Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Breiðablik
0
3
Víkingur R.
Davíð Ingvarsson '5 , sjálfsmark 0-1
0-2 Karl Friðleifur Gunnarsson '8
0-3 Erlingur Agnarsson '20
31.08.2022  -  19:45
Kópavogsvöllur
Undanúrslit Mjólkurbikarsins
Aðstæður: Rigningarlegt eins og hefur verið í allan dag. Smá gola.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Kyle McEkroth
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
2. Mikkel Qvist ('63)
3. Oliver Sigurjónsson ('63)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('78)
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson
16. Dagur Dan Þórhallsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
25. Davíð Ingvarsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
5. Elfar Freyr Helgason ('63)
10. Kristinn Steindórsson ('78)
13. Anton Logi Lúðvíksson
19. Sölvi Snær Guðbjargarson ('63)
27. Viktor Elmar Gautason
30. Andri Rafn Yeoman

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson

Gul spjöld:
Dagur Dan Þórhallsson ('37)
Gísli Eyjólfsson ('51)
Ísak Snær Þorvaldsson ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingur er kominn í bikarúrslit annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum!
93. mín Gult spjald: Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Braut af sér á sprettinum til baka.
91. mín
Þremur mínútum bætt við.
87. mín
Höskuldur vinnur hornspyrnu.

Ekkert kom upp úr henni.
85. mín
Fínasti varnarleikur hjá Elfari, stöðvar hraða sókn Víkings.
83. mín
Oliver Ekroth að gera sig líklegan inn á vítateig Blika en hann nær ekki að koma almennilegri tilraun á mark heimamanna.
80. mín Gult spjald: Pablo Punyed (Víkingur R.)
78. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
77. mín
Danijel tók spyrnuna en hún fer vel yfir markið.
76. mín
Damir brotlegur gegn Danijel við vítateig Breiðabliks.
74. mín
Danijel með skot af löngu færi en það fer beint á Ingvar.
72. mín
Ingvar!!
Það kom að því að Blikar næðu að skapa sér alvöru gott færi. Góð fyrirgjöf frá Höskuldi sem Gísli skallar að marki en Ingvar sér við honum.

Ekkert kom svo upp úr hornspyrnunni.
68. mín
Inn:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.) Út:Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
Síðasta skipting Víkings.
63. mín
Damir lætur vaða úr aukaspyrnunni en boltinn fer í vegginn. Í kjölfarið hélt sókn Blika áfram og Damir kemst aftur í boltann en á tilraun yfir úr teignum.
63. mín
Inn:Sölvi Snær Guðbjargarson (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Tvöföld breyting og það sóknarsinnuð.
63. mín
Inn:Elfar Freyr Helgason (Breiðablik) Út:Mikkel Qvist (Breiðablik)
62. mín
Ísak Snær vinnur aukaspyrnu við vítateig Breiðabliks!

Júlíus brotlegur. Víkingar alveg trylltir að fá ekki aukaspyrnu á Mikkel þegar Blikar unnu boltann.
61. mín
Anton Ari!

Birnir Snær fer framhjá Mikkel inn á teignum, lætur vaða en Anton Ari ver og svo hreinsar Damir í horn.
60. mín
Höskuldur með hornspyrnu, Damir kemst í boltann en skallar yfir.
58. mín
Kyle bjargar

Flott spil hjá Blikum, boltinn út í teiginn og Gísli lætur vaða. Kyle nær að verja með fætinum, Ingvar lendir á fætinum á Kyle og liggur eftir.
58. mín
Jason Daði rangstæður
Ísak með skot í varnarmann og boltinn hrekkur til Jasons sem var fyrir innan.

Ingvar varði líka frá honum.
57. mín
Blikar fá horn.
54. mín
Erlingur!

Oliver með hræðilega sendingu til hliðar, beint á Erling sem ákveður að skjóta og það hátt yfir. Helgi allt annað en sáttur við að fá ekki boltann þarna í upplögðu færi.
51. mín Gult spjald: Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Setur öxlina út og fer með hana af krafti í Birni, ég hélt fyrst að þetta hefði verið olnbogi og rautt. Ekki alveg svo slæmt en alveg appelsínugult.
48. mín
Blikar sækja þessar fyrstu mínútur í seinni. Átt eina fyrirgjöf en eru annars að reyna finna glufur á þéttri vörn Víkings.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn!

Engar breytingar í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Fannst eins og Víkingar væru farnir í 3-4-3 eftir að Karl fór af velli.

Það var eins og Logi væri orðinn þriðji miðvörður og þeir Viktor Ö (vinstri) og Ari (hægri) hefðu leyst vængbakvarðastöðurnar.
45. mín
Hálfleikur
Einhver kýtingur inn á teig Víkings þegar Vilhjálmur flautar til hálfleiks.

Víkingar leiða 0-3!
45. mín
45+8

Spyrnan frá Höskuldi yfir allan pakkann.
45. mín
45+7

Breiðablik fær hornspyrnu. Fyrsta hornspyrna Blika.
45. mín
45+7

Ari með fyrirgjöf sem endar í höndunum á Antoni.
45. mín
45+4

Gísli reynir langa sendingu en Helgi kemst fyrir hana. Hann er ekki heppnari en það að þesi bolti fer beint í andlitið á Helga.

Hann liggur eftir og fær aðhlynningu.
45. mín
45+3

Helgi með skot á lofti eftir fyrirgjöf frá Erlingi.

Skotið fer hátt yfir.
45. mín
45+1

Fimm mínútum bætt við fyrri hálfleikinn.
45. mín
Logi fær höfuðhögg og fær aðhlynningu.
44. mín
Viktor Karl með þrumuskot úr teignum sem Ingvar ver en vilhjálmur dæmir hendi á Gísla í aðdragandanum.
42. mín
Þung sókn hjá Blikum en þeir náðu ekki að nýta gott spil til að koma skoti að marki.
39. mín
Eitthvað gerst milli Ísaks og Kyle inn á vítateig Víkings. Vilhjálmur dómari ræðir eitthvað við þá.
37. mín Gult spjald: Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik)
Brýtur á Kyle og uppsker gult spjald.
36. mín
Helgi í daaaauuuuðafæri!
Aukaspyrnan eftir brotið áðan kemur frá Viktor inn á markteiginn, beint á Helga en skallinn frá honum fer yfir.
36. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
35. mín
Helgi er að koma inn á fyrir Nikolaj.
34. mín
Víkingur fær aukaspyrnu við enga hrifningu Blika. Þeir vildu líka meina að Pablo hefði tekið ólöglegt innkast áðan.

Nikolaj liggur eftir inn á vítateig Blika. Held hann klári ekki þennan leik.
33. mín
Inn:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) Út:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Baulað á Kalla úr stúkunni. Hann er sýnilega meiddur.
32. mín
Karl Friðleifur er að fara af velli.
27. mín Gult spjald: Oliver Ekroth (Víkingur R.)
Brýtur mjög viljandi á Degi Dan.
26. mín
Víkingar í stúkunni syngja: 'Er þetta Augnablik?'
25. mín
Flott spil hjá Blikum, ná að skipta boltanum yfir með löngum bolta á Davíð Ingvars, hann finnur Ísak Snær sem leggur upp skot fyrir Dag Dan en Ingvar ver.
24. mín
Ísak Snær dæmdur brotlegur inn á vítateig Víkings. Dagur Dan allt annað en sáttur við Vilhjálm Alvar og uppsker tiltal frá dómaranum.
23. mín
Erlingur brýtur á Antoni Ara sem liggur eftir. Blikar kalla eftir spjaldi á Erling.
20. mín MARK!
Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
HVAÐ GERÐIST ÞARNA??

Höskuldur með sendingu til baka ætlaða Antoni en boltinn nær ekki svo langt. Hann endar hjá Erlingi sem var á tánum og hirti lausa boltann, fer framhjá Antoni og rúllar boltanum í netið.

ÞAÐ ER 0-3!!!
19. mín
Mikkel Qvist með virkilega sendingu yfir varnarlínu Breiðabliks en Jason nær ekki að taka við boltanum.
14. mín
Hætta inn á vítateig Breiðabliks. Logi mep fyrirgjöf, Anton Ari kýlir út og Karl Friðleifur var klár að láta vaða en Davíð steig hann út. Karl liggur þjáður eftir.

Blikar keyra upp og Ísak Snær á fastaskottilraun vinstra megin úr teignum. Ingvar ver hins vegar skotið.

Nú fær Karl aðhlynningu.
12. mín
Höskuldur tekur aukaspyrnuna, fyrirgjöf inn á teiginn í átt að Mikkel en boltinn endar í höndunum á Ingvari.
12. mín Gult spjald: Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
Brot á eigin vallarhelmingi.
11. mín
Þetta er rosaleg byrjun á þessum leik! Víkingar kýlt Blika kalda með öflugri byrjun. Blikar reyna núna að sækja.
8. mín MARK!
Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Pablo Punyed
0-2!!
Fyrirgjöf frá Pablo frá vinstri sem fer í gegnum teiginn og á Karl sem er á fjærstönginni og hann þrumar að marki og skorar.

Karl, sem er fyrrum leikmaður Breiðabliks, fagnar með því að hlaupa framhjá bekknum hjá Breiðabliki, kyssir merkið á treyjunni og starir á Óskar Hrafn.
5. mín SJÁLFSMARK!
Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
Upp úr þurru!

Víkingar eru komnir yfir! Fyrirgjöf frá vinstri frá Birni, boltinn yfir Nikolaj í teignum, skoppar í teignum, Anton Ari ýtir boltanum til hliðar, í Davíð Ingvars sem er í baráttunni við Erling og af Davíð fer boltinn í netið.
3. mín
'Þetta er ógeðsleg treyja' syngja Blikar í stúkunni um treyjuna sem Víkingar spila í. Kaldar kveðjur á Halldór Smára Sigurðsson sem hannaði treyjuna.
3. mín
Viktor Örlygur lætur vaða en skotið fer beint á Anton Ara í markinu.
2. mín
Víkingar fá aukaspyrnu vinstra megin við vítateig Blika.
1. mín
Leikur hafinn
Víkingar byrja með boltann!
Þjálfari Breiðabliks í viðtali

Þjálfari Víkinga segir að Nikolaj Hansen sé klár í allavega hálfleik í kvöld.
Fyrir leik
Það er eins gott að þetta er kvöldleikur. Það er frábært veður núna miðað við hvernig það var fram eftir degi.
Fyrir leik


Fyrir leik
Byrjunarliðin hafa verið opinberuð!
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, gerir tvær breytingar á sínu liði frá sigurleiknum gegn Leikni í Bestu deildinni. Viktor Karl Einarsson og Oliver Sigurjónsson koma inn í liðið fyrir þá Sölva Snæ Guðbjargarson og Andra Rafn Yeoman.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, gerir þrjár breytingar frá sigrinum gegn KA. Karl Friðleifur Gunnarsson, Birnir Snær Ingason og Nikolaj Hansen koma inn fyrir þá Helga Guðjónsson, Ara Sigurpálsson og Danijel Dejan Djuric.

Liðin mættust í Bestu deildinni fyrir rúmum tveimur vikum og þá skoruðu þeir Sölvi Snær og Danijel mörk liðanna. Þeir byrja á bekknum.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Spennandi viðureign framundan, framlengt?


Fyrr í þessum mánuði, 15. ágúst, léku þessi lið einmitt í Bestu deildinni á Kópavogsvelli og gerðu þá 1-1 jafntefli. Sölvi Snær Guðbjargarson kom Blikum yfir en Danijel Djuric jafnaði fyrir Víking. Það verður ekkert jafntefli í kvöld!
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Leið Breiðabliks í undanúrslitin


Breiðablik, sem trónir á toppi Bestu deildarinnar, rúllaði yfir Val 6-2 í stórleik í 32-liða úrslitum, vann svo 3-2 útisigur gegn ÍA í 16-liða úrslitum þar sem Gísli Eyjólfsson skoraði sigurmark í lok venjulegs leiktíma. Í 8-liða úrslitum skoraði Omar Sowe sigurmarkið í 1-0 útisigri gegn HK í Kórnum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Leið Víkings í undanúrslitin


Víkingar eru ríkjandi bikarmeistarar. Þeir unnu auðveldan 7-0 útisigur gegn Haukum í 32-liða úrslitum og svo 6-0 útisigur gegn Selfossi í 16-liða úrslitum. Verkefnið var öllu erfiðara í 8-liða úrslitum þar sem Víkingur vann 5-3 heimasigur gegn KR í frábærum fótboltaleik.

Helgi Guðjónsson er markahæsti leikmaður Víkings í bikarnum en hann hefur skorað sex mörk.
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik


Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir þennan stórleik og aðstoðardómarar verða Egill Guðvarður Guðlaugsson og Kristján Már Ólafs. Fjórði dómari verður Jóhann Ingi Jónsson.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá sannkölluðum stórleik í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Leikur Breiðabliks og Víkings hefst á Kópavogsvelli klukkan 19:45. Leikið verður til þrautar um sæti í sjálfum úrslitaleiknum sem verður á Laugardalsvelli þann 1. október.



Hinn undanúrslitaleikurinn verður klukkan 17 á morgun þegar FH og KA leika í Kaplakrikanum.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
5. Kyle McLagan
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
10. Pablo Punyed
18. Birnir Snær Ingason ('68)
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('33)
23. Nikolaj Hansen (f) ('36)

Varamenn:
9. Helgi Guðjónsson ('36)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
14. Sigurður Steinar Björnsson
15. Arnór Borg Guðjohnsen
17. Ari Sigurpálsson ('33)
19. Danijel Dejan Djuric ('68)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Kári Árnason
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson

Gul spjöld:
Birnir Snær Ingason ('12)
Oliver Ekroth ('27)
Pablo Punyed ('80)

Rauð spjöld: