Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Fram
2
2
KA
Fred Saraiva '55 1-0
Fred Saraiva '70 2-0
2-1 Gaber Dobrovoljc '91
2-2 Jakob Snær Árnason '94
04.09.2022  -  18:00
Framvöllur - Úlfarsárdal
Besta-deild karla - 20. umferð
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 725 manns
Maður leiksins: Alex Freyr Elísson (Fram)
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Delphin Tshiembe
7. Guðmundur Magnússon (f)
10. Fred Saraiva ('77)
11. Almarr Ormarsson
14. Hlynur Atli Magnússon
21. Indriði Áki Þorláksson ('46)
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes
69. Brynjar Gauti Guðjónsson
71. Alex Freyr Elísson

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
6. Tryggvi Snær Geirsson
8. Albert Hafsteinsson ('46)
9. Þórir Guðjónsson
10. Orri Gunnarsson
11. Magnús Þórðarson ('77)
79. Jannik Pohl

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Daði Lárusson
Gunnlaugur Þór Guðmundsson
Einar Haraldsson
Stefán Bjarki Sturluson

Gul spjöld:
Guðmundur Magnússon ('54)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Hádramatískar lokamínútur hér í Úlfarsárdal þar sem KA stelur stigi alveg í blálokin!

Skýrsla og viðtöl koma seinna í kvöld.
94. mín MARK!
Jakob Snær Árnason (KA)
Stoðsending: Bjarni Aðalsteinsson
Alls ekki of seint! KA menn jafna!!!

KA menn leika stutt á milli sín á horninu af teignum. Jakob fær svo boltan og setur hann lúmskt í fjærhornið!

Þvílík dramatík!!!
91. mín MARK!
Gaber Dobrovoljc (KA)
Stoðsending: Sveinn Margeir Hauksson
KA menn minnka muninn en líkast til of seint

Sveinn tekur hornspyrnu sem lendir beint á kollinum á Gaber og hann stangar boltan í netið.
90. mín
uppbótartími er amk 4 mínútur.
87. mín Gult spjald: Sveinn Margeir Hauksson (KA)
85. mín
KA menn skora mark eftir að Bryan sendir boltan inn í teig Ívar skallar boltan í netið en tekur Ólaf Íshólm frekar mikið með sér í leiðinni og því líkast til réttilega dæmt brot.
81. mín
Jakob með skot fyrir utan teig sem fer framhjá.
77. mín
Inn:Bjarni Aðalsteinsson (KA) Út:Andri Fannar Stefánsson (KA)
77. mín
Inn:Sveinn Margeir Hauksson (KA) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
77. mín
Inn:Magnús Þórðarson (Fram) Út:Fred Saraiva (Fram)
75. mín
Gaber tekur skot fyrir utan teig en það fer í varnarmann. Örfáir KA menn að biðja um hendi eftir þetta.
72. mín
JAKOB SNÆR Í DAUÐAFÆRI!!!

Boltinn fellur til hans inn í teig þar sem hann er einn gegn markmanni en hann skýtur beint á Ólaf.
71. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (KA) Út:Daníel Hafsteinsson (KA)
71. mín
Inn:Hrannar Björn Steingrímsson (KA) Út:Þorri Mar Þórisson (KA)
70. mín MARK!
Fred Saraiva (Fram)
Stoðsending: Albert Hafsteinsson
Framarar komnir langt með að tryggja sigurinn!

KA voru búnir að henda mörgum mönnum fram og þá kom langur bolti upp á hægt kantinn þar sem Albert Hafsteins gat hlupið einn í gegn.

Hann kom svo með boltan fyrir og afgreiðslan var auðveld fyrir Fred.
67. mín
Fred tók skotið og það fór af veggnum og framhjá.
67. mín Gult spjald: Bryan Van Den Bogaert (KA)
Aukaspyrna í hættulegri skotstöðu.
66. mín
Hvernig í ósköpunum skorar Daníel ekki þarna!

Nökkvi kemur með frábæran bolta inn í teig og skallinn frá Daníel flýgur meðfram markteigslínunni en fer ekki inn!.
65. mín
Gummi Magg með skot fyrir utan teig beint á Jajalo sem grípur boltan.
61. mín
Aukaspyrna frá Thiago ratar á hausinn á Gumma Magg sem er með virkilega fastan skalla en hann fer yfir.
61. mín Gult spjald: Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
60. mín
Inn:Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Út:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA)
55. mín MARK!
Fred Saraiva (Fram)
Stoðsending: Albert Hafsteinsson
Framarar komast yfir

Það kemur frábær bolti upp hægri kantinn á Albert sem splundrar vörn KA. Albert setur svo boltan fyrir teig þar sem Tiago nær valdi á boltanum og setur hann svo niður í fjærhornið.
54. mín Gult spjald: Guðmundur Magnússon (Fram)
Veit ekki alveg fyrir hvað. Líkast til eitthvað tuð.
53. mín
Tiago tekur hornspyrnu fyrir Fram en Jajalo grípur boltan.
52. mín
Steinþór með skot fyrir utan teig en Ólafur fer létt með að verja þetta.
47. mín
Þorri brýtur klaufalega af sér nálægt hornfánanum og Fram fær aukspyrnu í fínni stöðu.

Tiago tekur spyrnuna en hún fer beint í hendurnar á Jajalo.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn!
46. mín
Inn:Albert Hafsteinsson (Fram) Út:Indriði Áki Þorláksson (Fram)
45. mín
Hálfleikur
Frekar tíðindalitlum hálfleik lokið hér í Úlfarsárdal. Það hefur verið fínn hiti í leiknum og ljóst að Helgi Mikael ætlar að leyfa leiknum að fljóta þar sem hann hefur ekki verið að flauta fyrir of litlar sakir. Vonandi skapar það seinni hálfleik með meira af mörkum.

Sjáumst eftir korter.
45. mín
Virkilega flott spil hjá KA upp vinstri kantinn þar sem þeir sentu í þríhyrninga. Endar með að Nökkvi fær boltan inn á teignum og reynir skotið en það fer í varnarmann.
43. mín
Bryan kemur með fínan bolta inn í teig þar sem Daníel rís hæst og nær skallanum en það fer yfir markið.
42. mín
Síðustu mínútur verið rólegar þar sem liðin eru aðallega að berjast um stöðu á vellinum.
35. mín
KA menn reyna sendingu inn fyrir vörn Fram þar sem Steinþór nær að krækja í boltan en Brynjar Gauti gerir mjög vel í að stýra honum og boltanum út af velli.
32. mín
Fram fær aukaspyrnu í fínni fyrirgjafastöðu. Tiago tekur spyrnuna og hún ratar á kollinn á Gumma Magg en hann setur boltan framhjá.
30. mín
Fred tekur skot af löngu færi sem fer vel framhjá.
25. mín
Nökkvi í dauðafæri!!

Flott þríhyrningaspil milli Hallgríms og Nökkva skilar honum síðarnefndum með frábært færi nokkrum metrum frá markinu en hann hittir ekki boltan almennilega og setur hann framhjá.
22. mín
KA fær hér aukaspyrnu í fínu færi fyrir Hallgrím að reyna skotið. Slök spyrna sem fer beint í fangið á Ólafi.
15. mín
Framarar eru frekar ósáttir núna. Vildu fá dæmt víti þegar Gummi Magg féll við í teignum og strax eftir það brot aðeins nær miðjunni en í staðinn fær KA aukaspyrnuna. Verð að segja að mér fannst þetta allt bara rétt hjá Helga Mikael.
13. mín
Fram fær aukaspyrnu í fínni fyrirgjafastöðu og Fred setur boltan inn á teiginn. Brynjar nær skallanum eiginlega alveg frír en setur boltan yfir markið.
10. mín
Fram sækir hornspyrnu eftir að vera nálægt því að skapa virkilega hættulegt færi.

Boltinn berst inn á teig þar sem Indriði tekur skotið en það fer beint í varnarmann.
9. mín
Flott skyndisókn frá KA þarna.

Nökkvi hleypur upp hálfan völlin með boltan og færir hann svo út á kant til Bryan. Hann setur boltan á Daníel sem setur hann svo í fyrstu inn fyrir vörn Fram þar sem Hallgrímur er í fínu færi en skotið hans ekki alveg nógu gott.
5. mín
Hætta skapast við teig KA þegar Ívar tæklar Gumma Magg nokkuð hressilega. Þá spítist boltinn hátt upp í loft og Tiago nær frákastinu. Hann tekur skotið en það fer framhjá.
3. mín
KA menn vinna fyrsta horn leiksins. og það er hann Hallgrímur Mar sem tekur.

Hann tekur spyrnuna stutt á Nökkva sem setur hann strax lengra út á Þorra sem kemur með sendinguna fyrir. Þar tekur Rodri skotið viðstöðulaust en það fer framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Veislan farin af stað og ég er viss um að þetta verði markaleikur!
Fyrir leik
Óskar Smári Haraldsson, annar af þjálfurum kvennaliðs Fram spáir í leikinn

Fram 3 - 2 KA

Það er svo sannarlega gaman að vera Framari í dag. Liðið spilar einn skemmtilegasta fótboltann í deildinni og alltaf eru mörk þegar Fram spilar. Hörkuleikur í dal draumanna, þar sem þreytan hjá KA mun segja til sín í lokin.

Gummi Magg skorar fyrsta markið, en KA svara með 2 frá Hallgrími og ein besta 6an í deildinni, Rodrigo Gomes Mateo, skorar svo gullfallegt mark. Fram gefst ekki upp og koma til baka í seinni og klára leikin. Jannick kemur inná og skorar og mun leggja svo upp annað mark á Gumma Magg sem setur þriðja og klárar leikin undir lokin fyrir Fram.

Thiago verður áfram að sýna töfra sína, hvað er hann eiginlega góður í fótbolta?
Fyrir leik
Seinkun á leiknum

Þessu leikur mun hefjast klukkan 18:00 vegna seinkunnar á flugi KA manna frá Akureyri.
Fyrir leik
Dómari leiksins

Maðurinn með flautuna verður Helgi Mikael Jónasson og honum til halds og trausts verða Kristján Már Ólafs og Eysteinn Hrafnkelsson.

Eftirlitsmaður er Halldór Breiðfjörð Jóhannsson og varadómari er Ívar Orri Kristjánsson
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir

Alls hafa liðin mæst 7 sinnum á síðustu 10 árum í keppnisleik. Síðast þegar liðin mættust var í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins þann 26. júní síðastliðinn. Þar sigraði KA 4-1 með 3 mörkum frá Nökkva Þey Þórissyni og einu frá Hallgrími Mar Steingrímssyni á meðan Guðmundur Magnússon gerði eina mark Framara.

Niðurstaðan úr þessum 7 leikjum hefur verið þannig að Fram hefur unnið 1 leik, það hafa verið 3 jafntefli og KA hefur unnið 3 leiki.

Sameiginleg markatala úr leikjunum er Fram með 9 mörk og KA með 16 mörk. Það þýðir að Fram er að meðaltali með 1,29 mörk í leik á meðan KA er með 2,29 mörk í leik.
Nökkvi Þeyr Þórisson síðasta hetja KA í þessari viðureign.
Fyrir leik
KA menn vilja sigur í þessum leik

Akureyringar réttu megin við ána hafa átt erfiða viku. Fyrst var það 2-3 tapið gegn Víking þar sem þeir fengu sigurmakrið á sig á 90. mínútu í deildinni síðastliðinn laugardag og svo var það 2-1 tapið gegn FH þar sem sigurmarkið kom á 93. mínútu.

Því hljóta leikmenn KA að koma alveg dýrvitlausir inn í þennan leik og vilja bæta upp fyrir slæm úrslit. KA situr í 2. sæti eins og er og er 9 stigum eftir Breiðablik. Því er erfitt að segja að þeir séu í beinni titilbaráttu en ætla norðanmenn sér að komast í evrópukeppni þá er sigur gegn Fram eitthvað sem þarf að takast. Arnar Grétarsson þjálfari KA er enn í leikbanni í þessum leik og því mun Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari liðsins stýra liðinu.
Fyrir leik
Framarar sækjast eftir efri hlutanum

Eins og er sitja Framarar í 7. sæti í deildinni bara 3 stigum eftir KR í 6. sæti. Það eru aðeins 3 leikir eftir þar til deildinni verður skipt í tvennt og það væri gríðarlega sterkt fyrir nýliða að berjast við þá bestu í ofsalegum október.

Til þess að það gerist þurfa þeir að ná hagstæðum úrslitum úr næstu 3 leikjum. Eftir KA í dag eiga þeir ÍBV úti og Keflavík heima á meðan KR á leiki við ÍA, Störnuna og Víking. Samkvæmt töflunni á Fram klárlega auðveldari leiki og Jón Sveinsson þjálfari vonast væntanlega eftir því að geta byrjað atlöguna að 6. sæti strax í dag.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fram og KA í 20. umferð Bestu deildar karla.

Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður spilaður á heimavelli Fram í Úlfarsárdal.
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
Hallgrímur Mar Steingrímsson ('77)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Daníel Hafsteinsson ('71)
14. Andri Fannar Stefánsson ('77)
21. Nökkvi Þeyr Þórisson
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('60)
26. Bryan Van Den Bogaert
27. Þorri Mar Þórisson ('71)
28. Gaber Dobrovoljc

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Dusan Brkovic
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('60)
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('71)
29. Jakob Snær Árnason ('71)
30. Sveinn Margeir Hauksson ('77)
77. Bjarni Aðalsteinsson ('77)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Sævar Pétursson
Steingrímur Örn Eiðsson
Igor Bjarni Kostic

Gul spjöld:
Nökkvi Þeyr Þórisson ('61)
Bryan Van Den Bogaert ('67)
Sveinn Margeir Hauksson ('87)

Rauð spjöld: