Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Þróttur R.
3
0
Haukar
Guðmundur Axel Hilmarsson '4 1-0
Ernest Slupski '50 2-0
Ernest Slupski '60 3-0
03.09.2022  -  14:15
AVIS völlurinn
2. deild karla - 20. umferð
Aðstæður: Fullkomnar
Dómari: Elías Ingi Árnason
Áhorfendur: 368
Maður leiksins: Ernest Slupski (Þróttur R.)
Byrjunarlið:
Sveinn Óli Guðnason
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal
5. Alexander Kevin Baker ('85)
8. Baldur Hannes Stefánsson
9. Hinrik Harðarson
10. Guðmundur Axel Hilmarsson ('72)
10. Ernest Slupski ('77)
17. Izaro Abella Sanchez ('77)
27. Miroslav Pushkarov
33. Kostiantyn Pikul
99. Kostiantyn Iaroshenko ('85)

Varamenn:
25. Franz Sigurjónsson (m)
3. Stefán Þórður Stefánsson ('85)
6. Sam Hewson ('72)
14. Birkir Björnsson ('77)
21. Eiður Baldvin Baldvinsson
22. Kári Kristjánsson ('77)
26. Emil Skúli Einarsson ('85)

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Baldvin Már Baldvinsson
Jamie Paul Brassington
Páll Steinar Sigurbjörnsson
Angelos Barmpas
Marek Golembowski

Gul spjöld:
Izaro Abella Sanchez ('25)
Ernest Slupski ('61)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þróttur með þægilegan sigur í þessum leik. Þeir eru komnir upp í LENGJUDEILDINA eftir eitt ár í 2. deild.

Til hamingju Þróttarar nær og fjær!

90. mín
BARA UPPBÓTARTÍMINN EFTIR.
89. mín
Það er erfitt fyrir Anton að elta framherja Þróttar, hann ræður engan veginn við hraðann í þeim. Er ekki í sínu besta formi, miðvörðurinn.
88. mín
Gunnar Darri reynir skot að marki en fer í varnarmann. Sveinn Óli hefur ekkert þurft að gera, öll skotin bara farið í varnarmann.
87. mín
Haukarnir að leika sér með boltann í öftustu línu og tapa honum. Boltinn fer held ég í höndina á varnarmanni Hauka í kjölfarið en ekkert dæmt.
85. mín
Inn:Emil Skúli Einarsson (Þróttur R.) Út:Alexander Kevin Baker (Þróttur R.)
85. mín
Inn:Stefán Þórður Stefánsson (Þróttur R.) Út:Kostiantyn Iaroshenko (Þróttur R.)
84. mín Gult spjald: Máni Mar Steinbjörnsson (Haukar)
Pirraður.
82. mín
Hewson að hóta marki en setur boltann rétt fram hjá.
81. mín
Þetta eru stuðningsmenn Þróttar að syngja akkúrat núna.

80. mín
Og auðvitað uppbótartíminn líka.
80. mín
ÞAÐ ERU TÍU MÍNÚTUR EFTIR
77. mín
Inn:Birkir Björnsson (Þróttur R.) Út:Izaro Abella Sanchez (Þróttur R.)
77. mín
Inn:Kári Kristjánsson (Þróttur R.) Út:Ernest Slupski (Þróttur R.)
72. mín
Inn:Sam Hewson (Þróttur R.) Út:Guðmundur Axel Hilmarsson (Þróttur R.)
71. mín
Mjög lítið að gerast þessa stundina. Þróttarar eru bara að sigla þessu heim og svo verður vel fagnað í kvöld.
66. mín
Inn:Gunnar Darri Bergvinsson (Haukar) Út:Kristófer Dan Þórðarson (Haukar)
66. mín
Haukarnir nálægt því að minnka muninn. Oscar með fyrirgjöf sem Daníel Snorri skallar fram hjá.
65. mín
Þetta hefur ekki verið gott sumar fyrir Hauka, bæði í karla- og kvennaflokki. Fimmti tapleikurinn í röð að verða að veruleika.

63. mín
Máni Mar með góðan bolta fyrir og Haukar fá í kjölfarið hornspyrnu sem ekkert verður úr.
62. mín Gult spjald: Anton Freyr Hauks Guðlaugsson (Haukar)
Held að hann hafi fengið spjald fyrir tuð.
62. mín
Það er búið að opna kampavínið - Þróttur er á leið upp!!

61. mín Gult spjald: Ernest Slupski (Þróttur R.)
Fékk gula fyrir að fara úr að ofan.
60. mín MARK!
Ernest Slupski (Þróttur R.)
MARK!!!!
Mistök í vörn Hauka og Ernest nýtir sér það með því að skora sitt annað mark.

Það er partý í Laugardalnum!!
59. mín
Hinik Harðar með skalla rétt fram hjá. Hann sparkar svo í stöngina í kjölfarið, pirraður!
58. mín
Haukarnir eru bara áfram í fimm manna vörn.
57. mín
Ernest og Anton Freyr fóru í eltingarleik um boltann og það var mjög ójafn leikur. Anton gerir hins vegar vel að vinna boltann svo í kjölfarið.
53. mín
Inn:Daníel Snorri Guðlaugsson (Haukar) Út:Þórður Jón Jóhannesson (Haukar)
53. mín
Inn:Ísak Jónsson (Haukar) Út:Birgir Magnús Birgisson (Haukar)
53. mín
Ólafur Darri við það að komast í algjört dauðafæri en Sveinn Óli gerir mjög vel og handsamar boltann.
52. mín
Þróttarar geta farið að opna kampavínsflöskuna. Annars er útlit fyrir að Haukar séu að fara að tapa sínum fimmta leik í röð!
51. mín

Ernest Slupski.
50. mín MARK!
Ernest Slupski (Þróttur R.)
MARK!!!!!
Ernest Slupski bætir við öðru marki Þróttara með skalla og núna er staða heimamanna orðin vægast sagt þægileg.
46. mín
Inn:Gísli Þröstur Kristjánsson (Haukar) Út:Daði Snær Ingason (Haukar)
46. mín
KOMIÐ AFTUR AF STAÐ
45. mín
Var að fá bréf. Björn Hlynur er Fiorentina maður og var á Fiorentina - Juventus. Sá leikur endaði 1-1. Hann fagnar því samt eflaust vel í kvöld ef Þróttarar tryggja sig upp í dag.
45. mín
Hálfleikur
Það eru 368 áhorfendur á AVIS vellinum í dag. Ég trúi ekki öðru en að stórleikarinn Björn Hlynur Haraldsson sé á meðal áhorfenda.

45. mín
Hálfleikur
Ekki frábær leikur til þessa, en Þróttur leiðir með einu marki. Við komum aftur í seinni hálfleikinn að vörmu spori.
43. mín
Haukarir komast á ferðina eftir skelfilega aukaspyrnu Þróttar. Birgir Magnús á góða skiptingu yfir á Daða sem kemur sér í skotfæri en Þróttarar koma sér fyrir. Það var ekki mikill kraftur í þessu skoti.
40. mín
Fimm mínútur eftir af þessum fyrri hálfleik.
37. mín
Hefur ekki verið frábær fótboltaleikur. Mjög þægilegt fyrir Þrótt enn sem komið er, en staðan er bara 1-0.

34. mín
Þróttarar í fínu færi en rangstaða dæmd.
33. mín
Vel spilað hjá Þrótturum og Guðmundur Axel í fínu skotfæri, en setur boltann yfir.
30. mín
Anton Freyr kominn upp völlinn og nær skoti sem er auðvelt viðureignar fyrir Svein Óla. Haukarnir aðeins verið að vinna sig meira inn í leikinn en hafa ekkert ógnað að viti.
28. mín
Daði Snær liggur eftir, varð fyrir einhverju hnjaski. Hann heldur samt leik áfram, harkar þetta af sér.
25. mín Gult spjald: Izaro Abella Sanchez (Þróttur R.)
21. mín
Baldur Hannes með skot af einhverjum 25 metrum sem fer yfir markið. Ekki galin tilraun.
20. mín
Kristófer Dan kemst á ferðina en á skot sem fer beint í varnarmann. Besta tilraun Hauka til þessa.
19. mín
Það er erfitt fyrir Haukana að sækja í þessu leikkerfi því þeir eru svo varnarsinnaðir. Eru með fáa menn fram á við þegar þeir komast í sókn og Þróttarar alltaf í yfirtölu.
17. mín
Hinum megin á vellinum á Ernest Slupski hættulega tilraun rétt fram hjá markinu.
17. mín
Oscar Borg skokkar út að hornfána og tekur spyrnuna stutt. Hann fær boltann svo aftur og á sendingu fyrir sem Sveinn Óli grípur þægilega.
16. mín
Jæja, Haukar gera eitthvað fram á við og fá hornspyrnu.
15. mín
Haukarnir eru að spila með mjög lága blokk og leyfa heimamönnum bara að halda í boltann, þrátt fyrir að vera 1-0 undir í þessum leik. Mjög svo þægilegt fyrir Þróttara hingað til í þessum leik.
12. mín
Izaro fellur í teignum en Elías Ingi dæmir ekki neitt. Þróttarar ósáttir en ég held að þetta sé rétt metið hjá ágætum dómara leiksins.
11. mín
Þróttur hefur verið með öll völd á vellinum hingað til.
7. mín
Athyglisvert að Guðmundur Axel - sem er mjög hávaxinn - er að spila striker hjá Þrótti. Hann hefur nú yfirleitt verið miðvörður á sínum ferli en er fremsti maður hjá Þrótti í dag.
5. mín

Þróttur hefur tekið forystuna.
4. mín MARK!
Guðmundur Axel Hilmarsson (Þróttur R.)
MARK!!!!!
Þetta er ekki lengi að gerast hjá heimamönnum. Hornspyrna og Guðmundur Axel stekkur hæst í teignum. Hann stangar boltann í netið. Milos var í boltanum en það var ekki nóg. Fyrsta markið komið í þennan leik.
1. mín
Haukar stilla upp í 5-2-3 á meðan Þróttur er í 4-2-3-1.
1. mín
Leikur hafinn
FARIÐ AF STAÐ
Fyrir leik
Haukar leika í bláum treyjum í dag, varabúningum sínum. En samt eru þeir í rauðum stuttbuxum og rauðum sokkum.
Fyrir leik
Það er rosaleg stemning í Laugardalnum og stuðningsmennirnr taka vel á móti sínu liði. Baldur Hannes Stefánsson, fyrirliði Þróttar, fær viðurkenningu fyrir 100 meistaraflokksleiki áður en flautað er til leiks.

Fyrir leik
Það er geggjað veður í Laugardalnum þegar liðin ganga út á völlinn.
Fyrir leik
Þessum leik var seinkað um 15 mínútur því það var undanúrslitaleikur í 5. flokki karla sem fór alla leið í vítakeppni hér á vellinum.
Fyrir leik
laugardagur 3. september
14:00 KF-Njarðvík (Ólafsfjarðarvöllur)
14:00 Magni-KFA (Grenivíkurvöllur)
14:00 Þróttur R.-Haukar (AVIS völlurinn)
14:00 Höttur/Huginn-Ægir (Vilhjálmsvöllur)
14:00 Víkingur Ó.-Reynir S. (Ólafsvíkurvöllur)
16:00 ÍR-Völsungur (ÍR-völlur)
Fyrir leik
Svona er staðan í 2. deild fyrir þennan leik í dag. Þrjár umferðir eftir.

Fyrir leik
Þróttur getur tryggt sig upp
Þróttur getur í dag tryggt sig upp í Lengjudeildina með því að taka eitt stig úr þessum leik. Ægismenn, sem eru í þriðja sæti, treysta á Hauka í þessum leik.

Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þróttar og Hauka í 2. deild karla.

Ég verð í Laugardalnum og lýsi þessum leik fyrir ykkur kæru lesendur. Endilega fylgist með!

Byrjunarlið:
1. Milos Peric
2. Kristinn Pétursson
3. Máni Mar Steinbjörnsson
5. Oscar Francis Borg
6. Þórður Jón Jóhannesson ('53)
10. Daði Snær Ingason ('46)
10. Kristófer Dan Þórðarson ('66)
16. Birgir Magnús Birgisson ('53)
18. Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
19. Ólafur Darri Sigurjónsson
22. Alexander Freyr Sindrason (f)

Varamenn:
12. Þorsteinn Ómar Ágústsson (m)
4. Fannar Óli Friðleifsson
7. Davíð Sigurðsson
7. Gunnar Darri Bergvinsson ('66)
8. Ísak Jónsson ('53)
11. Gísli Þröstur Kristjánsson ('46)
17. Daníel Snorri Guðlaugsson ('53)

Liðsstjórn:
Atli Sveinn Þórarinsson (Þ)
Ásgeir Þór Ingólfsson
Srdjan Rajkovic
Ellert Ingi Hafsteinsson
Guðni Vilberg Björnsson
Óskar Karl Ómarsson
Gunnar Örvar Stefánsson

Gul spjöld:
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson ('62)
Máni Mar Steinbjörnsson ('84)

Rauð spjöld: