Kaplakrikavöllur
fimmtudagur 01. september 2022  kl. 17:00
Undanúrslit Mjólkurbikarsins
Aðstæður: Skýjað og logn, hiti kringum 10 gráðurnar
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 1.167
Maður leiksins: Davíð Snær Jóhannsson - FH
FH 2 - 1 KA
0-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('18)
Bryan Van Den Bogaert, KA ('70)
1-1 Oliver Heiðarsson ('74)
1-1 Steven Lennon ('78, misnotað víti)
2-1 Davíð Snær Jóhannsson ('93)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
2. Ástbjörn Þórðarson
4. Ólafur Guðmundsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson (f)
7. Steven Lennon
8. Kristinn Freyr Sigurðsson ('65)
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
10. Björn Daníel Sverrisson
22. Oliver Heiðarsson
27. Jóhann Ægir Arnarsson ('60)
33. Úlfur Ágúst Björnsson

Varamenn:
1. Gunnar Nielsen (m)
12. Heiðar Máni Hermannsson (m)
11. Davíð Snær Jóhannsson ('65)
16. Guðmundur Kristjánsson ('60)
17. Baldur Logi Guðlaugsson
23. Máni Austmann Hilmarsson
26. Þorri Stefán Þorbjörnsson
39. Baldur Kári Helgason

Liðstjórn:
Ólafur H Guðmundsson
Róbert Magnússon
Fjalar Þorgeirsson
Eiður Smári Guðjohnsen (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Sigurvin Ólafsson (Þ)

Gul spjöld:
Kristinn Freyr Sigurðsson ('30)
Jóhann Ægir Arnarsson ('33)
Oliver Heiðarsson ('36)
Björn Daníel Sverrisson ('55)
Guðmundur Kristjánsson ('88)

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
97. mín Leik lokið!
ÞETTA VAR FURÐULEGUR FÓTBOLTALEIKUR!!! TIL HAMINGJU FH!

BIKARÚRSLITALEIKUR GEGN VÍKINGI 1. OKTÓBER BÍÐUR!
Eyða Breyta
97. mín
Úlfur með skot af löngu færi yfir.
Eyða Breyta
96. mín
KA með lausan skalla beint á Atla. Þetta ætti að vera komið!
Eyða Breyta
96. mín
KA fær horn og Jajalo kominn fram. Ná ekki að gera neitt úr þessu.
Eyða Breyta
93. mín MARK! Davíð Snær Jóhannsson (FH)
SÁ HITTI BOLTANN!!!!!

VARAMAÐURINN DAVÍÐ SNÆR AÐ FARA LANGT MEÐ AÐ SKJÓTA FH Í ÚRSLITALEIKINN!

Lét vaða fyrir utan teig. Jajalo var í boltanum en þetta var alveg út við stöng!Eyða Breyta
92. mín
Langt innkast frá Ívari inn í teig FH sem Atli Gunnar handsamar.
Eyða Breyta
90. mín
Hætta upp við mark KA!!! Jajalo lendir í samstuði og leikurinn stoppaður. Fimm mínútum bætt við. Höfum siglt inn í uppbótartímann.
Eyða Breyta
88. mín Gult spjald: Guðmundur Kristjánsson (FH)
Braut á Nökkva.
Eyða Breyta
87. mín
Fyrra gula spjaldið sem Van Den Bogaert fékk áðan var fyrir dómaratuð... úfff. Betra að sleppa því bara.
Eyða Breyta
84. mín
Ásgeir Sigurgeirsson með skalla en beint í fangið á Atla.

Hér er leikið til þrautar. Förum við í framlengingu?
Eyða Breyta
83. mín
KA fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika frá vinstri.
Eyða Breyta
81. mín
FH hafði ekki skapað sér teljandi færi áður en rauða spjaldið fór á loft en hafa núna verið að herja á KA-menn. Þvílíkar sviptingar.
Eyða Breyta
80. mín
FH fékk einhverjar þrjár hornspyrnur í röð sem ekki nýttust.

Þessi leikur fór skyndilega úr því að vera þurr og leiðinlegur yfir í einhvern TRYLLTAN rússíbana!
Eyða Breyta
78. mín Misnotað víti Steven Lennon (FH)
HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA!!!! JAJALO VER FRÁ LENNON! Fer í rétt horn.Eyða Breyta
77. mín
VÍTI!!! FH FÆR VÍTI!!!!!! Davíð Snær Jóhannsson krækir í víti. Dobroviljc var dæmdur brotlegur eftir að hann missti Davíð frá sér.


Eyða Breyta
77. mín
Varðandi rauða spjaldið áðan, úr fréttamannastúkunni sýndist mér þetta vera hárrétt en Sverrir Örn Einarsson fréttamaður Fótbolta.net sem er að horfa í gegnum sjónvarpið segir þetta "soft" dóm en réttlætanlegan.


Eyða Breyta
76. mín


Eyða Breyta
74. mín MARK! Oliver Heiðarsson (FH), Stoðsending: Matthías Vilhjálmsson
FH HEFUR JAFNAÐ!!!!!

MATTI SKALLAR BOLTANN Á OLIVER SEM SKORAR! Hann hitti boltann ekki eins og hann ætlaði sér en hann lak inn í hornið!Eyða Breyta
73. mín
Skyndilega er þetta orðinn allt annar leikur,
Eyða Breyta
72. mín
SLÁIN!!! FH MEÐ TILRAUN Í SLÁ EFTIR AUKASPYRNUNA! Úlfur var við fjærstöngina og skallar í slá! LANGBESTA tilraun FH.
Eyða Breyta
70. mín Rautt spjald: Bryan Van Den Bogaert (KA)
SEINNA GULA SPJALDIÐ OG ÞAR MEÐ RAUTT!!!

Bryan braut af sér rétt hjá hornfánanum. Missti Oliver frá sér og braut á honum. Hárrétt, sýndist mér.
Eyða Breyta
70. mín
Stuðningsmenn FH hækka rausn sína, reyna að blása meira lífi í sóknaraðgerðir sinna manna.
Eyða Breyta
68. mín Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA) Sveinn Margeir Hauksson (KA)

Eyða Breyta
68. mín
Það fjarar allt út hjá FH um leið og þeir komast nálægt síðasta vallarþriðjungi. Algjörlega bitlausir.
Eyða Breyta
65. mín Davíð Snær Jóhannsson (FH) Kristinn Freyr Sigurðsson (FH)

Eyða Breyta
64. mín
Davíð Snær Jóhannsson að búa sig undir að koma inn af bekk FH. Hallgrímur Mar Steingrímsson með skot yfir.
Eyða Breyta
63. mín
Nökkvi á Ásgeir Sigurgeirs sem er í mjög góðu færi, smá þröngu færi, og Atli Gunnar nær að loka og verja.

Þau örfáu alvöru færi sem hafa komið í leiknum eru öll KA-manna.
Eyða Breyta
61. mín
1.167 áhorfendur í Krikanum í kvöld.
Eyða Breyta
60. mín Guðmundur Kristjánsson (FH) Jóhann Ægir Arnarsson (FH)

Eyða Breyta
59. mín
Sjúkraþjálfari FH mætir inná völlinn. Jóhann Ægir Arnarsson þarf aðhlynningu. Gummi Kristjáns að gera sig kláran í að koma inn.
Eyða Breyta
58. mín
FH nær ekki að skapa sér færi úr aukaspyrnunni... reyndar hefur FH nánast ekkert náð að skapa sér allan leikinn. Vörn KA verið öflug.
Eyða Breyta
57. mín
Oliver fær aukaspyrnu fyrir FH með fyrirgjafarmöguleika hægra megin.
Eyða Breyta
56. mín Gult spjald: Bryan Van Den Bogaert (KA)
Tuðspjald á Bryan.
Eyða Breyta
55. mín Gult spjald: Björn Daníel Sverrisson (FH)
ÞAÐ ER HITI!

Björn Daníel brýtur á Nökkva alveg upp við stúkuna og allt á suðupunkti. Fjórir FH-ingar núna á gulu.
Eyða Breyta
54. mín
Skemmtanagildið alls ekki hátt hér í Kaplakrikanum og afskaplega fátt um færi. Vonandi fer að lifna yfir þessu.
Eyða Breyta
50. mín Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Elfar þarf að fara af velli vegna meiðsla, haltrar af velli og klappar til áhorfenda. Ásgeir Sigurgeirsson kemur inn í hans stað. Fyrsta skipting leiksins.
Eyða Breyta
49. mín
Fyrirgjöf fyrir mark FH sem Sveinn Margeir skallar yfir. Elfar Árni sest niður á grasið og þarf aðhlynningu.
Eyða Breyta
48. mín

Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn - KA byrjaði seinni hálfleikinn.
Eyða Breyta
45. mín
Liðin ganga út í seinni hálfleik. Frikki Dór vallarþulur reynir að rífa stemninguna upp meðal áhorfenda.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það eru gestirnir að norðan sem leiða hér með einu marki í hálfleik. Ég er farinn í veitingar hjá Meyernum og mæti síðan eldferskur eftir stundarfjórðung eða svo.
Eyða Breyta
45. mín
Gaber Dobrovoljc fær tiltal fyrir að tefja! Það er enn fyrri hálfleikur.
Eyða Breyta
44. mín
Tíðindalitlar þessar síðustu mínútur. Stutt í hálfleik.
Eyða Breyta
39. mín
Hrannar Björn sýnir öflugan varnarleik og hefur betur í baráttu við Lennon sem reyndi að koma boltanum fyrir.
Eyða Breyta
37. mín
DAUÐAFÆRI!!! Sveinn Margeir skallar framhjá úr sannkölluðu dauðafæri. Þarna áttu gestirnir að ná tveggja marka forystu.
Eyða Breyta
36. mín Gult spjald: Oliver Heiðarsson (FH)
Braut á Bryan Van Den Bogaert við hliðarlínu. Bogaert þurfti aðhlynningu en heldur leik áfram.
Eyða Breyta
33. mín Gult spjald: Jóhann Ægir Arnarsson (FH)
Tekur Daníel Hafsteinsson niður beint fyrir framan Pétur og veit uppá sig sökina.

Jóhann átt erfiðan fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
32. mín
Foringinn Jón Rúnar Halldórsson er á sínum hefðbundna stað á vellinum, horfir yfir þar sem sjónvarpsbílar RÚV eru staðsettir og röltir fram og til baka. Líður best í vernduðu umhverfi og fjarri áhorfendum þegar FH spilar.
Eyða Breyta
31. mín
Hallgrímur með skot í varnarmann. Hann, Nökkvi og Elfar að búa til alls konar vandræði fyrir FH-inga.
Eyða Breyta
30. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (FH)
Braut á Elfari Árna.
Eyða Breyta
28. mín
Hallgrímur kemur Nökkva í hættulega stöðu, hann vinnur horn.
Eyða Breyta
26. mín
Matthías Vilhjálmsson með máttlítinn skalla sem fer upp í loftið og Jajalo handsamar auðveldlega.
Eyða Breyta
25. mín

Eyða Breyta
24. mín
Hallgrímur Mar og Elfar Árni með flottan samleik sem endar með skoti en auðvelt fyrir Atla í marki FH.
Eyða Breyta
23. mín
FH fær hornspyrnu sem Björn Daníel tekur, spyrnan slök og á fyrsta mann.
Eyða Breyta
21. mín
Matthías Vilhjálmsson með skot beint á Jajalo.
Eyða Breyta
18. mín MARK! Elfar Árni Aðalsteinsson (KA), Stoðsending: Hallgrímur Mar Steingrímsson
ÞETTA VAR ROSALEGA AUÐVELT!

Hallgrímur með eitraða sendingu fram. Elfar Árni hefur betur í baráttu við Jóhann Ægi Arnarsson sem liggur eftir sigraður.

Elfar Árni kemst einn gegn Atla Gunnari, fer framhjá honum og setur boltann í tómt netið!Eyða Breyta
17. mín
Lennon með fyrirgjöf sem Oliver Heiðarsson skallar yfir markið. Náði ekki nægilega góðum skalla. Fyrsta marktilraun FH í leiknum.
Eyða Breyta
12. mín
Einhverjir FH-ingar í stúkunni kölluðu eftir hendi/víti áðan þegar Ívar sparkaði boltanum í Bogaert. Þetta var ekkert. Áfram með leikinn.
Eyða Breyta
10. mín
FLOTT TILRAUN! Sveinn Margeir nær fínu skoti á markið úr aukaspyrnunni en Atli ver! Fyrsta marktilraun leiksins!Eyða Breyta
9. mín
Nökkvi krækir í aukaspyrnu nokkrum metrum fyrir utan vítateig FH. Þetta gæti verið eitthvað...
Eyða Breyta
6. mín
Gluggadagurinn í fullum gangi en maður einbeitir sér 100% að leiknum. Svo þegar honum er lokið verður spennandi að skoða hversu marga Nottingham Forest keypti á meðan á leiknum stóð.
Eyða Breyta
5. mín
Elfar Árni Aðalsteinsson fer niður fyrir utan teiginn í viðskiptum við Jóhann Ægi, miðvörðinn unga hjá FH. Pétur Guðmundsson dæmir ekkert og gefur Elfari merki um að standa á fætur.
Eyða Breyta
3. mín
Bryan Van Den Bogaert reynir fyrirgjöf frá vinstri en hittir boltann afleitlega og hann flýgur afturfyrir.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
FH-ingar sem sparka leiknum í gang - Kristinn Freyr átti fyrstu spyrnuna. FH sækir í átt að Keflavík í fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
Fyrir leik


Eyða Breyta
Fyrir leik


Eyða Breyta
Fyrir leik
Áhorfendur að fá sér sæti meðan leikmenn eru á lokametrum upphitunar fyrir leikinn Einhverjir líklega fengið að fara fyrr úr vinnu til að geta notið leikdagsupplifunar. 17:00 á virkum degi seint talinn ákjósanlegur tími fyrir leik sem þennan. Vonandi fara að vaxa flóðljós hér í Krikanum.

Einhver hópur KA manna hefur lagt á sig bíltúr um þennan leik. Ég veit allavega um einn vel mannaðan bíl sem einnig var vel byrgður upp af góðum drykkjum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ég er kominn með einn rjúkandi kaffibolla og tel nú bara niður í leikinn. Tómas Meyer fjölmiðlafulltrúi FH er búinn að hella uppá og draga fram úrvals veitingar fyrir fréttamannastúkuna. Hann er bjartsýnn fyrir hönd síns lið og er með þá tilfinningu að FH taki þennan leik.

67% lesenda eru ósammála, samkvæmt könnun sem við vorum að loka fyrir á Twitter. Þeir spá KA sigri í dag.

Ég vonast sjálfur bara eftir framlengingu og stuði.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Skiljanlega þá munu flestir þeir sem fylgjast með þessum leik beina sjónum sínum sérstaklega að Nökkva Þey Þórissyni sem hefur verið algjörlega óstöðvandi í sumar. Er farinn að lykta af markametinu í Bestu deildinni þar sem hann hefur skorað 17 mörk, í bikarnum hefur hann skorað 5 mörk.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarlið FH er einfaldlega alveg eins og í markalausa jafnteflinu gegn KR. Haraldur Einar Ásgrímsson tekur út leikbann og er ekki í hópnum hjá FH.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarlið KA er komið inn

Miðvörðurinn öflugi Dusan Brkovic fór meiddur af velli í tapi KA gegn Víkingi í Bestu deildinni og er ekki með í dag. Þá tekur Þorri Mar Þórisson út leikbann hjá KA og Steinþór Freyr Þorsteinsson og Andri Fannar Stefánsson setjast á bekkinn.

Rodrigo Gomes Mateo og Elfar Árni Aðalsteinsson tóku út leikbann gegn Víkingi en koma inn í byrjunarliðið. Gaber Dobrovolj og Hrannar Björn Steingrímsson koma líka inn í byrjunarliðið. Fjórar breytingar hjá KA.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Ég er búinn að koma mér fyrir í Kaplakrikanum. Skýjað og logn, hiti kringum 10 gráðurnar. Gylfi Þór Orrason eftirlitsmaður valsar um völlinn og heilsar sérstaklega vel upp á Steinar Stephensen starfsmann FH.

Í kvöld kemur í ljós hvort það verður FH eða KA sem leikur úrslitaleik gegn Víkingi í Mjólkurbikarnum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ákaflega mikilvægur leikur fyrir KA


Flestir búast við útisigri. Ef KA vinnur þá fer það langt með að tryggja að þriðja Evrópusætið verður í boði í deildinni. Sigur Akureyrarliðsins eykur möguleika þess á Evrópusæti verulega. Svo ekki sé nú talað um bikarmeistaratitilinn sjálfan.

Arnar Grétarsson verður á hliðarlínunni í dag en leikbann hans gildir ekki í bikarnum.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Bjargar bikarinn tímabilinu?


FH-ingar eru aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti í Bestu deildinni. Þetta hefur verið mjög erfitt sumar hjá FH og liðið aðeins unnið þrjá deildarleiki. Það myndi gera mikið fyrir tímabil FH að koma sér í úrslitaleikinn, vera á skrefi nær bikar og Evrópusæti.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Lögregluvarðstjórinn með flautuna


Lögregluvarðstjórinn Pétur Guðmundsson dæmir leikinn. Aðstoðardómarar verða Jóhann Gunnar Guðmundsson og Oddur Helgi Guðmundsson og Elías Ingi Árnason verður fjórði dómari.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leið FH í undanúrslitin


FH hefur aðeins mætt liðum úr neðri deildum. 3-0 sigur vannst gegn Kára frá Akranesi í 32-liða úrslitum, 6-1 sigur gegn ÍR í 16-liða úrslitum og svo 4-2 útisigur gegn Kórdrengjum í hörkuleik í 8-liða úrslitum.

Steven Lennon er markahæsti leikmaður FH í bikarnum en þar er hann kominn með sex mörk.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leið KA í undanúrslitin


KA vann Reyni Sandgerði 4-1 í 32-liða úrslitum og lagði Fram svo með sömu markatölu í 16-liða úrslitum. Í 8-liða úrslitum vannst svo 3-0 sigur gegn 2. deildarliði Ægis. KA hefur því unnið alla bikarleiki sína með þriggja marka mun.

Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði tvö mörk gegn Ægi og er kominn með fimm mörk í bikarnum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan daginn! - Í Kaplakrikanum mætast FH og KA í undanúrslitum Mjólkurbikarsins klukkan 17:00. Leikið verður til þrautar um sæti í sjálfum úrslitaleiknum sem verður á Laugardalsvelli þann 1. október.Ef einhver er að velta leiktímanum fyrir sér þá eru ekki flóðljós á Kaplakrikavelli og því ekki hægt að leika seinna en þetta!
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson (f) ('50)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
21. Nökkvi Þeyr Þórisson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
26. Bryan Van Den Bogaert
28. Gaber Dobrovoljc
30. Sveinn Margeir Hauksson ('68)

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('50)
14. Andri Fannar Stefánsson
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('68)
29. Jakob Snær Árnason
44. Valdimar Logi Sævarsson
77. Bjarni Aðalsteinsson

Liðstjórn:
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Branislav Radakovic
Arnar Grétarsson (Þ)
Steingrímur Örn Eiðsson
Igor Bjarni Kostic

Gul spjöld:
Bryan Van Den Bogaert ('56)

Rauð spjöld:
Bryan Van Den Bogaert ('70)