiðablik sem að tróna á toppi deildarinnar með 42 stig. Blikar fá Leikni R. í heimsókn kl. 19:15 í kvöld.

Þá eru liðin bæði komin í undanúrslit Mjólkurbikarsins en þar mæta Víkingar í Kópavoginn og spila gegn toppliði Breiðabliks, á meðan að KA fékk útileik gegn FH.


Daníel Hafsteinsson og Davíð Örn Atlason í fyrri leik liðanna í sumar.
Fyrir leik
Góðan daginn! Hér mun fara fram textalýsing á stórleik KA og Víkings R. í Bestu-deild karla.
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
5. Kyle McLagan
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson ('77)
10. Pablo Punyed (f)
17. Ari Sigurpálsson ('46)
19. Danijel Dejan Djuric ('57)
20. Júlíus Magnússon (f)

Varamenn:
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
14. Sigurður Steinar Björnsson
15. Arnór Borg Guðjohnsen ('77)
18. Birnir Snær Ingason ('57)
23. Nikolaj Hansen ('46)
30. Tómas Þórisson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson

Gul spjöld:
Pablo Punyed ('27)
Erlingur Agnarsson ('89)

Rauð spjöld: